Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Síða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Spurningin
Verður ekta jólatré
á þínu heimili?
Þorleifur Eggertsson kaupmaður:
Það verður ekta.
Þuríður Geirsdóttir hjúkrunar-
fræðingur: Ég verð með gervijóla-
tré.
Adonnis Karaolannis þjónn: Ekta.
Henning Henningsson fram-
kvæmdastjóri: Það verður ekta.
Guðríður Hannesdóttir, 13 ára:
Ekta.
Bima Þorsteinsdóttir, 13 ára: Það
verður gervijólatré.
Lesendur
Þá værum við smá-
bátasjómenn ekki til
Ég hvet alla smábátasjómenn til að standa saman, láta ekki þá sem ekki tóku rétta
ákvörðun á sínum tíma kollsteypa þessu kerfi, segir bréfritari. - Fundur hjá smá-
bátaeigendum.
E.E.S. skrifar:
Það er með ólíkindum
hvað mönnum dettur í hug í
sambandi við kvótakerfið.
Mér þykir það sérstaklega
sárt þegar starfsbræður
mínir, smábátasjómenn, eru
að gagnrýna kvótakerfið.
Það er eins og sumir geri sér
ekki grein fyrir því að ef við
hefðum ekki þessa fiskveiði-
stjórnun sem er í dag þá
værum við smábátasjómenn
ekki til.
í DV mánudaginn 14. des.
skrifar smábátasjómaður að
vestan og hvetur sem flesta
að fara á sjó til að rústa
kvótakerfið. Það er á honum
að heyra að hann sé sáttur
við sóknardagakerflð og vill
að allur kvóti sé settur í
einn pott. Þá getum við allir
veitt í kappi við hvern ann-
an. Hverjir fengju þá mest í
sinn hlut? Nú, það eru þeir
sem eiga hraðskreiðustu og
öflugustu bátana og eru við
fisksælustu miðin.
Helst er það þröngur hópur al-
mennings, örfáir þingmenn sem eru
í kosningabaráttu og sóknardaga-
menn sem heyrist í og aðallega þá
talað í vorkunnartón. Ég held hins
vegar að sóknardagamenn ættu að
hætta að væla vegna þess að hafl
einhverjum verið færður kvóti gef-
ins þá er það til þeirra.
Þegar krókabátum var geflnn sá
kostur að velja viðmiðun á sínum
tíma þá gátu þeir valið sér sina við-
miðun eins og aðrir og til að mynda
völdu þar margir sér þorskaflahá-
mark sem öllum var ráðlagt að gera
vegna þess að það væri tryggara
kerfi. Menn vissu þá hvað þeir
hefðu í höndunum.
En skoði maður það sem sóknar-
dagbátum var úthlutað fiskveiðiárið
‘96-’97 þá voru 476 bátar í byrjun
fiskveiðiársins en í lok flskveiðiárs-
ins hafði þeim fækkað niður í 442
báta. Þeir höfðu 4.400 tonn til skipt-
anna en veiddu 20.600 tonn. Það
þýðir að meðalafli á hvern bát er
um 45 tonn.
Mér þykir nóg komið af þessum
sægreifastimplum sem örfáir þing-
menn og vitstola lagaprófessorar,
sem aldrei hafa við sjó verið kennd-
ir, eru að reyna að klína á okkur.
Við smábátasjómenn ættum að vera
samstiga i því að búa til stöðugleika
til að hafa það ekki á herðunum að
á morgun sé allt breytt frá því í gær.
Ég hvet alla smábátasjómenn að
standa saman. Láta ekki þá sem
ekki tóku rétta ákvörðun á sínum
tíma kollsteypa þessu kerfi. Nóg er
að alþingismenn reyni að fá þá sem
ekki stunda sjó til að trúa því að við
séum þjófar sem séum að stela auð-
lind frá almenningi í landinu og eig-
um ekkert frekari rétt að veiða fisk
en aðrir. - Ég tek fram að ég er sjó-
maður og á mína útgerð sem hefur
27 tonna þorskígildi í aflamarkinu
til að veiða - og sem ég fékk ekki
gefins.
