Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Side 20
24
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999
Raunvísindin
greiða úr um-
ferðarhnútum
Vegfarendur sem eru orðnir
langþreyttir á endalausum um-
ferðarhnútum á mesta anna-
tíma mega eiga von á hjálp áð-
ur en langt líður. Ekki þó frá
lögreglunni, heldur vísinda-
mönnum og stærðfræðingum
sem eru í óða önn að reikna
út og rannsaka betra umferð-
arflæði á þjóðvegunum.
Þýsku vísindamennimir
Dirk Helbing og Martin
Trieber við eðlisfræðistofnun
háskólans í Stuttgart sögðu
nýlega í grein í tímaritinu Sci-
, ence að vænta mætti betri
tíma á þjóðvegunum þar sem
rannsóknir að undanfornu
hefðu leitt til aukins skilnings
á umferðarflæði.
Vísindamennimir beittu
greiningaraðferðum eðlisfræð-
innar og hreyfifræði vökva við
rannsóknir sínar á umferð-
inni.
Aprílbörn stærri
en vetrarbörn
Konur sem vilja eignast til-
* vonandi körfuboltasnillinga
ættu að gæta vel að því
hvenær bömin koma undir.
Ný dönsk rannsókn hefur leitt
í ljós að fæðingarmánuðurinn
skiptir máli þegar líkamslengd
barnsins er annars vegar.
Lengstu bömin fæðast í apr-
íl en þau stystu í desember.
Hér að sjáifsögðu átt við með-
allengd. Danska blaðið Politi-
ken skýrði frá þessu fyrir jólin
og hafði eftir prófessor Mads
Melbye við faraldsfræðirann-
sóknarstöð danska blóðbank-
ans að þá skipti engu máli
, kyn bamsins og fæðingar-
þyngd og heldur ekki lengd
, meðgöngunnar. Böm sem
fæddust í apríl vom að meðal-
tali 2,2 millimetrum lengri en
böm sem fæddust í desember.
Hæðarmunurinn varð með
tímanum sex millimetrar.
Niðurstöðurnar eru byggðar
á rannsókn á meira en milljón
bömum sem fæddust miUi
1973 og 1994.
Baráttuna gegn
ofurbakteríum
•verður að herða
Baráttan við lyfjaónæmar
ofurbakteríur vinnst ekki að-
eins með nýjum lyfjum og
bóluefnum. JafnmikUvægt er
að sannfæra almenning um að
hætta að biðja endalaust um
, sýklalyf og fá lækna tU að
* hætta að skrifa út lyfseðla fyr-
I ir þeim þegar þeir vita, eða
hafa minnsta gnm um, að lyf-
| in muni ekki gera neitt gagn.
J Að öðram kosti munu koma
! fram á sjónarsviðið sífeUt
* Ueiri bakteríur sem þekkt lyf
» vinna ekki á. Afleiðingin verð-
i ur sú að fleira fólk mun deyja
J af völdum sýkinga en áður.
| Nefna má að 70 prósent bakt-
j ería sem valda sýkingum inni
á sjúkrahúsum era ónæm fyr-
ir að minnsta kosti einu sýkla-
lyfi.
1/J£íJjJ Jj JJiJ 'Í:2íJjÍJJJ
Af ilminum skulið þár þekkja þær:
Lyktarhormónin gera kon-
urnar enn meira aðlaðandi
Hverjum þykir sinn fugl fagur.
Eða þannig. Útlitið eitt og sér og
öðra óháð er þó ekki hið eina sem
kemur við sögu þegar karlpeningur-
inn leggur mat sitt á konuna og
dæmir um hvort hún er aðlaðandi,
eður ei, og þá í hve miklum mæli.
Þar skiptir efnafræði konunnar
einnig miklu máli.
Vísindamenn frá háskólanum í
Vínarborg skýrðu nýlega frá því á
ráðstefnu breska sálfræðingafélags-
ins að svokölluð ferómón, lyktar-
hormón sem líkaminn gefur frá sér,
hefðu áhrif á hvemig karlar dæmdu
fegurð kvenna. Ferómón þessi eru
boðefni sem einstaklingur gefur frá
sér, oft í tengslum við kynhegðun,
og hafa áhrif á einstaklinga sömu
tegundar.
„Ferómón breyta því hvernig
karlar vinna úr upplýsingum í heila
sínum,“ segir Vínarprófessorinn og
líffræðingurinn Karl Grammer.
Vísindamenn vita að ferómón
gegna hlutverki í félagslegu og kyn-
ferðislegu atferli dýra en rannsókn-
ir á hvernig þau virka í mannfólk-
inu era enn á framstigi.
Grammer og Astrid Juette, sem
einnig er líffræðingur, könnuðu
áhrif ferómóna þegar þau fengu 44
karla til að anda að sér tilbúnum
leggangaferómónum án þess að vita
hvað þeir voru að láta ofan í sig.
Karlamir áttu síðan að gefa mynd-
um af konum og upptökum af rödd-
um þeirra einkun eftir því hversu
aðlaðandi þær voru.
Visindamennimir bára síðan sam-
an einkunnagjöf karla þessara við
einkunnagjöf sextán kynbræðra
þeirra sem ekki höfðu andað að sér
konuefhunum.
Skemmst er frá því að ssegja að
ferómónin höfðu áhrif á einkunna-
gjöfina. Konumar vora meira aðlað-
andi í augum karlanna sem önduðu
Vísindamenn í sædýrasöfnum bretta upp ermarnar:
Fræðsluherferð til að bjarga
sæhestunum frá útrýmingu
Sæhestum í heimshöfunum hefur
fækkað um helming á síðustu árum
og sjávarlífEræðingar ætla að leggja
sitt af mörkum til að snúa þeirri öf-
ugþróun við. Ástæöur hnignunar
sæhestastofnsins eru meðal annars
eyðilegging heimkynna fiska þess-
ara og ofveiði, einkum vegna mikill-
ar eftirspumar i hefðbundin kín-
versk lyf.
