Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Fréttir
Þörungaverksmiðjan dæmd bótaskyld gagnvart starfsmanni við hættuleg störf:
Slasaðist illa við
að bjarga fóstursyni
Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi
í gær Þörungaverksmiðjuna hf. á
Reykhólum fébótaskylda að tveim-
ur þriðju hlutum gagnvart starfs-
manni sem slasaðist alvarlega í
júní 1996 þegar verið var að skipa
upp þangi úr ms. Karlsey. Dómur-
inn þýðir, samkvæmt upplýsing-
um DV, að þegar örorkumat starfs-
mannsins liggur fyrir, sé ekki
óvarlegt að ætla að verksmiðjan
beri um 4 milljóna króna bóta-
skyldu gagnvart manninum.
Slysið varð með þeim hætti að
stefnandinn í málinu var að hífa
þangpoka, 2-3 tonn að þyngd, úr
skipi yfir á stóran vagn. Undir
hans stjóm var m.a. fóstursonur
hans sem skiptist á við annan að
losa pokahnút að neðanverðu
þannig að þangið steyptist úr net-
inu í vagninn. í eitt skiptið fór pilt-
urinn undir pokann og flæktist þá
línan með þeim afleiðingum að
pokinn opnaðist ekki. Er hann fór
aftur undir pokann losnaði um
hnútinn og tveir fingur piltsins
drógust inn i netahringi og festust
þar. Pilturinn hljóðaði af sársauka.
Fósturfaðirinn stökk þá ofan úr
krananum og skar á línuna með
fiskihnífi. Opnaðist þá pokinn og
skaU þangið bæði á honum og pilt-
inum. Sá síðamefndi meiddist lítil-
lega en bjargvætturinn skall á
vagngólfið, skarst á enni og hlaut
slæm beinbrot á hægri lærlegg.
Drjúga stund tók að losa hann und-
an þanginu. Maðurinn var fluttur
suður með þyrlu og hefur hann
síðan verið undir læknishendi.
Hann er enn óvinnufær vegna
slyssins. Þömngaverksmiðjan setti
nýjar verklagsreglur á síðasta ári
þannig að menn þurfi ekki að fara
undir þangpokana við uppskipun.
Maðurinn stefndi Þörungaverk-
smiðjunni á þeim forsendum að
starfsmönnunum hefði ekki verið
látinn í té fullnægjandi búnaður til
að leysa pokahnúta ef línan flækt-
ist. Slíkt hefði reyndar valdið al-
varlegu slysi árið 1984. Þömnga-
verksmiðjan krafðist sýknu og hélt
því m.a. fram að ósannað væri að
opnunarbúnaður netapoka væri
„hættulegur vanbúnaður". Slysið
væri eingöngu rakið til óhappatil-
viljunar og eigin sakar mannsins
sem slasaðist - hann hefði ekki
haft nægilega aðgát. Maðurinn
hefði sjálfur tekið ákvörðun um að
fara undir þangpokann vitandi að
við það fengi hann þangið yfir sig.
Starfsmaðurinn hefði því sýnt stór-
kostlegt gáleysi.
Héraðsdómur taldi að fmmorsök
slyssins verði rakin til ófullnægj-
andi frágangs á svokölluðum koll-
línuhnúti þangpokans um borð í
þangskurðarpramma verksmiðj-
unnar. Verklag með snurpulínu og
kolllínu saman í netahringjum
teldist hættulegur V£mgbúnaður og
yki til muna líkur á að línumar
vefðust saman. Dómurinn taldi að
starfsmaðurinn hefði ekki átt ann-
arra kosta völ en að bjarga fóstur-
syni sínum frá alvarlegu líkams-
tjóni.
Þrátt fyrir þetta taldi dómurinn
að starfsmaðurinn, sem hafði 9 ára
reynslu hjá verksmiðjunni, bæri
bótaábyrgð að einum þriðja. Hon-
um hafi mátt vera ljóst að yfir-
gnæfandi líkur væru á að þangið
félli yfir hann - maðurinn hefði
ekki hlutast til mn að bætt yröi úr
aðbúnaði og vinnubrögðum við
uppskipunina.
Sú ábyrgð væri ríkari í ljósi
slyssins frá 1984.
Héraðsdómaramir Erlingur Sig-
tryggsson og Jónas Jóhannsson og
Einar Hreinsson sjávéirútvegsfræð-
ingur kváðu upp dóminn. -Ótt
Leifsstöð:
Hagræðing
og upp-
sagnir
Verslunin Leonard, sem verið
hefur með verslun í þremur pláss-
um í Leifsstöö, hefúr sagt upp
leigu á tveimur plássum og flutt
öll viðskipti í þriðja plássið. Þá
var niu starfsmönnum sagt upp
störfum. Sævar Jónsson, eigandi
Leonard, segir fráleitt að hann sé
að hætta með verslun í Leifsstöð.
