Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1998, Page 40
V I K I N (
LCTTCt
AiSivimta
tnorgun
JFRETTASKOTIÐ
m SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú Sbendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1998
Gosmökkurinn:
Vindáttin
er að
* breytast
Samkvæmt upplýsingum Veður-
stofu íslands í morgun virðist gos-
ið í Grimsvötnum hafa verið með
svipuðu móti í nótt og undanfama
sólarhringa. Hins vegar taldi jarð-
eðlisfræðingur sem var einna
fyrstur til að skoða mæla þegar
mætt var til vinnu að gosið gæti
nú verið heldur minna miðað við
gosóróann.
„Það er kviðótt og getur dottið
niður,“ sagði Árni Sigurðsson veð-
urfræðingur sem DV ræddi við.
Vindátt átti að breytast verulega
rétt fyrir hádegi - í hvassa austan-
og norðaustanátt sem þýðir að
aska frá Grimsvatnagosinu mun
berast yfir Suðurland og jafnvel í
átt að höfuðborgarsvæðinu.
Þetta mun skýrast þegar líða
tekur á daginn.
„Ég reikna með að 7-8 vindstig
verði með ströndinni en aðeins
hægari inn til landsins," sagði
Árni. Hann sagði að gosmökkinn
heföi borið til norðausturs í morg-
un. -Ótt
Víöa hálka á götum:
~ Bílvelta á
Álftanesvegi
Bifreið valt út af veginum á Alfta-
nesvegi við Engidal í nótt. Ökumaö-
ur bifreiðarinnar er grunaður um
ölvun við akstur. Mikil hálka var á
götum í nótt og voru þrír bílar flutt-
ir brott með krana eftir að ökumenn
bifreiðanna höfðu misst stjórn á
þeim þannig að tjón hlaust af. Tveir
voru fluttir á slysadeild þegar bif-
reið lenti á ljósastaur á Reykjanes-
braut rétt við Elliðaár. Þá lenti bif-
reið á grindverki á gatnamótum Sæ-
brautar og Laugarnesvegar og
skemmdist töluvert og varð óöku-
- > fær. Á Snorrabraut hafði svo bifreið
lent á vegstólpa og kastast þaðan
yfir á ljósastaur. -hb
Bílaþjófur
gómaður
Lögreglan á Selfossi handtók
mann í nótt grunaðan um ölvun við
akstur og að vera á stolinni bifreið.
Beðið er eftir því að geta yfirheyrt
manninn en hann gisti fanga-
geymslur lögreglunnar. Maðurinn
er grunaður um að hafa brotist inn
í bifreiðina á bílasölu í Reykjavík
og ekiö henni til Selfoss. Ekki er vit-
að hvað manninum stóð til með
^ferðinni. Málið er óupplýst sem
stendur og er til rannsóknar hjá lög-
reglunni á Selfossi. -hb
Tækjabfll slökkviliðsins var kvaddur á Reykjanesbraut eftir harðan árekstur á ellefta tímanum í gærkvöld og þurfti
að klippa ökumenn úr bifreiðum sínum. Þá komu alls fimm sjúkrabílar á slysstað. DV-mynd HH
Reykjanesbraut lokuð:
Tveir alvar-
lega slasaöir
eftir árekstur
Fimm slösuðust þegar tveir bíl-
ar skullu saman á Reykjanes-
braur rétt sunnan við Kúagerði á
ellefta tímanum í gærkvöld. Ann-
ar bíllinn hafði reynt að fara fram
úr hinum með áðurgreindum af-
leiðingum. Kalla þurfti á tækjabíl
slökkviliðsins til að klippa fólk út
úr bílunum. I fyrstu voru hinir
slösuðu fluttir á sjúkrahús í
Keflavík en þegar þangað var
komið reyndust meiðsl þeirra al-
varlegri en talið var í fyrstu og
voru þeir þá tluttir til Reykjavík-
ur. Alls slösuðust flmm í árekstr-
inum en tveir liggja nú á gjör-
gæsludeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur alvarlega slasaðir en eru ekki
taldir í lífshættu. Þá voru tveir
lagðir inn á barnadeild. Loka
þurfti Reykjanesbrautinni fyrir
umferð í um klukkustund vegna
árekstrarins. Mikil hálka var á
veginum og fékk lögreglan til-
kynningu um annan árekstur á
svipuðum stað á nánast sama
tíma. Þá hafði bíll runnið til á
veginum og lent út af. í því tilfelli
sakaði engan.
