Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Qupperneq 2
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir Sleöaslóðir dökkna vegna öskufalls og grámi vex út með Svarfaðardal í átt að Dalvík: Snjór ekki hvítur víða á Norðurlandi Ösku bar víða um Norðurland í gær, alla leið norður Eyjafjörð og vestur að Sauðárkróki. Einnig varð vart við ösku austur að Laugum í Reykjadal. Þar setti kennari við Framhaldsskólann ösku á disk og skoðaði smágerðar agnirnar í smá- sjá og voru það móleitar gleragnir. í Fnjóskadal sást einnig örflnn sand- ur á jörð. Síðdegis i gær bárust eftirfarandi upplýsingar til Veðurstofu íslands úr Svarfaðardal: „Snjór er ekki lengur hvítur, á flata dregur öskugráminn sig sam- an í dokkir. Sums staðar má sjá bröndur. Sleðaslóðir hafa dökknað." Ábúandi í Svarfaðardal sagði að grámi væri komin í fjöll — grámi sem yxi út með dalnum í átt að Dal- vík. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur sagði við DV að gjóskustrók- urinn sæist vel á veðurtunglamynd- um úr lofti. „Hann hefur tekið stefnu á framanverðan Eyjafjörö," sagði Einar. Sunnan Vatnajökuls dreifðist aska yfir mjótt belti í vestanáttinni á sunnudag, aðallega í Suðursveit. Ekki varð vart við ösku i Öræfun- um og heldur ekki á Höfn. Veðurspá gerir ráð fyrir suðaust- anstæðum vindi allt fram á aðfanga- dag. Það þýðir að öskudreifingin mun á því tímahili verða svipuð yflr Norðurland og var í gær. „Reyndar er áttin aðeins að halla sér meira út í suðaustanátt. Þannig gæti öskudreifíngin borist vestar um Norðurland. Þetta kemur betur í ljós,“ sagði Einar. Eldgosið í Grlmsvötnum var mjög svipað því í gær sem hafði verið um helgina. Hins vegar var ekki hægt að fylgjast með því úr lofti með góðu móti. Eins konar rokur komu annað slagið á mælum vísindamanna í gær, nokkuð sem menn töldu benda til um að sprengingar væru í gos- stöðvunum. Áhöfn erlendrar flugvélar í áætl- unarflugi sá í gær að gosstrókurinn yflr Vatnajökli teygði sig upp í um 30 þúsund fet, rúma níu kílómetra. -Ótt Oskufall úr Grímsvatnagosi - staða ki. 15.30 í gær rsx^a Dvergvaxið „jólafolald“ fæddist í Skjaldarvík í Eyjafirði: Enginn vissi að merin var fylfull DV, Akureyri: Agnarlítið folald kom í heiminn að bænum Skjaldarvík i Eyjafirði fyrir nokkrum dögum. Óhætt er að segja að folaldið hafi komið öllum á óvart því eins og Ásbjöm Valgeirsson, eigandi móður folaldsins, segir þá grunaði eng- an að merin væri fylfull. Folaldið kom svo í heiminn 16. desember og var mjög smávaxið, svo ekki sé meira sagt. Ásbjöm keypti hryssuna sl. sumar af konu á Akureyri sem ber nafnið Ama og hefur folaldið litla fengið það nafh og verið gefið heimasætunni Petr- eu í Skjaldarvík. Folaldið var ekki yflr 10 kg að þyngd við fæðingu en bragg- ast vel og er hið sprækasta. Ástæðan fyrir því hversu lítið það er er að ekki var hugsað um að gera vel við hryss- una sem mönnum fannst vera of feit en að hún bæri folald grunaði engan. Ekki þykir vissa fyrir því hver faðir folaldsins er. „Meintur faðir“ er hins vegar sagður góðættaður og Ama litla þar af leiðandi líkleg til að spjara sig þegar fram líða stundir. -gk Sigfús Olafur Helgason í Skjaldarvík, með folaldiö litla sem fengiö hefur nafnið Arna. DV-mynd gk Bóksölulisti DV: Fjarðarbyggð er nafnið DV, Eskifirði: Efnt var til skoðanakönnunar meðal íbúa sameinaðs sveitarfé- lags Neskaupstaðar, Eskiflarðar og Reyðarflarðar um nafn hins nýja sveitarfélags. 75,7% svömðu og vora 25% sem vildu nafnið Miðfirð- ir en 75% völdu nafnið Fjarðar- byggð. Ef miðað er við 100% svörun kusu 24% Sveitarfélagið Miðfirði, 61,2% völdu Fjarðarbyggð og 18% höfðu ekki skoðun. Tekin var ákvörðun um málið á fundi bæjar- stjórnar og verður nafn sveitarfé- lagsins Fjarðarbyggð. -ÞH Ahyggjur Berts heilla landann Nú er ljóst að yngri kynslóðin fær að vita allt um áhyggjur Berts en sú bók er í efsta sæti þegar bomir eru saman bók- sölulistar frá Máli og menningu á Laugavegi, Hagkaupi, KÁ Selfossi og Bókabúðinni Hlöðum á Egilsstöðum. Fleiri af yngri kynslóð- inni fá líka aðra metsölu- bók en bók Guðrúnar Helgadóttur, Aldrei að vita, er í 2. sæti. Ævisögur Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fiski og Steingríms Her- mannssonar, fyrrverandi Listi ov yfir söluhæstu bækur 1. Áhyggjur Berts - S. Olsson og A. Jacobsson. 