Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRÁSON Aðstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hugsjón til sölu Ólympíuhugsjónin hefur beðiö hnekki. Fulltrúar í Alþjóða Ólympíunefndinni hafa haft þúsundir íþrótta- manna og milljónir áhugamanna um íþróttir að fífl- um. í ljós hefur komið að einstakir nefndarmenn hafa þegið gjafir, peninga og aðra fyrirgreiðslu, að ógleymdum portkonum, í skiptum fyrir atkvæði við val á borgum sem sótt hafa um að halda þessa miklu íþróttahátíð. Mútur hafa verið ríkjandi venja í lokuðu samfélagi siðblindunnar. í hugum almennings um allan heim hafa Ólympíu- leikarnir verið ímynd hreinleikans, þar sem hugsjón hinna heiðarlegu íþrótta var talin ráða ríkjum. Ólympíuhugsjónin var sameiningartákn alls hins besta í mannlegu fari. Sögusagnir um spillingu hafa lengi svifið yfir vötn- um Alþjóða Ólympíunefndarinnar, IOC, en flestir hafa leitt þær hjá hjá sér í þeirri von að Gróa á Leiti hefði rangt fyrir sér. Nú hefur annað komið í ljós og í van- máttugri tilraun forseta nefndarinnar, Juan Antonio Samaranch, og félaga hefur sex fulltrúum verið vikið tímabundið úr nefndinni vegna gruns um spillingu og mútuþægni við staðarval á Vetrarólympíuleikunum árið 2002 í Salt Lake City. Að auki var einum fulltrúa veitt áminning og þegar hafa þrír til viðbótar neyðst til að segja af sér vegna spillingar. í fyrsta skipti í sög- unni hefur verið boðaður sérstakur fundur til að stað- festa brottvísanir úr IOC, auk þess sem breyta á regl- um við val á gestgjöfum leikanna. Þessar aðgerðir eru byggðar á störfum sérstakrar rannsóknarnefndar sem Alþjóða Ólympíunefndin skipaði úr eigin röðum, en með þeim er hinn aldraði forseti, Juan Antonio Samaranch, að reyna að tryggja framtíð sína í embætti næstu tvö ár, en þá hyggst hann hætta. Sjálfur hefur Samaranch ekki farið var- hluta af ásökunum um mútuþægni og spillingu. Allt er þetta kattarþvottur og yfirklór, sem ekki er líklegt til að byggja upp að nýju traust og trúnað á Ólympíuhreyfmgunni. Slíkt gerist ekki fyrr en þeir sem ábyrgðina bera, verða menn til að axla hana. Það eru ekki hagsmunir Ólympíuleikanna sem Samaranch ber fyrir brjósti þegar hann situr sem fastast í forseta- stóli. Eigingirni og sjálfselska ráða þar ríkjum. Alþjóð- leg hreyfmg sem telur við hæfi að hefja einstakling eins og Samaranch til æðstu metorða og verja hann falli, sama á hverju gengur, er ekki mikils virði. Engum ætti að koma á óvart að Ólympíunefndin sé gróðrarstía spillingar og alls þess sem er andstætt hug- sjónum þeim sem byggt er á - a.m.k. í orði. í raun er það fámenn klíka sem öllu stjómar og stendur engum ábyrgð - enginn hefur .kosið þessa klíku til valda. Ólík- legt er að hús Alþjóða Ólympíunefndarinnar verði hreinsað fyrr en skipulagi verður breytt, lýðræði komið á og þar með aðhald tryggt að þeim sem þar eiga sæti. Forystumenn íþrótta- og ólympíusambands íslands eiga að taka af skarið og krefjast róttækra breytinga á uppbyggingu hinnar alþjóðlegu íþróttahreyfingar. Það verður ekki létt verk, enda á ísland ekki fulltrúa í Al- þjóða Ólympíunefndinni frekar en margar aðrar þjóð- ir. Ef til vill er hægt að hjálpa Samaranch að opna sið- blind augu og taka ábyrgð á því sem miður hefur far- ið. Fyrsta skrefið er að setja fram þá sjálfsögðu