Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1998, Blaðsíða 18
18 ennmg MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1998 Póstmódernismi að hætti Jónasar Ljóðmæli Hallgríms Helgason- ar eru hvort tveggja í senn, harkaleg árás á samtímann og órjúfanlegur hluti af honum. Þau eru póstmódernismi að hætti Jónasar Hallgrímssonar. Það er hægt að koma að þessu 350 síðna ljóðasafni úr nokkrum áttum. Ein af þeim augljósu er að líta á það sem bókmennta- sögulegan atburð, sviðsetningu á gagnrýni Hallgríms á doða og einsleitni sem honum finnst ein- kenna íslenska samtímaljóðlist. Hallgrímur ræðst með ótrúleg- um krafti gegn hefð hins móderníska ljóðs á íslandi. Ekki einungis er mál hans oftast þrælbundið rími og stuðlum heldur varpar hann fyrir róða hugmyndinni um ljóðabókina sem sérstaka skynheild þar sem uppröðun ljóðanna og staða á síðum hefur mikilvægi til jafns við þau sjálf. Þrátt fyrir þetta er ekki vist að hann komi til móts við þá sem kalla eftir endurreisn hins hefðbundna ljóðforms, það er frekar eins og það sé hér afturgengið með þeim hrekkjum og óskammfeilni sem einkenna drauga. Ljóðunum er (næstum því) einfaldlega raðað í aldursröð frá því yngsta til þess elsta. Þetta er einungis brotið upp með flokkun sem minnir meira á ljóðmæli nítjándu aldar skálda en nýlegar ljóðabækur, þýðingar eru sér í einum kafla, leikljóð í öðrum. Afleiðingin af þessari uppröðun er sú að lesa má bókina sem til- brigði við ævisögu, Hallgrímur rekur sig eftir atburðum ævi sinnar og gengur oft ansi nærri sér persónulega þannig að les- andinn fær smám saman mynd af sigrum hans og ósigrum jafnframt því sem skotið er föstum skotum í ýmsar áttir. Kannski er það þetta sem sker úr um að tilraun Hallgríms heppnast, Ljóðmæli hans eru ekki bara sú bókmenntasögulega sprengja sem beðið var eftir heldur reynist Hallgrímur vera býsna fjölbreytt og hæfi- leikaríkt skáld. Hann yrkir viðkvæmnisleg og allt að því væmin ljóð um ættingja sína, aðstandendur og ástkonur inn á milli flug- eldasýninga um listamannalíf og bók- menntaumræðu þar sem allt flóir í klisjum. Það kann að reynast nokkur þraut að lesa þessa bók frá upphafi til enda. Hér eru, eins og kannski er óhjákvæmilegt, ansi mörg Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson miðlungs og jafnvel verulega léleg ljóð. En hvort sem menn deila hugmyndum Hall- gríms um íslenska samtímaljóðlist eða ekki þá verður ekki hjá því litið að þessi bók er yfirlýsing sem menn geta ekki vikist sér undan að hafa skoðun á. Hún er tímamóta- verk hvort sem mönnum líkar betur eða Hallgrímur Helgason: Ljóðmæli 1978-98. Mál og menning 1998. Kvíðalaust Hallgrímskirkja var fullskipuð á fóstudagskvöldið þegar Mótettukór- inn undir stjórn Harðar Áskelsson- ar hélt sína árlegu jólatónleika. Þeir hófust á hátíðlegu innkalli, Intrada um Kom þú vor Immanúel fyrir tvo trompeta og orgel sem Þorkell Sig- urbjörnsson samdi sérstaklega fyrir þessa tónleika og Eiríkur Örn Páls- son, Ásgeir H. Steingrímsson og Douglas A. Brotchie léku af mikilli list. Kórinn gekk svo inn í beinu framhaldi af því, syngjandi sjálft lagið í vel heppnaðri