Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 47 Hljómplötur Hörður G. Ólafsson - Fyrir þig Létt popp með meginlandsblæ Hörður G. Ólafsson hefur komið nafni sínu óafmáanlega í sögu ís- lenskrar dægurtónlistar. Hann er höf- undur þess lags sem hæst hefur kom- ist í Evrópusöngvakeppninni íyrir ís- lands hönd, Eitt lag enn, (og er vart fyrirsjáanlegt að annað nái hærra á þessari öld). Hörður lætur það eðlilega fylgja með á fyrstu plötunni sem hann sendir frá sér með eigin tónsmíðum. Á plötunni Fyrir þig býður Hörður upp á bærilegasta popp, ekkert sér- lega afgerandi, en vel boðlegt þeim sem vilja hafa tónlistina fremur lítið „wild“ og með snyrtimennskuna í fyr- irrúmi, svo að vitnað sé í þekktan Stuðmannafrasa. Lög eins og Uppá- Hljómplötur Ásgeir Tómasson við, Svona er lífið, Einfalt mál og fleiri eiga eflaust eftir að hljóma hjá útvarpsstöðvum sem á annað borð spila íslenska tónlist næstu vikur og jafnvel fram á útmánuði. Poppið hans Harðar G. Ólafssonar er sem sagt vel grípandi. Textar við lögin yfirleitt í góðu meðallagi og út- setningamar sem Jon Kjell Seljeseth annaðist eru fagmannlegar með evr- ópskum meginlandsblæ, jafnvel að bregði fyrir endurminningum frá Goombay Dance Band hér og þar! Ein- valalið sér um hljóðfæraleik og söng og er gítarleikurinn áberandi hressi- legur. Það er sem sagt mikið glens og Qör í gangi hjá Herði og félögum. Tvö lög eru þó með eilítið öðrum blæ. í laginu Drengur slær Hörðm- á einlægu og al- varlegu nóturnar og íslenskur maður er vel innpökkuð ádeila á manngerð sem flestir kannast við en vilja helst leiða hjá sér. Höfúndur hans er Jónas Friðrik Guðnason. Sjálfur á Hörður G. Ólafsson þrjá texta á plötu sinni og kemst þokkalega frá þeim eins og lagasmíðunum. Gallerí MÍEAR§g SKART Skólavörðustíg l6a, Sími 561 4090 Pátur Jónasson - Máradans Spænsk rómantík Oft er talað um mikla grósku í ís- lensku tónlistarlífi og bent á að hér sé starfrækt sinfóníuhljómsveit, ópera og ótal kammerhópar. Tón- leikar eru líka ótrúlega tíðir; í síð- asta mánuði voru til dæmis haldnir um sextíu tónleikar, stór hluti þeirra í Reykjavik og nágrenni. En fjölbreytnin er þó ekki meiri en svo að oftast er flutt þýsk tónlist; ítal- irnir og Rússarnir fá reyndar að- eins að vera með líka, og svo auðvit- að islensku tónskáldin. En hvar er spænska tónlistin? Spænsk tónlist er merkileg, og hún er vanrækt hér á landi - nema á Café List. Spænsk píanóverk heyrast aldrei, hvað þá aríur. Það eru aðeins gítarleikar- arnir sem halda merkjum spænskr- ar tónlistar á lofti, væntanlega vegna þess að gítarinn er spænskur að uppruna. Hann er þjóðarhljóð- færi Spánverja, og megnið af sí- gildri gítartónlist ættuð frá Spáni. En spænsk tónlist er líka til fyrir öll önnur hljóðfæri og raddir. Nú hefur Pétur Jónasson gítar- Tónlist Jónas Sen leikari sent frá sér geisladisk sem ber nafnið Máradans og ýtir vænt- anlega enn frekar undir þá rang- hugmynd að spænsk, sígild tónlist sé aðeins til fyrir gitar. Á diskinum eru aðallega verk eftir Francisco Tárrega (1852-1909), einnig fantasía op. 21 sem ber undirtitilinn „Les Adieux“ eftir Fernando Sor (1778- 1839), og æfing eftir José Luis Gonzalez (1932-1998). Tárrega á heil 19 lög á diskinum, mörg þeirra afar falleg, eins og Serkneska glettan, Adelita, polki að nafni Rosita og gavottan María. Laglínurnar eru allar grípandi og ljúfar, og Pétur er svo góður gítar- leikari að það er unaður að hlýða á þessa tónlist. Hann hefur alla tækni á valdi sínu og gjörþekkir viðfangs- efni sín. Tónlistin eftir Tárrega hrærir upp í manni og skapar seið- andi andrúmsloft, hún er kjörinn á fóninn þegar maður ætlar að hafa það rómó og huggulegt. Og það að megnið á diskinum sé eftir Tárrega Grúm“ -ómótstæðilegir fyrir kaldar tær Groom kuldaskór Vatnsheldir kuldaskór með einstaklega hlýju Thermolite fóðri. gefur honum heildarsvip; maður þarf ekki alltaf að standa upp til að setja eitthvað annað á. Efnisskráin á mörgum íslenskum geisladiskum er alltof sundurleit og gerir að verk- um að maður nennir varla að hlusta á þá til enda. Sú er ekki raunin hér, þetta er prýðilegur diskur og hik- laust hægt að mæla með honum. HEIDLIST SKEIFAN 7 - SÍMI: 588 1008 - FAX: 588 1075 reidhit»reidlisf.is oiuy ^ Þorrí stajppar á nýju skónum um aJlt. Hann íætur alíar aövaranir sem vind um eyru þjóta og traökar á skordýrum sem ööru þar tll í óeíni síeínir. Mskm Adr ar jolab*kur Æskunnar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.