Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999 15 Líf í sjónvarpinu augu til að keyra neysluhitina. En almenningur á Vesturlönd- um er fyrir löngu vaxinn upp úr þessari stellingu, fyrir honum felst fullnægjan í því að taka lífinu tveimur höndum, botna í því, brjóta það til mergjar, þreifa á óendanleika þess og furðum. Sjónvarpið okkar er lika byrjað að átta sig á þessu, soldið feimið að vísu fyrstu skrefin og hyllist til að sjónvarpa vitsmunalegu efni þegar böm eru farin í háttinn og fólk upp og ofan byrjað að draga ýsur. En að því dregur að einnig það opnar augun fyrir hinum nýju sannindum: að lifið og tilveran er alveg glettilega magnað efni og að það er alveg hárrétt sem Hamlet sagði (eða var það Hárið?): „What a piece of work is man...“ o.s.frv. Pétur Gunnarsson Af einni saman fróðleiks- fýsn Hvað er það sem gerir að verk- um að það er einatt svo heillandi að horfa á fræðimenn flytja mál sitt? Þeir virka allir eitthvað svo góðlegir til augnanna! Við erum svo vön því að sjá stjórnmálamenn eða fjölmiðlunga - fólk sem er með óhreint mél eða þarf að vera fynd- ið eða selja eitthvað. Upplifunin að fyrirhitta ástríðu sem nærist af einni saman fróðleiksfýsn. Þeir eru að miðla því sem er sameign alls mannkyns: þekkingu. Sennilega er ríkjandi dagskrár- stefna sjónvarpanna ákaflega kristin að þessu leyti að hún virð- Og er þó sjónvarp svo einstaklega afleitur miðill fyrir bíómyndir. Aftur á móti upplýsinga- og fræðslumiðill í fremstu röð. - Að geta í einni og sömu útsendingu farið út í geiminn og niður á hafsbotn, sjónhent lífið í öllum sínum fjölbreytileika. Ég var að enda við að horfa á lokaþáttinn í fræðslumyndaröð sjónvarpsins (World of Discoveries) og mikið sem þetta er magnað efni. Og sjónvarp rak- inn miðill fyrir fræðslu, þar er sjón- varpið fyrst í essinu sínu og enn er í minn- um þegar Carl Sagan fór með himinskautum í þáttaröð sinni um al- heiminn í byrjun ní- unda áratugarins. Maður hlýtur að undrast að þessu efni skuli ekki vera haldið fram í meira mæli og i staðinn hrært í þessari endalausu afþreyingarsúpu sem er orðin svo þunn og fjörefnalaus, eða segiði bíómyndafarganið, þessi endalausi bandariski vand- ræðagangur með bófa, bíla og kyn- bombur. Og er þó sjónvarp svo einstaklega afleitur miðill fyrir bíómyndir. Aftur á móti upplýs- inga- og fræðslumiðill í fremstu röð. Að geta í einni og sömu út- sendingu farið út í géiminn og nið- ur á hafsbotn, sjónhent lífið í öll- um sínum fjölbreytileika, flakkað á milli heimsálfa og heyrt færustu fræðimenn á hverju sviði brjóta málin til mergjar. Kjallarinn ist ganga út frá því að jarðlifið sé einskis virði, það þurfi bara að harka það af sér eins og illa klæddur nútíma Þessi gamla heimsmynd er auðvit- að fyrir löngu komin í þrot eftir því sem hitaveitu og heilbrigði og endurheimt næðis frá brauðstrit- inu hefur undið fram. Nú um stundir er hún alfarið borin uppi Pétur Gunnarsson rithöfundur íslendingur þreying er „Sennilega er ríkjandi dagskrárstefna sjónvarpanna ákaflega krístin að þessu leyti að hún virðist ganga út frá því að jarðlífið sé einskis virði, það þurfí bara að harka það af sér eins og illa klæddur nútíma íslendingur hundslappadrífu. “ hundslappadrífu. Af- málið. Gleyma sér. af auglýsingaveldinu sem þarf að þrykkja pranginu inn um hálflukt Samtal á Austurvelli „Er ekki best og öruggast að kjósa hann Davíð? Hann er búinn að vera í þessu í átta ár og gengur þetta ekki alveg þokkalega? Er ekki alltof mikil áhætta að kjósa eitthvað ann- að, er þessi Samfylking ekki eitt- hvert rugl?