Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 19
18 Iþróttir Blcand í poka Tilkynnt var í gær aö Dougie Wal- ker frá Skotlandi, Evrópumeistari í 200 metra hlaupi karla, hefði falliö á lyíjaprófi. Walker neitar þvi staðfast- lega aö hafa tekið inn ólögleg lyf og kveðst ætla aö freista þess að hreinsa nafn sitt með kjafti og klóm. ■ Gunnar Andrés- son var i miklum ham og skoraði 12 mörk síðasta sunnudag þegar lið hans, Ami- citia, gerði jafn- tefli, 22-22, við Grasshoppers í úrslitakeppninni um svissneska meistaratitilinn í handknattleik. Skautafélag Reykjavikur sigraði Bjöminn, 13-4, í Skautahöllinni I Laugardal á mánudagskvöldið og er þar með komiö í úrslitakeppni ís- landsmótsins i íshokkí. Siguróur Sigurösson skoraði 4 mörk fyrir SR og Heiöar Ingi Ágústsson 3 en Sig- uröur Sveinbjarnarson gerði tvö marka Bjamarins. Fimm leikmenn Bjamarins vom ekki með þar sem þeir tóku út leikbann. SR mætir Skautafélagi Akureyrar í Skautahöllinni annað kvöld. Lið Ak- ureyringa verður vængbrotið því sex leikmanna þess taka út leikbönn, þar á meðal þjálfarinn, Clark McCor- mick, og helsti markaskorarinn, Rúnar Rúnarsson. Kjartan Antons- son, knattspymu- maður úr ÍBV, hefur verið valinn í úrvalslið há- skóla 1 þremur ríkjum Bandarikj- anna, Virginia, Maryland og Col- umbia. Kjartan leikur með liði James Madison há- skólans i Virginiafylki. NBA-meistarar Chicago Bulls hafa samið við manninn sem á að leysa Michael Jordan af hólmi sem skot- bakvörður. Það er Brent Barry en hann er 27 ára gamall og lék meö Mi- ami á síðasta tímabili. Barry þykir líflegur leikmaður, þekktur fyrir að horfa I eina átt en senda í aöra, en hve langt það dugir til að taka viö af Jordan er svo annaö mál. Michael Olouiokandi, sem var val- inn fyrstur í nýliöavali NBA síðasta sumar, er á leiö til LA Clippers eftir stutta dvöl á Ítalíu. Hann samdi þar við Kinder Bologna tveimur dögum áður en verkbanninu í NBA lauk fyrr í þessum mánuði og átti að vera þar til 15. febrúar. Olowokandi hefur fengið sig lausan í Bologna og verður væntanlega mættur á æfingu hjá Clippers á morgun. Dmitri Torgovanov, llnumaðurinn hávaxni úr heimsmeistaraliði Rússa, skiptir um félag í Þýskalandi í vor. Hann fer þá frá A-deildar liði Frank- furt til B-deildar liðs Solingen. Að sögn forráöamanna Frankfurt fær Torgovanov tvöfalt hærri laun hjá Solingen og það ráða þeir ekki viö. Valsmenn hafa gengiö frá greiðslu til ÍBV vegna félagaskipta Kristins Lárussonar knattspymumanns. Valsmenn inntu greiösluna af henti fyrir helgina og þar með er Kristinn orðinn löglegur með Val. Eins og fram kom í DV á dögunum voru Framarar famir að fylgjast grannt með málinu þvi þeir höfðu mikinn hug á að krækja í Kristin. Kristinn Björnsson var útnefndur íþróttamaöur Olafsfjaröar árið 1998. Kristinn er ekki óvanur slíkri útnefhingu, hann var t.d. íþrótta- maður árins sið- ast árið 1997. Aðrar deildir inn- an Leifturs til- nefndu sína menn. Knattspymudeild- in: Steinn Viöar Gunnarsson. Golf: Þröstur Sigvaldason. Körfubolti: Kristján Hauksson. Skotfélagið: Anton Konráösson. Þorrablót Fram verður í félagsheim- ilinu í Safamýrinni fóstudagskvöldið 5. febrúar, ekki