Flugvallarskattar, mála-
ferli og dómar
Óskar Guðjónsson skrifar:
Það virðist sem við íslendingar
getum ekki gert alþjóðlega samn-
inga án þess að brjóta þá á einhvern
veg. Ótaldir eru þeir samningar
sem við ekki höfum haldið gagnvart
EES-samningnum, einkanlega á
verslunarsviðinu varðandi ólöglega
viðskiptahætti hér innanlands. Nú
er það að koma upp á borðið að flug-
vallarskattar sem ríkið hefur tekið
af farþegum í millilandaflugi héðan
hafa mismunað farþegum sem nota
innanlandsflugið. ESA-stofnunin
(innan EFTA-eftirlitsstofnunarinn-
ar) hefur nú tilkynnt íslensku ríkis-
stjórninni að þetta verið ekki liðið
og höfum við íslendingar nú tvo eða
þijá mánuði til að svara ásökunum
stofnunarinnar.
Vafalaust hangir mun meira á
spýtunni hjá ESA-stofnuninni því
eftir því sem ég hef heyrt frá ábyrg-
um aðilum er algjörlega löglaust að
rukka íslenska farþega sem héðan
fara í millilandaflugi um nokkurn
skatt yfirleitt. Það má því búast við
að málaferli fylgi í kjölfar þessara
tilkynninga af hendi þeirra farþega
sem hafðir hafa verið að féþúfu með
skattgreiðslum á flugvöllum hér. -
Okkur ætlar ekki að lærast reglu-
gerðirnar í EES-samningnum.
Skylduáskrift Ríkisútvarps:
Hvar er valkosturinn?
Bjarni Ragnar skrifar:
í framhaldi af grein sem birtist í
DV 14. des. sl. langar mig til að bæta
við þar sem þar var frá horfið. - Nú
er svo komið að stór hluti fólks er
óánægður með það fyrirkomulag
sem Ríkissjónvarpið hefur uppi á
tímum frjálsrar samkeppni, þ.e. að
neyða skylduáskrift upp á fólk. Sér
í lagi launafólk sem hefur ekki kost
á að vera í áskrift hjá öðrum miðl-
um vegna sinna lágu tekna.
Hvers vegna skyldi ekki ríkið
reyna að eignast aðra miðla, svo
sem t.d. Morgunblaðið, nú eða DV,
þjónusta
allan sólarhringinn
- eða hringið í síma
550 5000
hríilli kl. 14 og 16
Skylduáskrift - og sérstaklega að sjónvarpi - er
hámark óbilgirni og mannréttindabrot á sviði fjöl-
miðlunar, segir m.a. í bréfinu.
og senda síðan skylduáskrift til
allra landsmanna? Þá gætu þeir hal-
að inn nokkrar milljónir, látið lág-
launafólkið bjarga þvi sem bjargað
verður.
Það kostar að halda úti sinfóníu-
hljómsveit og allri þeiri menningu
sem fylgir. Ráðamenn þessa lands
hafa ekki önnur rök
fram að færa en þau
að þetta séu bara lögin
og skýla sér að baki
þeirra. Trúlega hefur
einhver sveitamaður í
fymdinni samið þessi
lög, löngu áður en örl-
aði á tækni í landinu
svo orð sé á gerandi.
Að lokum þetta: Það
er sjálfsagt einsdæmi á
jarðarkringlunni að
fólk greiði skylduá-
skrift fyrir að horfa og
hlýða á auglýsingar í
sjónvarpi. Skyldi vera
að íslendingar séu
svona yfirþyrmandi
grunnhyggnir? Líta
þeir virkilega á aug-
lýsingar sem skemmtiefni? Þessu
geta ráðamenn þessa lands áreiðan-
lega svarað. - En skylduáskrift - og
sérstaklega að sjónvarpi - er há-
mark óbilgimi og mannréttindabrot
á sviði fjölmiðlunar. Þarf bara ekki
að kæra þetta til mannréttindadóm-
stóls? Niðurstaðan er augljós.
Hestasveitin -
frábær hugmynd
Vilhjálmur Alfreðsson skrifar:
Sú hugmynd nokkurra íslenskra al-
þingismanna að stofna íslenska hesta-
sveit sem m.a. megi nota við móttöku
erlendra þjóðhöfðingja er hreint frá-
bær. Ég hef ekki lengi heyrt um jafn
góða hugmynd. Kannski munu erlend-
ir þjóðhöíðingjar fara að dæmi okkar
í stað þess að taka á móti þjóöhöfðingj-
um með herklæddum varðliðum.