Fulltrúar frá rúmlega þrjátíu sæ-
dýrasöfnum víðs vegar um heiminn
hittust í Shedd sædýrasafninu i
Chicago í síðasta mánuði til að ráða
ráðum sínum. Þeir komu sér saman
um að efla fræðslu og rannsóknir á
sæhestinum.
Sæhesturinn er fjölskylda lítilla
fiska með langt höfuð og trýni sem
minnir dálítið á hest, eins og nafnið
gefur til kynna. Eins og það sé nú
ekki nógu furðulegt eitt og sér, þá er
það karldýr sæhestsins sem gengur
með ungviðið.
„Það er ótrúlegt að við skulum
vita svona lítið um dýr sem era okk-
ur jafn kunn,“ segir Heather Hall,
sérfræðingur við dýragarðinn í
London um sæhestana.
„Við vitum svo lítið um hvar þeir
lifa, hvað þeir gera, hvað þeir éta og
hvað gerir þá sjúka,“ segir hún.
Á hverju ári era veiddir um það
bil tuttugu milljón sæhestar en ekki
er vitað hversu mörg dýr era til.
Veiðimenn segja þó að aflinn fari
minnkandi.
Vísindamennimir ætla ekki að-
eins að fræða almenning um þreng-
ingar sæhestanna heldur á einnig
að upplýsa fiskimenn í þróunar-
löndunum um hvemig þeir geti
stuðlað að vemdun dýranna.
Sæhestar verða einnig fyrir þung-
um búsifjum í þróuðu löndunum.
Hundruð þúsunda sæhesta deyja á
ári hverju í fiskabúrum einstak-
linga vegna þess að erfitt er að
halda í þeim lífinu. Þúsundir til við-
bótar ganga síðan kaupum og sölum
sem minjagripir.
„Það er erfitt að verja það að
veiða dýr til að gera úr þeim minja-
gripi,“ segir Jeff Boehm sem stjóm-
ar rannsóknum við Shedd sædýra-
safnið í Chicago.
að sér ferómómmum en i augum
hinna sem ekki urðu þess aðnjótandi.
Þá hvarf allur munur á einkunnum
kvennanna í hópnum sem andaði að
sér konuilminum.
„Ferómónin breyttu einkunnagjöf-
inni,“ segir Grammer.
Myndimar af konunum höfðu ver-
ið notaðar í fyrri rannsóknum og
dæmdar af öðrum körlum svo vís-
indamennimir höfðu ákveðinn feg-
urðrstaðal til að byggja á áður en
myndimar vora notaðar i ferómóntil-
rauninni.
Vísindamenn við Norðymbralands-
háskóla á Englandi, undir forystu
Andrews Scholeys, gerðu aðra rann-
sókn á áhrifúm ferómóna á hugará-
stand og kynferðislegt aðdráttarafl.
Þar kom í ljós að karlar sem höfðu
andað að sér kvenferómónum töldu
að kvenhetjur úr skáldsögum hefðu
meira kynferðislegt aðdráttarafl og að
þær væra viðkunnanlegri en ella.
Hellir reyndist
gullnáma um
veðurfarssögu
Dropasteinskerti sem fundust
í helli einum í Missouri í Banda-
ríkjunum hafa gert vísinda-
mönnum kleift að sjá hvaða
breytingar urðu á loftslagi og
gróðri á norður-ameríska megin-
landinu miðju á síðustu árþús-
undunum fyrir síðustu ísöld,
eða frá því fyrir 75 þúsund áram
þar til fyrir 25 þúsund árum.
Vísindamenn höfðu til þessa
ekki haft mikil gögn að styðjast
við fyrir þetta tímaskeið.
I ljós hefur komið að meöal-
hitabreytingum upp á fjórar
gráður á selsíus fylgdu gífuregar
breytingar á gróðurfari, þar á
meðal snögg umskipti frá gresju-
gróðri yfir i skóga fyrir 55 þús-
und áram þegar hitastig fór
lækkandi og ísbreiður tóku að
myndast.
Frá þessu er sagt í grein í
tímaritinu Science eftir jarð-
fræðistúdentinn Jeffrey Dorale
við Minnesota háskóla og fleiri
vísindamenn.
„Það hefur ekki verið ljóst
hvernig loftslag og gróðurfar
breyttist á tímaskeiðinu frá því
fyrir 120 þúsund árum, þegar að-
stæður vora svipaðar og þær
era nú, og þar til fyrir 20 þúsund
árum þegar síðasta ísöldin var í
hámarki," segir Dorale.
Loftslagsbreytingar á megin-
landssvæðum era oftast rann-
sakaðar með aðstoð frjódufts
sem finnst í setlögum i stöðu-
vötnum. Gallinn er bara sá að
flest vötn í miðjum Bandaríkjun-
um eru yngri en 15 þúsund ára
gömul. Takmarkað gagn er því
af þeim við rannsóknir á fyrri
timum, að sögn Dorales.
Dropasteinskertin eru dröngl-
ar úr kalkspati sem myndast
upp fra gólfi kalksteinshella.
Þau era lagskipt, ekkert ósvipað
árhringjum í trjám. Af þeim sem
fundust í Missouri mátti sjá að
fyrir 75 þúsund áram var skóg-
lendi á þessum slóðum. Fjögur
þúsund árum síðar breyttist
skógurinn síðan í hitabeltis-
gresju. Fyrir 55 þúsund árum
kom svo skóglendið aftur. Þetta
kemur heim og saman við gögn
um loftslagsbreytingar sem fást
úr úthöfunum.