kröfu að Juan Antonio Samaranch segi af sér ásamt fylgi- sveinum. Óli Bjöm Kárason Aukinn stuðningur við unga fólkið í hinum dreifðu byggðum er mál sem flestir geta vonandi sameinast um, seg- ir m.a. í greininni. -1' frímínútum við grunnskólann í Bolungarvík. Stuðningur við nem- endur í dreifbýli skólastiginu. Takist það vel er ljóst að bæta má mikið aðstæður til menntunar á þessu sviði víða i dreifbýlinu. Verulegur kostnaður Þrátt fyrir þetta er það svo að óhjákvæmilegt er að böm og ungmenni úr dreifbýlinu sæki nám um lengri veg, sérstaklega á framhaldsskóla- og há- skólastigi. Kostnaður af þessu er mjög verulegur víða um land. Því miður þekkjast dæmi um að fólk hafi ekki treyst sér til þess að senda börn sín til mennta vegna kostn- aðar. Slíkt er auðvitað - „Því miður þekkjast dæmi um að fólk hafi ekki treyst sér til þess að senda börn sín til mennta vegna kostnaðar. Slíkt er auðvit- að grafalvarlegt mál sem nauð- synlegt er að bregðast við. “ Kjallarinn EinarK. Guðfinnsson alþingismaður og 1. þingmaður Vestfirðinga Þegar fólk ákveður búsetu sína þá er það tvennt sem ræður mestu. Annars vegar möguleikar á atvinnu og hins vegar menntunar- aðstæður. Líklegt er að síðari þátt- urinn vegi nú þyngra en áður, einfaldlega vegna þess að menntun- arsókn er al- mennt meiri en áður. Nútíma þjóðfélag gerir auknar menntun- arkröfur og þess vegna lítur fólk svo á að forsenda búsetu sé að geta boðið bömum og ungmennum gott nám. í þessum efnum skiptir að sjálf- sögðu hvað mestu að geta boðið upp á nám sem víðast, þó vitaskuld þannig að það standist eðlilegar kröfur um gæði og fjölbreytni. Sums staðar verður sliku einfald- lega ekki komið við. Meðal annars vegna fámennis og landfræðilegra aðstæðna. Til þess að bregðast við þessu hefur verið unnið mikið í þvi að færa námið nær fólki með tilstuðlan nýrrar fjarskiptatækni sem er að opna alveg nýja mögu- leika á þessu sviði. Fjarkennsla hefur þannig stóreflst á allra síð- ustu árum. Sú þróun hefur eink- um orðið á sviði endurmenntunar og á háskóla- og framhaldsskóla- stiginu. Nú fer einnig fram sérstök vinna við að kanna möguleika á því að efla fjarkennslu á gmnn- grafalvarlegt mál sem nauðsynlegt er að bregðast við. Athugun Hagfræðistofnunar Háskóla íslands bendir til þess að aukakostnaður við að senda börn í burtu til náms á framhaldsskóla- stigi sé á bilinu 150 til 375 þúsund krónur. í tilvikum þar sem tvö eða fleiri böm eiga í hlut er ljóst að kostnaður heimila á landsbyggð- inni við að senda böm til náms getur numið óskaplegri upphæð. Það er því ekki að undra að margt fólk flytji af landsbyggðinni vegna þess ama. Fólk verður í ýmsum tilvikum einfaldlega að velja á milli þess að flytja og geta kostað börnin til náms, eða búa áfram og setja námsmöguleika bama sinna hugsanlega í uppnám. Ríflega tvöföldun dreifbýlisstyrkja Verulega hefur verið reynt að létta undir með fólki sem við slík- ar aðstæður býr. Skemmst er þess að minnast að ný lög voru sam- þykkt fyrir jólin, að fmmkvæði menntamálaráðherra, sem opnuðu leið til dreifbýlisstyrkja fyrir nem- endm- í verknámi, en þeir höfðu ekki átt kost á slíkri fyrirgreiðslu áður. Þá hafa fjárveitingar af fjár- lögum til stuðnings nemendum úr strjálbýli verið auknar verulega á síðustu ámm. Þær námu um 91 milljón