Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Page 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Útgðfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is — Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Kónginum fylgir árferðið
Skoðanakannanir í Bandaríkjunum og á íslandi hafa á
þessu ári sýnt, að helztu valdamenn þjóða geta orðið því
vinsælli sem meira og almennar er deilt á vinnubrögð
þeirra. Ekki má á milli sjá, hvor er vinsælli heima fyrir,
ríkissljóm íslands eða Bandaríkjaforseti.
Ríkisstjóm íslands sætir þungum ákúrum fyrir að gefa
Hæstarétti langt nef, fyrir einkavinavæðingu og úthlut-
un sérleyfa til gæludýra sinna, fýrir árásir á ósnortin
víðemi landsins og margt fleira. Bandaríkjaforseti sætir
þungum ákúrum fyrir lygar um kvennafar sitt.
Meðan ósköpin dynja yfir, rísa vinsældir beggja í skoð-
anakönnunum. Hér gengur þetta svo langt, að flokkar
ríkisstjómarinnar em nálægt svo rúmum meirihluta, að
þeir gætu fengið færi á að breyta stjómarskránni, svo
sem utanríkisráðherra sægreifanna hefur hótað.
Bandarískir og íslenzkir kjósendur láta skammir á
þingi og í fjölmiðlum sem vind um eym þjóta. Þeir em
hugsanlega sammála einhverju af því eða öllu því, sem
ráðamönnum landanna er álasað fyrir. En þeir láta það
ekki hafa áhrif á fyrirætlanir sínar í kjörklefanum.
Kjósendur miða við eitthvað annað en umdeild mál,
jafnvel þann málstað, sem þeir em sammála. Skoðana-
kannanir sýna, að Bandaríkjamenn em ósáttir við lygar
forsetans og að íslendingar eru ósáttir við gjafakvóta sæ-
greifanna og árásimar á ósnortin víðemi.
Kjósendur ætlast nefnilega ekki til, að ráðamenn sínir
fari eftir því, sem stjómarandstaðan vill, sem greinahöf-
undar fjölmiðla vilja, sem almenningur sjálfur vill. Þeir
vilja hins vegar, að landsfeður skaffi. Þeir vilja búa við
góðæri og þeir vilja búa við traust góðæri.
íslenzkir kjósendur em fúllvissir um, að væntanlegir
fomstumenn samfylkingar jafnaðarmanna geti ekki
skaffað. Þeir sjá, að vikum saman geta þeir ekki einu
sinni náð samkomulagi um fyrirkomulag á röðun fram-
boðslista. Þeir sjá þá stinga hver annan í bakið.
íslenzkir kjósendur vilja og virða, að sumir stjómar-
andstæðingar séu vel að sér um mál eða harðir ræðu-
naglar, en þeir ætla ekki að kjósa Hjörleif eða Steingrím
eða Svavar. Þeir vilja heldur Davíð eða Halldór, sem þeir
telja, að muni geta skaffað áffamhaldandi góðæri.
Góðærið er óumdeilanlegt, þótt það hafi farið hjá þeim
fáu, sem em verst settir. Góðærinu fýlgir bæði hátt kaup
og atvinnuöryggi. Ríkisstjómarflokkamir njóta góðæris-
ins, hvort sem það kemur frá þeim eða stafar af utanað-
komandi ástæðum eða sennilega sitt lítið af hvom.
Stjómarflokkamir hafa gefið í skyn, að þeir geti vel
hugsað sér að starfa saman eftir kosningar. Þetta kunna
kjósendur vel að meta og sjá fyrir sér framhald á góðæri.
Þeir vilja fá nokkra stjómarandstæðinga til að rífast á
þingi og veita landsfeðrum aðhald, en bara nokkra.
Kjósendur em sáttir við, að hávaðasöm stjómarand-
staða hafi það hlutverk að knýja ffam minni háttar
breytingar á kvótalögum, erfðagreiningarlögum, virkj-
analögum og öðrum lögum, sem Alþingi afgreiði að öðm
leyti samvizkusamlega eins og ríkisstjómin býður.
Kjósendur em jafn sáttir við, að ríkisstjómin fái að
rétta aukabita að gæludýrum sínum, hvort sem þau em
sægreifar, Kárar, Landsvirkjun eða einstakir armar kol-
krabbans, bara ef hún sér um að góðærið haldist og fLeiri
og betri molar hrynji niður til kjósenda sjálfra.
Máleöii em áhugaverð í pólitík, en ráða ekki gerðum
kjósenda. Þar kemur til skjalanna eldfom tilfmning
þeirra fyrir því, hvaða kóngur skaffi gott árferði.