herrakvöld Fram eins og sagt var i blaðinu i gær. Þorvaldur Örlygspon, knattspymu- maður hjá Oldham, er aö ná sér af hnjámeiðslum sem hafa háð honum undanfarnar vikur. Þorvaldur hefur aöeins náð að spila tvo af síöustu 14 leikjum Oldham en er oröinn leikfær og leikur meö varaliðinu í vikunni. Hann ætti að geta byijaö aö spila með aðalliðinu um næstu helgi. -VS/GH/HJ Bikarkeppni í körfuknattleik kvenna: Tímamót - hjá bikarliði Keflavíkurstúlkna Bikar kvenna í körfúbolta hefur verið eign Keflavíkurstúlkna und- anfarin sex ár og í raun undanfar- inn áratug enda hafa þær unnið bik- arinn í níu af síðustu 12 skiptum og leikið á þeim tíma 10 sinnum til úr- slita. 12 sinnum í úrslit frá 1987 Á þessu varð þó breyting á sunnu- dags- kvöldið er Stúd- ínur slógu þær út úr undanúr- slitum bikar- keppn- innar. Keflavík hafði unnið 20 bikar- leiki í röð fyrir leikinn og hindraði ÍS þannig að þær kæmust í bikarúrslitin í 12. sinn af síðustu 14 skiptum. Keflavíkurliðið hefur ávallt leikið bikarúrslitaleik kvenna frá 1987 nema 1991 er einmitt ÍS sló það út í 8 liða úrslitum og fóru Stúdínur þá alla leið og lyftu bikamum. Auk þess að hafa unnið 20 bikar- leiki í röð höfðu þær leikið 15 bikar- leiki í röð á heimavelli sínum án þess að tapa. Það er vissulega hægt að taka ofan fyrir frábærum árangri Keflavíkur í bikamum en að sama skapi em úrslit leiksins á sunnu- dagskvöld viss tímamót í sögu kvennakörfunnar. Bikarsaga Keflavíkurstúlkna er annars þessi frá 1987 1987 töpuðu úrslitaleiknum gegn KR, 61-65 1988 bikarmeistarar, unnu Hauka, 76-60 1989 bikarmeistarar, unnu ÍR, 78-69 1990 bikarmeistarar, unnu Hauka, 62-59 1991 töpuðu i 8 liða úrslitum gegn IS, 4546 1992töpuðu úrslitaleiknum gegn Haukum 54-70 1993 bikarmeistarar, unnu KR, 58-54 1994 bikarmeistarar, unnu Grindavík, 56-53 1995 bikarmeistarar, unnu KR, 6142 1996 bikarmeistarar, unnu Njarðvík, 6940 1997 bikarmeistarar, unnu KR, 64-63 1998 bikarmeistarar, unnu ÍS, 7044 1999 töpuðu í undanúrslitum gegn ÍS, 61-64 Alls 38 bikarleikir og aðeins 4 töp. Samtals hefur kvennalið Keflavíkur unnið 40 af 48 bikarleikjum sínum frá upphafi. -ÓÓJ Bland í poka Jóhann Ásgeir Baldurs knatt- spymumaður er genginn í raöir úr- valsdeildarliös Breiðabliks í knatt- spymu. Jóhann hefur undanfarin ár leikið með Völsungi á Húsavík en lék með Breiðabliki áður en hann fór norður. Jóhann á að baki leiki með U-16 og U-18 ára landsliðunum. Hann er þriðji nýi leikmaðurinn sem nýlið- amir fá en áður höfðu þeir fengið Otto Karl Ottóssson frá Stjömunni og Salih Heimir Porca frá Val. Leicester sigraöi Sunderland, 1-2, í fyrri viðureign liðanna í undanúrslit- um ensku deildabikarkeppninnar i knattspymu í gær. Tony Cottee kom Leicester í 2-0 með mörkum á 31. og 62. mínútu en Gavin McCann minnkaði muninn fyrir Sunderland stundarfjórðungi fyrir leikslok. í kvöld eigast við Tottenham og Wimbledon i hinni undanúrslita- viðureigninni. Bologna komst i gærkvöldi í undan- úrslit í ítölsku bikarkeppninni í knattspymu. Bologna tapaði fyrir Juventus, 0-1, á heimaveUi sínum i síðari viðureign liðanna en hafði unnið fyrri leikinn á útivelli, 2-1, og það réð úrslitunum. Það var hol- lenski