Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Síða 17
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999
menning
Sjónvarpið sýndi á nýársdag tvær athyglisverð-
ar en ólíkar íslenskar stuttmyndir eftir litt
þekkta kvikmyndagerðarmenn. Að baka vand-
ræði og Slurpurinn & Co. eiga í rauninni ekkert
annað sameiginlegt en að vera stuttar, hvor um
sig um kortér að lengd.
Að baka vandræði, sem gerð er af Hauki
Haukssyni, er fjölskylduvæn gamcmmynd um
Begga litla sem dag einn fær að fara með afa sín-
um, Lúðvík bakara, í vinnuna. Stráksi er eins og
vera ber hrifinn af afa sínum og ætlar sér að
verða bakari. Málin taka óvænta stefnu þegar af-
inn tekur upp hring og sýnir Begga um leið og
hann tilkynnir honum að hann ætli að trúlofa
sig. Fyrir slysni verður Beggi þess valdandi að
trúlofunarhringurinn lendir í brauðdeigi og upp-
hefst nú mikill vandræðagangur hjá honum við
að hafa uppi á __________________________
hringnum áður O" ^
en afi hans upp OjOflVdrp
götvar að hann __________________________
er ekki á sínum ■ ■/ ■
stað. Hilmar Karlsson
Þetta er lítil og ---------------------
átakalaus mynd sem gengur allvel upp. Fyrir full-
orðna virkar sagan nokkuð fyrirsjáanleg og hún
er einföld í allri uppbyggingu. Á móti kemur að
það er einfaldleikinn sem gerir hana sjarmer-
andi. Hinn ungi Jason Egilsson skilar sínu hlut-
verki vel og eðlilega og fær góðan stuðning frá
Bessa Bjarnasyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur
Að baka vandræði. Bessi Bjarnason og Jason Egilsson virða fyrir sér trúlof-
unarhringinn.
sem hafa alla reynslu
sem til þarf.
Slurpurinn & Co.
hlaut fyrstu verðlaun á
stuttmyndahátíð í
Toronto í Kanada fyrr
á árinu. Um er að ræða
listrænt sjónarspil, þar
sem kvikmyndavél er
stillt upp í miðri sviðs-
mynd og látin snúast.
Fjallar myndin á kó-
mískan hátt um lífið á
skrifstofu einni þar
sem skrifstofustjórinn
nýtir sér yfirmanns-
stöðu sína til hins
___ ýtrasta. Það er
óhætt að segja
að Slurpurinn & Co. komi manni í opna
___ skjöldu. Hún er eitt myndskeið og sýnir
okkur það sem helst er hægt að kalla
spuna án orða. Hraðinn á kvikmyndavél-
--- inni er í fullu samræmi við villtar hreyf-
ingar leikaranna sem fara á kostum, sérstaklega
þó Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðs-
dóttir, og minnir myndin stundum á nútíma ball-
ett.
Með Slurpinum & Co hefur leikstjórinn og
handritshöfundurinn Katrín Ólafsdóttir strax
sett sitt mark á íslenska kvikmyndagerð með
áræðinni kvikmynd sem gefur fyrirheit um metn-
aðarfull verk í framtíðinni.
Að baka vandræði.
Leikstjóri og handritshöfundur Haukur Hauks-
son. Kvikmyndataka Páll Reynisson. Leikmynd
Snorri Freyr Hilmarsson, Tónlist Máni Svavars-
son.
Slurpurinn & Co.
Leikstjóri og handritshöfundur Katrín Ólafsdóttir.
Kvikmyndataka Halldór Gunnarsson. Leikmynd
Árni Páll Jóhannsson. Tónlist Margrét Örnólfs-
dóttir.
Lofið hann með lúð-
urhljómi
„Lofið Guð í helgidómi hans, lof-
ið hann í hans voldugu festingu!"
sagði Sigurbjörn Einarsson biskup
þegar hann vígði Salinn í nýju Tón-
listarhúsi Kópavogs á laugardaginn
- og hélt áfram að vitna í Davíðs-
sálma: „Lofið hann með lúður-
hljómi, lofið hann með hörpu og
gígju! Lofið hann með bumbum og
gleðidansi, lofið hann með streng-
leik og hjarðpípum! Lofið hann með
hljómandi skálabumbum . . .“
Þetta voru vel valin orð og urðu
að áhrínsorðum. Við tóku bæði
mannsraddir og hljóðfæri af ýmsu
tagi (þó hvorki harpa né gígja) sem
sýndu troðfullum sal af hátíðargest-
um hvað húsið væri snilldarlega
hannað. Ekkert hljóðkerfi þarf til
að bera talað orð og tóna ljóst um
allan salinn. Hljóðneminn með Sig-
urbimi á myndinni er frá ríkisút-
vEirpinu sem tók opnunardagskrána
upp.
