Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
7
sandkorn
Fréttir
Davíð í stuði
Sjálfstæðismenn sem hafa verið
viðloðandi Vöku, félag lýðræðis-
sinnaðra stúdenta í Háskólanum,
héldu nýlega hátíð mikla í Perlunni.
Boðið var upp á mat og drykk auk-
inheldur skemmti-
atriði af ýmsu tagi.
Ungliðunum ber
saman um að topp-
urinn á hátíðinni
hafi verið ræða
Davíðs Oddsson-
ar forsætisráð-
herra. Davíð
mun hafa farið á
kostum og sagt
brandara af þvi tagi að þeim við-
kvæmustu í hópi ungliðanna var
brugðið og einhverjir munu hafa
hóstað út úr sér mat ef marka má
tíðindamenn á vettvangi. Davið
varð meðal annars tíðrætt um
óléttu Steingríms J. Sigfússonar
sem ffam kom í jafnréttisauglýsing-
um á síðasta ári. Þetta væri bara
spuming um það hver hefði „komið
aftan að Skallagrími“ sagði Davíð...
Kirkjujarða leitað
Kraftaverkamaðurinn Kári
Stefánsson , forstjóri og aðaleig-
andi íslenskrar
erfðagreiningar,
vann stórsigur þeg-
ar hann kom gagna-
grunnsfrumvarp-
inu í gegnum Al-
þingi með
handafli. Nú er
óróleiki meðal
lækna vegna þess
að Kári seilist til áhrifa í
Gagnalind hf. sem stokkar saman
upplýsingar um sjúklinga og sendir
til landlæknis. Gámngar í hópi
lækna segja að nú sé Kári búinn að
ná undir sig öllu lífsmarki í landinu
og vænum hluta þeirra látnu. Hann
sé því á útopnuðu að sölsa undir sig
gamlar kirkjujcU'ðir sem hafl að
geyma spennandi mannabein frá
liðnum öldum ...
Brúðkaupi frestað
Kaþólska signingin milli Stein-
grims St. Th. Sigurðssonar list-
málara og metsöluhöfundar Lausn-
arsteins og danskr-
ar blaðakonu á
Ekstrablaðinu fer
fram á Vestfjörð-
um í sumar en
varð ekki um ára-
mótin svo sem
ætlað var. „Ég
bað hennar, og
hún sagði já,“
sagði Steingrímur á dögun-
um. Listmálarinn hefur farið
þrisvar sinnum til Kaupmanna-
hafhar frá því um jól á fúnd vænt-
anlegrar brúðar og er því orðinn
nokkuð títtfleygur íslendingur.
Ekki er vitað hvað tefúr brúðkaup-
ið en ofarlega er í umræðunni að
brúðurin er af umræddum þjóð-
flokki gömlu nýlendukúgaranna...
Dálæti
Dálæti Vestmannaeyinga á þing-
manni sínum, Áma Johnsen, er
takmarkalitið. Á baksíðu Eyjablaðs-
ins Frétta sem út kom 14. janúar
segir í yflrfyrirsögn:
Ámi duglegur á
þingi. Fréttin fjall-
ar um það hversu
duglegur hann
hefúr verið að
undanfomu við
að draga björg í
bú fyrir Vest-
mannaeyjar.
Ekki er minnst á fjarvistir Áma
úr þingsölum en þingmaðurinn er
kunnur af því að fá aðra tO að
greiða fyrir sig atkvæði. Gárnng-
amir segja að þessi taumlausa aðdá-
un Eyjamanna á Áma eigi ekkert
skylt við lofgjörðina um Kini Jong
fl í Norður-Kóreu. Munurinn sé sá
að í Kóreu era menn píndir til að
dásama leiðtogann en í Eyjum gera
þeir það af fúsum vilja...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is
Kjartan Jóhannsson, framkvæmdastjóri EFTA, á fundi í Ósló:
Skammar Norðmenn
fýrir Evrópuhræðslu
DV; Ósló:
„Neitunarvaldið er eins og
kjarnavopn; það er til en á ekki að
nota,” sagði Kjartan Jóhannsson,
framkvæmdastjóri EFTA, í skýrum
skilaboðum til Norðmanna um að
halda sig við gerða samninga við
Evrópusambandið.
Kjartan var á morgunverðarfundi
í Ósló í gær en nú um áramótin
tóku Norðmenn við formennsku í
EFTA. Rikisstjóm norsku miðflokk-
anna hefur mikinn hug á að sleppa
undan ýmsum ákvæðum samnings-
ins um Evrópska efnahagssvæðið
milli Evrópusambandsins og EFTA-
landanna íslands, Noregs og
Liechtenstein.