landsliðsmaðurinn Edgar Davids sem skoraði sigurmark Juventus i gærkvöldi. Bologna mætir sigurvegaranum í viöureign Fiorent- ina og Atalanta í undanúrslitunum. Kevin Keegan og strákamir hans í Fulham náðu í gærkvöldi þriggja stiga forskoti i ensku C-deildinni í knattspymu með því aö leggja Old- ham að velli. Á sama tima tapaði Preston á útivelli fyrir Boumemouth, 3-1. Fulham er með 55 stig, Preston 52 og Walsall 51. -GH Kristín Blöndal og stöllur hennar í Keflavík eru aldrei þessu vant ekki f bikarúrslitum. Svíar skilja ekki að Rúnar Alexanderson er íslendingur: „Eg keppi auðvitað áfram fyrir ísland“ Einhverra hluta vegna geta Svíar ekki skilið að fimleikamaðurinn Rúnar Alexanderson er íslendingur en ekki Svíi. Rúnar keppti á móti í Svíþjóð undir lok síðasta árs og heiilaði alla upp úr skónum. í sænskum blöðum var miklu plássi varið í umgöllun um hann og að hann myndi jafhvel keppa með sænska landsliðinu á næstu ólympíuleikum. Sögðu blöðin að hann myndi styrkja sænska landsliðið gífurlega. Einn af forráðamönnum sænska fimleikasambandsins sagði í viðtali: „Við erum að leita að peningum til að geta boðið honum það sem til þarf. Fimleikamir eru hans líf og yndi og hann hefur kosið fimleik- ana til að ná árangri í lífinu. Þar sem hann er Norðurlandabúi á það að taka stuttan tíma að gera hann að sænskum ríkisborgara." Þessi undarlegu ummæli voru borin undir Rúnar í gær og hann svaraöi á þessa leiö: „Ég skil þetta eiginlega ekki. Svíamir höfðu eng- an áhuga á mér fyrir nokkmm árum. Ég er íslendingur, verð ís- lendingur áfram og mun ekki keppa fyrir neitt annað land en ísland." Næsta mót hjá Rúnari er alþjóð- legt mót í Los Angeles í lok febrúar. „Stærsta mótið á þessu ári verður hins vegar heimsmeistaramótið í nóvember í Kína og síðan er stóra markmiðið að standa sig vel á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. Ég er í betra formi í dag en ég hef verið áður og er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ánægður meö samninginn „Ég er mjög ánægður með þennan samning og það er mjög gaman að vera fyrsti karlmaðurinn í fimleik- um á íslandi sem gerir svona samn- ing,“ sagði fimleikastjaman Rúnar Alexanderson við DV í gær. Rúnar skrifaði í gær undir samn- ing við Austurbakka sem gerir hon- um auðveldara fyrir að stunda íþrótt sína. -SK Rúnar Alexanderson, ánægöur á svip eftir aö hafa undirritað samning viö Austurbakka í gær. Rúnar er fyrsti fimleikamaöurinn (karlmaöurinn) til aö undirrita slíkan samning hér á landi. Meö Rúnari eru Margrét A. Frederiksen, til vinstri, og Eva Ösp Arnarsdóttir, starfsmenn Austurbakka. DV-mynd Hilmar Þór + MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 DV MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 DV 39 f íþróttir Undirbúningur fyrir knattspymutimabilið: Níu íslensk félög fara til Spánar Ekki færri en níu knattspurnulið verða við æfingar á Spáni vikuna fyrir páska til undirbúnings fyrir tímabilið hér heima í sumar. Aldrei hafa fleiri lið verið á svipuðum slóðum á sama tíma en svæðið sem hér um ræðir er í grennd við Cadiz á Suður-Spáni. Liðin fara utan 20. mars og verður um að ræða beint flug til Seviila. Að