Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
ABstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins f stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds.
Móðurmálið varið
Bjöm Bjamason menntamálaráðherra undirritaði í
fyrradag fyrir hönd íslenska ríkisins merkan samning
við risafyrirtækið Microsoft um íslenskun hugbúnaðar
þess. Framleidd verður íslensk útgáfa af nýjasta stýri-
kerfi fyrirtækisins, Windows 98, og Explorer-netvafran-
um. Menntamálaráðuneytið mun hafa faglegt eftirlit með
þýðingunni sem er væntanleg á markað síðla á þessu ári.
Microsoft annast og greiðir fyrir þýðingu hugbúnaðar-
ins.
Þessi samningur er sigur íslenskrar tungu í ensku-
skotnum tölvuheimi. Samningurinn er rós í hnappagat
menntamálaráðherra og annarra er að hafa komið. Hann
treystir, eins og ráðherra sagði, stöðu íslenskrar tungu í
upplýsingasamfélaginu. Þótt hugbúnaður Microsoft hafi
áður verið þýddur á þrjátíu tungumál var hvorki auðvelt
né sjálfgefið að hann fengist þýddur á tungumál sem er
notað af svo fáum. í baráttunni um íslenskun þessa mik-
ilvæga hugbúnaðar nýttist margt en ekki síst það að ís-
lendingar hafa gætt þess að þýða jafhharðan tækniorð í
tölvuheimi. Það orðasafn liggur fyrir og auðveldar alla
vinnslu til muna.
Einkatölvur, svokallaðar PC-tölvur, eru þegar á flest-
um hérlendum heimilum, auk tölva í fyrirtækjum, stór-
um jafnt sem smáum. Stýrikerfi þeirra er á ensku. Slíkt
hefur langtímaáhrif á tunguna. íslenskun stýrikerfisins
hefur því mikið að segja. í þessu sambandi má ekki
gleyma þeirri framsýni sem umboðsfyrirtæki og innflytj-
andi Apple Macintosh-tölvanna sýndi. Stýrikerfi þeirra
tölva hefur árum saman verið á íslensku og meðal ann-
ars átt sinn þátt í því að viðmót þeirrar tegundar hefur
þótt notendavænt.
Samningur ríkisins og Microsoft kveður einnig á um
að íslensk stjórnvöld reyni að uppræta þjófnað á hugbún-
aði á íslenskum markaði. Þau skuldbinda sig til þess að
koma í veg fyrir notkun ólögmæts hugbúnaðar í ríkisfyr-
irtækjum fyrir árslok. Haft hefur verið eftir mennta-
málaráðherra að vísbendingar séu um að meira sé um
notkun slíks búnaðar hér á landi en í nágrannalöndun-
um. Það er þarft verk og löngu tímabært að taka á slík-
um stuldi en það ætti að vera á ábyrgð forráðamanna
ríkisstofnana að þar sé aðeins notaður löglega fenginn
hugbúnaður.
Samvinna um skipulag
Samvaxin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa
loksins gengið ffá samningi um skipulagsmál á svæðinu
í heild. Með samningnum er stefnt að samræmdri stefnu
sveitarfélaganna átta um þróun byggðar og landnotkun á
svæðinu sem nær allt frá Kjalamesi í norðri til Hafnar-
íjarðar í suðri. Svæðaskipulag verður unnið fyrir allt
höfuðborgarsvæðið.
Það er vonum seinna að þessi þéttbýlissveitarfélög
samræmi stefnu sína í þessum málum í stað þess að sitja
hvert að sínu. Með því móti verður litið til hagsmuna
heildarinnar í stað þrengri sérhagsmuna. Mikil þörf er á
þessu enda íbúafjölgun ör á svæðinu og uppbygging mik-
il þótt munur sé á milli einstakra sveitarfélaga.
Með skipulagssamræmingu allra sveitarfélaganna er
hægt að stýra landnýtingunni, hvar íbúðabyggð rís, sem
og iðnaðar- og atvinnuhverfi, notkun hafna, auk sam-
starfs um samgöngu- og gatnakerfi. Höfuðborgarsvæðið
er sameiginlegt byggðar- og atvinnusvæði. Samningur-
inn styrkir þá heild og er liður í aukinni og nauðsynlegri
samvinnu.
