Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 18
i8 %sygarðshornið LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 Brottför Svavars Ætli Davíð Oddssyni líði ekki svolítið einkennilega þessa dag- ana. Nýbúinn að birta jólaljóðið sitt í báðum málgögnunum, Mogga og Ríkissjónvarpinu, en samt ein- hvem veginn hálf daufar undir- tektir: Kristján Hreinsson skáld vogaði sér í Degi að sýna fram á afar viðvaningslega stuðlasetningu í ljóðinu en hlífði samt skáldinu við að fara ofan í sjálfar ljóðlínurn- ar sem eru skringilegur hristingur af línum teknum traustataki allt frá Einari Ben (Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt) til Davíðs Þórs Jónssonar (Lifi ljósið). Það eitt að vera valdamesti maður landsins gerir mann ekki sjálf- krafa að höfundi allra þeirra ljóð- lína sem fljúga í huga manns. Það eitt að vera Ráðherra íslands og fást við skáldskap breytir manni ekki sjálfkrafa í Hannes Hafstein. ****** Og svo eru allir að fara. Hver stjórnmálaskörungurinn af öðrum er á leiðinni eitthvað annað - fyrst fóru Jón Baldvin og Ólafur Ragnar og nú Friðrik Sophusson, Þor- steinn Pálsson og Svavar Gestsson. Þetta hlýtur að líkjast þeirri til- fmningu sem hellist yfir mann sem fastur er á einhverjum vinnu- stað og horfir upp á alla þá sem byrjuðu með honum fara eitthvað annað. Hann hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé kannski ekki eftir- sóknarvert starf. Slík er ókyrrðin að það liggur við að maður vilji grátbæna Davíð um að vera nú svolítið lengur því annars verði enginn eftir til að stjórna landinu nema viðvaningar og framsóknarmenn sem ekki má líta af því þá eru þeir búnir að fá á sig skýrslu frá Ríkisendurskoðun eða dóm frá Hæstarétti. Það liggur við. ****** Mér finnst eftirsjá að Svavari úr pólitík. Hann er skínandi ræðu- maöur þegar vel tekst til, gat þeg- ar hann var menntamálaráðherra flutt tækifæris- og skylduræður sem voru jafnvel eftirminnilegar. í rökræðum er hann fimur og stund- um andríkur og skemmtilegur. Svavar sem slíkur er betri Svavar Gestsson en Ögmundur Jónasson er, svo tekið sé dæmi um annan ræðumann af sama skóla. Það fólk sem lenti í minnihluta innan Al- þýðubandalagsins og vildi áfram halda sósíalískri áru sinni hreinni leit á Svavar sem leiðtoga sinn - hann virtist hins vegar ekki viss um hvort hann vildi vera leiðtogi þess. í rauninni tókst honum með prýði að takast á við þversagnim- ar sem fylgdu ráðherrasósíalism- anum. Menningarleg þjóðernis- kennd er meginstefna í hugmynda- heimi Svavars - menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar er honum trúarsetning - en hann var samt menntamálaráðherrann sem fyrst- ur opnaði fyrir sendingar CNN óþýddar í Ríkissjónvarpinu þegar Flóabardagi geisaði. Seinna kom á daginn að allt um þann bardaga í CNN var haugalygi matreidd af Bandaríkjaher og Svavar reyndist þá hafa verið ráðherrann sem opn- aði fyrir þann áróðursflaum. Með öðrum orðum: Svavar var mennta- málaráðherr- ann sem leyfði aftur Kanasjón- varpið. Upp úr þessu má svo sem velta honum - en hann gat ekkert annað gert þá. Þetta varð hlutskipti hans. Það hefði orðið fáránlegt hjá ráðherra að stimpast við. Að öðru leyti var hann far- sæll í ráðherra- störfum sínum. Hann vildi leyfa kennur- um og skóla- mönnum að móta skóla- stefnu, hann hafði góðan skilning á fögrum listum og hann flutti þessar finu ræður. Hann lokaðist inni