Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 12
12
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
Spurningin
Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur
ríkisstjórninni?
Sigríöur Þórarinsdóttir húsmóð-
ir: Ég veit það ekki.
Kjartan Tómasson: Ég er ekki
hlynntur henni.
Ásta Sóley Sturludóttir
kassadama: Hvorugt.
Guðrún Helga Högnadóttir
kassadama: Ég er andvíg.
Hörður Jóhannesson fiskverka-
maður: Ég er andvígur ríkisstjórn-
inni.
Elsa Kristjánsdóttir, vinnur á
myndbandaleigu: Ég er hlutlaus.
Lesendur
Nóg að borða
á Litla-Hrauni
Kristján Stefánsson framkvstj.
skrifar:
Þann 15. jan. sl. birtist grein í DV
þar sem fjallað var um fangelsið
Litla-Hraun undir fyrirsögninni
„Matur skiptimynt í fangelsinu“.
„Því er harðlega mótmælt að
fangar á Litla-Hrauni búi við þröng-
an kost í mataræði með núverandi
fyrirkomulagi er verið hefur
óbreytt í meira en 3 ár. Tryggt er að
fangar hafi aðgang að matvælum
allan tímann sem þeir dvelja á
fangadeildum, að undanskildum
þeim sem þeir eru lokaðir inni á
klefum sínum, frá kl. 22 að kvöldi til
kl. 8 að morgni.
í sameign alira almennra deilda
er eldhúsaðstaða. í kæliskáp eru
fjölbreytt matvæli auk t.d. brauðs
og morgunverðarkorns sem fangar
geta nýtt sér eftir þörfum. Fangar
sjá sjálfir um að útbúa sér morgun-
verð og fá síðan yfirleitt heita mál-
tíð í hádegi úr mötuneyti fangelsis-
ins. - Síðdegis fá fangar heita súpu
og geta þá bætt við af þeim matvæl-
um sem áður eru nefnd. Vist er að á
mörgum heimilum á íslandi væri
ekki kvartað yfir þeirri fjölbreytni
og magni matvæla sem föngum er
látið i té daglega.
Fullyrt er að
fangar greiði 63%
hærri símagjöld en
almenningur. - Fyrir
hverjar 500 kr. sem
fangar greiða í síma-
kostnað fá þeir 120
skref sem gerir 4,17
kr. hvert skref. Þetta
er mjög nálægt því
sem almenningur
greiðir. Útreikningar
okkar sýna að al-
mennur borgari sem
notar 1000 skref á
þriggja mánaða
tímabili greiðir
u.þ.b. kr. 4,12 fyrir
hvert skref. Mismun-
urinn skýrist af
kostnaði við síma-
þjónustuna á staðn-
um.
Því er haldið fram
að álagning í versl-
un, sem rekin er af
mötuneyti fangelsis-
ins í verktöku, sé
óhófleg eða 200%. -
Þessi staðhæfing er röng. Allt verð-
lag er miðað við að verð sé ekki
hærra en almennt gerist í stórversl-
Litla Hraun. - „Víst er að á mörgum heimilum á ís-
landi væri ekki kvartað yfir þeirri fjölbreytni og
magni matvæla sem föngum er látið í té daglega."
unum á svæðinu.
sanna það.“
Verðkannanir
Bókhaldsleg sundurliðun hjá Landssímanum
Gústav Arnar skrifar:
Vegna fréttar í DV 17. janúar 1999
óskar Póst- og fjarskiptastofhun eft-
ir að upplýsa að í endumýjuðu
rekstrarleyfi Landssíma íslands hf.
eru ákvæði um bókhaldslega sund-
urliðun kostnaðar eftir þjónustu-
greinum, og sér í lagi fyrir leigulín-
ur og samtengingu. í drögum að
leyfinu var Landssímanum veittur
frestur til 1. október 1998 að full-
nægja síðast talda ákvæðinu, en
með bréfi dags. 14.7. 1998 óskaði
Landssíminn eftir framlengingu til
1. janúar 1999, og var hún veitt.
