Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 20
40 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 íþróttir ENGLAND Asíon Villa á í vandræðum þessa dagana vegna Stan Colly- more. Hann hefur lýst því yfir að hann eigi í erfiðleikum vegna álags og forráðamenn Villa hafa sagt að þeir geri allt til að hjálpa honum í erfiðleikunum. Collymore hefur lengi verið til vandræða hjá Villa, eða allt frá því hann var keyptur til félags- ins frá Liverpool. Hann hefur átt í mesta basli með að vinna sér fast sæti í aðalliði Villa. Þá hef- ur hann einnig átt í vandræðum í einkalífinu og lent í útistöðun við laganna verði. Collymore var á sínum tíma keyptur til Villa fyrir 7 milljónir punda og er dýr- asti leikmaður félagsins til þessa. Forráöamenn Atletico Madrid hafa loksins gefist upp á því að neita sögusögnum þess efnis að Brasilíumaðurinn Juninho sé á forum frá félaginu. Talið er víst að Aston Villa og Middles- borough muni berjast um kapp- Umboðsmaður Juninhos hefur látið hafa eftir sér að líklegast sé að Juninho fari á ný til Middles- borough, en hann lék með enska liðinu áður en hann hélt til Spánar. Leitin að frambærilegum mark- verði heldur áfram hjá Alex Ferguson, framkvæmdastjóra Manchester United. Arftaka Pet- ers Schmeichel þarf að finna sem fyrst, enda fer Daninn frá United eftir leiktíðina. Nú er þess getið í enskum fjölmiðlum að United sé að undirbúa 8 millj- óna punda tilboð í Richard Wright, markvörð Ipswich Town. Richard Wright er mjög sterk- ur markvörður og er í enska landsliðinu sem skipað er leik- mönnum 21 árs og yngri. Það þykir styrkja fréttaflutninginn að Alex Ferguson var á áhorf- endapöllunum um síðustu helgi þegar Ipswich lék á heimavelli sínum gegn Everton i bikamum. Norðmaðurinn Ole Gunnar Sol- skjær hefúr enn og aftur lýst því yfir að hann vilji hvergi leika í enska boltanum nema með Manchester United. Norðmaður- inn snjalli segist stefna að fóstu sæti í liði United en það sé ailt annað en auðvelt þar sem Cole og Yorke spili stórkostlega í framlínunni þessa dagana. Solskjœr segir í viðtali við enska íjölmiðla að hann kæri sig lítið um að vera minnst sem varamannsins snjalla á Old Traf- ford. „Ég vil að mín verði minnst sem fastamanns í liðinu og að því stefni ég. Vangaveltur í fjölmiðlum þess efnis að ég sé á fórum frá Old Trafford eiga ekki við rök að styðjast. Ég vil hvergi annars staðar vera,“ sagði Sol- skjær í gær. Umfátt er meira rœtt I enskum fjölmiðlum en vítaspymuna um- deildu sem dæmd var á Oxford i bikarleiknum gegn Chelsea í fyrrakvöld. Þessi umdeilda víta- spyma leit dagsins ljós þegar þrjár mínútur vora komnar fram yfir venjulegan leiktíma og bjargaði Chelsea fyrir hom. Það munaði einungis nokkram sekúndum að Chelsea félli úr bikarkeppninni. Varnarmaður Oxford fór greinilega í boltann fyrst er hann tæklaði Gianluca Vialli mjög harkalega innan vítateigs. Framkvæmdastjórar liðanna vora ekki sammála eftir leikinn. Stjóri Oxford mótmælti dómnum en Vialli sagði að um augljósa vítaspymu hefði verið að ræða. -SK Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, hefur með yfirlýsingum sínum lagt blessun sína yfir mútugreiðslur Ástrala. Hiýtur í framhaldinu að vera forgangsverkefni hjá Alþjóða Ólympíunefndinni að finna arftaka hans i embætti forseta. Á innfelldu myndinnl er Richard Pound, meðlimur IOC, sem var aðalmaðurinn í rannsókn á spillingu Innan IOC sem varð til þess að sex meðlimir nefndarinnar voru reknir tímabundið. Reuter Alþjóða Ólympíunefndin og sukkið innan hennar heldur áfram: Forsetinn leggur bless- ar. Stórblöð á við The Times og Daily Telegraph hafa krafist þess að Juan Anton- io Samaranch, forseti Al- þjóða Ólympíunefndarinn- ar, segi af sér embætti. Þrátt fyrir að ný spiiling- armál komi upp daglega neitar Samaranch að segja af sér. Og það sem meira er, hann ver spillinguna innan nefndarinnar við hvert tækifæri. Samaranch lýsti því yfir á blaðamannafundi um síð- ustu helgi að sex nefndar- mönnum hefði verið vísað úr nefndinni tímabundið. Það átti að hans mati að sýna að málin hefðu verið tekin fostum tökum og að forsetinn hefði fulla stjóm á 114 meðlimum nefndarinn- Forsetinn skilur ekki hvað mútugreiðslur era. Hann er orðinn svo sam- dauna spillingunni eftir 18 ár sem forseti að hann ber ekkert skynbragð á það lengur þegar menn brjóta lög og reglur nefndarinnar. Dæmi: Formaður Ólymp- íunefndarinnar í Ástralíu hefur viðurkennt að undir- búningsnefndin