“ - Eitthvað í þessa veru spurði gamall kunningi minn sem ég hitti á fómum vegi um daginn. Við rákumst hvor á annan á Austur-. velli - ég á leið á þingfund en hann sagðist þurfa í bankann. „Borga af lánum, maður, borga af lánum," sagði hann.“Endalaust er ég að borga, kominn á fimmtugsaldurinn, „Stjórnmál eru ekkert sérstaklega flókið fyrirbæri þótt sumir setji þau viljandi í slíkan búning. Við jafnað- armenn byggjum einfaldlega stefnu okkar og störf á grundvall- arhugsjónum sem hægt er að draga saman í þremur orðum: Frelsi, jafn- rétti og bræðralag.“ og ennþá )á eru þessar afborganir að drepa mig. Ég ætti sennilega stóran hlut í bankakerfmu ef allt það sem ég hef greitt í afborganir, háa vexti, vanskilavexti og kostnað væri yfir- fært í kaup á hlutabréfum í þessum bönkum. Alltaf skítblankur Ég komst lítið að til að byrja með í þessu spjalli okkar. Hann hafði frá mörgu að segja. Sjálfum sér og sínu fólki. Bömin á öllum aldri; eitt uppkomið og hann orð- inn afi, tvö á unglingsaldri. „Og svo komu tvö á seinasta sprettin- um,“ sagði hann.“Annað tveggja og hitt fimm ára. í bömunum og fjölskyldunni eru mín auðæfi." Og áfram hélt hann.“Þetta er óttalegt basl hjá okkur. Ég vinn 50 tíma á viku og konan er í hálfu starfi en maður sér aldrei pening. Þetta fer í skuldir og mat. Og aldrei ná endarnir saman. Maður er alltaf skit- blankur." Ég náði að skjóta inn spurningu: „En er ekki góð- æri hjá Davíð og vinurn?" Hann þagnaði andar- tak. Fór andar- tak í vörn og sagði upphátt, en þó eins og við sjálfan sig. „Já, þú meinar það?“ Tók sig þó. fljótt á og svaraði með annarri spurn- ingu:„ En yrði þetta ekki langtum verra ef þið vinstri menn kæmust að, og þessi Samfylking, sem þið kratar eruð búnir að láta plata ykkur í? Ráða ekki kommamir öOu og þessar kerlur? Verða skatt- arnir ekki himinháir og hálfgert Sovétsystem á öUu?“ Sérhyggja gegn almannaheill Þá greip ég tækifær- iö og fór yfir nokkur atriði. Benti honum á tillögur okkar jafnað- armanna fyrr og nú. Eins og i sjávarútvegs- málum, þar sem lögð er áhersla á að fiskur- inn í sjónum sé sam- eign okkar allra en ekki fáeinna útval- inna. Nefndi líka í því samhengi hálendið og aðrar sameiginlegar auðlindir. Vakti síðan athygli hans á því að við jafn- aðarmenn vOjum að raunveruleg sam- keppni fái að njóta sín þar sem það leiðir tO lækkunar á verði á þjónustu án þess að hún verði skert en höfnuðum óheftu markaðsfrelsi þar sem örfáir græða á tá á fingri á kostnað hinna mörgu. - „Það köUum við frjálshyggju eða sérhyggju, sem gengur gegn al- mannaheiU,*' sagði ég. Frelsið og jafnréttið Síðan minnti ég kunningja minn á það að jafnaðarmenn hefðu gjam- an verið í farabroddi hvað varðar opin og góð samskipti við aðrar þjóðir og heimóttarskapur væri eit- ur í okkar beinum. Við vUdum að menntun í landinu fengi þann stuðn- ing sem henni bæri. Og yfirleitt að einstaklingurinn fengi að njóta sin tU fuUs en þó ekki á kostnað heUdarinnar. Samhjálp og samstaða væri okk- ar lykilhugtök en þau gengu ekki gegn þvi að athafnafrelsi einstak- lingsins fengi að njóta sín. „Horfðu á feril okkar og sjáðu hvað jafnaðarmenn eru að gera úti um aUa Evr- ópu,“ sagði ég. „Veistu það,“ sagði ég í lokin á þessum vanga- veltum mínum sem kunningi minn hlust- aði á með athygli: „Stjórnmál eru ekkert sérstaklega flókið fyr- irbæri þótt sumir setji þau viljandi í slíkan búning. Við jafnaðarmenn byggjum einfaldlega stefnu okkar og störf á grundvaUar- hugsjónum sem hægt er að draga saman í þremur orðum: „Frelsi, jafnrétti og bræðralag." „Heyrðu, Guðmundur Árni," sagði kunningi minn. „Auðvitað er þetta rétt hjá þér. Það er sko langt í frá að sjálfgefið sé að íhaldið og framsókn deUi og drottni í þessu landi okkar. Við, almennir launa- menn, þurfum að hugsa okkar gang.