Jónas Haraldsson
Á örfáum dögum hafa
fjármálafyrirtæki auglýst
hinn nýja lífeyrisspamað,
sem tók gildi nú um ára-
mót, fyrir marga tugi
milljóna og sjálft fjár-
málaráðuneytið hefur
kynnt að 30 milljónum
króna verði varið í aug-
lýsingar og kynningar á
nýja lífeyrisspamaðinum.
Þessi auglýsingaherferð
hefur keyrt úr hófi fram
og er þá vægt til orða tek-
ið.
Að sjálfsögðu er hag-
kvæmt bæði fyrir ein-
staklinginn og þjóðfélagið
að spamaður aukist. Um
það þarf ekki aö hafa
mörg orð, sparnaður er
dyggð. Ég gagnrýni hins
vegar þá ofuráherslu sem
lögð er á þessa tegund
sparnaðar, sérstaklega
þar sem aðeins hluti af
sannleikanum er sagður.
Margþættur tilgang-
ur
Samkeppni fjármála-
Hvorki fjármáiaráðuneytið né fjármálafyrirtækin hafa sagt frá því að sparnaðurinn
getur verið mjög óhagkvæmur ákveðnum hópum, segir m.a. í greininni.
10.000.000
8.000.000
6.000.000
4.000.000
20 ára 40 ára 50 ára
Aldur þegar sparnaður hefst
14.000.000 kr
Upphæð
ára aldur
12.000.000
2.000.000
Fjármál og
fagmennska
Lenda í tekju-
skerðingu
Þeir hópar sem
þurfa að huga að áð-
urnefndum þætti
eru allir þeir sem
hart hafa meðallaun
undir 120.000 kr. á
mánuði. Þá er
einnig mjög stór
hópur, áætlaður um
15-20.000 manns,
sem var ekki að efna
lögbundnar greiösl-
ur í lífeyrissjóði fyr-
ir 1. júlí á síðasta ári
sem þarf að athuga
sín mál gaumgæfi-
lega. Stór hluti
þessa hóps mun
lenda í tekjuskerð-
„Þaö er ekki djúp hugsun að
baki þeirri ákvörðun að skrá sig
í hinn nýja lífeyrissparnað vegna
þess að einhver annar er að gera
það. Hver og einn verður að
skoða sín mál út frá sínum for-
sendum.“
Kjallarinn
Kristinn R.
Sigurðsson,
löggiltur vátrygginga-
miðlari
fyrirtækja um þennan
nýja lífeyrisspamað er
gífurleg og hefur orðið
til þess að sum þeirra
hafa leiðst út á nýjar
brautir í kynningar-
málum; segja ekki aO-
an sannleikann. Eitt
þessara fýrirtækja hef-
ur í kynningarefni
sínu, sem sent hefur
verið inn á öO heimOi
í landinu, auglýst und-
ir slagorðinu „Sparið á
kostnað skattsins". í
framhaldi af því telur
stór hluti þjóðarinnar
að hér sé um algjöra
„skattaparadís" að
ræða, en í reynd er hér
að sjálfsögðu aðeins
um skattafrestun að
ræða. Hvorki fjármála-
ráðuneytið né fjár-
málafyrirtækin hafa
sagt frá því að þessi
tegund sparnaðar get-
ur verið mjög óhag-
kvæm ákveðnum hóp-
um.
- TOgangur sparn-
aðar er margþættur.
Þeir þættir sem
vega þyngst gagnvart
þjóðfélaginu eru minni
þensla sem dregur aft-
ur úr verðbólguáhrifum og aukinn
lífeyrisspamaður leiðir eðlOega af
sér minni viðskiptahaOa og síðast
en ekki síst minnkandi greiðslur
úr almenna tryggingakerfinu.
Aukinn lífeyrir umfram 30.000 kr.
skerðir bætur sem falla alveg nið-
ur þegar lífeyrir nær 80.000 kr.
ingu ef hann velur nýja sparnaðar-
formið. Bændur eru t.a.m. einn
hópur sem ætti að flýta sér hægt.