Ekki er um að ræða að afhenda
skuli Póst- og fjarskiptastofnun bók-
hald Landssíma íslands í heild held-
ur skal stofnunin hafa aðgang að
því. Hins vegar bar Landssímanum
samkvæmt leyfisbréfinu að birta
eigi síðar en 1. janúar 1999 skilmála
og gjaldskrá fyrir samtengingu sem
ekki hefur enn verið gert og hefur
Íslandssími ítrekað gert fyrirspurn-
ir til Póst- og fjarskiptastofnunar
um hvenær af því verði.
Sömuleiðis bíður Póst- og fjar-
skiptastofnun eftir upplýsingum um
leigulínur sem beðið var um skrif-
lega 27. nóvember 1998. Ef fyrir-
spurnum er ekki svarað getur stofn-
unin beitt dagsektum, en gerir það
ekki fyrr en að liðnum formlegum
fresti sem veittur er til svara, og
hefur ekki komið til slíkra aðgerða
enn af háifu stofnunarinnar.
Árna Þór til árangurs
Árni Þór Sigurðsson á blaðamannafundi í Iðnó í janúar sl.
Guðrún Ágústsdóttir, forseti
borgarstjómar, skrifar:
Ég mæli með Árna Þór Sigurðssyni
sem leiðtoga lista okkar í Reykjavík.
Ástæðumar eru margar. - Árni er
heilsteyptur félagi og hann hefur sýnt
það með verkum sínum að hann á
auðvelt með að starfa með fólki og
hann hefur líka sýnt það einkar vel að
hann á auðvelt með að leiða saman
ólík sjónarmið. En í þriðja lagi hefur
hann sýnt að hann nær árangri í sam-
starfi.
Dæmi um allt þetta: Árni Þór Sig-
urðsson var samstarfsmaður Stein-
gríms J. Sigfússonar í samgönguráðu-
neytinu og leiddi þar til lykta marg-
vísleg verkefni sem vöktu athygli,
ekki síst fyrir þá sök að þau voru
óvenjuvel af hendi leyst og vegna þess
að þar fór ungur maður fyrir liðs-
sveitinni.
í öðru lagi gegndi Ámi Þór störfum
sem formaður stjómar Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna í menntamála-
ráðherratíð Svavars Gestssonar. Það
er i eina skiptið sem Lánasjóðurinn
var sannarlega rekinn í samkomulagi
við námsmenn.
í þriðja lagi var Ámi Þór fyrsti for-
maður kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík þegar flokk-
urinn okkar var að brotna sundur í
innri átökum. Honum tókst það verk-
efni svo vel að hann var í framhald-
inu kjörinn til þess að vera borgarfull-
trúi fyrir Alþýðubandalagið.
Ámi Þór var á síðasta kjörtímabili
formaður nefndar sem stýrir dagvist-
armálum í Reykjavík. Þá varð bylting
í dagvistarmálum og hefur aldrei fyrr
né síðar orðið önnur eins breyting í
málefnum leikskólanna 1 Reykjavík.
Þetta sannaði að Árni er ekki aðeins
hugsjónamaður heldur líka maður
sem kemur miklu i verk.
Nú er Árni Þór aðstoðarmaður
borgarstjóra, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur. Það eru líka að mínu
mati meðmæli með honum að hann
skuli hafa verið valinn til þeirra
verka.
Til þess að leiða samfylkinguna
þarf sterkan forystumann, sanngjarn-
an, traustan og heiðarlegan og það er
ekki verra að geta kallað nýtt afl til
þeirra verka. Ég heiti því á Reykvík-
inga, hvar í flokki sem þeir hafa ver-
ið, að fylkja sér um Árna Þór Sigurðs-
son í prófkjörinu 30. janúar. Hann er
okkar maður númer eitt.
