Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Page 18
18
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Norður-Mjódd
í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga
nr. 73/1997 er hér með auglýst til kynningar tillaga
að deiliskipulagi reits sem markast af
Stekkjarbakka, Álfabakka og Reykjanesbraut.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 22. janúar til 19. febrúar
1999. Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 5. mars
1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Fréttir
i>v
.
■ •
115; i'j í'IFB 8 " i "Á - >v. ;■
I ár á að Ijúka byggingu afgreiðslu við sundlaugina á Akureyri. Einnig verður settur upp nýr hreinsibúnaður og lok-
ið við búningsaðstöðu kvenna. DV-mynd gk
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Borgaskóli,
lóðarmörk,
lóðarfyrirkomulag
í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðar
Borgaskóla hvað varðar mörk og fyrirkomulag.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 22. janúar til 19. febrúar
1999. Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 5. mars
1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219
Bakkastaðir 159-161,
stækkun byggingarreita og
fjölgun íbúða
í samræmi við 1. mgr. 26. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst til
kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi
lóðarinnar Bakkastaðir 159-161. Gert er ráð fyrir
stækkun byggingarreita og fjölgun íbúða úr 8 í 12.
Tillagan verður til sýnis í sal Borgarskipulags og
Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka
daga kl. 10:00-16:15 frá 22. janúar til 19. febrúar
1999. Ábendingum og athugasemdum vegna
ofangreindrar kynningar skal skila skriflega til
Borgarskipulags Reykjavíkur, eigi síðar en 5. mars
1999.
Þeir, sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins
frests, teljast samþykkja tillögurnar.
\ I /
Hefur þú kíkt
^ Sinfóníuvefinn?
wwwvisiris
NYR HIMMUR Á NI IINU
Sundlaug Akureyrar:
Framkvæmdir fyrir 80
milljónir króna í ár
DV, Akureyri:
Framkvæmdanefnd Akureyrarbæj-
ar hefur falið „SA-hópnum“, sem er
hópur sem vinnur að uppbyggingar-
málum sundlaugarinnar á Akureyri,
að endurskoða kostnaðaráætlun
vegna framkvæmda við sundlaugina í
ár og leggja fram hugmyndh’ um
breytingar á þann veg að fram-
kvæmdakostnaður rúmist innan
ramma fjárhagsáætlunar bæjarins.
Samkvæmt íjárhagsáætlun bæjar-
ins er fjárveiting til framkvæmda við
sundlaugina áætluð 80 milljónir
króna. Magnús Garðarsson, eftirlits-
maður með framkvæmdunum við
laugina, lagði hins vegar fram áætlað-
an kostnað vegna framkvæmdanna og
samkvæmt hans tölum nemur kostn-
aðurinn 96,6 milljónum og þennan
mun sem er á milli fjárhagsáætlunar
og kostnaðaráætlunar upp á 16,6 millj-
ónir króna vill framkvæmdanefndin
skera niður.
Gísli Kr. Lórenzson, forstöðumaður
sundlaugarinnar, segir að í ár eigi að
ljúka byggingu nýrrar afgreiðslu sem
þýðir um leið að aðkoman að lauginni
færist og verður nú að sunnanverðu
og bílastæði verða sameiginleg með
íþróttahöllinni. Þá verður lokið við
nýja búningsaðstöðu fyrir konur, sett-
ur upp nýr hreinsibúnaður og unnið
við „pottasai".
Gísli Kr. segir að mikil breyting
verði á aðkomu að lauginni í vor, og
þá muni t.d. öll aðstaða fyrir fatlaða
lagast verulega. í næsta áfanga fram-
kvæmdanna við Sundlaug Akureyrar
verður m.a. unnið að breytingum á
gömlu sundlauginni og við bygging-
una sem hýsir búningsklefa karla.
Eklki hefur verið tekin ákvörðun um
hvenær ráðist verður í þann áfanga.
Framkvæmdir við sundlaugina hafa
staðið yfir undanfarin ár og mikið
verið framkvæmt. Ný laug hefur ver-
ið tekin í notkun, nýir „heitir pottar“
byggðir, settar upp vatnsrennslibraut-
ir og mikið unnið við sólbaðsaðstöðu
á sundlaugarsvæðinu, svo eitthvað sé
nefnt. -gk
Björgvin íþróttamaður
Dalvíkurbyggðar 1998
DV, Dalvík:
Skíðamaðurinn Björgvin Björg-
vinsson var útnefndur íþróttamað-
ur Dalvíkurbyggðar 1998. i 2. sæti
varð hestaíþróttamaðurinn Stefán
Friðgeirsson og í 3. sæti frjálsi-
þróttamaðurinn Ómar Freyr Sæv-
arsson. Aðrir sem útnefningu hlutu
voru Haukur Snorrason - golf, Jó-
hannes Bjami Skarphéðinsson -
körfuknattleikur, Steinn Símonar-
son - knattspyrna og Þorgerður
Sveinbjamardóttir - sund.
í greinargerð með útnefningu
Björgvins segir m.a.: „Björgvin
Björgvinsson stundar nám við
skíðamenntaskóla i Noregi. Hann er
mjög samviskusamur og hefur það
sýnt sig að þegar hann hefur komið
heim á sumrin þá má oft sjá hann
hlaupandi einan um fjöllin í ná-
grenninu. Öll hans vinna er nú að
skila sér þvi sl. vetur skaust hann á
toppinn. Fyrst með 12. sæti á heims-
meistaramóti unglinga í flokki 16-19
ára í stórsvigi. Þar vora einnig veitt
verðlaun fyrir flokk 16-17 ára og
vann Björgvin til þeirra verðlauna
og er heimsmeistari í þeim flokki.
Skömmu seinna tók hann þátt í
unglingameistaramóti Noregs í
flokki 16-19 ára. Þar sýndi hann og
sannaði að heimsmeistaratitillinn
var engin heppni þvi hann vann
stórsvigið í sínum flokki. Á Skíða-
móti íslands varð hann Islands-
meistari í risasvigi.
í ár hefur Björgvin verið valinn til
þátttöku á heimsmeistaramóti ung-
linga 16-19 ára sem fram fer i Pra-
Loup í Frakklandi dagana 3.-12. mars
en þar hefur hann titil að verja.
Björgvin Björgvinsson skíðamaður,
Björgvin er eitt mesta efni íslend-
inga og hefur vakið mikla athygli,
bæði hér heima og erlendis. Hann
hefur einnig lyft undir skíðaáhuga á
íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 1998.
DV-mynd hiá
íslandi því yngri krakkar sjá að það
er hægt að verða góður og komast á
toppinn." -hiá