Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 26
34
4
Vefmolar
Backstreet Boys
Allt um hin heimsfrægu
kvennagull í hljómsveitinni
Backstreet Boys er aö finna á
http://www.backstreet-
boys.com/.
Landafræðigetraun
Þeir sem þykjast vera vel að
sér í landafræði geta hugsanlega
grætt á þessari vitneskju sinni ,
með því að taka þátt í keppni á
http://www.grap-
hicmaps.com/geoquiz.html.
- Myndbönd
Allt um þau myndbönd sem
komin eru út, auk frétta og upp-
lýsinga um leikara, er að finna
á glæsilegri síðu,
http://www.myndbond.is/.
Elvis einræktaður
Á vefnum er að finna samtök
fólks sem vill einrækta Elvis
Presley. Nánari upplýsingar um
þessi skemmtilegu samtök verða
kynnt síðar
Jólamyndir
Á hvaða bíómyndir er best að
horfa yfir hátíðarnar? Nokkrar
ábendingar um bíómyndir er að
finna á http://www.merry-
christmas.com/movie.htm.
Handbolti
Handbolti og handbolti er
ekki það sama. Síða með upplýs-
ingum um ööruvísi handbolta
en þeim sem við eigum að venj-
ast er að finna á http://ushand-
ball.org/.
Ósonlagið
Þeir sem vilja veita meira um
eyðingu ósonlagsins geta skoðað
http://www.atm.ch.cam.ac.uk/
tour/index.html.
Handlaginn
heimilisfaðir
Hinir geysivinsælu gaman-
þættir um handlagna heimilis-
föðurinn (Home Improvement)
eiga sér marga aðdáendur eins
og sjá má á http://www.mor-
epower.com/homeimpr.html.
yjJJ-r1 vsj 'jijJl/iJ-r1
MANUDAGUR 14. DESEMBER 1998
Þórlaug Ágústsdóttir sár um netfangaskrá Miðlunar:
12-15 þúsund netföng komin á skrá
Þórlaug Ágústsdóttir, vefstjóri netfangaskrárinnar. DV-mynd Teitur
Þórlaug Ágústsdóttir hjá Miðlun
hefur undanfarið séð um ritstjóm
vefútgáfu netfangaskrárinnar en
hún kom nýlega út á vefnum í mjög
endurbættri mynd. Samkvæmt nýj-
ustu tölum eru nú 12-15 þúsund net-
föng skráð inn í þessa netfangaskrá
auk hundruða vefsíðna.
Þórlaug segir að í skránni sé nú
tveggja til fjögurra ára safn af net-
fóngum. Vefurinn sem skráin er á
núna hefur hins vegar verið í gangi
í rúma viku og hefur mikill fjöldi
manns heimsótt síðuna síðan þá.
Þórlaug segir að mjög vel hafi
gengið að safna netfongum i skrána.
„Þetta er náttúrlega stærsta skrá
sinnar tegundar hér á landi og er í
raun aðalvettvangurinn fyrir fólk
til að koma netföngum sínum á
framfæri. Sú staðreynd vegur vissu-
lega þungt þegar skoðað er hve vel
hefur gengið.“
Skráning netfanga fer að hluta til
í gegnum heimasíðu skrárinnar en
auk þess hefur Miðlun gengið til
samstarfs við allnokkur fyrirtæki
sem sjá um innhringiþjónustu sem
munu bjóða notendum sínum bein-
an aðgang í skrána gegnum þjón-
ustu sina. Auk þess leggja skráð fyr-
irtæki til netfóng starfsmanna auk
almenns netfangs fyrirtækisins og
vefsíðu þess, ef hún er fyrir hendi.
Þórlaug segist verða vör við að
fyrirtæki og einstaklingar fmni sí-
fellt meiri þörf fyrir að koma net-
fangi sínu á framfæri. „Netið er í
eðli sínu stjómlaust þannig að fólki
reynist oft erfitt að safna saman og
halda utan um þá hluti sem þar er
að finna. Miðað við þær forsendur
er ég hálfundrandi á hvað okkur
hefur gengið vel og ég held mér sé
óhætt að segja að móttökurnar hafi
farið fram úr björtustu vonum.“
Þórlaug er ekki vafa um að þörf
sé fyrir skrá af þessu tagi. „Að hafa
ekki netfangaskrá er svipað og að
vera með síma en ekki símaskrá. Ég
veit eiginlega ekki hvernig við höf-
um komist af án svona skrár hingað
til, ef maður vildi hafa samband við
eitthvert fyrirtæki í gegnum Netið
voru manni eiginlega allar bjargir
bannaðar. Oft var það að senda póst
á netinu eins og að velja símanúm-
er út í bláinn og vona að réttur að-
ili svaraði," segir Þórlaug.
Hún segist þó aðallega sjá skrána
sem viðskiptatækifæri fyrir fyrir-
tækin i landinu. „Á Netinu hefur
viðskiptavinurinn mjög gott að-
gengi að fyrirtækinu og getur í raun
komist í samband við það þegar
honum hentar. Skrá sem þessi auð-
veldar það aðgengi enn frekar," seg-
ir Þórlaug að lokum.Slóðin á net-
fangaskrá Miðlunar er
http://www.netfangaskra.is. -HI
SS velur IBM nettölvur frá Nýherja
Sláturfélag Suðurlands hefur val-
ið IBM nettölvur sem einmennings-
tölvur fyrirtækisins. Samningur
hefur verið gerður um kaup á 35
nettölvum, IBM Netfinity netþjóni
og minnisuppfærslu á IBM 325 net-
þjóni og vinnu við uppsetningu á
búnaðinum. SS er þriðja fyrirtækið
á íslandi sem hefur valið nettölvur
sem framtíðarlausn í tölvuvæðingu
en fyrir eru Austurbakki og Nýherji
með fjölmargar vélar í notkun.
