Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 27 'útlönd Sophie Rhys-Jones, unnusta Játvarðs prins, er engin postulínsdúkka: Hún er ljóshærð eins og Díana heitin prinsessa og bros hennar er feimnislegt líka. Fleira eiga þær þó tæplega sameiginlegt, hún Sophie Rhys-Jones og áifaprinsessan, nema mægðimar við bresku konungsfjöl- skylduna. Sophie ætlar sem sé að var með flott hár. Fólk hafði meira að segja orð á þvi hvað hún væri lík Diönu prinsessu," segir Joanna Large, skólasystir Sophie úr West Kent College þar sem þær slúðruðu um stráka og popphljómsveitir í frí- mínútum. giftast Jávarði prinsi, syni Elísabetar Englandsdrottningar og Filipusi her- toga af Edinborg, kærastanum sinum undanfarin 5 ár. Þau opinberuðu trúlofun sína á miðvikudag. Díana var ung og óreynd þegar hún gekk að eiga Karl ríkisarfa en Sophie er orðin 33 ára og á að baki litrík ástarævintýri. Þá hefur hún einnig komið ár sinni vel fyrir borð og rekur eigiö almannatengslafyrir- tæki. Gaman að skemmta sér Breska blaðið Daily Mirror hefur eftir gömlum kunningjum Sophie að hún sé skemmtileg stúlka sem hafi gaman af að skemmta sér og þyki gott að fá sér pínulítið neðan í því, ef svo ber undir. Einn þeirra rifjar meira að segja upp að Sophie hafi smyglað áfengi inn í skólann sinn þegar hún var ekki nema 13 ára. „Sophie er yndisleg stúlka og Ját- varður er lukkunnar pamfill,“ segir David Kinder sem var fyrsti alvarlegi kærasti Sophie. „Sophie var ótrúlega sæt. Hún hafði frábæra húð, brosti breitt og Vann á kránni Sophie fæddist á Nuffield-fæðing- arheimilinu í Oxford þann 20. janúar 1965. Faðir hennar, Christopher, var sölustjóri í hjólbarðafyrirtæki, og dvaldi oft langdvölum erlendis vegna starfa síns. Móðir hennar, Mary, var dóttir bankastjóra og gat gortað af því að hafa dansað við Filippus drottningarmann á dansleik. Sophie flutti með foreldrum sínum og eldri bróður David til þorpsins Brenchley í Kent. Þar ólst hún upp og þar eiga foreldrar hennar enn heima. Næturlífið í Brenchley var heldur fábreytt. Sophie og vinir hennar höfðu því ekki í önnur hús að venda en pöbba staðarins til að skemmta sér. Hún vann meira að segja um tíma á einni kránni. Það var einmitt þá sem hún fékk viðurnefnið „holir leggir" vegna þess hvað hún gat svolgrað í sig miklum bjór. Sophie reykti einnig við hátíðleg tækifæri en lagði þann ósið af löngu áður en hún kynntist Jávarði. Sophie var á nítjánda ári þegar hún hætti í skóla og hélt til höfuð- borgarinnar i atvinnu- og ævintýra- leit. Hún flutti inn til vinkonu sinnar í Fulham og fékk vinnu sem ritari í almannatengslafyrirtæki. Ekki leið á löngu áður en hún var orðin að blaðafulltrúa Capital Radio útvarps- stöðvarinnar í London þar sem hún hitti meðal annarra Mick Jagger. Síðar fór Sophie til Sviss þar sem hún hafði ofan af fyrir ferðalöngum í skíðafríi. Þar átti hún vingott við ástralskan skíðakennara og elti hann meira aö segja alla leið til Ástralíu. Hins vegar slitnaði upp úr samband- inu fljótlega eftir komuna þangað. Ást í tennis Leiðir Sophie og Játvarðs lágu saman árið 1983 þegar hún aðstoðaði hann við að kynna tenniskeppni sem ætlað var að afla fé til góðgerðar- mála. Þau höfðu unnið náið saman í tvo mánuði þegar Játvarður bauö henni loks út. „Við vonuðumst öll eftir því að æv- intýrið fengi farsælan endi. Það hef- ur nú loksins orðið,“ segir gamall vinnufélagi Sophie. Eitthvað mun stúlkunni hafa þótt prinsinn vera lengi að stynja upp bónorðinu. Hún kvartaði að minnsta kosti yfír því við vinkonu sína í símtali seint um kvöld. „Við eigum aldrei eftir að gift- ast. Við elskum hvort annað en pressan er bara of mikil. Játvarður er svo staðráðinn í að gera ekki sömu mistökin og bræður hans gerðu í hjónaböndum sínum," á Sophie að hafa sagt í sím- talinu því. En nú hefur prinsinn sem sé stun- ið upp bónorðinu og stúlkan sagt já. Af því tilefni gaf hann henni trúlof- unarhring sem kostaði litlar tólf milljónir króna, eða þar um bil. Skötuhjúin ætla að ganga í hjóna- band einhvern tíma í sumar. Hjóna- vígslan mun fara fram í kapellu heilags Georgs í Windsorkastala. Þar verður öllu stiilt í hóf, ólíkt því sem gerðist þegar Karl ríkisarfi og Díana gengu í hjóna- band. Og Sophie ætlar að halda áfram að vinna úti. Gamall kærasti Sophie, Andrew Parkin- son, er ekki í vafa um hver muni ráða ferðinni í hjónabandinu. „Sophie er ákveðin stúlka. Hún mun sjá til þess að hún fái sínu fram- gengt í sambandinu." Byggt á Reuter og Daily Mirror. Útsolci N á hQndhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel Reykjavík HÓTEIy REYKJAVIK Verðdæmi Stærð Verð áður Nú staðgreitt ^ Pakistan, sófaborðastærð ca 25 x 175-200 36-42.600 28.300 Chachun, Afganistan 196x169 84.900 52.400 Balutch, bænamottur 10-16.200 8.900 jOg margt, margt fleira V 9. jan., opið 12-19, og 10. jan., opið 13-19. Raðgreiðslur / Útsala - Útsala á öllum vöram Gólf- og veggflísar frá kr. 990 m2 Baðstofan Hreinlætistæki — Blöndunartæki — Sturtuklefar — Smiðjuvegi 4a - græn gata - sími 587-1885 / Opið laugardag V frá 10-16 ***•■■*«•■»»***
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.