Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Side 27
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 31 DV Camilla er flutt inn í höll Karls Camillia Parker Bowles, ást- kona Karls Bretaprins, er flutt inn á heimili hans í St. James höllinni í London, að því er bresk blöð greina frá. Blöðin segja að Camilla geri enga tilraun til að fela sig þeg- ar konunglegur bílstjóri Karls ek- ur henni til og frá höllinni i Ford Mondeo bifreið sem prinsinn hef- ur tekið á leigu fyrir hana. Bilnum er lagt við hliðina á brynvarðri Bentley limósinu prinsins á lóð hallarinnar. Haft er eftir vini skötuhjúanna að þau séu bæði afslöppuð og sam- skipti þeirra við starfsfólk hallar- innar séu óþvinguð. „Þau gera enga tilraun til að fela nokkurn skapaðan hlut lengur.“ Talsverð breyting hefur orðið á hegðun Karls og Camillu á nokkrum mánuðum. Ekki er langt síðan Camilla dvaldi aðeins tvær nætur í hverjum mánuði í höllinni með Karli. Nú eru þau stundum saman í heila viku og lifa eins og hjón. Um helgar aka þau hvort í sínu lagi til Highgrove-setursins þar sem þau dvelja saman í sveita- sælunni. Reyndar voru Karl og Camilla aðskilin um jólin. Hann dvaldi með sonum sínum og öðrum í kon- ungsfjölskyldunni í Sandringham- Camilla Parker Bowles á leið til fimmtugsafmælisveislu Karls Bretaprins í nóvember síðastliðnum. Símamynd Reuter. höllinni en Camilla eyddi jólunum með börnum sínum. Á dagskránni hjá Karli er svo skíðafrí í Klosters í Sviss ásamt prinsunum Vil- hjálmi og Harry. Auðvitað söknuðu Karl og Camilla hvort annars um jólin en þau eru sögð svo örugg hvort um annað að þau létu söknuðinn ekki skyggja á jólagleðina. Bæði skilja þau fullkomlega að þau geta enn ekki varið jólum saman. Camilla er hins vegar sögð svo örugg um stöðu sína og hlutverk að hún dvelur oft í St. Jameshöll- inni þegar Karl er fjarverandi. „Hún getur notað híbýli hans í höllinni eins og sitt eigið heimili. Hún er ekki lengur eins og gestur þar,“ er haft eftir vini þeirra. Camilla verður æ meira áber- andi í lífi Karls. Fyrir nokkru voru bæði Karl og Camilla og Harry prins í brúðkaupi vinar þeirra. Ekki fór á milli mála að Camilla var stjarnan í fimmtugsaf- mælisveislu Karls í nóvember síð- astliðnum. TU veislunnar sem CamiUa hélt var boðið kóngafólki víðs vegar úr Evrópu. í veislunni geislaði Camilla af gleði og ánægju og gestirnir dáðust að glæsUegum klæðnaði hennar og útliti. Sviðsljós Sendi drottning- unni reikning- inn fyrir jólamatinn Breska blaðið The People fuU- yrðir að hertogaynjan af Jórvík, sem köUuð er Fergie, hafi sent El- ísabetu Englandsdrottningu reikning upp á aðra miUjón ís- lenskra króna fyrir glæsUegt há- degisverðarboð um jólin. Dætur Fergie eyddu jólunum með föður sínum, Andrési prinsi, og öðrum í konungsfjölskyldunni í Sandring- ham. Fergie var ekki boðið. Þess vegna hélt hún jólaveislu fyrir Jane systur sína, eiginmann hennar, Reiner Luedecke, og þrjú börn þeirra. En Fergie lagaði ekki matinn sjálf. TU verksins fékk hún átta manns, þar á meðal kokk og þrjá þjóna. „Þetta hefur verið hræðilegt ár hjá Fergie og hún vildi borða og drekka það besta sem til er og gefa faUegar gjafír," er haft eftir vini Fergie. Hertogaynjan er sögð panta aUt í gegnum BuckinghamhöU þannig að það fer á reikning Andrésar. Reikningana borgar svo drottn- ingin. Kínversk fyrirsæta sýnir sköpunarverk hönnuðarins Hus Xiaodans í Peking. Hugmyndina að þessum kjól fékk hönnuðurinn frá höll Forboðnu borgarinnar. Símamynd Reuter Innritun ísímum 553 6645 og 568 5045 alla daga kl. 12-19. Skírteini afhent íBolholti 6 sunnudaginn 10. jan. kl. 13 -12 Kennsla hefst mánudaginn ll.jan. DANSSKOU Jóns Péturs og Koru Bolholti 6,105 Reykjavik, sfmi 553 6645/568 5045, fax 568 3545 ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.