í Alþýðu- bandalaginu eins og margt annað gott fólk. Skrýtinn flokkur: það var eins og enginn nyti sín þar alveg, eins og hver væri bandingi ann- ars, þetta virkaði eins og vont hjónaband sem lafði saman á börn- unum, sem þó voru öll löngu farin eitthvað annað. Sennilega áttu þeir aldrei að hleypa að öllum þessum krötum og hannibalistum. Þetta varð fjöldaflokkur á fölskum forsendum. Eða kannski var það lúðvískan sem reyndist ófarsæl flokknum þegar til lengdar lét. Svavar lýsti því á dögunum í Víð- sjá hjá Ævari Kjartanssyni þegar hann kom fyrst á einhvern fund í flokknum uppfullur af teóríu og hugsjónaeldmóði og þar var bara Lúðvík að tala um afkomu saltfisk- vinnslunnar all- an tímann, sem Svavari þótti þunnur þrett- ándi. Hafi ég ekki misskilið söguna snerist hún um það þeg- ar hugsjónamað- urinn ungi rekur sig á blákaldan veruleikann og raunveruleg verkefni stjóm- málamannanna. En það má hins vegar velta því fyrir sér hvort tilfinning Svav- ars þá hafi ekki verið alveg rétt, þrátt fyrir allt: hvað vom menn að þvarga þama um afkomu saltfiskvinnslunnar? Hvað kom það stjórnmálamönnum við hvernig gekk að reka eitthvert fyrirtæki einhvers staðar? í fyrr- greindum þætti hjá Ævari töluðu þeir Svavar og Friðrik Sophusson mikið um markaðsvæðingu alls á seinni árum, og má taka undir með Svavari um að sú þróun er vissulega hálf ömurleg á köflum, en hins vegar held ég að ekki fari á milli mála að íslenskt atvinnulíf mátti alveg við svolítilli mark- aðsvæðingu. Það er að segja: það þarf ekki að vera áhyggjuefni að eitt fyrirtæki skili hagnaði en ann- að ekki - það þarf ekki að vera slæmt að það sé keppikefli að fyr- irtæki séu vel rekin: sú tíð er von- andi liðin að engu máli skipti hvemig fyrirtæki í sjávarútvegi og landbúnaði eru rekin því þau geti alltaf treyst á fyrirgreiðslu stjórn- málamanna. dagur í lífi Dagur í lífi Svavars Gestssonar alþingismanns: Teningunum var kastað Svavar lýsir hér sunnudeginum þegar hann tilkynnti alþjóð að hann hygðist hætta í pólitík. DV-mynd E.ÓI. „Ætli ég hafi ekki vaknað í seinna lagi; kannski á níunda tímanum. Greip i einhverja bókina áður en ég fór fram úr. Hef verið að blaða i mörgum bókum að undanfornu. Ein er gömul bók eftir Vilhjálm Stefánsson þar sem hann þykist sanna það að það sé auðveldara fyrir manninn að klæöa af sér kuldann en hit- ann. Auðveldara að búa við kulda en hita þeg- ar allt kemur til alls. Bókin er greinilega skrif- uð til að sanna það að það sé þeim mun betra á hnettinum sem norðar dregur. Fram úr um níu og sagði einhverja mjög heimsögulega setningu um leið við konuna mína eins og jakta alea est sem þýðir eins og kunnugt er teningunum er kastað og er latina og er hér skrifuð með íslenskri stafsetningu. Svo var farið að hringja. Það er gömul reynsla sem kennir mér að á sunnudagsmorgnum er óhætt að hringja i tvenns konar hópa. Annars vegar fólk eins og Hjörleif sem tollir aldrei upp í hjá sér eftir klukkan sjö á morgnana. Eða kannski sex. Hins vegar fólk sem á ung böm sem aldrei sofa lengi fram eftir. Þess vegna byrjaði ég daginn á því að hringja í Sigþrúði. Hún er formaður í kjördæmisráöinu og á ung böm. Hún var hins vegar svo heppin að láta ekki ná í sig þennan örlagaríka dag. Var í sumarhúsi eystra. Ég náði hins vegar í fóður hennar til að bera tíðindin, en hafði reyndar áöur geflð Sigþrúði í skyn hvert ég hygðist halda. Ég viðurkenni hins