Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1999, Qupperneq 32
J*
•*
*
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
Ólafur Örn Haraldsson alþingis-
maður, t.v., og Alfreð Þorsteinsson
borgarfulltrúi eftir að úrslit í próf-
kjöri Framsóknar í Reykjavík lágu
fyrir. Fremst er Haukur, sonur Ólafs
Arnar. DV-mynd Pjetur
Finnur Ingólfsson:
Eg fékk góða
kosningu
„Ég er mjög ánægður með niður-
stöðuna og tel mig hafa fengið mjög
góða kosningu. Ég fékk tæp 58% at-
kvæða í fyrsta sæti sem þrír menn
börðust um. Það verður að teljast
gott,“ sagöi Finnur Ingólfsson, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra og vara-
formaður Framsóknarflokksins, við
DV í morgun.
Finnur fékk 996 atkvæði í fyrsta
sæti í prófkjöri Framsóknar í
Reykjavík, en 1230 atkvæði alls.
1826 tóku þátt í prófkjörinu en 1745
atkvæði voru gild. Alfreð Þorsteins-
son borgarfulltrúi, sem lenti í 5.
sæti, segir Degi að fylgi Finns hljóti
að valda honum vonbrigðum og
veki spurningar um forystuhlut-
verk hans í Reykjavík. Finnur vildi
í morgun ekki tjá sig um þau um-
mæli Alfreðs.
Ólafur Öm Haraldsson fékk 1016
atkvæði í 1. og 2. sæti prófkjörsins.
Jónína Bjartmarz hlaut 1078 at-
kvæði í 3. sæti og Vigdis Hauksdótt-
ir 1344 atkvæði í það fjórða. Á eftir
Alfreð í 5. sæti kom Arnþrúður
Karlsdóttir. -hlh
Grundarfj örður:
Helmingur
allaballa til
græningja
Nýtt félag hefur verið stofnað við
hlið Alþýðubandalagsfélags Grundar-
fjarðar. Félagið nýja heitir Bæjar-
málafélag G-listans og er tilkomið
vegna stuðningsmanna græningja
sem ekki vilja lengur vera kenndir
við Alþýðubandalagið. Jafnframt hef-
ur stærstur hluti félagsmanna sagt sig
úr gamla félaginu. Ragnar Elbergsson,
sveitarstjórnarmaður G-listans, er
einn þeirra sem gengið hafa til liðs
við Grænt framboð. Hann vill ekkert
segja um það hversu margir fylgi hon-
um en segist finna meðbyr. Björgvin
Lárusson, formaður hins forna félags,
segir að minnsta kosti helmingur hafi
hætt í félaginu og sjálfur sé hann
óráðinn. Kjördæmisráð Græns
framboðs var stofnað á Vesturlandi í
gærkvöldi. -rt
Sceði, úrval og gott verð
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-550 ný vél
tengjanleg viö tölvu
8 leturgeröir,
8 stæröir, 15 leturútlit
úrval strikamerkja
6 til 36 mm borðar
prentar f 7 llnur
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
*
*
é
*
i
*
*
*
Veðrið á morgun:
Slydda fyrir
sunnan og
austan
Á morgun verður austan- og
suðaustankaldi á landinu. Slydda
verður með köflum sunnan- og
austanlands en skýjað og úr-
komulítið í öðrum landshlutum.
Hiti verður nálægt frostmarki.
Veörið í dag er á bls. 29.
Javier Solana, framkvæmdastjóri NATO, sagði á níunda tímanum i morgun, eftir fund með Davíð Oddssyni forsæt-
isráðherra og Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, að næstu klukkustundir myndu hugsanlega ráða úrslitum í
Kosovo-deilunni. Hann sagði að mikið yrði um fundahöld þar sem reynt yrði að finna lausn mála. Þá sagðist Solana
vonast til þess að William Walker, yfirmaður eftirlitssveita ÖSE, fengi að starfa óhindrað í Kosovo. Á myndinni er
Solana á milli þeirra Halldórs og Davíðs í Stjórnarráðinu. DV-mynd Teitur
FRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Helgarblað DV:
Málverkafals-
arar og Draum-
ur fangans
í helgarblaði DV á morgun er ítar-
legt viðtal við Jónas Freydal, huldu-
manninn í Kaupmannahöfn, sem
stundað hefur viðskipti með íslenskar
myndlistarperlur um árabil.