Jónas Kristjánsson
í atkvæðagreiðslum á Alþingi
kemur iram afstaða þingmanna og
þingflokka, oft með skýrari hætti
en í orðum. Frumvarp um miðlæg-
an gagnagrunn var afgreitt sem
lög síðastliðinn fimmtudag eftir
mikil átök um málið i þinginu.
Þann 11. desember voru greidd at-
kvæði um frumvarpið eftir 2. um-
ræðu. Við þá afgreiðslu ræðst að
jafnaði hverjar verða lyktir um
lagafrumvörp.
Frávísunartillaga
í upphafi þessarar atkvæða-
greiðslu voru greidd atkvæði um
tillögu Þingflokks óháðra til rök-
studdrar dagskrár þess efnis að
vísa frumvarpi heilbrigðisráð-
herra til ríkisstjómarinnar. Þetta
var með öðrum orðum frávísunar-
tillaga. Aöeins 8 þingmenn
greiddu tillögunni atkvæði, þ.e. til-
lögumennimir fjórir í Þingflokki
óháðra og til viðbótar þrír þing-
menn úr Alþýðubandalagi og einn
—
Frumvarp um miðiægan gagnagrunn var afgreitt sem lög siðastliðinn
fimmtudag eftir mikil átök um málið f þinginu.
Afstaða á Alþingi til gagnagrunns:
Afdrifrík at-
kvæðagreiðsla
þingmenn jafnaðar-
manna margir hverjir
hlynntir málinu frá
byrjun. Endurspeglað-
ist það meðal annars í
nefndaráliti Össurar
Skarphéðinssonar og
Ástu Ragnheiðar Jó-
hannesdóttur, sem
mynduðu 1. minni-
hluta í heilbrigðis-
nefnd. Þau fluttu
nokkrar breytingartil-
lögur við frumvarpið
og einnig lágu fýrir
breytingartiUögur frá
þremur öðmm þing-
mönnum jafnaðar-
manna. Þessar breyt-
ingartillögur voru all-
ar dregnar til baka
„Þaö voru fyrst og fremst ger•
ræðisleg vinnubrögð meirihlut-
ans í heilbrigðisnefnd milli 2. og
3. umræðu sem urðu til þess að
þingmenn jafnaðarmanna hert-
ust í andstöðu við frumvarpið á
lokastigi
Kjallarinn
Hjörleifur
Guttormsson
alþingismaður
frá Kvennalista. Á
móti tillögunni
greiddu atkvæði 32
stjómarliðar, en 14
þingmenn úr stjóm-
arandstöðu sátu hjá,
þeirra á meðal allir
þingmenn jafhaðar-
manna, 2 úr Alþýðu-
bandalagi og 1 frá
Kvennalista. Níu
þingmenn vom fjar-
verandi, þeirra á
meðal tveir þing-
menn úr Sjálfstæðis-
flokki sem mælt
höfðu gegn frum-
varpi heilbrigðisráð-
herra eða gert við
það fyrirvara, þ.e.
Einar Oddur Krist-
jánsson og Lára Mar-
grét Ragnarsdóttir.
Gegn 2. grein frum-
varpsins um „starf-
rækslu miðlægs
gagnagranns á heil-
brigðissviði", greiddu
aðrins 5 þingmenn at-
kvæði. Vora það 4
þingmenn óháðra og
Kristin Halldórsdótt-
ir frá Kvennalista.
Þessir sömu þing-
menn vora líka þeir einu sem
greiddu atkvæði gegn því að vísa
málinu áfram til 3. umræðu í þing-
inu. Sú grein frumvarpsins sem
safnaði flestum mótatkvæðum
stjómarandstöðuþingmanna við 2.
umræðu um „veitingu rekstrar-
leyfis og greiðslur leyfishafa".
Greiddu 20 þingmenn atkvæði
gegn henni.
Kratar draga í land
Eins og fram hefur komið voru
eftir að 1. grein framvarpsins
hafði verið Scunþykkt.
Af hálfu Össurar Skarphéðins-
sonar, formanns heilbrigðisnefnd-
ar, kom fram við umræðuna að
hann gæti stutt frumvarpið ef fall-
ið væri frá einkaréttarákvæðum
þess og svonefndri aðgengisnefnd
að gagnagrunninum. Formaður
Alþýðuflokksins, Sighvatur Björg-
vinsson, lýsti einnig ítrekað já-
kvæðu viðhorfi til hugmyndarinn-
ar um miðlægan gagnagrann.
