Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Qupperneq 32
■j 32
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
íþróttir unglinga
Opið Norðurlandamót í Hveragerði milli jóla og nýárs
Opiö Norðurlandamót í körfubolta fer fram í Hveragerði 26. til 30. desember og taka sex þjóðir þátt í þvi, ís-
land, Finnland, Svíþjóð, Danmörk, Noregur og írland. Spilað er alla dagana og mun unglingasíðan fylgjast með
hvernig fer hjá strákunum. Leikir íslands eru þessir: 26. des. viö Danmörk, klukkan 17.00, 27. des. við Svíþjóð,
klukkan 20.00, 28. des. við Noreg, klukkan 20.00, 29. des. við Finnland, klukkan 20.00 og síðasti leikurinn er við
írland, klukkan 20.00, 30.desember. ísland hefur einu sinni unnið þetta mót sem nú fer fram í 15. sinn, árið 1991.
^ Knattspyrnuskóli Kristjáns Bernburg í Belgíu:
I fótspor atvinnumanna
- knattspyrnuævintýravika í Belgíu í sumar í boði
Hayaskóli átti sigurliðið hjá stúlkum úr 8. til 10. bekk.
skýrðar á íslensku.
Að sjálfsögðu er þetta einnig
skemmtiferð og það er boðið upp á
tívolíferð, ferð í sundlaugargarð og
go-kart-akstur sem dæmi.
Til að komast með
Ferðin kostar 66.500 og er þá allt
innifalið svo sem flug, skattar, akst-
ur til og frá flugvelli, gisting með
fullu fæði, kennsla og ráðgjöf. Allar
upplýsingar um dagskrá skólans
veitir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar í
síma 569-9300.
Strákar úr Breiðholtsskóla stóðu sig vel í 8. til 10. bekk og unnu sigur á
nágrönnum sínum úr Seljaskóla í úrslitaleik.
Dagana 22. til 29. maí verður hinn
árlegi Knattspyrnuskóli Kristjáns
Bernburg í Belgíu. Skólinn hefur
getið sér gott orð undanfarin ár og
vistað marga af efnilegustu knatt-
spymumönnum landsins.
Skólinn er byggður upp með það
að leiðarljósi að leikmenn fái að æfa
eins og atvinnumenn við bestu
hugsanlegu aðstæður. Æft er
tvisvar á dag, lögð áhersla á hollt og
gott mataræði auk þess sem boðið
er upp á ýmsa fræðslu sem getur
hjálpað efnilegum knattspyrnu-
mönnum að bæta sig enn frekar.
Þá em þjálfararnir við skólann
allir vel menntaðir og yfirþjálfari
skólans, Rik Van Cauteren, hefur
hæstu gráðu þjálfaramenntunar í
Belgíu.
Hlúð að hverjum og einum
Mikil áhersla er lögð á að hlúa
vel að hverjum einstaklingi og til að
svo megi vera er þátttaka í skólan-
um takmörkuð. Þá er boðið upp á
markmannsþjálfun fyrir markmenn
auk þess sem allar æfingar era út-
Stúlkur úr Árbæjarskóla urðu í öðru sæti í keppni 5. til 7. bekkjar.
Hlíðaskóli vann tvöfalt í hópi krakka í 5. til 7. bekk og hér að ofan má sjá drengjaliðið.
Grunnskólamót ÍTR í borðtennis:
Borðtennisskólar
- Hlíðaskóli, Breiðholtsskóli og Hagaskóli hlutskarpastir
Það var mikið íjör og gaman í
húskynnum TBR á dögunum þegar
þá fór fram grunnskólamót Reykja-
vikur í borðtennis. Voru þá mætt á
svæðið bestu borðtennisspilarar
höfuðborgarinnar i 5. til 10. bekkjar
grunnskóla.
Mættir voru fulltrúar frá mörg-
um skólum til leiks og þar mátti
finna hressa borðtenniskrakka úr
Hagaskóla, Árbæjarskóla, Lauga-
lækjarskóla, Rimaskóla, Breiðholts-
skóla, Fellaskóla, Hlíðaskóla, Há-
teigsskóla, Seljaskóla, Breiðagerðis-
skóla, Ártúnsskóla og Laugarnes-
skóla.
Hlíðaskóli átti góðan dag í hópi
yngri krakka og sigraði meðal ann-
ars Laugamesskóla, sem hefur jafn-
an verið afar sterkur með borðtenn-
isspaðana.
Hlíðaskóli vann tvöfalt meðal
yngri krakkanna en Hagaskóli og
Breiðholtsskóli tóku hvor sinn bik-
arinn hjá eldri krökkunum.
Nú er bara að sjá hvort krakk-
amir smitist ekki af borðtennisá-
huga og fari að æfa reglulega þessa
íþrótt sem heillaði augljóslega
margan þennan eftirminnilega dag.
-ÓÓJ
Þessar eldhressu stelpur
úr 5. til 7. bekk úr Hlíða-
skóla slógu öllum öðrum í
Reykjavík við á grunn-
skólamótinu í borðtennis
þegar þær tryggðu sér
sigur.
Urslitin:
5. til 7. bekkur drengir
1. sæti...............Hlíðaskóli
2. sæti............Laugamesskóli
3. sæti................Rimaskóli
5. til 7. bekkur stúlkur
1. sæti...............Hlíöaskóli
8. til 10. bekkur drengir
1. sæti..........Breiðholtsskóli
2. sæti ..............Seljaskóli
3. sæti ............Árbæjarskóli
8. til 10. bekkur stúlkur
1. sæti................Hagaskóli
2. sæti ............Árbæjarskóli
Umsjón
Úskar Ó. Jónsson