Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Síða 17
F
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Ufenning
Sannfærandi flutningur
Kammersveit Reykjavíkur hóf
tuttugasta og fimmta starfsár sitt með
pompi og prakt á tvennum tónleikum
í Áskirkju þar sem hún lék alla
Brandenburgarkonserta Bachs. Lofs-
vert og áhugavert framtak sem greini-
lega hitti í mark hjá tónlistarunnend-
um því fullt hús var báða dagana. Sá
sem leiddi sveitina að þessu sinni var
Jaap Schröder sem þekktur er fyrir
túlkun sína á verkum frá barokktím-
anum.
Tónlist
Arndís Björk Ásgeirsdóttir
Konsertarnir sem eru sex að tölu
eru hver með sína hljóðfæraskipanina
og skrifaðir með mismunandi ein-
leikshljóðfæri í huga. Tvö horn eru
áberandi í þeim fyrsta og þeim parti
skiluðu þeir Jósef Ognibene og Þor-
kell Jóelsson með miklum sóma, Adagio kaflinn
er hinsvegar leiddur af fiðlu og óbó sem þau Rut
Ingólfsdóttir og Daði Kolbeinsson gerðu ákaflega
fallega og sama má segja um snotran tríókaflann
sem var í höndum tréblásturshljóðfæranna. í öðr-
um konsertinum er það trompettinn sem mest
mæðir á í fyrsta og þriðja kafla og flautan, óbóið
og fiðlan í fallegum miðkafla. Þau hlutverk voru
í höndum þeirra Bernharðs Wilkinsonar, Daða og
Rutar en virtúósískum trompettpartinum lék Ás-
geir H. Steingrímsson sér að á aðdáunarverðan
hátt.
Þriðji konsertinn hefur engan einn einleikara
heldur stefnir Bach þar saman þremur fiðlum,
þremur víólum og sellóum auk bassa og sembals
sem reyndar eru með í öllum konsertunum. Ric-
hard Korn var fastur fyrir sem klettur með bass-
Frá æfingu á Brandenburgarkonsertum Bachs. Rut
Ingólfsdóttir, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdótt-
ir í einleikshlutverkum.
DV-myndir Teitur
ann á báðum tónleikum og Guðrún
Óskarsdóttir sem lék á sembalinn á
fyrri tónleikunum stóð sína plikt með
prýði. Schröder er óragur við tempóval
og fannst manni stundum í hröðu köfl-
unum teflt á tæpasta vað og stundum á
kostnað dýnamískra breytinga og yfir-
vegunar sem þessi tónlist krefst, en á
móti verður að segjast að engin logn-
molla var yfir flutningnum - enda fer manni bara
að leiðast ef engar áhættur eru teknar.
Það gerðist á hvorugum tónleikunum, þvert á
móti einkenndist allur flutningurinn af spila-
gleði, vel var haldið i stílinn og ekki rómantíser-
að eða oftúlkað með bólgnum strófum. Þannig
var sjötti konsertinn, sem leikinn var í upphafi
seinni tónleikanna, ágætlega fluttur með víólu-
leikurunum Þórunni Ósk Marinós-
dóttur og Guðrúnu Hrund Harðardótt-
ur í aðalhlutverki, þó að samstillingu
þeirra væri á nokkrum stöðum örlítið
ábótavant. Helga Ingólfsdóttir sem lék
á sembalinn á síðari tónleikunum
fékk að glíma við krefjandi sembal-
partinn í fimmta konsertinum og
gerði það af óbrigðulli smekkvísi, og
sömu sögu er að segja um hina ein-
leikspartama sem vora í höndum
Bemharðs Wilkinsonar og Hildigunn-
ar Halldórsdóttur.
Fjórði konsertinn er skrifaður fyrir
fiðlu, tvær flautur, strengi og
samfelldan bassa. Bach umrit-
aði þennan konsert síðar sem
hljómborðskonsert og hljómar
þetta margbrotna verk ekki sið-
ur í þeirri útgáfu. Það var sem
fyrr Rut Ingólfsdóttir sem fór
fýrir sveitinni í einleikshlut-
verkinu ásamt flautuleikurun-
um Martial Nardeau og Guð-
rúnu Birgisdóttur, og líkt og
fyrr var ekkert slegið af í
hraða. Það hreint og beint
neistaði af leik Rutar sem líkt
og hinir einleikararnir fór
glæsilega með sitt. Eftir stend-
Jaap Schröder stjórnandi - ur heilsteyptur og sannfærandi
ekki hægt annað en lofa flutningur konsertanna undir
hann í hástert. stjórn Schröders sem ekki er
hægt annað en að lofa í hástert.
Kammersveit Reykjavíkur flutti í Áskirkju
17. des. kl. 20.30:
J.S. Bach: Brandenburgarkonserta nr. 1-3.
20. des kl. 17:
J.S. Bach: Brandenburgarkonserta nr. 4-6.
Stjórnandi: Jaap Schröder.
