Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Fréttir Sjúkraflutningsmaöur í Hafnarfirði hlaut örorku eftir að hafa borið sjúkling: Milljóna bætur vegna óaðgæslu læknisins - dæmdar vegna þess aö læknirinn tróö sér fram fyrir börur sjúklingsins Sjúkraflutningsmaður, sem hlaut örorku eftir að hafa borið aldraðan mann í lífshættu út úr húsi í Hafnarfírði árið 1990, hefur unnið margra milljóna króna skaðabótamál gegn lækni og Heilsugæslustöðinni Sólvangi. Maðurinn varð fyrir meiðslum þegar læknirinn rak sig í börur sem hann var að bera þannig að slinkur kom á þær og hann rak sig í handrið, m.a. með þeim afleiðing- um að alvarleg bakmeiðsl hlutust strax af. Dómurinn dæmir stefiidu í málinu bótaskylda. Sjúkraflutn- ingsmaðurinn telur tjón sitt nema 12 milljónum króna. Semja verður um bótaupphæðir eða fara í annað dómsmál vegna þeirra. Atburðurinn átti sér stað að- faranótt þriðjudagsins 14. ágúst 1990. Útkall kom til læknis á bæj- arvakt Heilsugæslustöðvarinnar Sólvangs sem hafði aðstöðu í slökkvistöðinni í Hafnarfirði. Tveir sjúkraflutningsmenn voru á vakt. Flytja þurfti karlmann á sjö- tugsaldri, sem bjó á Suðurgötu, á sjúkrahús vegna bráðrar kransæðastíflu. Þrír menn fóru á staðinn - læknirinn og sjúkra- flutningsmennirnir tveir. Þegar bera þurfti sjúklinginn út urðu sjúkraflutningsmennimir að lyfta börunum upp fyrir tréhandrið til að koma þeim fyrir tvö 90 gráða hom, efst og neðst í stiganum. Stefnandi í málinu gekk fyrstur, aftur á bak niður stigann. Áður en kom að seinni vinkilbeygjunni smeygði læknirinn sér fyrirvara- laust með fram börunum. Fyrir honum vakti að opna útidyr við neðsta stigaþrepið og flýta fýrir að sjúklingurinn kæmist út. Við þetta kom slinkur á börurnar þannig að fremri sjúkraflutnings- maðurinn, sem bakkaði, féll aftur yfir sig og rak mjóbakið í lítið handrið við útidyravegg. Miklar kvalir hlutust strax af, m.a. niður í nára og eistu. í niðurstöðum Jónasar Jó- hannssonar, héraðsdómara á Reykjanesi, segir að þótt umrædd- ur sjúklingur hefði verið í lífs- hættu hefði lækinum borið að bíða þess að sjúkraflutningsmenn- irnir óskuðu aðstoðar - en ella gera þeim viðvart að hann hygðist ganga með fram börunum og gefa þeim kost á að stöðva burðinn á meðan...Telur dómurinn sam- kvæmt framanröktu að stefndi (læknirinn) hafi ekki viðhaft nægilega aðgát og að slys stefn- anda verði rakið til þess,“ segir í dóminum. -Ótt Svefnlaus vegna hávaða - þarf aö spenna sig ofan í rúm Gísli Ferdinandsson skósmiður, til heimilis að Lækjargötu 6 a í Reykjavík, getur ekki sofið heima hjá sér um helgar. Gísli býr á annarri hæð í gömlu timburhúsi og á hæðinni fýrir neðan hann er Kaffi Frank, skemmtistaður unga fólksins. „Þeir spila dynjandi þungarokk hér allar helgar langt fram eftir nóttu og ég þarf að spenna mig með öryggisbeltum ofan í rúmið til að hrökkva ekki fram á gólf,“ segir Gísli skósmiður. „Ég hef reynt að tala við borgarstjóra og Helga Hjörvar en það hefur ekkert komið út úr því.