Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Fréttir Endurbyggð Örfirisey RE4 aftur til veiða: Sex verða ekki endurráðnir Ýfingar hafa orðið vegna endur- ráðninga dekkmanna á frystitogar- anum Örfirisey RE4 sem kom fyrir nokkrum dögum til heimahafnar eftir sex mánuði í pólskri skipa- smíðastöð þar sem togarinn var endurbyggður að stórum hluta. Sex menn af 35 manna áhöfn voru ekki endurráðnir. Pláss á togaranum þykir trygging fyrir góðum launum og þvi eru þau eftirsótt. Þeir sem ekki komust að senda sínum gamla vinnuveitanda tóninn og tala um „jólagjöfina frá Granda“. c~>rp o<a \ tilbúín jólatré með ljósum tilvalin jólagjöS hsi^ Listasmiðjan Keramikhús SkeiSunni 3a s. 588 2108 VAAÁÁÁ! It Hátekni Ármúla 26 • sími 588 5000 Hafðu samband! - þeirra á meðal hjón og tengdasonur og sonur skipstjóra Örfirisey sigldi til Póllands í ágúst til breytinganna. Áhöfninni var sagt upp, utan örfárra yfir- manna. Við uppsögnina töldu flestir að áhöfnin yrði endurráðin í heilu lagi, fannst það koma fram í upp- sagnarbréfunum. Svo varð ekki eins og fyrr greinir. „Niðurstaðan varð sú að af 35 mönnum sem eru í reglubundnum störfum á skipinu voru 6 ekki end- urráðnir. Þegar mönnum er sagt upp þá er það ekkert gefið að um endurráðningu verði að ræða,“ sagði Sigurbjörn Svavarsson, út- gerðarstjóri Granda hf., i samtali við DV. Hann sagði að þar væri um að ræða ákvörðun skipstjóra og út- gerðar. Um væri að ræða endurnýj- un sem alltaf þarf að eiga sér stað. Fyrir nokkrum dögum komust nokkrir fyrri skipverja að því að þeir yrðu ekki endurráðnir til starfa þegar skipið heldur til veiða um miðjan janúar. Hópurinn sem ekki fær ráðningu telur að ástæðan fyrir þessu séu vinatengsl við skip- stjórann, Trausta Egilsson. „Skila- boðin eru skýr. Skipsáhafnir mega ekki stofna til vináttu við skip- stjóra," telur þetta fólk sem hefur sent bréf til blaðsins. Starfsmanna- stjórinn segir þessi rök fjarri lagi og ekki svara verð. Einnota menn Meðal þeirra sem misstu starfið endanlega eru hjón og tengdason- ur þeirra. Eldri maðurinn, 52 ára, hefur starfað hjá Granda i áratug en tengdasonurinn í átta ár. Kon- an hefur starfað um borð í tvö ár. „Þetta lýsir vel sjómannsstarf- inu. Svona er það í hnotskurn. Þú hefur þrjár vikur í uppsagnarfrest og átt engan rétt. Þegar þeir telja að þú sért farinn að eldast og slitna þá er þér hent, þú ert einnota maður,“ sagði Ólafur Tryggvason sjómaður sem ekki fékk endurráðningu. Kona hans, Svanhvít Erla Hlöðversdóttir, hafði starfað um borð meira og minna í tvö ár og var ekki heldur endurráðin. Þau hafa verið vina- fólk skipstjóra og hans konu um árabil. Sonur Trausta Egilssonar skipstjóra fékk heldur ekki pláss hjá foður sínum. Ólafur Tryggvason sagðist vilja gera sem minnst veður út af þessu máli sem væri vissulega hryggi- legt og óþægilegt fyrir þá sem fyr- ir verða. Hann sagði þó að þessi niðurstaða kæmi vegna „vissra slúðurbera sem grasserað hafa um borð“. Þeir héldu því fram að vin- átta Trausta skipstjóra og Ólafs og þeirra fjölskyldna væri túlkuð þannig að skipstjórinn hlífði hon- um við erfiðum verkum um borð, hann fengi sérmeðferð. Vegna þessa rógs hafi mórallinn verið upp og ofan. „En það er ekkert við þessu að gera úr þessu. Engar regl- ur hafa verið brotnar og við verð- um að sæta því að missa af góðu skipsrúmi," sagði Ólafur. -JBP V * V, ‘ ‘ " , m fefei Si ....... Hvolsvöllur: Músa- gildran afmælis- leikrit Leikfélag Rangæinga hefur und- I anfarið sýnt leikritið Músagildruna eftir Agöthu Christie í félagsheimil- inu Hvoli á Hvolsvelli. Leikfélag Rangæinga var stofnað 16 janúar 1978 þannig að í ár á félagið 20 ára afmæli. Leiðbeinandi við uppsetningu leikritsins var Benedikt Ámason og sviðsmynd gerði Sigrún Jónsdóttir. i Fjöldi fólks hefur einnig unnið að undirbúningi leikritsins og fyrir- • tæki og stofnanir í Rangárvallasýslu } hafa stutt við bakið á leikfélaginu við uppsetningu þess. -NH Fjóla Jónsdóttir og Benóný Jóns- son í hlutverkum sínum í Músa- gildrunni. DV-mynd Njörður Fyrsta sætið á Suðurlandi: Árni fær samkeppni Ámi Johnsen er ekki lengur einn um að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Sjálfstæðis- flokksins I Suðurlandskjör- dæmi. í gær lýsti Óli Rúnar Ástþórsson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Atvinnuþró- unarsjóðs Suðurlands, því yfir að hann sæktist eftir fyrsta sætinu. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjöri flokksins í kjördæminu rennur út 7. janú- ar en sjálft prófkjörið fer fram 6. febrúar. „Ég mun fyrst og fremst leggja áherslu á byggðamál, vanda landsbyggðarinnar og hvernig hægt er að leysa hann auk atvinnumála almennt," sagði Óli Rúnar í samtali við DV í gær. Hann sagðist telja að skipan atvinnumála muni í ná- inni framtíð breytast í gmnd- vallaratriðum. „Við erum að færast frá því að vera fram- leiðsluþjóðfélag yfir í nýtt sam- félag, þekkingarsamféiag og ég held að tími sé kominn til að nýr maður taki við forystu sem leiðir þetta svæði inn í nýja tíma.“ Vestmannaeyingar hafa lengstum lagt á það ríka áherslu að eiga mann á Al- þingi. Aðspurður um líkur á að ná fyrsta sætinu í ljósi þess taldi Óli Rúnar sig eiga góða möguleika. „Ég lít fyrst og fremst á mig sem Sunnlending. Ég er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum, búsettur á Selfossi og hef starfað á öllu Suðurlandi," sagði Óli Rúnar Ástþórsson sem keppir um fyrsta sætið á lista Sjálfstæðis- flokks við Árna Johnsen. -SÁ Jólaföndur Bakaðar voru piparkökur, löng bið- röð myndaðist við vöfflusöluna og jólasveinarnir mættu glorhungraðir á staðinn. Nemendur seldu auk þess heimatilbúin jólakort og jólaskraut. -eh DV, Hverageröi; Jólafóndur fyrir bömin í Grunn- skóla Hveragerðis er alltaf jafnvin- sælt. Fjöldi bama mætti og margir foreldrar sem áttu heimangengt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.