minnsta kosti þrjú lið úr efsta deild, Fram, Grindavík og Víkingur, halda suður á bóginn og hugsanlegt er að Skagamenn bætist í hópinn. Önnur lið sem fara til Cadiz eru Þróttur úr Reykjavík, Bolungarvík, Dalvík, Sindri og íslandsmeistarar KR í kvennaflokki. „Það ste&iir allt í að það verði í kringum 200 manns á okkur vegum í tengslum við þessar æfmgaferðir lið- anna. Á svæðinu eru sex stórir vellir á dreifðu svæði. Lúkas Kostic fór á okkar vegum og skoðaði allar aðstæður sem honum leist mjög vel á. Þetta eru orðnir fastir liðir í undirbúningi íslensku félag- anna að fara utan til æfinga fyrir tíma- bilið. Liðin hafa lýst yfir meiri áhuga að fara sunnar í Evrópu en áður en þar er von um betra veður,“ sagði Eyjólfur Bragason, yfirmaður íþróttadeildar Samvinnuferða-Landsýnar, í samtali við DV í gær. Þess má geta að ensk félög hafa sótt á æfingasvæðin í Cadiz og má í því sam- bandi nefna lið á borð við Chelsea og Arsenal. -JKS Markaskor- ari í FH Erlendur Þór Gunnarsson, markahæsti leikmaður 2. deild- arinnar í knattspyrnu á síðasta tímabili, gekk í gær til liðs við 1. deildar lið FH. Erlendur Þór, sem er 23 ára og lék áður með Fylki í tveimur efstu deildunum, skoraði 18 mörk í 14 leikjum með Ægi i 2. deildinni í fyrra. -VS Knattspyrna: Eyjamenn til Flórída - og síðan til Portúgals íslands- og bikarmeistarar ÍBV í knattspymu ætla að undirbúa sig vel fyrir komandi keppnistímabil. Þeir munu fara í tvær æfinga- og keppnisferðir utan nú í vetur, þá fyrri til Bandaríkjanna og þá síðari til Portúgal. Eyjamenn fara til Flórída þann 12. febrúar og munu dvelja þar við æfingar og keppni í 9 daga. Þar munu þeir etja kappi við danska félagið Lyngby og mæta tveimur sterkum bandarískum félagsliðum. Um mánaðamótin mars-apríl fara svo meistaramir til Portúgal ásamt fleiri íslenskum félögum. „Við fórum tvær ferðir á undirbúningstímabilinu í fyrra. Fyrst fómm við til Kýpur og svo til Portúgals og báðar þessar ferðir nýttust okkur vel. Það er nauðsynlegt að komast í betri aðstöðu og bijóta upp þetta langa undirbúningstímabil. Strákamir safna fyrir annarri ferðinni en við komum til með að hjálpa til með hina,“ sagði Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymudeildar ÍBV, viö DV í gær. -GH Einar Guðmundsson hjá Bryne: „Þjálfa til vorsins" Einar Guðmundsson verður þjálfari norska kvennahandboltaliösins Bryne út þetta tímabil en hættir ekki strax með það, eins og sagt var í DV á mánudag. „í frétt Stavanger Aftenblad, sem DV byggði á, voru margar rangfærsl- ur. Málið er að ég sagði upp samningnum frá og með vorinu og hér em engar deilur eða dramatík í gangi. Þar var líka ranglega sagt að ég væri á fyrsta ári með liöið en þetta er annað árið. Staðreynd málsins er sú að félagið á í fjárhagserfiöleikum og ég ákvað að hætta í vor og koma heim til íslands,“ sagði Einar Guðmundsson við DV í gær. -VS Knattspyrna: Valsmenn sendu Svíann heim Ekkert verður að því að úrvals- deildarlið Vals í knattspymu geri samning við Svíann Matthias Waldh. Svíinn, sem leikur með Malmö, kom hingað til lands í síðustu viku og lék æfmgaleik með Valsmönnum gegn ÍBV um helgina. Eftir leikinn var tekin ákvörðun um að senda