Ungur maður lýsir reynslu sinni af
sértrúarsöfnuði en honum var bannað
að fara í bíó með vinunum og ekki
mátti hann tala við afa sinn.
íslenskir húðsjúkdómalæknar eru
að opna stærstu húðlæknastöð á
Norðurlöndum. Þeir hafa gert Fjölni
Þorgeirssyni og Mel B. tilboð um að
afmá tattoo af rasskinnum þeirra.
Ámi Bjömsson læknir skrifar um
fréttir erlendra fjölmiðla um gagna-
grunninn og yfirkokkurinn á Litla-
Hrauni gefur uppskrift að „Draumi
fangans". -EIR
ÞETTA VAR TÆP-
AST fRAMSOKN
HJA ALFREÐ!
FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1999
Banaslys í
snjóflóði í
Laxárdal
Stykkishólmur:
Ótryggt at-
vinnuástand
- segir bæjarfulltrúi
„Ástæðan kann að vera ótryggt at-
vinnuástand og þá sérstaklega í kring-
um rækjuna," segir
Davíð Sveinsson,
bæjarfulltrúi minni-
hluta í Stykkis-
hólmi, um það að
yfir 50 hús em á
söluskrá í bænum.
Þama er um að
ræða um 12,5 pró-
Davíð Sveinsson. sent allra fasteigna í
bænum. Davíð segir
eðlilegt að á sölu séu 20 til 30 hús en
þetta sé í hærri kantinum. „Þetta er
ekki einn hópur fólks frekar en annar.
Einhver óánægja er til staðar en ég
held að fólk viti ekki hvað því býðst
annars staðar. Einhverjir vilja kom-
ast í hærri laun en bjóðast hér,“ segir
Sveinn.
Nánar á bls. 2 -rt
Stórt snjóflóð féll á veginn í Lax-
árdal, milli bæjanna Kasthvamms
og Rauðhóla í Suður-Þingeyjar-
sýslu, í gærkvöld og lést maður
sem varð undir flóðinu. Talið er að
flóðið hafl fallið einhvem tímann
milli kl. 6 og 8 í gærkvöld en ekki
er vitað nánar um hvenær það féll
þar sem engar ferðir voru um veg-
inn fyrr en kl. 8 um kvöldið. Það
var ungur maður, sem átti leið um
Laxárdal, sem varð þá var við flóð-
ið. Leitaði hann á næsta bæ þegar
hann sá að einhver hafði orðið
undir því og var þar kallað eftir að-
stoð. Björgunarsveitin í Aðaldal
var kölluð út og var hún komin á
svæðið skömmu síðar. Maðurinn
var látinn þegar hún kom á stað-
inn. Ekki er vitað nákvæmlega
hversu öflugt snjóflóðið var en
talið er að það hafi verið um
150-200 metra breitt og að sögn
þeirra sem á svæðið komu var
snjór mjög mikill. Dráttarvélin
barst um himdrað metra niður að
ánni neðan við veginn. Maðurinn
sem lést er áttatíu ára gamall bóndi
í Laxárdal. Talið er hann hafi ver-
ið að troða leið að bæ sínum þegar
flóðið féfl. Ekki er talið að aðra hafi
sakað í flóðinu en vegurinn um
Laxárdal er enn lokaður. Sýslu-
maður í Þingeyjarsýslu sendi frá
sér viðvörun í gær um snjóflóða-
hættu. Skv. upplýsingum frá snjó-
flóðavakt Veðurstofu íslands í
morgun er ekki talin snjóflóða-
hætta neins staðar á landinu en
Veðurstofan itrekar að fólk fari
alltaf með gát.
-hb/gk