útsetningu Ró- berts A. Ottóssonar. Þorkell átti líka næsta lag, Hér leggur skip að landi, sem er enn einn vitnisburður um afburðasnilli hans 1 sálmalagasmíði. Þar naut kórinn fulltingis Daða Kolbeinsson- ar óbóleikara og Brotchies. Mótettukórinn er skínandi flnn kór, bjartur og þéttur, og raddimar í góðu jafnvægi, það sýndi hann m.a. í tveim- ur fallegum sænskum jólalögum Ottos Ols- sons sem voru blæbrigðarík og sungin af miklu öryggi. Gunnar Guðbjömsson tenór hóf söng sinn á tveimur sænskum jólasálmum, Nú ljóma aftur ljósin skær og Betlehemsstjarna, sem var ósköp hógvær innkoma af stjörnu kvöldsins. Söngur hans í sálmunum var fín- legur og á veikustu stöðunum þurfti maður að sperra eyrun til þess að heyra í honumi en þótt margir hefðu kannski sungið meira þá hefði það trúlega ekki verið betur gert. Gunnar Guðbjörnsson: músíkalskur og smekklegur. Tónlist Amdís Gjörk Ásgeirsdóttir Rödd hans er með eindæmum fögur, svo há, hlý og mjúk, og naut sín einkar fallega í mis- kunnarákalli Alessandro Stradella, Pietá Signore, þar sem meira var gefið í og tilfinn- ingaþmngin tónlistin flæddi um kirkjuna þannig að unaðshrollur hríslaðist um mann. Einu sinni í ættborg Davíðs hljóm- aði ljúflega í meðfórum Gunnars, kórsins og trompeta í síðasta erindi en ef virkja á áheyrendur af ein- hverju viti í fjöldasöng þarf kunnari lög. Efnisskráin eftir hlé hófst á ís- lensku jólalagi frá 1743, Immanúel oss í nátt, sem var vel flutt af kórn- um en tromman óþörf og hálftilgerð- arleg í annars fallegu og látlausu lag- inu. Næst var frumflutt verk eftir stjórnanda kórsins, Hörð Áskelsson, Jólagjöfin, við texta Sverris Pálsson- ar. Textinn er fallegur og hefur Herði tekist ákaflega vel að skreyta hann með tónum og var útkoman hin ánægjulegasta. Gjafir voru líka viðfangsefni næsta verks, Noél eftir Augustu Holmés, sem Gunnar söng fallega við undirleik orgelsins, Gunnar er sérlega músíkalskur og fer aldrei út í neina smekkleysu, þannig var Vögguljóð Maríu Max Regers afar áhrifamikið, svo ang- urvært og kyrrlátt og hver nóta mótuð af mikilli næmni. Það er líka góð tilfinning að geta setið róleg og notið þess að hlýða á Ó helga nótt án þess að kvíða síðustu tónun- um, vonandi að allt fari nú vel. Þessum virkilega ánægjulegu jólatónleikum lauk svo á Guðs kristni í heimi i sparifötum Davids Wilcocks; trompetar voru þeyttir og áheyr- endur létu sitt ekki eftir liggja til þess að gera lokin á tónleikunum sem hátíðlegust. Sálfarir Sama-stúlku Sagt var um fjölkunnugt fólk hér áður og fyrr að það „sæti úti“ og „gengi í hóla“ til að afla sér fróðleiks og iðka galdur sinn. Önnur íþrótt var sú að „skipta hömum" eins og seg- ir um Óðin í Ynglingasögu. „Lá þá búkurinn sem sofinn eða dauður en hann var þá fugl eða dýr, fiskur eða ormur og fór á einni svip- stund á fjarlæg lönd að sínum erindum eða annarra manna.