króna á núgildandi verð- lagi árið 1991, en verða um 228,2 milljónir króna í ár. Þær hafa því ríflega tvöfaldast á þessu tímabili. Aukningin hefúr orðið langsam- lega mest síðustu árin. Betur má þó ef duga skal Hér munar verulega um. Ljóst er að þeim hefur fækkað á ýmsum svæðum sem rétt eiga til dreifbýlis- styrkjanna. Því valda búsetubreyt- ingar, batnandi samgöngur sem gera skólasókn í dreifbýli auðveld- ari og uppbygging framhaldsnáms á landsbyggðinni. Á hinn bóginn hafa aðrir hópar hafa bæst við, meðal annars vegna lagabreytinga eins og þeirra sem samþykktar voru og fyrr eru nefndar. Þó svo að framlög til jöfnunar námskostnaðar hafi aukist mjög verulega er ljóst að betur má ef duga skal. Hér er um að ræða rétt- lætismál og byggðamál - en fyrst og síðast varðar þetta þó framtíð æskunnar. Aukinn stuðningur við unga fólkið í hinum dreifðu byggð- um er því mál sem við getum von- andi sem flest sameinast um. Það er mikið í húfi. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir aimarra Fyrirtækjasamningar „Miklar breytingar virðast vera að verða á starf- semi stéttafélaganna og er þar farið að örla á nýrri hugsun vegna nýrra viðhorfa félagsmanna þeirra, sér- staklega hinna yngri. Víst sýnist vera að í framtíðinni muni fyrirtæjasamningar koma miklu meira til álita en verið hefur og getur það breytt til mikilla muna starfsemi stéttarfélaganna, sem munu í auknum mæli skipta sér af fyrirtækjasamningum, einkum og sér í lagi vegna þeirrar nálægðar, sem oft er á milli vinnu- veitenda og starfsfólks i fyrirtækjum ... Þessi þróun í undirbúningi kjarasamninga er fagnaðarefni og jafn- framt vekur það eftirtekt að frumkvæði að nýjungum kemur nú frá verkalýðshreyfingunni, en á slíkt hefur skort.“ Úr forystugrein Mbl. 26. jan. Evrópuréttindi okkar ^ „Evrópusamvinnan hefur gefið íslendingum tæki- færi á fjölmörgum sviðum sem mikilvægt er að ein- staklingar, fyrirtæki og samtök nýti sér ... í dag er fjöldinn allur af aðilum hér á landi sem veitir upplýs- ingar um þessa möguleika ... Utanríkisráðuneytið hyggst kynna betur á komandi vikum tengiliðanet sem starfrækt er í öllum EES-ríkjunum og nær núna einnig út yfir EES-svæðið ... Utanríkisráðuneytið hyggst með markvissum hætti bæta þekkingu almenn- ings, hagsmimaðila og sérfróðra á ESS-samningnum. Með þessu verðúr farsæl framkvæmd samningsins betur tryggð og réttaröryggi aukið.“ Halldór Ásgrímsson í Degi 26. jan. Þjóðernishyggja - þjóöernisstolt „í dag er svo komið í þessum heimi að hvítur mað- ur getur vart kallað sig þjóðemissinna án þess að vera stimplaður kynþáttahatari. Vegna þeirrar stigvaxandi tiihneigingar heimsins að fletja aÚt út í einn stóran meðalmennskugraut þar sem enginn sker sig úr ... í framhaldi af því mætti segja hreintungustefnu íslend- inga óeðlilegt dekur við sérkenni þjóðarinnar ... En þessi hugsunarháttur, eða réttara sagt öfuguggahugs- unarháttur, að þjóðemiskennd sem tengist líkamleg- um sérkennum sé eitthvað verri en sú sem beinist að tungumálinu, er býsna merkilegur ... Af þessum sök- um væri það skynsamlegt fyrir fólk að íhuga þessi mál upp á nýtt i stað þess að ganga inn i fyrirfram ákveð- inn ramma sem hefur verið smíðaður um þessi mál.“ Grétar H. Gunnarsson í Mbl. 26. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.