Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 20
20
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998
UTILJOS
ótrúlegt verö!
Fréttir
DV
Fæst í svörtu
og hvítu
RAFSOL
SKIPHOLT 3 3 • REYKJAVÍK
SÍMI: 553 5600
Upprennandi listakonur í leirvinnslu í listasmiðjunni Nýrri vídd í Sandgerði. F.v.: Þóra, Ásdís, Ella, Sjöfn, Kolbrún Vídalín leiðbeinandi, Björg og Ágústa.
DV-mynd Arnheiður
Listasmiöjan í Sandgeröi:
Nokkurs konar félagsmiðstöð
DV, Suðurnesjum:
Listasmiðjan Ný vídd var opn-
uð í Sandgerði fyrr á þessu ári.
Stofnfélagar voru fjörtíu en nú
eru félagsmenn orðnir tæplega
sjötíu úr Sandgerði og nágranna-
byggðalögum og eru á aldrinum
frá 4-80 ára. Formaður félagsins
og leiðbeinandi er Kolbrún
Vídalín:
„Þetta er nokkurs konar félags-
Sorphirðugjald tekið upp:
Ruslatunnum fækkar
Tekið hefur verið upp sorp-
hirðugjald sem verða mun 6000
krónur á ári en hingað til hafa
einstaklingar borgað 1100 krónur
á ári í tunnugjald. „Það verður aö
geta þess að á móti lækka fast-
eignagjöld,“ sagði Sigurður
Skarphéðinsson gatnamálastjóri.
„Um 38.000 tunnuígildi eru við
heimili en tunnunýting í dag er
mjög léleg eða rúmlega 50%. Það
er hægt að fækka tunnum umtals-
vert. Nýjungin er meðal annars
hugsuð sem stjórntæki þannig að
menn séu ekki að ástæðulausu
meö tunnur sem þeir hafa sáralít-
iö eöa ekkert með að gera. Með
því að hækka gjaldið reiknum við
með að þetta muni virka sem
hvati fyrir þá sem eru með auka-
tunnur þannig að þeir skili
þeim.“
Sigurður sagði að á næsta ári
yrði gerö tilraun í íbúðarhverfum
að hirða rusl á tíu daga fresti í
staðinn fyrir að gera það viku-
lega. „Það leiðir til þess að í þeim
hverfum þar sem tilraunin verö-
ur gerð verður hægt að lækka
sorphirðugjaldið úr 6000 krónum
í 5500 krónur. Síðan verður kann-
að hvað fólk vill gera; hvort það
vill borga fyrir vikulega sorp-
hirðu eða hvort það vill aö losað
verði á tíu daga fresti sem þýðir
lægra gjald.“
Sigurður sagði að rætt hefði
verið um að vigta rusl sem kem-
ur frá hverju heimili og að sorp-
hirðugjaldið yrði tengt því magni
sem sett er í tunnuna á hverjum
stað. Húsráðendur geta til dæmis
farið með blöð og mjólkurfernur í
gáma. „Ef fólk velur þá leið lækk-
ar sorphirðugjaldið.“ Þetta á við
um einbýlis- og raðhús en í fjöl-
býlishúsum nota margir sömu
tunnuna. Óvíst er hvernig staðið
verður að vigtun sorps í fjölbýlis-
húsum.
-SJ
miðstöð þar sem fólk getur komið
að vild og gert nánast hvað sem
það langar helst til að fást við,
hvort sem það er föndur, leir-
vinnsla, málun eða önnur handa-
vinna. Þarna geta komið ömmur
og afar og föndrað með barna-
börnunum. Það eru ekki haldin
hérna raunveruleg námskeið
heldur fær fólk leiðsögn," sagði
Kolbrún.
Hún byrjaði á því að kaupa
brennsluofn og leiðbeindi fyrst í
leirvinnslu en síðan hefur þetta
undið upp á sig og nú er föndrað,
málað og gert ýmislegt annað
handverk i Listasmiðjunni. Bæj-
arstjórnin í Sandgerði hefur
styrkt þetta framtak og á sunnu-
dögum eru haldnar sölusýningar
á afrakstri vikunnar. Þá hefur
leirvinnsla í 9. og 10. bekk grunn-
skólans í Sandgerði verið kennd
þarna á mánudagskvöldum í vet-
ur og hefur Kolbrún Vídalín ver-
ið með leiðsögn í teiknun og mál-
un.
A.G.
:,fl NINTEffQO.64
• Einföld í notkun (Barnavæn)
• Aflmikil - 64 bita
• Rauntíma - þrívídd
Enginn biðtími.
(Allt að 15 min í öðrum leikjatölvum)
Allt að 4 spilarar í einu
• Besta leikjatölvan ‘98
• Golden Eye 007, hæst dæmdi
leikurinn 1998 (98%)
• Margföld ending leikja
• Um 80 leikjatitlar
SOLUSTAÐIR
Reykjavik: Hagkaup, Elko, Hljómco, BT-tölvur, Bræöurnir Ormsson, Heimskringlan, Heimislistæki, SAM-tónlist, Japis, Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfirðinga Borganesi. Vestfirðir:
Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Norðurland: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. Bókval, Akureyri. Hagkaup Akureyri. Öryggi, Húsavík. Suðurland:
| Árvirkinn, Selfossi. Kf. Árnesinga, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Hagkaup, Keflavík. Ljósboginn, Keflavik. Samkaup, Keflavík.
Þú kemur og kaupir gómsæta pizzu
ásamt stórum skammti af alvöru
brauðstöngum með sósu
og við gefum þér 30% afslátt!
Ath! gildir ekki í heimsendingu og ekki með öðrum tilboðum