“ Bókmenntir Ólína Þorvarðardóttir Það er síðarnefnda íþróttin sem er uppi- staða nýútkominnar skáldsögu eftir Guð- rúnu Bergmann, þó heiti hennar sé Útisetan. Þar er sagt frá ungri Sama-stúlku sem hefur verið kölluð til þess að gerast seiðmaður ætt- flokks síns, á fyrri hluta níundu aldar. Les- andinn kynnist aðalpersónunni um það bil sem þjálfun hennar er að hefjast og hún að komast í sitt fyrsta leiðsluástand - af (kannski full)mörgum. Undirbúningur stúlkunnar fyrir framtíðarhlutverk sitt felst f því að hún er skilin eftir á eyju, langt norð- ur í Dumbshafi, þar sem hún ein og óstudd (fjórtán ára) á að takast á við náttúruöflin og sjálfa sig í eitt ár, hvorki meira né minna. Raunar má um það deila hvort rétt sé að jafna þessari útlegð við það forn- norræna atferli að „sitja úti“ til fróðleiks og spádóma, en það er önnur og fræðilegri saga sem ekki er vert að fara nánar út í hér. Talsverðu máli er eytt í að lýsa undirbúningi stúlkunnar og seiðferðum hennar. Jafnhliða er rakin saga foreldra hennar - móðm* af Bjarnarætt Sámi-fólks- ins og norskum fóður af höfð- ingjaætt - uns þræðirnir mætast þar sem stúlkan hefur för sína norður í Dulheima, en svo nefn- ist eyjan stóra, sem lesandinn fer fljótlega að kannast við eftir að þangað er komið. Fram að því hefur athyglin fyrst og fremst beinst að lifnaðar- og trúarháttum Samanna, sem höfundur reynir að krydda með söguþræði um kynni og afdrif þeirra sem að stúlkunni standa. Lengi vel fer því tveim sögum fram, en eftir að „útisetan" hefst hvílir athyglin á afdrifum stúlkunnar. Af óskýrðum ástæðum tekst hún á hendur mikið ferðalag um allt suðvesturhorn landsins (frá Þingvöllum og vestur á Snæfellsnes) og kemst við það í hvern lífháskann á fætur öðrum, þegar hún fótgangandi veður straumþung stórfljót og hleypur undan eldgosum. í ljós kemur að hún er ekki ein á eyjunni - og af stað fer ótrúleg atburðarás. Sá hluti bókarinnar er raunar sá eini sem hleypir raunverulegri spennu í þessa sérstæðu skáldsögu. Og þó er þessi kafli yfirdrifinn á stund- um, lýsingar á samskiptum og tilfinningum persónanna ein- hæfar (að ég segi ekki væmnar). Einkum á það við um ástaratrið- in sem eru nokkur í bókinni en mættu missa sín, enda meira í ætt við formúluskrif en fagur- fræði. Þar sem sagan rís hæst ber hún á köflum vott um hugarflug og skáldsæi, sem því miður falla niður í flatneskju á milli. í lægstu dældun- um slaknar á stílþrifum með endurtekning- um og nástöðu orða (bls. 37, 195 o.v.). Því hefði góður prófarkalestur getað bjargað, en honum er víða ábótavant. Útisetan verður því af ýmsum ástæðum ekki lögð á mæli- kvarða fagurbókmennta. Sem afþreying hef- ur hún þó ýmsa kosti. Höfundur hefur aug- ljóslega sett sig vel inn í lifnaðar- og trúar- hætti Sama á níundu og tíundu öld og fjallar oft af innsæi og glöggskyggni um ýmislegt í þeirra fari og háttum. Guðrún Bergmann: Útisetan. Fróði 1998. Tinni kemur aftur Fjölvaútgáfan færir íslenskum börnum á öllum aldri þau gleðitíðindi að byrjað er að endurútgefa Tinnabækurnar. í ár koma tvær og urðu þar fyrir val- inu bækurnar sem mest hefúr ver- ið spurt um, Vindlar Faraós og Svaðilför í Surtsey. Sú fyrri ger- ist í Egyptalandi og Indlandi þar sem hetjan unga glímir við eiturlyfjabaróninn Rassópú- los. Þar koma Skaptarnir tveir fyrst við sögu. Hin bókin gerist á eyju við Skotland þar sem seðlafalsarar hafa búið um sig og brúka grimman