Hvert hljóðfæri naut sín í eigin
rétti í Salnum en tónar þess fléttuð-
ust þó fagurlega saman við tóna
annarra hljóðfæra eins og vel mátti
heyra í „Tónaleik" Fjölnis Stefáns-
sonar sem sérstaklega var saminn
fyrir þetta tilefni. Skólakór Kárs-
ness kom öllum til að skæla af gleði
enda steinhjarta sem ekki kemst
við að heyra þann englasöng undir
töfrasprota Þórunnar Bjömsdóttur.
Jafnskýrt heyrðist í sex trompetum
og einum gítar nemenda í Tónlist-
arskóla Kópavogs. Guðrún Birgis-
dóttir og Martial Nardeau sýndu
hvernig flautur hljóma í þessu húsi
og Peter Maté og Halldór Haralds-
son hvernig píanó hljómar. Því
miður lék Jónas Ingimundarson
ekki á hljóðfæri að þessu sinni
en hélt dúndurgóða ræðu þar
sem hann stríddi Reykvíkingum
hæfilega fyrir að masa of mikið
en gera of lítið. „Svona gemm
við,“ sagði hann og vitnaði í vin-
sælt jólalag - svona gerum við i
Kópavogi þegar okkur vantar
konsertsal. Langvarandi lófatak-
ið sem hann fékk bæði á undan
og eftir var ekki síður fyrir hús-
ið sjálft en ræðuna.
Svo komu Sigrúnar tvær, báð-
ar jafn yndislegar og mikil séní,
Eðvaldsdóttir og Hjálmtýsdóttir,
önnur með fiðlu, hin með silfur-
skæra rödd og hljómaði hvort
tveggja jafnvel. Og af því Kópa-
vogsbúar hafa húmor endaði
Blásarakvintett Reykjavíkur á Les
Anemaux: Mississippi five eftir Jim
Parker.
í þessu húsi heyrist ekkert í loft-
ræstikerfmu - sem hljóta að vera
hastarleg viðbrigði fyrir íslenskt
tónlistarfólk. Hreina loftið streymir
hljóðlaust út úr stólfótunum. En
manni varð ansi kalt á ökklunum!
En hvernig gera
Reykvíkingar?
Mikill áhugi var að sjálfsögðu á
ræðu menntamálaráðherra og
menn urðu ekki fyrir vonbrigðum.
Hann sagði að málefni „stóra tón-
listarhússins" í Reykjavík væru
komin inn á borð ríkisstjórnar og
nú færi eitthvað að gerast. Sagt er
að það verði reist á hafnarsvæðinu
og þar verði 1300 manna salur, ríf-
lega fjórum sinmnn stærri en Sal-
urinn í Kópavogi. Líklega verður
ráðstefnusetur í sama húsi en von-
andi fær tónlistin að ráða í stóra
salnum.
Allt er komið á fulla ferð í Kópa-
vogi. Klukkan 18 á laugardaginn
hófst röð klukkutimalangra tón-
leika sem ókeypis var inn á til að
sem flestir fengju að heyra hinn
hreina tón strax fyrsta daginn. Er
skemmst frá því að segja að húsið
yfirfylltist í hvert skipti og komust
færri að en vildu! Annað kvöld
verða Bach-tónleikar, á fimmtu-
dagskvöldið verða strengleikar og
á föstudag og laugardag verða
þrennir tónleikar með stórsöngv-
urunum Auði Gunnarsdóttur og
Gunnari Guðbjörnssyni sem fljúga
sérstaklega heim til að halda
fyrstu söngtónleikana í Salnum.
Uppselt er á tvenna tónleikana og
ákveðið var að halda aukatónleika
kl. 14.30 á laugardaginn sem enn
má fá miða á.
Leggið símanúmerið á minnið:
570 0404.
17
úrsiiiN
Laugavegi 35, sími 552 1033
Hverafold 1-3, sími 567 6511
I . .. ■ -rvÁ, ;
Ótrúlegt verð á heimilistækium hjá okkur í nokkra daga
Þvottavélar • Kæliskápar • Uppþvottavélar • Saumavélar • Frystikistur *Ryksugur
Mikil verðlækkun á mörgum gerðum
PfíAFF,
ÁÍSLANDI
1929*1999
saumavélum og ryksugum.
FA F
(Heimilistœkjaversliin
Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími 533 2222