Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 fyrir 15 árum___________________________________________________________ Söngfuglinn og borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson: Fjölskyldan hefur fengið meira en nóg í janúar 1984 steig ungur tenór- söngvari á svið íslensku óperunnar og söng hið eftirsótta hlutverk Almaviva greifa í Rakaranum frá Sevilla. Þetta var Júlíus Vifill Ingv- arsson, nýkominn úr söngnámi á Ítalíu. Söngvarinn sagði í samtali við DV fyrir fimmtán árum að Rak- arinn frá Sevilla væri ein af sínum uppáhaldsóperum og hlutverkið mjög spennandi. Júlíus hló við þeg- ar Helgarblaðið náði tali af honum á skrif- stofu framkvæmda- stjóra Ingvars Helga- sonar og spurt var hvort hann væri enn að syngja. „Nei, því miður gefst ekki timi til þess þessa dagana. Söngurinn hefur þurft að vikja fyrir öðru hjá mér. Það má segja að ég hafi ekki sungið opinberlega undanfarin ellefu ár. Ég rek fjölskyldufyrirtækið Bílheima og Ingvar Helgason ásamt öðrum, svo er ég borgarfulltrúi og allt tekur það nú sinn tíma. Ef söngvari ætlar að syngja klassísk verk á sviði kost- ar það mikinn undirbúning og hann þarf að vera í raddlegu og líkam- legu formi til þess að geta gert það með sóma. Ég bý enn þá yfir þess- ari þekk- ingu sem ég aflaði mér á sín- um tíma úti á Ítalíu en hins veg- ar eru vöðvamir og raddbeitingin ekki í formi, ef ég má orða það þannig." En ertu þá ekki bara hrók- ur alls fagnaðar í fjölskylduboöum? „Fjölskylda mín hefur fengið meira en nóg,“ seg- ir Júlíus Vífill og hlær. En Rakaran- um frá Sevilla segist hann muna vel eftir og segir enn fremur að upp- færslan árið 1984 hafi verið einstök lífsreynsla. Fólkið sem tók þátt í uppfærslunni hafi líka verið skemmtilegt og hæfileikarikt. Krist- inn Sigmundsson var að debútera í sínu fyrsta stóra hlutverki, Sigríð- ur Ella Magnús- dóttir var þarna, Jón Sigurbjörns- son og Kristinn Hallsson. Eigin- lega hálfgert landslið óperu- söngvara. „Hlutverkið sem ég söng var aðaltenórhlutverk- ið í óperunni og einkum skemmti- legt fyrir það að það var svo mikill leikur í því, þó að raddlega hafi það verið mjög erfitt og mikil áskorun að syngja það. Almaviva er skrifað- ur fyrir létta tenórrödd. Ég er að upplagi til ekki rétta týpan í það og varð að þjálfa mig mjög vel til þess að passa inn í hlutverkið." Júlíus var ekki alveg reiðubú- inn að leggja sönginn á hilluna eftir Rakarann frá Sevilla og söng Alfredo í Leðurblökunni skömmu síðar og í framhaldi af því söng hann með Sinfóniuhljómsveit íslands í Carmina Burana auk ann- fimm breytingar K Júlíus Vífill Ingvarsson situr nú í borgarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er jafnframt framkvæmdastjóri hjá Ingvari Helgasyni. Sönginn hefur hann að mestu lagt á hilluna. DV-mynd E.ÓI. arra verkefna, þar til hann hætti fyrir 11 árum. En er söngurinn ekki köllun sem erfitt er að snúa frá? Er Júlíus Vífill svona praktískur í eðli sínu að vilja frekar fara i pólitík og bisness? „Nei, en ég hafði sungið á annað hundrað óperusýningar frá því að ég kom frá námi; var nánast allar helgar á sviði og þess á milli að reyna að nýta hverja stund sem ég hafði aflögu til þess að undirbúa mig. Ég gerði hreinlega of mikið og uppgötvaði að ég komst ekki yflr það. Ég ákvað að taka mér svolitla pásu frá söngnum, hvíla mig og var jafnvel að hugsa um að fara utan til frekara náms. En eins og oft vill verða, þá æxluðust hlutir á annan veg og ég er enn að hvíla mig.“ Er söngferillinn liðin tíð, eða áttu eftir að syngja meira síðar? „Ég á eftir að syngja heilmikið enn þó að spurning sé hvort ég geri það fyrir einhverja aðra en sjálfan mig,“ segir tenórinn Júlíus Vffill. -þhs Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á mynd- inni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilis- fangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Akai-útvarpstæki með segulbandi og vekjara frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 3.