Hann hafi orðiö að hagræða í
rekstrinum með þessum hætti svo
endar næðu saman. Hann segist
munu endurráða hluta af starfs-
fólkinu, endurskipuleggja vakta-
planið og leggja áherslu á við-
skipti með smærri hluti.
Verslanir í Leifsstöð greiða
10% af veltu í leigu auk fasta-
gjalds, sem er mismunandi hátt
fyrir hvem fermetra. Þannig er
þetta eitt dýrasta leiguhúsnæði á
landinu. -hlh
Haldinn var jólamarkaður í
Grunnskólanum á Stöðvarfirði ný-
verið. Fjöldi manna var með sölu-
borð á markaðinum og bauð þar
ýmsan vaming til sölu. Þá ráku
grunnskólaböm einnig kaffihús til
styrktar ferðasjóði sínum og buðu
upp á vöfflur og tilheyrandi með
kaffinu.
Mikil aðsókn var að markaðin-
um, víða að af Austurlandi, en
þetta er í annað sinn sem hann er
haldinn og er ætlunin að þetta
verði árviss atburður. Af og til
vom svo dagskráratriði, svo sem
söngur, upplestur og hljóðfæra-
sláttur, svo og eróbikksýning á
leiksviði, fólki til skemmtunar.
Þykir mönnum þetta vera góð til-
breyting i skammdeginu.
-GH
Stöðfirðingar á jólamarkaði. DV-mynd Garðar
Góð tilbreyting á Stöðvarfirði
Hæstiréttur með ólæti
Hæstiréttur er að
verða til vandræða.
Allir muna dóminn
sem gekk í kvótamál-
inu, þar sem Hæstirétt-
ur dæmdi Valdimar Jó-
hannessyni í vil og
setti þar með alla fisk-
veiðistjórnina á annan
endann. Ríkisstjórnin
hefur þurft að setja
ofan í við dóminn og
benda á að ekkert sé að
marka hann og hver
mannvitsbrekkan á
fætur annarri í lög-
fræðingastétt hefur
verið dregin fram, til
að draga úr áhrifum
þeirrar vitleysu sem
Hæstiréttur kvað upp.
Forsætisráðherrann
sjálfur hefúr bent á að
ekki megi taka of mik-
ið mark á Hæstarétti
þegar hann er ekki fullskipaður, þegar fimm af
sjö dómurum kveða upp úrskurði. Það undir-
striki að Hæstiréttur taki sjálfan sig ekki alvar-
lega og þess vegna geti ríkisstjómin heldur ekki
tekið dóminn alvarlega.
En Hæstiréttur lætur ekki segjast og nýlega
var kveðinn upp dómur í máli Landmælinga, þar
sem niðurstaðan er sú að nokkurra ára gömul
ákvörðun þeirrar stofnunar og viðkomandi ráð-
herra, að færa starfsemi hennar upp á Akranes,
sé ólögmæt og eigi enga stoð í lögum. Þetta setur
auðvitað Landmælingamar í uppnám, enda fólk
búið að flytja upp eftir, sem þarf nú að flytja aft-
ur suður og starfsfólkiö hefur ekki lengur tíma til
að mæta í vinnuna vegna fundarhalda um það
hvar það eigi að vinna.
Nú síðast hefur svo Hæstiréttur bætt gráu ofan
á svart með því að dæma Ólöfú Torfadóttur í hag
í máli sem hún höfðaði gegn Kirkjugörðum
Reykjavíkur, sem hafnaöi henni sem umsækj-
anda um forstjórastöðu Kirkjugarðanna. í þessa
stöðu var ráðið fyrir fjórum árum, en Hæstirétt-
ur segir að það sé marklaus ráðning og gengið
hafi verið ómaklega fram hjá Ólöfu.
Kirkjugarðarnir tóku sem sagt vitlausa
ákvörðun og segja má að það sé lán í óláni að
ekki hafi verið kært til réttarins hver hafi verið
grafinn i görðunum. Miðað við þá óvæntu og
óheppilegu stefnu sem Hæstiréttur hefúr tekið i
hinum ýmsu málum, má út af fyrir sig þakka fyr-
ir að ekkert lík hafi risið upp í garðinum og kært
dauða sinn og útforina, enda aldrei að vita nema
Hæstiréttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að
hinn látni hafi ómaklega og ótímabært verið graf-
inn! Sem sagt grafinn lifandi.
