Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 40
wmm vjs • w* 1B 48 MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 Ódýrar jólagjafir f Xiér t ■v <§h # Könnur meö nöfnum Leirog Postulín Hölðatúni 4 siml 552 1194 J Gfróseðlar liggja frammi í öllum bönkum, sparisjóðum og á pósthúsum. Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti Gefum bágstöddum von Strákaskór lakk, st. 19-17 Verð: 2.490 Líka önnur gerð í lakki st. 24-34 smáskór i bláu húsá v/Fákafen, s. 568 3919. Hljómplötur_______________________________________e Sigurður Kr. Höskuldsson - í gegnum glerið: Ekkert verið að breyta heiminum í sumar mátti oft heyra lagið Sjáðu sólina í útvarpi, sungið af Sigríði Sigurðardóttur - grípandi popplag sem er að ýmsu leyti ein- kennandi fyrir Sigurð Kr. Hösk- ulds frá Ólafsvík. Lagasmíðar hans láta ekki mikið yfir sér við fyrstu heym en í þeim er viðkunnanleg lágstemmd hlýja og augljóst að höf- undurinn er enginn viðvaningur í tónlist þótt ekki séu nema nokkur ár síðan hann hóf að semja lög. Sigurður er mörgum að góðu kunnur í sinni heimabyggð á Snæ- fellsnesi, enda fengist við hljóð- færaleik þar í bráðum þrjátíu ár, oftast með sömu hljómsveitinni sem reyndar hefur af og til skipt um nafn í takt við timann hverju sinni: Falcon, Lúkas, Klakabandið. Ef maður á að gerast svo djarfur Hljómplötur Ingvi Þór Kormáksson að nefna einhvern hugsanlegan áhrifavald í tónsmiðunum væri það helst sá gamli refur, Stephen Stills. Kannski eru það líka raddsetning- amar sem minna eitthvað á þann mann. Kristján Hreinsson á tvo prýðilega texta á þessum diski en hinir eru eftir Jón Bjamason. Text- £ir þess síðamefnda eru misgóðir. Ferskur undan vetri er með finum texta sem á vel við gott lag í rokkuð- um reggítakti. í failegri ballöðu sem nefnist Hrekkjusvínin hrekkir mann svolítið þágufallssýki á ein- um stað. Sigurður hefúr söngrödd sem hentar ágætlega fyrir þessa tegund tónlistar. Sigríður dóttir hans, sem syngur aðalrödd í þremur lögum, hefur dálítið sérstaka og ekki mjög þjáifaða rödd sem þó venst bæri- lega. Einnig syngur Guðlaug Sig. raddir. Jón E: Hafsteinsson hefur búið þessum lögum vel viðunandi búning sem útsetjari og upptöku- stjóri. Þóri Baldurssyni bregður fyr- ir á píanó í tveimur lögum og er meö hressilegt sóló í blúsrokkaran- um Úr felum. Ekki er ástæöa til annars en að óska Sigurði til ham- ingju með gripinn. Það tekst sem til er ætlast enda ekkert verið að reyna að breyta heiminum. Tena Palmer - Crucible Fjölbreyttur og frjáls djass Smekkleysa hefur á þessu ári gef- ið út tvær plötur með tilraunamús- ík, eða frjálsum spuna. Sú fyrsta nefndist Kjár, þar sem þeir Hilmar Jensson og Skúli Sverrisson léku tveir. Sú næsta, Traust, var sam- starf fleiri manna, þeirra Hilmars Jenssonar, Kjartans Valdemarsson- ar, Matthíasar Hemstock og Péturs Grétarssonar. Nú hefur þriðja plat- an hæst við og hefur hún töluverða sérstöðu í þessciri plöturöð. Það er kanadíska söngkonan Tena Palmer sem er skrifuð fyrir henni en Tena hefur verið búsett hérlendis í tvö ár og hefur á þeim tíma tekið þátt í flutningi alls konar tónlistar. Má til Hljómplötur Ársæll Másson dæmis nefna ljóðatónleika sem haldnir voru í FÍH-salnum í fyrra- sumar, „Kandís handa Candice", en þar flutti Tena ljóð eftir kanadísk og íslensk skáld við ffjálslegan undir- leik íslenskra og kanadískra djass- leikara. Efnið á „Crucible", en svo nefn- ist platan, er að nokkru leyti skylt því sem þar var gert, þótt ljóðlistin skipi