Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Síða 26
> 26 ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998 Hringiðan Á laugardagskvöldið voru í Loftkastalanum haldn- ir tónleikarnir „Gefðu mér rokk í skóinn“. Fjöldi hljómsveita komu fram auk rithöfundanna Hall- gríms Helgasonar og Mikaels Torfasonar. Meðal þeirra sem komu fram voru drengirnir norðlensku, Villi, Axel og Kári úr hljómsveitinni 200 þúsund naglbítar sem bregða hér á leik. Frænkurnar Vilborg Nábye og Laufey Jörgensdóttir héldu upp á 10 ára „Sál- arafmælið" sitt á föstudag- inn og á hvaða stað var betra að fagna þessum tímamótum en einmitt á tónleikum með Sálinni á Astró? Undanfarnir laugar- dagar hafa verið jólalaugardagar á Laugaveginum og sá síðasti var þar engin undantekn- ing. Á göngu sinni niður verslunar- götuna góðu mátti rekast á margt skemmtilegt eins og hestvagn fullan af jóla- sveinum. Hesturinn fangaði athygli Stefáns Kristins þegar hann var á vappi með pabba sínum, Steinari Þór Kristinssyni. Strákarnir í Sálinni hans Jóns míns eru byrjaðir að fylgja nýju plötunni, Gullna hlið- inu, eftir með tónleikahaldi og áritunarsetum. Á föstudaginn voru þeir með áritanir fyrir utan Skífuna í Kringlunni, svo slógu þeir upp djammi á skemmtistaðnum Astró um kvöldið. Sálin hefur engu gleymt, það er nokkuð Ijóst. DV-myndir Hari Alþingismaðurinn Árni Johnsen og Þröst- ur Ólafsson röbbuðu saman í hléi á árleg- um tónleikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands sem haldnir voru í Háskólabíói á laugardaginn. Félagarnir Kristinn Tómasson Fylkis- maður nr 10, Jóhann Páll Kristbjörnsson nr 12 og Ragnar Rúnarsson Spursari nr 10 voru á Sálar- ballinu á Astró á föstudags- kvöldið. Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson eru dúettinn Súkkat. Hér taka þeir lagið á útgáfutónleikum plötunn- ar „Ull“ sem þeir héldu í Iðnó á laugardaginn. Flestall- ir þeir sem að plötunni stóðu komu fram þetta kvöld og þar á meðal sjálfur meistari Megas. Blaðburðardrengirnir Davíð Óli og Konráð Vignir skeiltu sér á jólaball Frjálsrar fjölmiðlunar sem haldið var á Hótel íslandi á laugardaginn. Enda fátt betra en að kíkja á ballið og fá kók og prins eftir að hafa dreift DV til áskrifenda. Vinkonurnar Anna og Inga Rún hlustuðu á rithöfunda lesa upp úr bókum sínum og sáu síðan hljómsveitina Bellatrix troða upp á síðustu síðdegistón- leikum Hins hússins á Geysi kakóbar á föstu- daginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.