“ Auk þess að vera skósmiður er Gísli flautuleikari, spilar á pínu- litla piccolo-flautu, en getur lítið æft sig fyrir hávaða að neðan. Hann er að hugsa um að ganga í Húseigendafélagið og láta reka málið fýrir sig þar. „Þetta hús mitt hér í Lækjargöt- unni er í raun og veru fjölbýlishús og það hljóta að gilda einhverjar reglur um þessa hávaðamengun. Stundum flyt ég út ttm helgar til að fá svefhfrið. Ég á sjö böm þannig að ég á sem betur fer í mörg hús að venda,“ segir Gísli. í næsta uppgangi við hann er rekið gistiheimilið Ljóti andarung- inn. Þar hefur gengið illa að leigja út herbergi vegna hávaða. Dæmi eru um erlenda gesti sem hafa orð- ið skelfingu lostnir um nætur. Fyrir nokkrum dögtun urðu eig- endaskipti á Kaffi Frank og bindur Gísli Ferdinandsson miklar vonir við nýjan eiganda. „Þetta er útlendingur sem hefur tekið við staðnum. Ég vona að hann sé menningarlegri en sá sem fyrir var þannig að ég geti farið að æfa mig aftur á flautuna - og sof- ið,“ segir Gísli og geispar. -EIR ■ ^ Gfsli Ferdinandsson skósmiður að ærast úr hávaða. Piccolo-flautan er kom in í eyrað. DV-mynd ÞÖK Sá ólympíuhneykslið fyrir: Aðeins einu sinni verið boðið til kvöldverðar - segir Július Hafstein um Alþjóða ólympíunefndina „Ég vissi að þetta myndi gerast, ekki endilega 1 Salt Lake City, en eitthvað þessu líkt. Til þess er ég búinn að sjá nógu rnikið," segir Júlíus Hafstein, eini íslendingur- inn sem starfar í nefndum Alþjóða ólympiunefndarinnar en þar hefur hvert hneykslið rekið annað, eins og kunnugt er úr heimsfréttunum. Júlíus á sæti í nefnd um íþrótta- og umhverfismál hjá Alþjóða ólymp- íunefndinni og sækir tvo fundi á vegum nefndarinnar á þessu ári. „Við fundum í sama herbergi og Alþjóða ólympíunefndin í Laus- anne í Sviss þannig að við erum nálægt toppnum," segir Júlíus. „Þetta eru strangir fundir, byrja snemma morguns og lýkur ekki fyrr en undir kvöld.“ Júlíus segist harma mjög þá hneykslisöldu sem gengið hefur yfir ólympíunefndina en bendir á að flestir þeir sem þar séu viðriðnir komi frá Afríku: „Menn verða að skilja að í mörgum Afríku- löndum þykja mútur sjálfsagðar og það þekkja ís- lendingar sem JÚIÍus Hafstein: sjálfir viður- Vissi að þetta kenndu að hafa myndi gerast. greitt miklar mút- ur til að liðka fyr- ir skreiðarsölu í Nígeríu, svo dæmi sé tekið. Hér snýst málið einnig um mismunandi venjur og siöi í stórum heimi." Júlíus segir að sér hafi aldrei verið boðnar mútur og á þeim þremur árum sem hann hafi setið í fyrmefndri nefnd á vegum ólymp- íunefndarinnar hafi honum aðeins einu sinni verið boðið í kvöldverð. „Ég fæ dagpen- inga og greiði þá allan kostnað sjálfur eða hálfa dagpeninga og hótelkostnað greiddan sam- kvæmt venju. Á þessum fundum borða ég hádegis- verð á kaffiteríu samtakanna og svo kvöldverð á hótelinu mínu á kvöldin. Flóknara er það ekki,“ segir Júlíus. íþrótta- og umhverfisnefnd Al- þjóða ólympíunefndarinnar, sem Júlíus á sæti í, undirbýr nú heims- ráðstefnu sem haldin verður næsta haust í Rio de Janeiro í Brasilíu. Þar er ráðgert að fjalla um íþróttir og umhverfi í víðasta skilningi: „Ég horfi mjög til þess að fá ís- lenskan fýrirlesara til að koma þar fram. Við höfum margt til mál- anna að leggja á þessu sviði og í röðum þeirra sem voru að stofna náttúruverndarsamtök í Reykja- vík á dögunum er margt góðra manna,“ segir Júlíus en tekur fram að hann eigi ekki endilega við Steingrrím