Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1999, Blaðsíða 49
X>V LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1999 Þorsteinn Bachmann í hlutverki Búa. Búa saga í kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu , Búa sögu eftir Þór Rögnvaldsson. Hér er á ferðinni sérstætt nýtt is- lenskt leikrit sem að grunni til er byggt á Kjalnesingasögu en hefur um leið sterka skírskotun til Antí- gónu Sófóklesar og ekki síður til verka Halldórs Laxness, Nietzsches og Hegels. Leikritið ger- ist í nútímanum en helstu söguper- sónur hinnar fomu sögu er að finna í leikritinu og sögunni er fylgt eftir nokkum veginn. Búa- saga hlaut fyrstu verðlaun í leik- ritasamkeppni Leikfélags Reykja- víkur sem efnt var til í tilefni af eitt hundrað ára afmæli félagsins. Leikhús Leikarar eru Þorsteinn Bach- mann, sem fer með hlutverk Búa, Árni Pétur Guðjónsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Guðlaug E. Ólafsdótt- ir, Halldór Gylfason, Pétur Einars- son, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sóley Elíasdóttir, Theodór Júlíusson og Valgerður Dan. Leikstjóri er Ey- vindur Erlendsson og gerði hann einnig leikmynd. Búninga gerði Una Collins og Pétur Grétarsson samdi tónlist. Davíö Óiafsson syngur í Njarðvík- urkirkju í dag. Nýárstónleikar frá Vín Davíð Ólafsson bass-baríton og Tomislav Muzek tenór héldu uppi góðri stemningu á tvennum 'Vínar- tónleikum í vikunni og var húsfyll- ir. Þeir félagar ætla ásamt Ólafi Vigni Albertssyni píanóleikara að endurtaka tónleikana í Njarðvík- urkirkju kl. 16 í dag. Á tónleika- skránni eru óperuaríur, ítölsk sönglög og amerísk söngleikjalög. Tónleikar Gítartónleikar á Hvammstanga Á morgun mun Símon H. ívars- son gítarleikari halda tónleika á Hvammstanga. Tónleikamir verða í Hótel Seli og hefjast kl. 21. Á tón- leikunum munu einnig ungir og efnilegir gítamemendur úr Húna- vatnssýslu koma fram. Verkefna- val tónleikanna endurspeglast af heimkynnum hljóðfærisins, hinum hlýju suðlægu löndum, Spáni og Suður-Ameríku, en jafnframt leik- ur Símon íslensk verk. Símon er þekktur gítarleikari sem farið hef- ur í margar tónleikaferðir bæði hér heima og erlendis. Símon hef- úr komið fram í útvarpi og sjón- varpi og stjómað útvarpsþáttum um gítar og gítartónlist. Sums staðar allhvasst Fyrir sunnan land er hæðar- hryggur en allvíðáttumikil lægð er skammt austur af Labrador á hreyf- ingu norðaustur. Veðríð í dag Vaxandi sunnan- og suðaustanátt með éljum verður vestan til á land- inu í dag, stinningskaldi og sums staðar allhvasst síðdegis. Áfram verður svipað veður um austanvert landið. Um frostmark verður með suðvestur- og vesturströndinni en frost á bilinu 1 til 10 stig annars staðar, mest í innsveitum norðan- og austan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður vaxandi suðaustanátt, stinnings- kaldi eða allhvasst og slydda seint í dag, hiti nálægt frostmarki Sólarlag í Reykjavík: 16.02 Sólarupprás á morgun: 11.06 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.17 Árdegisflóð á morgun: 00.17 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri Bergsstaðir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando Paris Róm Vín Washington Winnipeg léttskýjaö -4 skýjaö -5 kornsnjór -1 -11 snjókoma -1 úrkoma í grennd -1 alskýjaö -2 léttskýjaö -1 úrkoma í grennd 0 léttskýjað -1 skýjaö 1 skýjaö -7 -4 snjóél á síð.kls. 3 snjóél á síö.kls. -3 léttskýjaö 18 skúr 6 mistur 14 rigning og súld 3 snjókoma -11 léttskýjaö 5 léttskýjaö -12 léttskýjaö 9 skýjaö 3 rigning 4 skýjað -10 skýjaö 7 skúr 5 þokumóóa 15 léttskýjaö -14 skafrenningur -5 alskýjaö -6 hálfskýjaö 12 skýjaö 7 alskýjaö 12 alskýjaö 6 snjókoma -6 heiöskírt -28 Karlakór Akureyrar-Geysir syngur á tvennum tónieikum um helgina. Nýárstónleikar í íþmttaskemmunni á Akureyri: Straussvalsar á kórtónleikum Karlakór Akureyrar-Geysir held- ur nýárstónleika, Vínartónleika, í dag og á morgun í íþróttaskemm- unni á Akureyri klukkan 17.00 báða dagana. Stjórnandi er Roar Kvam en undirleikari á píanó er Richard Simm. Með kómum leikur Hljómsveit Akureyrar en einsöngv- ari með kórnum er sópransöngkon- an Guðrún Ingimarsdóttir frá Hvanneyri í