2. Aldrel a6 vlta - Guörún Helgadóttir. ' ’A 3. Þorvaldur Guömundsson - Gylfi Gróndal. 4. Stelngrímur Hermannuon - Dagur B. Eggertsson. 5. Jólakarlar - Helgi Valgeirsson. 6. Nóttln lifnar vlö - Þorgrímur Þráinsson. 7. Séröu þaö »em ég sé - Þórarinn Eldjárn. 8. Útkall - fram af (Jalll - Óttar Sveinsson. 9. Láttu sem ekkert sé - Mary Higgins Clark. 10. Talnapúklnn - Bergljót Amalds. forsætisráðherra, era hins vegar í 3. og 4. sæti bóksölu- listans. Jólakarlar eru í 5. sæti og ætti sú bók að koma mörg- um í jólaskap. Unglingar eiga eftir að sitja spenntir með bók Þor- gríms Þráinssonar yfir jólin en Nóttin lifnar við er í 6. sæti. Bók Þórarins Eldjáms, Sérðu það sem ég ég sé, er í 7. sæti og Útkallsbók Óttars Sveinssonar er i 8. sæti. Láttu sem ekkert sé eftir Mary Higgins Clark er í 9. sæti og Talnapúkinn eftir Bergljótu Amalds er í 10. sæti. -SJ Alfreð í framboð Alfreð Þor- steinsson borg- arfulltrúi hefúr ákveðið að sækj- ast eftir öðru sætinu í próf- kjöri Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Hann keppir við Ólaf Öm Haraldsson al- þingismann sem einnig sækist eftir sætinu. Alíreð ætlar að sitja í borg- arsflóm þótt hann verði kjörinn á Alþingi. Hvergi farnar Enda þótt formenn A-flokkanna og fulltrúar sömu flokka í níu manna nefnd tO undirbúnings framboði fyrir samfylkinguna hafi lýst því yfir að frekari fúndahöld og samningaumleitanir við Kvenna- listann séu ekki á dagskrá tala kvennalistakonur enn eins og málið sé á dagskrá. Dagur sagði frá. Vilja ekki á Akranes Starfsmenn Landmælinga rOcis- ins funduðu í gær með forystu- mönnum stéttarfélaga sinna og lög- mönnum um stöðu mála eftir dóm Hæstaréttar og lagasetningu Al- þingis um að Landmælingar skuli vera á Akranesi. Nokkrir sem áður ætluðu að flyfla á Akranes með stofhuninni era hættir við að sögn formanns BSRB við Dag. Þorsteinn til London Eins og áður hefúr komið fram í DV er rík- issflórnin að undirbúa skipan Þorsteins Páls- sonar, dóms- mála- og sjávar- útvegsráðherra, í stöðu sendOierra íslands í London að kjörtímabOinu loknu. Þetta vOja þó hvorki Þorsteinn sjáifur né HaO- dór Ásgrimsson utanríkisráðherra staðfesta við Dag. 2,5 milljarða afgangur Samkvæmt nýsamþykktum flár- lögum verður rekstrarafgangur rik- issjóðs 2,5 mOljarðar króna á næsta ári, en þegar flárlagafrumvarpið var lagt fram í haust var afgangur- inn áætlaður tæplega 2 mOljarðar. Ríkissútvarpiö er hætt að birta áfengisauglýsingar í kjölfar tOmæla sflómvalda. Áfengi verður áfram auglýst hjá Stöð 2, Sýn og hjá miðl- um íslenska útvarpsfélagsins. RÚV greindi frá. Eggert hættir Hreppsnefnd V-Landeyjahrepps hefúr veitt Eggert Haukdal oddvita lausn frá setu 1 hreppsnefnd. I frétt frá hreppsnefhdinni segir að hann hafi óskað lausnar af persónulegum ástæðum. Verið er að vinna nýjan ársreikning sveitarfélagsins. Aðalverktakar seldir Hlutabréf í eigu rOcisins og HanOa hf. í ísl. aðalverktökum verða seld mOli jóla og nýárs. Stórir flárfestar geta gert tflboð í aflt að 5% hluti, sem er 7% af nafnvirði félagsins. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra dregur þar mörkin meðan fé- lagið nýtur forgangs að verkefnum fyrir varnarliðið, sem verður tfl 2003. Staðgreiðsluhlutfall skatta Tekjuskattshlutfafl verður sam- kvæmt ákvörðun fiármálaráðuneyt- isins 26,41% á árinu 1999. Meðalút- svai- samkvæmt fyrirliggjandi ákvörðunum sveitarsflóma 11,93%. Staðgreiðsluhlutfall verður því 38,34% í stað 30,02 eins og nú er. Keyptu 9% í FBA Sparisjóðimir keyptu í gær af Búnaðarbankanum 9% hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins. Hlut- urinn er 612 mifljónir króna að nafnverði og segir Viðskiptablaðið að gengið hafi verið 1,88 og heildar- söluverðmæti hlutarins 1.150.560.000 kr. Sparisjóðimir og Kaupþing ráða nú 23% í bankanum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.