Svarar seint
í 118
Sigmar Guðmundson skrifar:
Ég hef setið á mér í nokkra mán-
uði með að kvarta undan símaþjón-
ustunni í númer 118. - Málið er að
vegna vinnunnar verð ég að nota
þessa þjónustu sem er vægast sagt
sérstaldega léleg vegna þess hve
seint er svarað. Allt að því 3 mínút-
ur líða þar til einhver svarar (oftast
nær) og einnig er svo sem ekkert
verið að flýta sér að gefa manni upp
það sem um er spurt. Nú er þetta
líka fokdýr þjónusta. En hvers vegna
er engin samkeppni í þessu eins og
öðru. Ætti ég val á að hringja annað
myndi ég gera þaö, og eflaust marg-
ir aðrir, sem eru við að gefast upp á
þessari slæmu þjónustu.
Styðjum ungt
fólk í prófkjöri
Samfylkingar
Guðrún Ólafsdóttir sknfar:
Það eru góðar fféttir að ungt fólk
hefur ákveðið að gefa kost á sér í
prófkjöri Samfylkingarinnar i lok
janúar. Á síðustu árum hefur verið
illa gert við menntastofnanir í land-
inu og kjör barnafólks eru slæm.
Ungt fólk sem er allt í senn að
mennta sig, eignast börn og koma
sér upp þaki yfir höfuðið er margt í
vondri aðstöðu. Jaðaráhrif í skatt-
kerfrnu og of þung endurgreiðslu-
byrði námslána eru mál sem
brenna á ungu fólki Við þurfúm
fulltrúa á Alþingi, að rödd nýrrar
kynslóðar heyrist. Ég skora á fólk
að kjósa í prófkjöri samfylkingar-
innar og kjósa menn á borð við Vil-
hjálm H. Vilhjálmsson, þrautreynd-
an úr stúdentapólitíkinni og myndi
reynast öflugur baráttumaður fyrir
málstað okkar.
Enn ein stöðin
best í fréttunum
Guðjón hringdi:
Ég vil þakka Spaugstofumönnum
fyrir að breyta um takt og tón í þátt-
um sínum á laugardögum. Þeir í
Enn einni stöðinni hafa stórbatnað
við að hætta öllum tilraunum til að
búa tO leikrit eða staðbundna sviðs-
mynd eins og t.d. þessa frá einhverju
dreifbýlisþorpinu. Það var hundfúlt.
En núna þegar þeir taka einungis
fyrir og skopgera fréttir síðustu viku
eða kannski eitthvað fyrr eru þeir
frábærir. Síðustu tveir laugardagar
voru góðir að þessu leyti. Þetta
þekkjum við og viljum hafa það
svona. Áffam á sömu braut.
Viljum við í
NATO-herinn?
Eysteinn skrifar:
Við erum skrýtnir, íslendingar.
Engan her, segjum við, og viljum
ekki af honum vita. í hinu orðinu
segja landsmenn: það á að taka þessa
andskota í Serbíu i gegn. Því beitir
NATO ekki hernum, t.d. með loft-
árásum? Allir sem þekkja til hemað-
ar vita að loftárásir á Júgóslavíu eru
örþrifaráð og með þeim væri ekki
tryggt að ná árangri. Aðeins land-
herfylki eru þess umkomin að taka á
móti Serbunum. En viljum við ís-
lendingar leggja tO mannskap? Ég
veit aðeins um tvær islenskar konur
sem eru á átakasvæðunum í
Júgóslavíu við störf. En kannski
breytist viðhorfið þegar Evrópa er
að veði.
Markaðsmaður
ársins
Erla Sigurðardóttir hringdi:
Búið er að tOnefna enn einn
„árs“-manninn. Nú var það banka-
maður sem var tilnefndur af íslands
hálfu tO verðlaunanna markaös-
maður ársins á Norðurlöndum. Aö-
spurður um málið kom fram hjá
honum að þetta væri nú að veru-
legu leyti fólkinu í bankanum að
þakka, starfsfókinu öUu. DrengOega
mælt. En þvi benti hann ekki
„ímarkinu" á þetta áður, svo að
bankinn væri þá bara valinn sem
markaðsstofnun ársins, en ekki per-
sónan?