leikmanninn heim enda stóð hann ekki undir þeim væntingum sem til hans vom gerðar, að sögn Eggert Kristóferssonar, varctformanns knattspymudeildar Vals. Valsmenn hafa ekki í hyggju að sækja fleiri leikmenn utan og ætla frekar að horfa til leikmannamarkaðarins á íslandi. -GH Walsall vill halda Sigurði Bandaríska tennisstúlkan Lindsey Davenport kyssir spaöann eftir sigurinn á Venus Williams i 8-manna úrslitunum á opna ástralska meistaramótinu í Melbourne í gær. Símamynd Reuter Óvænt úrslit á ástralska tennismótinu: „Hamingjusamur" Mjög óvænt úrslit urðu í 8-manna úrslitum á ástralska meistaramótinu í tennis í Melboume í gær. Nicolas Lapentti, líttþekktur tennisspilari frá Ekvador, gerði sér lítið fyrir og lagði Karol Kucera frá Slóvakíu. Lapentti er í 91. sæti á alþjóða styrk- leikalistanum og töldu flestir að viður- eignin við Kucera yrði Slóvakíumann- inum auðveld. Slagur þeirra stóð í á fjórðu klukku- stund og fóm leikar 7-6, 6-7, 6-3, 8-6. Ekvadorinn réð sér að vonum vart fyr- ir kæti þegar ljóst varö að haim var kominn í undanúrslit á einu stærsta móti tennismanna. Hamingjusamur „Ég er svo hamingjusamur að ég veit varla hvað ég á að segja,“ sagði Lapentti eftir leikinn. Svíinn Thomas Enqvist er kominn i undanúrslit eftir sigur á Marc Rosset frá Sviss, 6-3, 6-4, 6-4. Besti leikurinn á ferlinum „Þetta var ef til vill minn besti leik- ur um ævina,“ sagði hinn 24 ára gamli Svíi. Amilie Mauresmo frá Frakklandi kom á óvart meö því að leggja hina belgísku Dominique van Roost, 6-3 og 7-6. Mauresmo er í 29. sæti á styrk- leikalistanum en van Roost í 11. sæti. Bandaríska stúlkan Lindsay Daven- port, sem flestir búast viö að vinni sig- ur í kvennaflokki, átti ekki í neinum erfiðleikum með Venus Williams og urðu lyktir leiksins 6-4 og 6-0. 8-manna úrslitunum lýkur í dag, undanúrslit verða á fimmtudag og sjálfir úrslitaleikimir á sunnudag. -JKS Enska knattspymufélagið Walsall hefur boðið Sigurði Ragnari Eyjólfs- syni, sóknarmanni úr ÍA, að fram- lengja dvöl sína þar um 2-3 vikur en hann hefur verið þar við æfingar í tvær vikur. Sigurður Ragnar verður því væntanlega hjá Walsall fram að helginni 6.-7. febrúar en þá spilar hann sýningarleik meö úrvalsliði bandarísku háskólanna og fer í úr- tak fyrir leikmannaval í bandarísku atvinnudeildina. -VS Samið við 11 leikmenn hjá iA DV, Akranesi: í gær vom undirritaðir samningar við ellefu leikmenn hjá Knattspymu- félagi Akraness, að sögn Sæmundar Víglundssonar, framkvæmdastjóra KFÍA. Til þriggja ára var samið viö Reyni Leósson, Unnar Valgeirsson, Guðjón Skúla Jónsson markvörð, Lúðvík Gunnarsson, Andra Karvelsson og Guðjón H. Sveinsson sem kom frá Hvöt á Blönduósi í fyrra. Þá var samið við 6 unga leikmenn til 5 ára. Þeir hafa allir meira eða minna leikið með yngri landsliðunum undanfarin ár. Þeir em Baldur Ingi Aðalsteinsson, Völsungi, Húsavík, Hjálmur Dór Hjálmsson, Akra- nesi, Jóhannes Gisíason, Akranesi, Grétar H. Steinsson. sem kom í fyrra frá KS, og og Ellert Jón Björnsson, Akranesi. -DVÓ ENGLAND Roy Keane, fyrirliði Manchester United, leikur ekki með liði slnu i bikarleiknum gegn Fulham í 16-liða úrslitunum. Keane er kominn í þriggja