Fjölmargir einstaklingar eru
þessa dagana að ganga frá umsókn
um hinn nýja lífeyrissparnað. Það
er hryggOegt tO þess að hugsa að
margir þeirra hafa ekki fengið
neina ráðgjöf og ættu skOyrðis-
laust að hafa valið eitthvert annað
sparnaðarform. Það er ekki djúp
hugsun að baki þeirri ákvörðun
að skrá sig í hinn nýja lífeyris-
sparnað vegna þess að einhver
annar er að gera það. Hver og einn
verður að skoða sín mál út frá sín-
um forsendum.
Grafa undan eigin trausti
Fjármálafyrirtækjum er enn
mikOvægara en öðram fyrirtækj-
um að aOt sem kemur frá þeim
endurspegli traust og jákvæöa
ímynd. Ég get ekki betur séð en sú
hætta sé fyrir hendi að einstök
Qármálafafyrirtæki séu að grafa
undan eigin trausti.
Pétur Blöndal, tryggingastærð-
fræðingur og alþingismaður, skrif-
ar mjög athyglisverða grein
um hinn nýja 2,2% lífeyris-
sparnað í Viðskiptablaðið 13.
þessa mánaðar. Greinin ber yf-
irskriftina „Borgar sig að taka
þátt i nýja lífeyrissparnaðin-
um?“ Reyndar kemur Pétur
Blöndal víða við í grein sinni
og hvet ég aOa tO að lesa grein-
ina, legg reyndar tO að greinin
verði gerð að skyldulesningu.
Fyrirhyggja í íjármálum og
gOdi sparnaðar eru þættir sem
meirihluta þjóðarinnar er
nauðsynlegt að leggja meiri
rækt við en þekkst hefur fram tO
þessa. Ég leyfi mér í lokin að vitna
í grein Péturs Blöndals: „GOdi
sparnaðar er auðugra mannlíf,
sjáifstæði, virðing, öryggi og betri
lífskjör."
Kristinn R. Sigurðsson
Skoöariir annarra
Fiskimiðin og kostnaður samfélagsins
íslenzka þjóöin, sem eigandi auðlinda, bæði fiski-
miðanna og annarra auðlinda, þarf auðvitað að
leggja í ákveðinn kostnað til þess að viðhalda þeim
verðmætum, sem í auðlindunum felast. Með því að
selja með einum eða öðram hætti aðgang að auðlind-
unum fær hún þann kostnað tO baka og meira tO.
Þetta kann að vera eðlOegri nálgun að viðfangsefn-
inu en gera kröfu tO þess, að sjávarútvegurinn
greiði „aOan“ kostnað, sem samfélagið ber af þessum
SÖkum.“ Úr forystugrein Mbl. 21. jan.
Skattfé á glæ landbúnaðar
„íslenskur landbúnaður einkennist mjög af því
viðhorfi að ætíö sé betra að framleiöa landbúnaðar-
afurðir hér á landi fremur en að flytja vöruna inn.
Helsti gaOi þessa viðhorfs er aö ekkert tOlit er tekið
tO þess hvað það kostar í raun og vera að framleiða
vörana ... Sú staðreynd að oft og tíðum er erlend
framleiðsla landbúnaðarafurða niðurgreidd breytir
hér engu. í undantekningartilfeOum getur verið að
framleiðsla tOtekinna landbúnaðarafurða væri hag-
kvæmust á íslandi ef aOt væri með feOdu ... Spum-
ingin er bara hversu miklu af fé skattgreiðenda
verður kastað á glæ í vonlausri baráttu."
Úr forystugrein Viöskiptablaösins 20. jan.
Opinberar menningarmiðstöðvar
„Á sama tíma og gömlu Sowjetríkin losa sig und-
an hálftómum menningarmið-stöðvum vOja húskarl-
ar í stjómarráði íslands fjölfalda ný menningarhús
um landiö og sér ekki fyrir endann á þeirri raðsmíði
næstu áratugina ... VOji ríkisstjórnin i alvöru jafna
byggðina um landið er henni hoOara að snúa sér að
þjóðmálum frekar en húsasmíðum. Fólkið í landinu
þarf fyrst og fremst peninga til að byggja upp ný fyr-
irtæki sem efla atvinnulíílð með áhættufé og ný-
sköpun ... Menningin dafnar hvergi betur en í öflugu
atvinnulífi í hæfilegri fjarlægð frá ríkissjóði og þarf
þá ekki lengur á skemmtanaskatti Reykvíkinga að
halda."
Ásgerir Hannes Eiríksson í Degi 21. jan.