Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Hefur þú séð það betra? Efni m.a.: Bráðavaktin Fljúgandi diskar Tveir í bala Brandur sterki Kennari, leikari, organisti Úrvalskrossgáta Sviðsljós Leonardo DiCaprio sett ströng skilyrði Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio og fyrirsætan Kristin Zang eru orðin par á ný. En Krist- in hefur sett Leonardo ströng skil- yrði. í þetta sinn sættir hún sig ekki við framhjáhald. Skötuhjúin höfðu verið í löngu sambandi áður en Leonardo DiCaprio varð súperstjarna eftir leik sinn í stórmyndinni Titanic. En fyrir tveimur árum sagði Krist- in honum upp. „Þú þarft að vera frjáls og þroskast," sagði Kristin eftir að hafa komist að framhjáhaldi Leon- ardos með kúbverskri fyrirsætu. Nú virðist sem Kristin telji að tími sé kominn til sameiningar á ný. Undanfama þrjá mánuði hafa turtildúfurnar hist reglulega. Samkvæmt frásögn vinkonu Kristinar í blaðinu Daily News kemur Leonardo oft í heimsókn til sinnar fyrrverandi á kvöldin og les ljóð fyrir hana. Vinkonan greinir einnig frá því að Kristin Leonardo er sagður koma heim til Kristinar Zang, gamallar kærustu, og lesa Ijóð fyrir hana á kvöldin. Þau eru orðin par á ný en hún setti honum ströng skiiyrði. Símamynd Reuter hafi sagt Leonardo að þau gætu orðið par á ný hætti hann sínu villta líferni. Að sögn vinkonunnar varð Kristin öskureið þegar hún kom í afmælisveislu Leonardos á nætur- klúbbi í Los Angeles í nóvember síðastliðnum. „Hún sneri við í dyrunum. Þetta var eins og í kvennabúri. Leonardo og vinir hans voru umkringdir kvenfólki. Kristin þolir ekki slíkt.“ Margir eru þeirrar skoðunar að það verði erfitt fyrir Kristinu að temja Leonardo. Hann hefur verið tiður gestur á vinsælustu nætur- klúbbunum í New York og Los Angeles síðastliðið ár. Sögur hafa verið sagðar af veislum með kon- um sem fletta sig klæðum og vændiskonum. En ef Kristin Zang fær að ráða er þessum kafla í lífi Leonardos lokið. Hún hefur að minnsta kosti tjáð vinum sínum að kappinn sé búinn að hlaupa af sér hornin. netleilcur á Vísi.is Vísir.is og Hagkaup bjóða gestum Vísis.is skemmtilegan jólabóka- og geisladiskaleik Þátttakendur fara inn á slóðina vísir.is og skoða netverslun Hagkaups@Vísis.is og svara laufléttum spurningum. Aðalvinningurinn verður svo dreginn út á Þorláksmessu en hann er matarkarfa frá Hagkaupi að verðmæti 15.000 kr. Úrslit verða kynnt á Þorláksmessu á Vísi.is og vinningar sendir heim með fyrirtækjaþjónustu póstsins. Ómissandi jólaplata sem l*~*t H inniheldur m.a. jólasmellinn Handa þér eftir Einar Báröarson. Athafnaskáldiö Einar samdi einnig Farin og Sílikon með Skítamóral. HAGKAUP @ U í S i r. í S www.visir.is Leikarinn Val Kilmer og söngvarinn David Crosby stilltu sér upp í síðustu viku fyrir Ijósmyndara í Los Angeles á frumsýningu myndarinnar Egypski prinsinn. Kilmer lánar Móses rödd sfna í kvikmyndinni. Símamynd Reuter Kate Winslet ekki hleypt inn í Harrods Kate Winslet og eiginmanni henn- ar, Jim Threapleton, var ekki hleypt inn í Harrodsverslunina í London á dögunum. Ástæðan var klæðaburð- ur Jims. Lítil göt voru á gallabuxun- um hans og peysunni. Menn fá ekki að koma klæddir hverju sem er inn í þessa fínu verslun. Þeir sem eru í stuttbuxum, slitnum fótum eða með . bakpoka fá til dæmis ekki inn- f göngu. Jim er sagður hafa hvesst sig og spurt dyraverðina hvort þeir vissu ekki hver eiginkona hans væri, að sögn eins viðskiptavina sem var vitni að atburðinum. Dyraverðirnir högguðust ekki. Að sögn viðskipta- vinarins sneru Kate og Jim frá vöruhúsinu eftir talsvert þras við dyraverðina. Þau eru hins vegar sögð hafa komið aftur eftir stutta stund og var þá Jim peysulaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.