Það voru fyrst og fremst gerræð-
isleg vinnubrögð meirihlutans í
heilbrigðisnefnd milli 2. og 3. um-
ræðu sem urðu til þess að þing-
menn jafnaðarmanna hertust í
andstöðu við frumvarpið á loka-
stigi. Flutti Rannveig Guðmunds-
dóttir ásamt öðram formönnum
þingflokka i stjórnarandstöðu frá-
vísunartillögu við 3. umræðu
málsins. Var sú tillaga felld með
37 atkvæðum gegn 20 og finmvarp-
ið endanlega lögfest með sömu at-
kvæðatölum með og móti. Gegn
framvarpinu greiddi atkvæði Ein-
ar Oddur Kristjánsson einn stjóm-
arþingmanna.
Stefnulaus „Samfylking"
Við umræður og atkvæða-
greiðslur í þinginu kom meðal
annars í ljós, að stjómarliðið
stóð, með aðeins tveimur und-
antekningum, fast saman um
afgreiðslu gagnagrannsmáls-
ins. Einbeittastir gegn frum-
varpinu reyndust þingmenn
óháðra ásamt Kristínu Hall-
dórsdóttur. Þingflokkur óháðra
flutti síðastliðið haust sérstaka
tillögu til þingsályktunar um
dreifða gagnagranna á heil-
brigðissviði og persónuvemd,
sem vísaði á allt aðra stefnu en
fram kom í frumvarpi ríkisstjóm-
arinnar.
í hópi þingmanna „samfylking-
arinnar", þ.e. þingmanna í þeim
þremur þingflokkum sem nú
vinna að sameiginlegu framboði
til Alþingis, reyndust hins vegar
að minnsta kosti fimm skoðanir
uppi í gagnagrunnsmálinu og eng-
in tilraun virtist gerð þar á bæj-
um til að samstilla sjónarmið í
þessu afdrifaríka máli.
Hjörleifur Guttormsson
Skoðanir annarra
Það kemur í Ijós...
„Nú er það svo, að íslensk erfðagreining á eftir að
sanna tilverarétt sinn, þótt vel hafi gengið fram að
þessu. Það er ekkert öraggt má, að dæmið gangi upp.
En líkumar era meiri en minni úr því, sem komið
er. Þótt deilunum um gagnagrunninn sé lokið að því
leyti, að lögin hafa verið sett, er verkið óunnið. Það
á eftir að koma í ljós, hvort Kára Stefánssyni tekst
að fá fiárfesta til að leggja fé í þetta nýja fyrirtæki og
jafnvel þótt fjármagnið verði fyrir hendi á eftir að
koma í ljós, hvort gagnagrannurinn verður að vera-
leika eins og hann er hugsaður. Þótt lögin hafi ver-
ið sett er sigurinn ekki unninn."
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 20. des.
Vandasamt framhald
„Öllum er ljóst að samþykkt gagnagrannsfram-
varpsins er aðeins fyrsti áfangi af nokkrum. Vissu-
lega nauðsynleg forsenda þess að gagnagrannurinn
verði einhvem tíma að veruleika, en hins vegar eng-
in trygging fyrir því að svo fari. Framhaldið ræðst
af því hvemig tekst til um næstu áfanga...Næsti
áfangi felst í því að búa til nákvæman og vandaðan
ramma utan um starfsemina, það er að sega að
semja reglugerö um gagnagrunninn og starfsleyfi
fyrir væntanlegan rekstraraðila...Þá er einnig spurn-
ing hvort málaferli heima og jafnvel erlendis dragi
framkvæmdina á langinn."
Elías Snæland Jónsson í Degi 19. des.
Dreifibréf frá dómsmálaráðuneyti
„Það tilefni er það flóð áfengisauglýsinga sem að
undanfómu hefur dunið á þjóðinni, bæði í blöðum
og sjónvarpi. Þetta flóð virðist tilkomið vegna niður-
stöðu í refsidómi í Héraðsdómi þar sem úrskurðað
var að bannið bryti í bága við tjáningarfrelsi og
fleiri ákvæði stjómarskrárinnar. Ríkissaksóknari
tók þá ákvörðun að því máli yrði áfrýjað og því er
bannið við áfengisauglýsingum sem er í 20. gr.
áfengislaganna í fullu gildi. Með dreifibréfinu viljum
við jafnframt minna á að lögreglan mun taka öll brot
á banninu til rannsóknar."
Stefán Eiríksson lögfr. í dómsmálaráðuneytinu,
í Mbl. 19. des.