minni sess á plötunni, en ljóð- in þar eru eftir Tenu. Tónlistin er einnig öll eftir hana en meðleikarar hennar á plötunni eru þó skrifaðir fyrir sumum verkanna með henni. Það eru Matthías M.D. Hemstock á trommur og slagverk og Kjartan Valdemarsson á píanó sem eru burðarásar í flutningnum ásamt Tenu en síðan eiga Pétur Grétars- son, Jóhann Jóhannsson, Pétur Hallgrímsson og Rab Christie einnig töluverðan hlut að máli. Mið- að við fyrri plöturnar í röðinni er hér að finna mun fjölbreyttari tón- list - sum verkanna eru hefðbundin að mörgu leyti en annað efni er til- raunakenndara og lausara í formi og framsetningu. Þótt þetta sé ekki fyrsta plata Tenu þá er það ánægju- legt að hún skuli gefa út þessa sér- stæðu plötu hér á landi með íslensk- um tónlistarmönnum og auka með því fjölbreytnina í plötusafni hins íslenska djassgeggjara. Bjartmar Guðlaugsson - Ljóð til vara Hagleiksmaður söngtextans Þaö var laust eftir miðjan áttunda áratuginn sem nafn Bjartmars Guð- laugssonar fór að skjóta upp kollin- um í smáa letrinu þar sem getið var laga- og textasmiða á LP plötum þess tíma. Fyrst í stað fékkst hann eingöngu við textana en tæpum ára- tug síðar fór piltur aö færast i auk- ana þegar hann kvaddi sér einnig hljóðs sem höfundur laga og texta, söngvari og gítarleikari. Fyrsta plat- an hans, Örugglega (1984), vakti verðskuldaða athygli fyrir gáska- fulla ádeilu undir hrjúfu yfirborði hljóðfæraleiks og söngs. Síðan komu þær hver af annarri, sólóplöt- urnar hans, misminnisstæðar Hljómplötur Ásgeir Tómasson reyndar, og toppurinn var hiklaust í fylgd með fullorðnum (1987) þar sem Bjartmar naut aðstoðar hljómsveit- arinnar Mezzoforte. Ljóð til vara er ágætissýnishorn af Úst Bjartmars frá síðastliðnum hálfum öðrum áratug. Smellimir sem hljómuðu á Rás tvö oft á dag eru þarna allir. Vonandi vekja þeir upp ljúfar endurminningcir þeirra sem geymdu lög Bjartmars í undir- vitundinni. Ég hef sannreynt það að þeir sem þá voru of ungir til að hlusta (eða ófæddir) kætast bæði og undrast þegar þeir heyra í gömlu kempunni. Þótt lögin hans séu ekki íkja frumleg og flutningurinn stund- um stórkarlalegur vekja kjarnyrtir textarnir ávallt athygli og jafnvel lukku. Þegar stjarna Bjartmars Guð- laugssonar reis hæst var útvarps- byltingin hér á landi varla hafin. Tónlist hans var þó ávallt leikin á Rás tvö og fyrst í stað aö minnsta kosti á Bylgjunni. Hinn persónulegi stíll Bjartmars virtist síðan lenda / einhvern veginn milli stafns og hurðar hjá útvarpsstöðvunum og ferillinn hvarf einhvern veginn inn í þokuna. Það er miður að menn eins og hann, Hörður Torfason, Me- gas og ýmsir fleiri, eiga undir högg að sækja hjá þorra dagskrárgerðar- manna sem virðast líta á það sem sitt helsta hlutverk að gefa pitsur og segja hlustendum hvað klukkan er. Lög og textar eru í aukahlutverki. á Ótrúlegu verði iö SKREYTIEFNI O GRENILENGJUR h— JÓLATRÉSFÆTUR _CD JÓLADISKAPLÖST 2 BASTKÖRFUR 'O og ótal margt — fleira /ERÐSPRENGJA A JOLAVORU I KOLAPORTINU l * : I 60 cm á hœ r\ JOLATRE 1.5, 1.85 og 2.10 metra meðan byrgðir endast r. 3900,-1 að verð á öllum stœrðum OTAL LITIR MARGAR STÆRÐIR STÓR OG LÍTIL Samað Kr. 4900,- fyrir jólatré með skreytingu Vandaður skúffuskápur og jóla- trésfótur fylgir með hverju jólatré. 70% afsláttur af venjulegu verði KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORC Opið alla daga til jóla Opið um helgar kl. 11 -17 og virka daga kl. 1 2d8_y

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.