“ - Við kvöddumst með virkt- um og ákváðum að vera í góðu sam- bandi. Jafnvel í kosningunum í vor. Guðmundur Árni Stefánsson Kjallarinn Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður Meö og á móti Er Hrísey nægilega góð einangrunarstöð fyrir gæludýr? Aðstaðan er nógu góð Stefán Björnsson, forstööumaður Ein- angrunarstöðvar- innar í Hrísey. „Aðstaðan í Einangrunar- stöðinni í Hris- ey er nægilega góð. Hins vegar get ég sagt að staðsetningin er það ekki. Best væri auð- vitað að hafa stöðina sem næst Keflavík- urflugvelli. Að- staðan í Hrísey er með 5 fermetra inni- og úti- búrum. Þar eru mjög góð gólfefni og allt er uppkynnt þannig að hundum líður yfirleitt mjög vel. Við erum með átta klefa fyrir hunda og fjögur kattabúr. Það má segja að eftirlit með þessu sé fullt starf fyrir einn mann. Ég hef verið með þennan rekstur í 5 ár. Allflestir eigendur hafa verið afskaplega ánægðir, þó einhverj- ar undantekningar séu á því. Á síðasta ári voru ekki nema 1-2 óánægðir. Að öðru leyti get ég ekki sagt annað en að ég hafi átt gott samstarf við eigendur í 99 prósent tilfella. Velgengni þess- arar stöðvar er mikið Aðalbjörgu Jónsdóttur dýralækni að þakka. Varðandi umtal að undanfórnu um að dýr hafi komið niðurbrot- in frá Hrísey þá getur vissulega verið einstaklingsbundið hvern- ig dýr koma úr einangrun. Á hinn bóginn verður að benda á að það hlýtur að taka toll af all- flestum dýrum að vera tekin 6 vikur frá eigendum. Fólk gerði okkur greiða ef það hefur sjálft samband við okkur á stöðinni ef það telur eitthvað ábótavant." Suðurnes besti kosturinn „Nei, það tel ég ekki. Staðsetning- in og aðbún- aður getur verið miklu betri. Suð- vesturhom- ið, t.a.m. Suðurnesin eða Suður- hundaatferl- land, eru isfra,ð,ngur' miklu betri kostir. Þá gætu eig- endumir, sem langflestir eru frá höfuöborgarsvæðinu, heimsótt dýrin í 6 vikna einangrun þeirra. Auk þess þyrftu dýrin ekki að fara í eins miklar langferðir i ein- angrunina og raun ber vitni án þess að geta nokkurn tímann far- ið út úr búrunum. Þá er átt við Keflavík - Reykjavík - Akureyri - Árskógssand - Hrísey. Allt með viðeigandi bið. Ég tel líka að ein- angrunarstöðvar fyrir gæludýr í útlöndum hafi miklu meira rými. t.d. sameiginlegu útivistarpláss. Þó sumir segi að dýr komi niður- brotin frá Hrísey verður þó að hafa í huga skapgerð þeirra yfir- leitt, aldur, umhverfisaðstæður þeirra erlendis og undirbúning. Hvað varðar Suðurnes er það besti kosturinn því þau eru styst frá Keflavík. Auk þess gæfist eig- endum þá kostur á að heimsækja dýrin sín, t.d. tvisvar í viku eins og gerist erlendis. Einnig yrði það miklum mun meira aðhald fyrir stöðina þegar eigendumir fá kost á að koma þar við. Þeim mun meiri tilbreyting því betra. Eins og er er engin aöstaða til að taka á móti eigendum í Hrísey fyrir utan það hve langur vegur er fyr- ir flesta að fara þangað." -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.