Borgarflrði. Guðrún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi 1992 en hélt þaðan til London í söngtíma og síðan til framhaldsnáms við einsöngvara- deild tónlistaháskólans í Stuttgart. þar sem hún lauk námi hjá hinni heimsþekktu koloratursöngkonu Sylvíu Geszty vorið 1998. Guörún Ingimarsdóttir hefur auk fjölda tón- Skemmtanir leika, m.a. í óperunni í Múnchen, tekið þátt í mörgum óperuuppfærsl- um. Guðrún kemur reglulega fram með Johann Strauss- hljómsveit- inni í Wiesbaden. Vínartónleikar Karlakórs Akur- eyrar-Geysis eru haldnir á 100 ára ártíð Valsakóngsins Johanns Strauss sem lést 3. júní 1899. Hann háði valsaeinvígi við föður sinn, Johann Strauss eldri, og voru flestir sammála um að hann hefði þar haft betur. Eftir fráfall foður hans tók hann við danshljómveit sem hann hafði stjómað og gerði hana að stórhljómsveit sem lék fyrir dansleikjum, sem þóttu afar tignarlegir og glæsilegir. Hann samdi einnig óperur, og eru þekktastar Leðurblakan, Nótt í Feneyjum og Sígaunabaróninn. Myndgátan Lausn á gátu nr. 2298: 'MAWN AILTAP../ :GBTOK SAKA £KKt\ riur s/6- un fPAo ffl CAtSf: £yþoR-A—J Stenst ekki mátið dagsönn 57 Mulan ásamt góðum vini. Nýjasta Disney-teiknimyndin Mulan, sem Sam-bíóin sýna, er gerð eftir kínversku ævintýri um unga stúlku sem fer í stríð fyrir foður sinn. Mulan er sýnd bæði með ís- lensku og ensku tali. I ensku útgáf- unni er vert að benda á hlut Eddies Murphys sem þykir fara á kostum í hlutverki Mushu. Sú sem talar fyr- ir Mulan heitir Ming-Na Wen sem meðal annars lék í The Joy Club. Aðrir leikarar sem ljá raddir sínar eru Harvey Fierstein, Pat Moriata, Marni Nixon, James Shigeta og Donny Osmond. í íslensku talsetn- ingunni valdist ung leikkona, Edda Eyjólfsdóttir, til að tala fyrir Mulan og Valgerður Guðnadóttir syngur lög Mulans. Aðrir íslenskir leikar- ar eru Hilmir Snær Guðnason, Þór- hallur Sigurðsson, Ell- ert Ingimundarson, '///////// Bergur Ingólfsson Kvikmyndir Jóhann Sigurðarson, Rúrik Haraldsson, Helga Bach- mann, Lísa Pálsdóttir, Valur Freyr Einarsson, Jón Gnarr, Róbert Arn- fmnsson og Amar Jónsson. Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir stjómaði talsetningunni. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Practical Magic Bíóborgin: Enemy of the State Háskólabió: The Prince of Egypt Háskólabíó: Tímaþjófurinn Kringlubíó: Star Kid Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: Rounders Stjörnubíó: Blóðsugur Ossur býður Reykvík- inga velkomna Klukkan 15 í dag opnar Össur Skarphéðinsson prófkjörsmiðstöð á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni í Nóatúni 17 til undirbúnings próf- kjöri samfylkingar- innar sem verður þann 30. janúar. Öllum Reykvíking- um er velkomið að líta inn milli kl. 15 og 18 á laugardag- inn. Formleg dag- skrá hefst um klukkan hálffjögur með örstuttu ávarpi Össurar. Síð- an leikur og syngur Bubbi Morthens nokkur valin lög. Strax á eftir kemur Jóhannes Kristjáns- son, eftirherma og skemmtikraft- ur, og mun ef að líkum lætur hvorki hlífa frambjóðandanum né öðrum stjórnmálamönnum! Að því loknu leika Geirfuglamir nokkra stund. Samkomur Össur Fjölgum konum á Alþingi Opnir kafflfundir verða haldnir 9. janúar kl. 11.00 í Kaffl Krók, Sauðárkróki, og kl. 17.00 í Deigl- unni, Akureyri. Umræðuefni: Mikilvægi þess að auka hlut kvenna á Alþingi og staða kvenna í kjördæmunum. Gengið Almennt gengi LÍ 08. 01. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenai Dollar 69,460 69,820 69,750 Pund 113,950 114,540 116,740 Kan. dollar 45,870 46,160 45,010 Dönsk kr. 10,8830 10,9430 10,9100 Norsk kr 9,4730 9,5250 9,1260 Sænsk kr. 8,8630 8,9120 8,6450 Fi. mark 13,6240 13,7060 13,6540 Fra. franki 12,3490 12,4230 12,3810 Belg. franki 2,0080 2,0201 2,0129 Sviss. franki 50,2100 50,4800 50,7800 Holl. gyllini 36,7600 36,9800 36,8500 Þýskt mark 41,4200 41,6600 41,5000 ít. líra 0,041830 0,04209 0,041930 Aust sch. 5,8870 5,9220 5,9020 Port. escudo 0,4040 0,4065 0,4051 Spá. peseti 0,4868 0,4898 0,4880 Jap. yen 0,622700 0,62640 0,600100 irskt pund 102,850 103,470 102,990 SDR 97,820000 98,41000 97,780000 ECU 81,0000 81,4900 81,5700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.