Hermannsson sem kjörinn var formaður umræddra samtaka. Um forseta Alþjóða ólympíu- nefndarinnar, Juan Antonio Sam- aranch, segir Júlíus: „Juan er stórefnaður, af ríku foreldri og varð enn ríkari við gift- ingu þannig að það þýðir ekkert að bera fé á hann. En allt er þetta hörmulegt og fer vonandi að linna." -EIR Juan Antonio Samaranch: Of ríkur til að þiggja mútur. Stuttar fréttir i>v Engin ofurkjör Ögmundur Jónasson alþingis- maður telur hugmyndir um að þingmenn hafi hættulega lág laun ómerkileg- ar. „Eftir allt það sem á gekk til að knýja lægstu laun upp í 70 þúsund krónur og með hliðsjón af því hvað Alþingi er að samþykkja gagnvart öryrkjum þá er þetta hlægileg umræða,“ segir Ögmundur. Snjór og ófærö Snjókoma og hvassviðri var í nótt og morgun á Suður- og Suð- Vesturlandi. Hellisheiði og Þrengsli voru ófær og færð víða þung, ekki síst í Reykjavík. Vilja skólaþjónustu Fyrir öllum sveitarstjómum í Þingeyjarsýslu frá Hálshreppi austur á Þórshöfn liggur tillaga frá stjóm Héraðsnefndar Þingey- inga um að ráðnir verði sérhæfð- ir starfsmenn að Félagsþjónustu Þingeyinga á Húsavík til að sinna skólaþjónustu frá 1. júní nk. Dag- ur segir frá. 134 búnir að kjósa Utankjörstaðakosning í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykja- vík stendur yfir. í gær höfðu 134 kosið. Ostalíki Tilraunaframleiðsla á ostalíki úr jurtaolíum (fiskiolíum) fyrir S- Afríkumenn stendur nú yfir hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Ey- firðinga. Dagur segir S-Affíku- menn ánægða með framleiðsluna. 90 þúsund tonn Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að leyfilegur heildarafli í síld verði óbreyttur frá því sem ákveðið var síðasta vor. Sjávarút- vegsráðuneytið hefur ákveðiö að fara að þeirri tillögu og því stend- ur ákvörðun um 90 þúsund tonna hámarksafla á síld óbreytt. Varla á listanum Alfreð Þorsteinsson segir mikiö verk bíða odd- vita lista ffam- sóknarmanna í Reykjavik að ná sáttum í flokknum og telur „afar ósennilegt" að hann verði á ffamboðslistanum. Fáir vilja fram Aðeins einn alþýðubandalags- maður gefúi- kost á sér í prófkjöri Samfylkingar á Norðurlandi eystra, Örlygur Hnefill Jónsson. Hann verður þvi sjálfkjörinn í annað sætið hreppi hann ekki það fyrsta í prófkjörinu. Bílasali dæmdur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Ragnar Kornelíus Lövdal, fertugan Reykvíking, í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt skjalafals, ítrekuð fiársvik, brot á lögum um sölu notaðra ökutækja, fiárdrátt og önnur brot. Fréttavef- ur Morgunblaðsins sagði ffá. Stýrir enn fundum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stýrði fúndi borgarráös í gær lí þvert ofan í ný- | legan úrskurð fé- i lagsmálaráðu- neytisins. Minni- ? hlutafulltrúar Sjálfstæðisflokks L*®L1lLÍS!L-J bókuðu mótmæli en meirihlutafull- trúar létu bóka að úrskurðurinn væri í samræmi við eldri sveitar- sfiórnarlög og því væri málið í lagi. Þriöjungur flutti 2.700 fleiri hafa flust frá Vest- fiörðum en til Vestfiarða á síðustu árum. Það er um þriðjungur núver- andi fiölda búsettra á Vestfiöröum. Þetta kemur fram í mannfiöldatöl- um Hagstofunnar. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.