górillu- apa til að halda frá sér hnýsn- um glókollum. Höfundur Tinnabókanna, Hergé, lést fýrir nokkrum árum. Hann var einn vinsælastr teiknisagnahöfundur Evrópu og halda land-' ar hans í Belgíu nafni hans mjög á lofti. Til dæmis hafa þeir sett á fót Tinnasafh í höllinni Moulinsart og gefið út sérstök Tinna-frímerki. Dómsdagsflaskan Teiknimyndasagan Dómsdagsflaskan er fyrsta bókin i nýlegum breskum bókaflokki um Doktor Séní og Óðu vísindamenn- ina sem ætlaður er öllum forvitnum börnum á aldrinum 9-13 ára. Honum hefur verið vel tekið í heimalandinu, einkum af vísindalega sinnuðum les- endum á öllum aldri. Hinn illgjami stórglæpamaður Max Kaós hefur stolið flösku með nýstárlegum núningsleysisvökva. Þegar hann fer að skapa glund- með þessari „dómsdagsflösku" neyð- ast Óðu vísindamennimir og hinn ódeigi leið- togi þeirra, Dr. Séni, til að bregðast við skjótt en lenda þá í hættulegum heimi mannrána, leynilegra skilaboða og týndra efnajafna. Les- ( andi þarf á hverri opnu sjálfúr að leysa ýms- ar vísindagátur og þrautir til að styðja við bakið á Dr. Séní og mönnum hans. Hávellir gefa út. Óskar og Helga Örlagasaga hagamúsanna Óskars og Helgu i kvikmynd Þorfinns Guðnasonar lét engan ósnortinn um jólin í fyrra, og síð- an hefur hún verið sýnd víða um heim við miklar vinsældir. Nú hefur Gunnar Gunnarsson | skráð sögu þeirra og hún er ; komin út, prýdd undurfalleg- | um ljósmyndum úr kvik- | myndinni. |...Óskar og Helga hittast í i; músagildrunni en sleppa þaðan fyrir' ; einskæra heppni, strax orðin hrifin hvort af I öðm. Þá hefst lífsbarátta þeirra saman og S skiptast á skin og skúrir, eins og við munum öll. Mál og menning gefur söguna út. íslenskur annáll 1990 Þorgrímur Gestsson hefur tekið saman ís- | lenskan annál fyrir árið 1990, „árið þegar verðbólgudraugurinn var kveðinn nið- ur“, eins og segir á bókarkápú. Þá voru ^ -Hli gerðir almennir kjarasamningar sem mörkuðu þáttaskil í Islensku efna- hagslífi og vora upphafið að dauða- stríði nefnds draugs. Veður voru einkar rysjótt þetta ár og slys urðu í lofti og á sjó. Sveitarstjórnar- kosningar voru um vorið með til- heyrandi titringi. Morð var framið á bensínstöð og við vorum númer fjögur i Eurovision með Eitt lag enn. Þetta er 12. bókin í flokki íslenskra annála og að venju er stuðst við dagblöð við samn- ingu hennar. Fréttirnar era settar fram eins og þær komu mönnum fyrir sjónir þegar þær gerðust en ekki fer hjá því að lesendur sjái þær í nýju ljósi núna, þegar árið 1990 er orðið svo furðulega íjarlægt þó að það sé nánast ný- liðiö. Bókaútgáfan íslenskur annáll gefur út. Ne-hei, Einar Áskell! Átjánda bókin um Einar Áskel og félaga hans eftir sænska rithöfundinn Gunillu Bergström heitir Ne-hei! sagði Ein- ar Áskell. Þar segir frá stríði pahba Einars Áskels við að ná honum að matborðinu. Pabbi er orðinn glorsoltinn enda búinn að vera yfir pottunum lengi dags, en Einar ÁskeU er að leika sér við kisu og hefur engan tíma tU að borða núna. Hann langar ekkert í mat held-' ur. Ne-hei! Sigrún Árnadóttir þýðir að venju og Mál og menning gefur út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.