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir verúa sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 497 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Rnnur þú fimm breytingar? 497 Og svo kemur þú ekki upp í til mín fyrr en þú hefur safnað fyrir vatnsrúmi!, Nafn: Heimiii: Vinningshafar fyrir getraun númer 495 eru: 1. verðlaun: 2. verðlaun: Ragnheiöur Olafsdóttir, Asvellir 1, 240 Grindavík. Svanborg Ingvarsdóttir, Hafnargotu 71, 230 Keflavík. METSÖLUBÆKUR BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. John Grisham: The Street Lawyer. 2. Louls de Bernléres: Captains Corelli's Mandolin. 3. Dlck Francls: 10-lb Penalty. 4. Catherine Cookson: The Lady on My Left. 5. Robert Goddard: Caught in the Light. 6. Terry Pratchett: Jingo. 7. Danielle Steel: Ghost. 8. Susan Sallls: Come Rain or Shine. 9. Patrlcla Scanlan: City Girl. 10. lan McEwan: Enduring Love. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Dlckie Blrd: My Autobiography. 2. Llllan Too: The Little Book of Feng Shui. 3. Paul Wllson: The Little Book of Calm. 4. Blll Bryson: A Walk in the Woods. 5. Frank Muir: A Kentish Lad. 6. Blll Bryson: Notes from a Small Island. 7. Frank Mccourt: Angela’s Ashes. 8. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 9. Llnehan & Mathews: Craggy Island Parish Magazines. 10. Dava Sorbel: Longitude. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Maeve Blnchy: Tara Road. 2. Terry Pratchett: Carpe Jugulum. 3. Patrlcla Cornwell: Point of Origin. 4. Robert Harrls: Archangel. 5. Dlck Francls: Field of Thirteen. 6. Sebastlan Faulks: Charlotte Gray. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Bill Bryson: Notes from a Big Country. 2. Davld Attenborough: The Life of Birds. 3. Rlchard Curtis: Blackadder: The Whole Damn Dynasty. 4. lan Hislop: The Private Eye Annual 1998. 5. Tony Adams & lan Ridley: Addicted. 6. Raymond Briggs: Ethel and Ernest. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Billle Letts: Where the Heart Is. 2. Nora Roberts: The Inner Harbour. 3. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Va Sisterhood. 4. Charles Frazler: Cold Mountain. 5. Chrls Bohjalln: Midwives. 6. Davld Baldaccl: The Winner. 7. Dean Koontz: Fear Nothing. 8. Danlelle Steel: The Ghost. 9. James Patterson: Cat and Mouse. 10. Tom Clancy & Martln Greenberg: Tom Clancy's Power Plays: Ruthless.com. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Canfield o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul II. 2. Rlchard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff... 3. Robert Famighetti: The World Almanac and Book of Facts 1999. 4. Canfleld o.fl.: Chicken Soup for the Teenage Soul. 5. Canfleld o.fl.: A Second Chicken Soup for the Woman's Soul. 6. Richard Carlson: Don't Sweat the Small Stuff at Work. 7. Jonathan Harr: A Civil Action. 8. Gary Zukav: The Seat of the Soul. 9. lynla Vanzant: One Day My Soul Just Opened Up. 10. Sebastian Junger: The Perfect Storm. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Tom Wolfe: A Man in Full. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. James Patterson: When the Wind Blows. 4. Davld Baldaccl: The Simple Truth. 5. Stephen King: Bag of Bones. 6. Danielle Steel: Mirror Image. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Jennings & Brewster: The Century. 2. Tom Brokaw: The Greatest Generation. 3. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 4. Sontag & Drew: Blind Man's Bluff. 5. Suze Orman: The Nine Steps to Fiancial Freedom. 6. Mlchael Jordan: For the Love of the Game. (Byggt á The Washington Post).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.