Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
13
Fréttir
Akureyri:
Skipulagsnefnd skoð-
ar íþróttavallarmálið
DV, Akureyri:
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar
hefur falið þremur fulltrúum í
nefndinni að ræða við forsvars-
menn Rúmfatalagersins og Kaupfé-
lags Eyfirðinga, vegna umsóknar fé-
laganna um að fá að byggja verslun-
armiðstöð á aðalleikvanginum 1
hjarta bæjarins.
Bæjarráð vísaði erindinu til
skipulagsnefndar, og óskaði jafti-
framt eftir ábendingum nefndarinn-
ar um lóðir fyrir slíka starfsemi.
Forsvarsmenn fyrirtækjanna hafa
talað um að byggingin sem reist
yrði á íþróttavellinum yrði allt að
10 þúsund fermetrar og þar yrðu
jafnframt aðrar verslanir en versl-
un Rúmfatalagersins, og KEA sem
myndi reka þar lágvöruverðsversl-
un.
Hugmyndin um byggingu slíks
markaðar á íþróttavellinum er mjög
mikið rædd meðal bæjarbúa og er
talsverður tilfinningahiti í þeirri
umræðu. Margir geta ekki hugsað
þá hugsun til enda að aðalleikvang-
ur bæjarins verði lagður undir
verslunarrekstur og segja það
marka upphaf endaloka miðbæjar-
ins, en aðrir, þar á meðal samtök
kaupmanna í bænum, segja það
myndu styrkja miðbæinn mjög og
íþróttafélögin myndu um leið fá
stóraukið fjármagn til uppbygging-
ar á félagssvæðum sínum.
Skipulagsnefnd tilnefndi Vil-
borgu Gunnarsdóttur, Gísla Braga
Hjartarson og Hallgrím Indriðason
til að ræða við umsækjendur og
aðra hagsmunaaðila um málið. DV
hefur heimildir fyrir því að nefnd-
armenn muni skoða fleiri mögu-
leika á staðsetningu slíks markaðar
á miðbæjarsvæðinu og eru þrir
staðir aðallega nefndir í því sam-
bandi. Einn þeirra er uppfyllingin
sunnan Strandgötu og austan Gler-
árgötu. Annar nærri Umferðarmið-
stöð bæjarins við Hafnarstræti, og
þriðji möguleikinn sem nefndur hef-
ur verið er að byggja austan Skipa-
götu þar sem eru bílastæði í dag, og
að verslunarmiðstöðin yrði þá
byggð yfír bílastæði sem yrðu neð-
anjarðar. -gk
Afbragðsgóð aflabrögð
Vanda þarf til beitingar þegar vei á að veiðast. Feðgar við beitingu á Hólma-
vík: Ólafur og Sigurður og faðir þeirra, Friðrik Arthúr Guðmundsson.
DV-mynd Guðfinnur
DV, Hólmavík:
„Það hefur komið svona einn og
einn róður sem minna hefur verið
en að jafnaði hefur þetta verið mjög
gott,“ segir Már Ólafsson, skipstjóri
og trillusjómaður á Hólmavík. Hann
segir að á síðustu árum hafi afli,
einkanlega þorskafli, verið mjög
góður í Húnaflóa. Það sem af er
þessu ári hefur aflinn verið með al-
besta móti og nær hver einasti bát-
ur fengið um 300 kg á balann og
sumir þar yfir en beitt er síld og
smokkfiski.
Eins og jafnan þegar vel aflast er
fiskurinn yfirleitt vænn en verð á
stórfíski á síðustu mánuðum hefur
verið með því hæsta sem heyrst
hefur um. Nokkur lifur er í stærsta
fiskinum en Már segir verðið svo
lágt að ekki svari kostnaði að
hirða hana. Öðru máli gegni með
hrognin.
Einn stórþorskurinn sem Már
fékk á dögunum var með heilan
svartfugl í maganum en lengi hef-
ur verið vitað að sá guli er ekki
matvönd skepna. Á grásleppuver-
tíðinni má oft sjá grásleppuhvelju i
maga hans.
Engan þarf því að undra að
minna sé af rækjunni og hún á tak-
markaðra svæði en áður þegar svo
mikið er af þorski. í sumar mátti
sjá allmikið af smásíld við bryggju
á Hólmavík og alveg uppi í land-
steinum en stærri síld hefur litið
veiðst inni á Steingrímsfirði síð-
ustu árin þótt lagt hafi verið fyrir
hana. Er það nokkur breyting frá
því sem oft hefur verið. -Guðfinnur
Gáfu bæjarstjór-
anum mynd af
Ráðhúsinu
DV.Vesturlandi:
Þriðji bekkur Grunnskólans í Stykk-
ishólmi heimsótti Ráðhúsið fyrir
skömmu. Þar tók bæjarstjórinn á móti
krökkunum og sýndi þeim húsið. Eftir
að hafa prófað nýja stóla bæjarstjómar
stilltu þau sér upp í myndatöku með
kennara sínum, Oddfríði Traustadótt-
ur, og Ólafi Hilmari Sverrisyni bæjar-
stjóra. Tilefni heimsóknarinnar var að
færa Ólafl Hilmari mynd af ráðhúsinu
sem einn nemandinn, Berglind Þrast-
ardóttir, hafði teiknað. -DVÓ/ÓJ
Nemendur þriðja bekkjar ásamt kennara sínum, Oddfríði Traustadóttur, og
Ólafi Hilmari bæjarstjóra. DV-mynd ÓJ
BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Klettagarðar/Laugarnes,
hreinsistöð
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga
að deiliskipulagi við Klettagarða í Laugarnesi. Um
er að ræða afmörkun lóðar fyrir skólphreinsistöð
og fyrirkomulag hennar.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 22. janúar til 19. febrúar
1999. Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 5. mars
1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Sogamýri,
ný og breytt lóðamörk
í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi í
Sogamýri. Gert er ráð fyrir nýjum lóðum, eldri
felldar niður eða breytt.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 22. janúar til 19. febrúar
1999. Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 5. mars
1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Sóltún,
nýbygging
í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi að
Sóltúni 24. Gerð er tillaga um átta hæða íbúðarhús
á lóðinni.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 22. janúar til 19. febrúar
1999. Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 5. mars
1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
^ Viðboðum breytingar
ÁHUGAFÓLK
um nýja fiskveiðistefnu: Nlnnið LANDSÞINGID 23. - 24. jan.
að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin).
.HJÁISHfNDj LOKKURINN
Hlíðasmári 10, 200 Kópavogur. Sími 564-6050. Fax 564-2090. Netfang: frjalslyndiflokkurinn@centrum.is