-hb
Ráðherra frestar enn framkvæmd 5 ára laga um sleppibúnað gúmbáta:
Sjómenn eru æfir
- afleiðingar geta orðið hörmulegar, segir formaður Sjómannasambandsins
Lög sem sett voru fyrir hartnær
fimm árum um að um borð í öllum
skipum yfir tiltekinni stærð skuli
vera sleppibúnaður gúmbáta hafa
enn ekki komið til framkvæmda. Ár-
lega hefur Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra frestað framkvæmd
laganna á þeim forsendum að ekki sé
tiltækur réttur búnaður eða útgerðin
sé ekki tilbúin. Nú síðast frestaði
ráðherrann gildistökunni með bréfi
sem undirritað var þann 10 desember
1998 en ekki kynnt hagsmunaaðilum.
Þetta er gert þrátt fyrir að á síðasta
ári hafi verið gefið loforð um að ekki
yrði frestað oftar að koma málinu í
lag. Sleppibúnaðurinn gegnir því
hlutverki að skjóta sjálfvirkt út
gúmbátum þegar skip sekkur og er
búnaðurinn talinn hafa sannað gildi
sitt í gegnum tíðina og bjargað
mannslífum. Deilur hafa staðið um
hann um árabil og er skemmst að
minnast þess að Ámi Johnsen alþing-
ismaður gaf framleiðanda kjaftshögg í
árdaga deilunnar. Sjómenn eru æfir
Sævar Gunnars-
son.
vegna þessa og
segja málið vera
vítahring og verið
sé að tefla um
mannslíf. Guðjón
A. Kristjánsson,
forseti Farmanna-
og fiskimanna-
sambands íslands,
segir um slæmt
skref að ræða hjá
ráðherranum að
fresta enn framkvæmd laganna. Nær
hefði verið að láta lögin taka gildi um
Sleppibúnaðurinn umdeildi.
áramót og gefa stuttan aðlögunartíma.
„Það hefði mátt gefa útgerðum 6
mánuði eða svo til að kippa þessu i
liðinn. Ég er frekar ósáttur við þetta.
Þessi frestun kom mér mjög á óvart
þar sem ég hafði ekki aðrar upplýs-
ingar úr Siglingaráði og annars staö-
Guðjón A. Krist-
jánsson.
Veðrið á morgun:
Kalt og
hvasst fyrir
vestan
Á morgun verður allhvöss
norðaustanátt og snjókoma eða
él norðvestanlands, norðankaldi
eða stinningskaldi og nokkuð
bjart verður suðvestanlands en
hæg suðaustlæg átt og rigning
eða slydda við austurströndina.
Hiti verður víðast á bilinu -1 til
4 stig, kaldast á Vestfjörðum.
Veðrið í dag er á bls. 37.
ar en að þessu yrði ekki frestað aft-
ur,“ segir Guðjón.
„Afleiðingar þess að búnaðurinn er
ekki til staðar geta orðið hörmulegar
komi til þess að verði slys. Við horf-
um til þess vonaraugum að slys hendi
ekki. Skip hafa farið niður á svo
skömmum tíma að sleppibúnaðurinn
hefur bjargað mannslifum. Það er
grafið undan öryggi sjómanna með
þessum frestunum," segir Sævar
Gunnarsson, formaður Sjómannasam-
bands Islands, um frestunina.
„Það er ekki síður alvarlegt hvem-
ig ráðuneytið stendur að þessum frest-
unum ár eftir ár. Það er ekki verjandi
og ef sleppibúnaðurinn er ekki tilbú-
inn frá framleiðendum þá átti að
bregðast við því með viðhlítandi
hætti. Þessar frestanir hafa orðið til
þess að framleiðendur hafa ekki lagt
út í að framleiða búnaðinn og reikna
með frestun," segir Sævar.
Ekki náðist í Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra vegna þessa máls í
morgun. -rt
i
i
i
i
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i