Norðmenn hafa gert því skóna að
nota megi neitunarvaldið sem gert
er ráð fyrir í samningum í þessu
skyni. Knut Vollebæk utanríkisráð-
Eldur í
trillu á Rifi
DV, Vesturlandi:
Síðastliðinn mánudag kom upp
eldur í trillunni Bjössa SH sem lá
við bryggju í Rifi en kviknað hafði
í út frá kabyssu. Eldurinn sást það
snemma að hægt var að ráða niö-
urlögum hans áður en umtalsverð-
ar skemmdir hlutust af. Slökkvi-
liðið í Ólafsvík var kallað út og
liðu aðeins tíu mínútur þar til
brunaverðirnir voru komnir á
staðinn.
-DVÓ
herra sagði á þingi á dögunum að
„beitingu neitunarvaldsins bæri að
athuga í einstökum málum eftir því
sem hentaði þjóðarhagsmunum
Norðmanna best.”
Það voru þessi orð sem Kjartan
vék að og sagði Norðmönnum skýr-
um orðum að beiting neitunarvalds-
ins þýddi i reynd að einstökum hlut-
um samningsins um efnahagssvæði
væri sagt upp einhliða. Það væri
óviðunandi.
Norðmenn era einkum ósáttir við
að þurfa að falla frá opinberum
stuðningi við atvinnulífið enda hafa
þeir siðustu ár t.d. átt í stöðugum
deilum við Evrópusambandið vegna
ríkisstyrktra undirboða á laxi. Þá
nýtur sjávarútvegurinn beinna og
óbeinna ríkisstyrkja.
Flokkarnir sem standa að núver-
andi ríkisstjóm í Noregi eru allir
meira eða minna á móti samstarfi
við Evrópusambandið, enda voru
það þeir sem börðust harðast gegn
inngöngu Noregs í Evrópusamband-
ið. Nú kveinka stjórnarliðar sér
undan að verða að hlíta ákvæðum
gerðra samninga um Evrópska efna-
hagssvæðið, landamæraeftirlit og
Schengensamstarfið og leita allra
ráða til að sleppa.
-GK
í vikunni var haldið promball í íþróttasal Menntaskólans við Sund. Ballið var haldið í samvinnu við samtökin „Kom-
ið og dansið" sem eru samtök áhugamanna um samkvæmisdansa. Skemmtunin var algjörlega vímulaus og var aug-
lýst sem forvarnarball. Hérna má sjá nokkur ungmenni í léttri sveiflu. DV-mynd Pjetur
Borgarfjörður:
Samningur um
félagsþjónustu
DV, Vesturlandi:
Sveitarfélögin Borgarfjörður,
Skorradalshreppur, Hvítársíðu-
hreppur og Borgarbyggð hafa gert
með sér samning sem felur í sér
að íbúar allra sveitarfélaganna
eiga jafnan rétt til þjónustu starfs-
manna félagsmáladeildar Borgar-
byggðar. íbúar þessara hreppa
geta því snúið sér til hennar
vegna barnaverndarmála, mál-
efna aldraðra og fatlaðra og húsa-
leigubóta.
-DVÓ
Strandamenn
dýralæknislausir
DV, Hólmavik:
Héraðsráð Strandasýslu lýsti
nýverið yflr áhyggjum vegna
brotthvarfs dýralæknis úr hérað-
inu. I bréfi til yflrdýralæknis ber
það fram þá ósk að svo fljótt sem
kostur er verði bætt úr því
ófremdarástandi sem skapaðist
um síðustu áramót þegar héraðs-
dýralæknir til þriggja síðustu ára
hvarf úr héraði og að ráðinn
verði dýralæknir í hans stað.
Ekki eru Strandamenn neitt
fráhverfir því að dýralæknirinn
sem fór, Laufey Haraldsdóttir,
sinni þessu héraði eitthvað fram-
vegis með nýju starfi hafi hún að-
stæður og vilja til þess þar sem
akstursleið hefur tæplega aukist
til mikilla muna frá því hún sat á
ísafirði. Laufey er nú í Hjaltadal í
Skagafirði.
-Guðfinnur
PÍ//,.*lliOl‘Íllll
----------TILBOÐ —
TakVana htlm
14 16” pizzuveisla aðeins 990
m/4 áleggsteg.
1 Þú kaupir eina pizzu og hvítlauksbrauð
og færð aðra pizzu í kaupbæti
15 Helmtend fjðlskylduvelala
2x16” pizzur m/2 áleggsteg.
2I. gos og stór franskar í kaupbæti 2090
Md*an« helm
16 16” pizza m/2 áleggsteg.
2I. gos og mið franskar í kaupbæti 1390
17 16” pizza m/3 áleggsteg.
og 12“ hvítlauksbrauð 1590
Tveir staðir
Auaturveri HáatéitMtmt m
AmarbakM artHUnia