Skyndiveikindi
lama þjóðfélagið
Kjartan Sigurjónsson skrifar:
Hefur enginn tekið eftir banvæn-
asta sjúkdómi þjóðfélagsins, sem þó
setur það stundum úr skorðum?
Hvernig má það vera að dag hvem
eru hundrað íslendinga á hinum al-
menna vinnumarkaði haldnir ein-
hverjum svonefndum „slappleika"?
Eins dags veikindi starfsmanna eru
að verða svo algeng að það er með
ólíkindum að stjórnvöld bregðist
ekki við þessu með róttækum aðgerð-
um. Geta vinnuveitendur sætt sig við
aö starfsemi stórra fyrirtækja liggi
niðri vegna þess að einstakir starfs-
menn taki sér dagsfrí frá störfum og
láta liggja að því að þeir séu „eitt-
hvað slappir"? Ég skora á vinnuveit-
endur og stjómvöld að taka á þessu
þjóðarböh.
Svelti í
Sumarhöll
Friðjón skrifar:
Tværsumarbjartar stúlkur ætla að
svelta sig í húsakynnum ríkisins yfir
jólin. Þær eru sannfærðar um að þær
veki athygli á því þjóðþrifamáli að
koma upp orkufrekum iðnaði á Aust-
urlandi. Þetta er þó ekki þjóðþrifa-
mál að þeirra mati og vilja þær frek-
ar svelta en að láta byggja frekari
virkjanir. Þessar stúlkur eiga alla
vorkunn mína, því þær era lítið
menntaðar og lítið gefnar. Þaö er líka
eflaust þess vegna sem þær halda að
svelti þeirra sé þjóðhagslega hag-
kvæmt. Stúlkutetrin era sannarlega
að vinna þarna óþurftarverk. Von-
andi bregst þeim þó ekki birtan til að
lesa doðrantana sína. - Guö gefi ykk-
ur gleðileg jól, stúlkur, og samfelldan
rafstraum í sveltinu.
Skrípaleikur í
borgarstjórn
S.Þ. skrifar:
Vinnubrögðin í borgarstjórn
Reykjavíkur hafa breyst verulega til
hins verra hin síðustu misseri. En
ekkert endilega eftir síðustu kosning-
ar, þetta hefur bara þróast svona, og
er að verða hinn versti skrípaleikur,
og það á báða bóga. Bæði frá hendi R-
listans og minnihlutans. Það er út-
svarshækkunin sem hefur einkennst
af hálfsanleika af báðum aðilum. Það
eru útskipti varaborgarfulltrúa
R-listans. Allt meira og minna leikur
og úrskurðurinn þar með. Og nú síð-
ast; yfirtaka ríkisins á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. Er ekki broslegt í meira
lagi að sjá konu fjármálaráðherra
æsa sig yfir orðnum hlut, og svo hins
vegar að horfa á fiármálaráðherra
glaðbeittan taka í hönd borgarstjóra
og heilbrigðisráðherra eftir gjöming-
inn sem er þegar afstaðinn. - Allt
einn skrípaleikur og „skuespil" sem
fóik hlær að þegar best lætur.
Ósmekkleg
myndbirting
Fanney Jónsdóttir hringdi:
Mér brá við að líta á forsíðumynd
DV í dag, (fóstud. 18.12.) þar sem sjá
mátti nokkrar manneskjur, allt kon-
ur aö sjálfsögðu, híma í tröppum að
inngangi Mæðrastyrksnefndar eftir
aðstoð. Og ekki bara á forsíðu, held-
ur líka á bls. 2 í blaðinu. Konumar
sneru allar andlitinu frá og ekki að
ástæðulausu. Myndu margir vilja
láta birta mynd af sér í þessum er-
indagjörðum? Er ekki niðurlægingin
nægileg að þurfa aðstoðar við? Það
hlýtur að vera hart í ári með fréttir
þegar svona er komið hjá einu blaði.
Er ekki stríðsástand í írak? Hefði
ekki verið nærtækari forsíðumynd af
þeim atburðum?