leikja bann vegna gulra spjalda. Þá mun Paul Scholes einnig verða íjarri góðu gamni. Fleiri leikmenn United eru komnir á hættusvæði. Jaap Stam er með fjög- ur gul spjöld og hefur reyndar verið siðan í nóvember. Þá vantar Nicky Butt aðeins eitt spjald til viðbótar til að fara i tveggja leikja bann. Frakkinn Emanuel Petit var rekinn af leikvelli er Arsenal sigraði Wolves í bikamum um síðustu helgi og er kominn í þriggja leikja bann. Hann missir af stórleiknum gegn Manch- ester United þann 17. febrúar. Ef þeir Stam og Butt sleppa við gult spjald í leik United gegn Charlton á sunnu- daginn ná þeir báðir að leika gegn Arsenal. David Seaman og allir aðdáendur Arsenal geta andað léttar því mark- vörðurinn snjalli þarf ekki að gang- ast undir uppskurð vegna þrálátra meiðsla á öxl. Úr þessu var skorið í gær. Seaman getur byrjað strax að æfa en óttast var að ferillinn hjá kappanum kynni jafnvel að vera bú- inn. Annars er það af Arsenal að frétta aö þar á bæ eru menn mjög óhressir með dómarana i enska boltanum. Dennis Bergkamp sagði í gær að dómaramir væm mjög andsnún- ir Arsenal og suma dóma væri ómögulegt að skilja. Tiltók hann sem dæmi brottvisun Emanuels Petits í bikarleiknum gegn Wolves um síð- ustu helgi. Fátt viröist geta komið í veg fyrir að ítalinn Paolo Di Canio fari frá Sheffield Wednesday til West Ham. Félögin hafa samið um kaupverðið, 1,7 milljónir punda, og að sögn um- boösmanns Di Canios em aðeins smáatriði ófrágengin. Di Canio hefur ekki leikið í ensku deildinni síðan í september er hann sló dómara eftir- minnilega í grasið og fékk 11 leikja bann fyrir vikið. Á heimasíöu Bolton Wanderes er greint frá þvi í gær að Arnar Gunn- laugsson sé enn á sölulista hjá félag- inu og enn hafi ekkert tilboö litið dagsins ljós. Sagt er að Amar hafi gert stór mistök er hann fór fram á að veröa settur á sölulista og hann haft þegar fallið í ónáð hjá aðdáendum liðsins og leikmönnum. Nokkur lið hafl lýst yflr áhuga í byrjun en siðan hafi allt dottið í dúnalogn. Skynsam- legast væri fyrir Amar að sættast við félagið. Robbie Fowler skrifaði í gær undir hreint ótrúlegan samning við Liver- pool sem gerir hann að launáhæsta leik- manni liösins frá upphafi. Fowler mun fá 3,8 milljónir króna í laun á viku eða 197 milljónir króna á ári. Samningurinn verður til 5 ára og tryggir Fowler því 986 millj- ónir króna í laun á næstu fimm árum. Auk þess að fá þessi ótrúlegu laun mun Fowler fá sérstaka aukagreiðslu í vasann sem nemur 172 milljónum króna. Fowler mun hafa ákveðið að skrifa fljótlega undir samninginn og skildi engan undra. Fowler verður 28 ára þegar samningurinn rennur út. Taliö er víst aö Karl Heinz Riedle yfirgefi herbúöir Liverpool eftir leik- tiðina. Ekki er enn vitað til hvaða liðs hann fer en Þjóðverjinn hefur átt mjög erfitt með að vinna sér fast sæti í liði Liverpool frá þvl hann kom til félagsins. -SK t : j ! í \ / kvöld 1. deild karla í handknattleik: ÍR-Valur 20.00 HK-Stjaman 20.00 Fram-Afturelding 20.00 Haukar-Grótta/KR . . .. 20.00 ÍBV-Selfoss 20.00 KA-FH 20.30 1. deild kvenna í handknattleik: KA-FH ....................18.30 t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.