þar í landi hafi greitt aðilum í Alþjóða Ólympíimefndinni háar upphæðir í mútur, skömmu áður en atkvæðagreiðsla fór fram um hvar leikamir árið 2000 yrðu haldnir. Með öðr- um orðum hefur hann við- urkennt að mútugreiðslur voru inntar af hendi. Eftir þessar yfirlýsingar kom Samaranch fram á blaða- mannafundi og sagði að Ástralir hefðu ekki gert neitt rangt varðandi leikana í Sydney. Með öðrum orð- um, forsetanum finnst það eðlilegt að meðlimum Al- þjóða Ólympíunefhdarinnar séu greiddar milljónir króna fyrir atkvæði sín. Ástralir eru hræddir Alþjóða Ólympíunefndin heldur áfram að láta fulltrú sína rannsaka eigin spill- ingu. Nú er sendinefnd frá IOC á leiðinni til Sydney til að rannsaka hegðun og störf undirbúningsnefndar Ástr- ala áður en Sydney vann kosninguna um sumarleik- ema á næsta ári. Greinilegt er að Astralir era hræddir við rannsóknina. Þeir hafa þegar viðurkennt mútu- greiðslur. Frank Sartor, borgarstjóri í Sydney, hefur bragðist reiður við komu sendinefndarinnar frá IOC. Hann sagði i gær að IOC væri nær að rannsaka betur eigin störf í stað þess að eyða tima sínum í að rann- saka meint svindl í Ástral- íu. Þessi viðbrögð segja meira en mörg orð. í stað þess að fagna rannsókninni hræðist hann hana. Skemmdu eplin Juan Antonio Samaranch var spurður að því hvort öll skemmdu eplin hefðu verið hreinsuð úr Alþjóða Ólymp- íunefndinni. Hann sagði svo vera og bætti við að lang stærstur hluti meðlima IOC væri heiðarlegt fólk. Samaranch hefur viður- kennt að hafa þegið mörg hundrað gjafir í gegnum árin. Hann hefur líka viður- kennt að hafa þegið rándýr- ar byssur og sverð að gjöf sem era langt yfir þeim mörkum sem leyfileg era. Samaranch hefur ferið fram á ótvíræða stuðnings- yfirlýsingu frá IOC í mars. Þá yfirlýsingu verðskuldar hann ekki. Ef þeir fulltrúar sem eftir era í nefndinni era starfi sínu vaxnir sam- þykkja þeir brottrekstur Samaranch en ekki stuðn- ingsyfirlýsingu. -SK Frábært framtak ÍR-ingar hafa bætt enn einni skrautfjöður í hatt sinn. Stórmót félagsins i frjálsum íþróttum um liðna helgi í Laugardalshöll var frábært framtak sem ber að þakka og virða. Ekki er víst að margir geri sér grein fyrir þeirri miklu vinnu sem liggur að baki slíku móti. Margra mánaða þrotlaust starf skilar slík- um árangri. Og ekki spillir fyrir þegar íþrótta- mennimir sem á mótinu keppa ná frábæram ár- angri og ný íslandsmet lita dagsins ljós. Það eina sem deila má um varðandi mótið er tímasetningin. Það væri óneitanlega skemmti- legra ef mótið gæti farið fram síðar að vetrinum þegar íþróttamennirnir era komnir lengra í undirbúningi sinum fyrir keppnistímabilið ut- anhúss. Þetta kom berlega fram í stangarstökki kvenna. Þær Vala Flosadóttir og Þórey Edda El- ísdóttir vora aðeins að keppa á öðra móti sinu á árinu og eiga öragglega eftir að stökkva enn hærra er frá líður. Að sama skapi sýnir það okkur hversu miklir afburðaíþróttamenn Jón Amar Magnússon og Guðrún Amardóttir era, að þau skuli setja glæsileg íslandsmet á þessum árstíma. Jón Arnar er í gríðarlegu formi um þessar mundir og á ÍR-mótinu undirstrikaði hann það rækilega hversu mikill yfirburða íþróttamaður hann er. Þá er ljóst að Guðrún hefur aldrei verið sterkari. Af mörgum aðilum sem unnið hafa frábært starf við undirbún- ing mótsins ber að nefna Vé- stein Hafsteinsson sérstaklega. Þar er fagmaður á ferð, ótrú- lega duglegur og áhugasamur. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og ÍR-mótið vex með hverju árinu. Vésteinn hefúr einnig séð um samstarf við fjöl- miðla og það verður að segjast al- veg eins og er að þar er hann sér á báti. Þjónusta hans við fjölmiðla hefur ver- ið fyrsta flokks og því miður eiga íslenskir fjöl- miðlar ekki að venjast slíkri fagmennsku. ÍR-inga Um eitt þúsund áhorfendur mættu í Höllina. íslensku keppendumir voru umvafðir börnum og unglingum eftir mótið sem vildu fá eigin- handaráritanir hjá fyrirmyndum sínum. Komið hefur fram hjá Vésteini Hafsteinssyni að fyrir nokkram áram æföu 30 krakk- ar frjálsar íþróttir í Reykjavík. Þeir era um eitt þúsund í dag. Þarf frekari vitna við. Vonandi halda ÍR-ingar áfram á sömu braut. Þeir þiufa á öflugum stuðningi að halda til að þetta mót megi verða ár- legur viðburöur um ókomna framtíð. Stórmót ÍR er orðið einn stærsti íþróttaviðburðurinn í íslensku íþróttalífi ár hvert. Von- andi verður framhald á því. Til hamingju Vésteinn Hafsteinsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.