Stjórn Kirkjugarðanna hefur sem betur fer tek-
ið þá afstöðu, eins og ríkisstjómin, aö hafa
Hæstaréttardóminn að engu og ætlar að láta nú-
verandi forstjóra sitja enda þótt Ólöf hafi unnið
málið. Þjóðin er sem sagt hætt að taka mark á
Hæstarétti, sem hefúr tekið upp á því að dæma
effir lögum sem hvorki ríkisstjórn né aðrir geta
tekið mark á! Það er auövitað ekki hægt að hafa
Hæstarétt, hvað þá virða dóma hans, sem ganga
sífellt út á það að farið sé að lögum.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Afhenda ekki gögn
íslenskur fræðimaður, Vil-
hjálmur Öm Vilhjálmsson, í
Danmörku hefúr sýnt fram á að
Danir sendu gyðinga til Þýska-
lands í síðari heimsstyrjöldinni
þar sem nokkrir þeirra létu lífið
í fangabúðum. Dönsk stjórnvöld
neita að afhenda gögn um málið.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Alda í 20. sæti
Nýjasta smáskífa Öldu Bjark-
ar, Girls Night
out, sem kom út
á mánudag byij-
aði á því að fara
í 20. sæti á
breska smáskífu-
listanum sem
birtur var i
fyrrakvöld. Búist er við að smá-
skífa Öldu fari enn ofar á listann
í næstu viku.
Lækka umtalsvert
Skessuhom greinir frá því að
allar líkur séu á að tryggingaið-
gjöld Akraneskaupstaðar lækki
umtalsvert á næstunni. Vátrygg-
ingafélag íslands sem tryggir fyr-
ir Akraneskaupstað hefur boðað
lækkun í kjölfar útboðs á trygg-
ingum fyrir Akureyrarbæ.
Hentar vissum hópi
Ríkisútvarpið greindi frá því
að 2% viðbótariðgjald til lífeyris-
spamaðar sem heimilt verður að
draga frá skattskyldum tekjum
henti þeim best sem hafa góð líf-
eyrisréttindi.
Mengun úr gosinu
Efnagreining hefur fariö fram
á öskusýnum sem tekin vom i
Suðursveit í fyrradag. Niðurstöð-
umar leiddu í ljós að töluverð
mengun berst með öskukomum
úr gosinu í Vatnajökli en vegna
þess hversu lítið öskufall hefur
mælst í byggð og hversu mikil
úrkoma fylgdi í kjölfarið er enn
sem komið er ekki talin mikil
hætta fyrir búfénað.
Skorar á iðnaðarráðherra
Á stjómarfundi í Verkalýðsfé-
lagi Húsavíkur
á föstudaginn
um virkjunar-
mál i Bjarn-
arflagi í Mý-
vatnssveit var
samþykkt sú
ályktun að
verkalýðsfélag-
ið tæki heils hugar undir álykt-
un sveitarstjómar Skútustaða-
hrepps frá 13. desember um hag-
kvæmni þess að virkja í Bjam-
arflagi og skorar á iðnaðarráð-
herra að beita sér fyrir að Al-
þingi samþykki heimild til virkj-
unar í Bjamarflagi.
Stendur enn auö
Skessuhom segir frá því að
rækjuverksmiðjan Snæfell í
Ólafsvík hafi staðið auð síðan í
október en þá hætti Snæfeli hf.
rekstri á staðnum. Samkvæmt
heimildum blaðsins er ekkert
sem bendir tO að húsin verði
nýtt á næshmni. í frétt Skessu-
homs segir að þrátt fyrir lokun
verksmiðjunnar hafi atvinnuá-
stand í Ólafsvík verið þokkalegt
í haust.
Nýr vefur
Skessuhom greinir frá því að
vefsmiðjan Andakill.is hafi
hleypt af stokkunum borgfirsk-
um upplýsingavef sem ætlað er
að miðla upplýsingum tO íbú-
anna í sameinuðu sveitarfélagi
fjögurra hreppa í Borgarfirði
norðan Skarðsheiðar og annarra
sem hafa áhuga á fréttum af
svæöinu.
Vill kríuna
Skessuhorn segir frá því að á
síðasta fundi
bæjarráðs Snæ-
feOsbæjar hafi
verið tekiö fyrir
bréf frá Guð-
rúnu G. Berg-
mann þar sem
lögð er fram
hugmynd um fugla SnæfeUsbæj-
ar. í tOlögu Guðrúnar er gert ráð
fyrir aö krían verði fugl Snæ-
feUsbæjar. -SJ