Nokkrar ástæður liggja að baki
þessum kaupum. Einungis þarf að
setja hugbúnað upp einu sinni á
netþjóni er tryggir öllu starfsfólki
tafarlausan aðgang. Nettölva er á
hálfvirði hefðbundinnar PC tölvu og
til að auka vinnslugetu tölva allra
starfsmanna þarf einimgis að bæta
við minni eða örgjörva í netþjóni.
Nettölvan getur tengst margs konar
netþjónum, svo sem Windows, Unix,
AS/400 o.fl. Notendur geta tengst
hvaða hugbúnaði sem er á hvaða
nettölvu sem er með innslætti lykil-
orðs. Auk þessa er nettölvan ein-
faldari og öruggari en venjuleg ein-
menningstölva. Allur hugbúnaöur
er á einum stað sem stuðlar að
auknu öryggi, betri stjórnun og
bættri afritatöku.
Nettölvan þykir einkar vænlegur
kostur fyrir viðskiptaumhverfi sem
reiðir sig á Internet, Intranet og
innri netkerfi. Hún er því sérstak-
lega ætluð fyrirtækjum sem vilja
veita starfsfólki sínu aðgang að net-
kerfúm og gögnum án þess að kosta
miklu til búnaðar sem hefur fulla
virkni einkatölva. Kostnaður við
gangsetningu og rekstur nettölvunn-
ar er áætlaður 45-50% lægri en sam-
bærilegur kostnaður vegna PC tölvu.
Explorer hverfur ekki
Þekktur tölvuforrítari hefur borið vitni í máli dóms-
máiaráðuneytisins gegn Microsoft Þar segir hann
að hann hafi reynt að fjarlægja vafrann
Intemet Explorer úr stýrikerfinu Windows 98 en það
hafi mistekist Þetta er vatn á myllu ákærenda sem
hafa kært Microsoft fyrir að misnota aðstöðu sína
á stýrikerfamarkaðnum en um 90% tölva í Banda-
rikjunum keyra á Windows. Microsoft hefur haldið
fram að Explorer hafi verið samhæft Windows að
ósk viðskiptavina en að hægt sé að fiarlæga þenn-
an hugbúnað. Greinilegt er að ekki eru allir sam-
málaþri.
2000 vandi í Windows 98
Meira tengt Windows. Talsmenn fyrirtækisins upp-
lýstu að stýrikerfið Windows 98 sé ekki laust við
2000 vandann en hingað til hefur verið talið að
kerfið sé tryggt fyrir vandanum. Þeir sögðu þó að
þetta vandamál væri minniháttar og gæti aðeins
haft þau áhrif að dagsetningamar kæmu rangt fram
en ekki væri hins vegar nein hætta á að gögn töp-
uðust Samt þykir þetta vera merki þess að enn hafi
stórfyrirtæki ekki leyst þetta vandamál, eins og
em. Hægt er að fá fiórar
einkunnir í reykingum; Irtill reykingamaður, partreyk-
ingamaður, háður reykingum og stórreykingamað-
ur. ft sama stað er síðan hægt að fá ráð til að
hætta að reykja. Slóðin á þessa könnun er
httpý/netdoktor.dk/ryqninq.
Dagblöð verða áfram til
Margir hafa verið að velta fyrir sér framtíð dagblað-
anna þegar flest stærri blöðin em komin með frétta-
vef. fl fiöimiðlaráðstefnu sem haldin var í
London nýlega var því spáð að dagblöðin myndu
halda velfi þrátt fyrir að fréttavefir yrðu srfellt mik-
ilvægari. Bnum var lögð áhersla á mikilvægi
fréttavefa um afmarkað efni, td. viðskipti og iþrótt-
ir, en þangað er talið að fólk mimi snúa sér í leit að
upplýsingum á 2L öldinni. Dagblöðin munu þó
ekki missa sinn hlut, einkum þó í þeim tilvikum þar
sem fréttavefur dagblaðs innihéldi ekki sömu frétt-
ir og dagblaðið sjálft
Intel selur örgjörva í geiminn
Intei hefur veitt orkumálaráðuneyti Bandarikjanna
einkaleyfi fyrir sérstökum örgjörvum sem eiga að
þolageislun.Ætluninerað
nota þessa örgjörva í tæki
sem safnar gögnum frá
gervihnetti úti í geimnum.
Þetta er ný notkun á ör-
gjörvum en eins og tölvu-
notendur vita keyrr meiri-
hluti PC tölva á örgjörv-
um frá Intel. Talsmenn
orkumálaráðuneytisins
segja að þetta muni spara
gríðarlega fiármuni þar
sem nýja tæknin þykir
mjög byttingarkennd hvað
kostnað varðar. Aætiað er
að þessi tækni verði kom-
in í notkun eftir fiögií ár.
MM
reyndar kemur fram hér annars staðar á siðunni.
Microsoft hefur þegar gert
lagfæringu á þessu og er
hana að firma á heimasíðu
fyrirtækisins.
Reykingakönnun
Nokkrír Danir liafa sett upp
heimasíðu sem þeir kalla
Netdoktor. Á þessari síðu
eru ýmsar ráðleggingar um
heilsuna. Þar er iika
skemmtileg könnun sem
er æthrð reykinganiönnum.
Þeir geta tekið Irtið próf
þarsemathugaðerhversu
miklir reykingamenn þeir