vegar - núna - að ég hafði varla andað þessu út úr mér við nokkum mann nema allra nánustu vini mína áður en þessi sunnudagur rann upp. Þegar leið á morgiminn talaði ég við Jóhönnu sem berst til forystu á lista samfylkingarinnar og sagöi henni allt af létta en bað hana að segja engum fyrr en eftir blaðamannafund minn. Það gerði hún að sjálfsögðu. Jóhanna hefur verið í póli- tík í 20 ár og veit að æðsta dygð stjórn- málamanns er að kunna að halda lof- orð og þegja þegar það á við. Svo fór ég heim og við Guðrún mín lögðum af stað austur að Eyrar- bakka þar sem við komum 1 Inghól en ég fór svo að Stokks- eyri og hitti for- manninn minn. í stuttu máli var hún sjokkeruð eins og það heitir á góðri ís- lensku. Ókum svo sem leið lá suður og á leiðinni boðaði ég blaðamannafund í gemsanum og hringdi í krakkana mína og móður mína og Guðrún hringdi líka í okkar nánustu sveit. Kom- um svo í bæinn klukkan hálffjögur. Þá lagði ég mig og svaf eins og ungbam i 20 mínútur en sá hæfl- leiki er áreiðanlega mín sterkasta hlið. Eins og unglamb spratt ég á fætur og fór í gallann og niður í þing og við bæði. Guðrún var með mér á blaðamannafundinum og þama komu fréttamennimir einn af öðram frá öllum fjölmiölunum, blessað fólkið, á sunnudegi. Og rétt þegar ég var að byrja blaðamannafúndinn á slaginu fimm hugsaði ég með mér og horfði á mannskapinn: ætli þau viti hvað ég ætla að segja og svaraði mér að bragði: þau vita það öragglega ekki! Af því að ég hef ekki sagt frá þessu fyrr en í dag og það segir reynslan manni líka: Ef eitthvað á að gerast sem máli skiptir þá ákveðurðu það með sjálfúm þér, talar við fólk scnndægurs og veður svo um leið með það út í miðlana. En segir ekki í hálfan mánuð: Ég er að hugsa um að kannski geri ég þetta ef þetta og hitt ger- ist. Það 'hefur reyndar verið aðalvandi sam- fylkingarinnar hvað fólkið hefúr blaðrað mik- ið. Veslingamir! Mín ákvörðun var hins veg- ar ekki háð neinu öðra en því að ég vildi ekki tilkynna hana meðan allt var í klessu hjá samfylkingunni. En ákvörðmi mín stóð ein og sér og skilyrðalaus. Eftir blaðamannafund- inn vora tekin við mig þrjú viðtöl í ljósvaka- miðla en svo fór ég út á skrifstofu og skrifaði þar aðalmálgagn mitt, Hugmynd, og gekk frá til útsendingar. Hlustaði svo á útvarpið og sjónvörpin og tók nokkur símtöl. Sá skemmti- legan þátt á ríkissjónvarpinu inn mann nokkum, Svavar Gestsson, sem haföi á yngri árum verið ógráhærður með meira skegg en nú og heldur fríður maður þó það hafi reynd- ar breyst. Að mér finnst. Svo vora fréttimar búnar og það kom að því loksins að ég kom mér í sviðaveislu til minnar sælu tengdamóður í Jökulgranni og fékk svið og snaps og rófustöppu. Tveimur tímum of seint að vfsu. En það var nú veisla í lagi og svo heim um eOefu. Og við veltum því fyrir okkur hvort þetta hefði verið stærsta stund ævi minnar. Það finnst mér sjálfum ekki; en ég sá í tölvupóstinum að mörgum manninum hafði bragðið við þessa tOkynningu mína. Fleirum en ég hafði sjálfur búist við. Sem kom svo betur í ljós næstu daga... En nú fer ég að snúa mér að öðra. Að atast í prófkjörinu með félögum mínum og vinum. Enginn stöðvar tímans þunga nið og sofnaði svo út frá Vilhjálmi Stefánssyni og hugsaði örlítið um það með vondri samvisku að sennOega yrði ég að ski-ópa framan af sjávar- útvegsnefndarfundinum morguninn eftir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.