17
SKEIFUNN117 • 108 REYKJAVÍK
SlMI 581-4515 • FflX 581-4510
Tilboð!
Sérhannaðui
hnakkur fyrir
íslenska hest-i
inn á mjöq
góðu verði.
Hnakkurinn f'ri
seldur á tilboi'
með sérlega
vönduðum
fylgihlutum:
Tvöfaldri
reimagjörð, tví-
bognum ístöðum,
ístaðsólum
reiða.
1 Verð aðeins
27.900 kr.
KEH)LIST
SKEIFAH 7 - SÍMi: SIM080 - FAX: 581 1875
reidliitðreldhsf.is
Viska og ljóðræn fegurð
Bjami Bjamason vakti mikla athygli fyrir síð-
ustu skáldsögu sína, Endurkomu Maríu, sem
fjallar um Maríu mey í nútímasamfélagi, og nú er
komin frá honum ný skáldsaga, Borgin bak við
orðin, önnur skrautfjööur í hatt skáldsins.
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
Borgin bak við orðin segir frá konungssynin-
um Immanúel sem brýtur lög ríkisins og er gerð-
ur brottrækur þaðan. Hann flnnur sér samastað í
ónafngreindri borg, heldur til á götunni og dreg-
ur fram lífið með því að segja borgarbúum sögur
á sunnudögum. Sögur hans fjalla um lifið í kon-
ungsríkinu sem fólkið í borginni tekur sem
hreinum og klámm skáldskap enda stangast þær
á við veruleika þess og allt sem það trúir á, þekk-
ir og skilur. Fólkið laðast að Immanúel og vill
heyra meira enda eru þetta fallegar sögur sem,
eins og skáldskapurinn gerir gjaman, fær fólk til
að gleyma stað og stund. En Immanúel er aö segja
sannleikann og því myndast togstreita á milli
hans og fólksins og ennfremur togstreita í sál
hans sjálfs. Ef hann gengst við því að sögur hans
séu skáldskapur vinnur hann hylli fólksins en þá
tekur hann um leið þá áhættu að glata öflu sem
hann stendur fyrir, sjálfum sér og uppmna sín-
um.
Þessi togstreita fær lesandann til að að hugsa
um stöðu skáldskaparins í nútíma-
samfélagi og vekur upp þá spum-
ingu hvort sannleikurinn búi að-
eins í því sem við skiljum en síður
í því sem við skynjum eða heyrum.
Og hvert er hlutverk skáldsins ef
fólkið trúir ekki lengur orðum
þess? En Bjarni er ekki aðeins að
velta fyrir sér hlutverki skáldskap-
arins heldur eru hugleiðingar um
eðli tungumálsins eitt aðalþema
bókarinnar, það hvernig tungu-
málið simdrar eða sameinar. Ráða-
menn konungsríkisins hafa það að
takmarki sínu að finna hið upp-
runalega tungumál, tungumálið
sem var til í upphafi áður en Guð
splundraði því í mörg tungumál.
Þeir trúa því að konungshjónunum
muni fæðast erfingi sem geti fært
þeim hið upprunalega timgumál en
það krefst þess að baminu sé fórn-
að. Bamið sem er stúlka er lokað inni í helli þar
sem það heyrir ekkert hljóð; þannig er því ætlað
að ná tengingu við upphafið og sameina allar
þjóðir á ný.
I bamsfórninni á sorg og glæpur Immanúels
rætur þvi hann getur ekki sætt sig við hana. Um
leið og hann gengur vantrúnni á vald fer hann á
vergang og týnist í heimi óheilinda og gervi-
mennsku. Gervimennskan birtist í liki nútíma-
fyrirbæra eins og farsíma og vélmenna en fegurð-
in býr í fortíðinni. Kannski má einmitt lesa þann
boðskap úr sögunni að
maðurinn sé ekki heill
nema hann gæti fortíðar
sinnar með allri þeirri
visku - og hjátrú - sem
hún hefur upp á að bjóða.
Og þannig er það engin til-
viljun að textinn skuli
einmitt vera fegurstur í
þeim köflum þar sem fjall-
að er um fortiðina.
Borgin bak við orðin er
flókin bók, uppfull af tákn-
um sem ekki er alltaf auð-
velt að henda reiður á
nema kannski djúpt í und-
irvitundinni þar sem hið
sammannlega býr. En það
er einmitt galdur þessa
texta. Hann sendir lesand-
ann inn í annan heim og
heillar hann gjörsamlega í
guðdómlegri fegurð sinni sem á tæpast sinn líka
í íslenskri skáldsagnagerð síðustu ára. Textinn er
svo ljóðrænn, tær og fullur af speki að mann
langar helst til að leggja hann allan á minnið svo
hægt sé að grípa til hans þegar viskuna þrýtur og
fegurðin svíkur.
Bjarni Bjarnason:
Borgin bak við orðin.
Vaka-Helgafell 1998.