Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 22
* 42 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Fréttir DV Stykkishólmur: ' Ákveðið að selja Hótel Eyjaferðir DV, Vesturlandi: Eigendur Eyjaferöa hafa ákveð- ið að selja gistihúsið að Aðalgötu 8 sem kallað hefur verið Hótel Eyja- ferðir. Að sögn eigendanna verður húseignin seld í fullum rekstri ásamt öllum bókunum á komandi sumri. Ástæður þess að til þessarar sölu kemur eru að verið er að leggja mjög aukna áherslu á sigl- ingaþátt fyrirtækisins og telja eig- endurnir gistireksturinn mun bet- ur kominn í höndum þeirra sem sjálfir geta sinnt honum á staðn- um. Eyjaferðir munu bjóða væntan- legum rekstraraðilum alls konar samvinnu, s.s. hagkvæma sameig- inlega ferðapakka. Einnig kemur til greina hjá Eyjaferðum að vera sameignaraðili hugsanlegra kaup- enda ef áhugi er fyrir hendi. Pétur Ágústsson hjá Eyjaferðum segir að fjölmörg ný tækifæri bjóð- ist í þessum rekstri en vegna anna hafl þeim ekki tekist að nýta þau sem skyldi. Þau telji því að sam- hentir einstaklingar, sem geta sinnt þessu af áhuga, eigi góða ffcuntíðarmöguleika. DVÓ/ÓJ 4 Frá afhendingu viðurkenningarinnar í Leikskólanum Lönguhólum. Sævar Kr. Jónsson, Maren Ósk Sveinbjörnsdótt- ir og Margrét Ingólfsdóttir leikskólastjóri. DV-mynd Júlía Snæfellsbær: Viðurkenningar vegna atvinnumála fatlaðra DV, Hö£n: Félagsmálaráð Hornafjaröar hef- ur veitt þremur vinnustöðum á Höfn viðurkenningu vegna at- vinnumála fatlaðra og fyrir fram- úrskarandi viðleitni og jákvætt viðhorf í garð fatlaðra sem unnið hcifa hjá þessum fyrirtækjum. Vinnustaðimir eru Leikskólinn Lönguhólum, Vöruflutningadeild og Byggingavörudeild Kaupfélags Austur-Skaftfellinga. Bæjarfélagið hefur tekið við allri umsjón með málefnum fatlaðra í Austur- Skaftafellssýslu sem reynslusveit- arfélag. Maren Ósk Sveinbjömsdóttir, iðjuþjálfl og fulltrúi málefna fatl- aðra í Homafirði, segir þetta hafa gengið mjög vel. „Við vinnum nán- ar með félagsapparatinu og vinn- um miklu heilstæðar í kringum hvem einstakling af því það er miklu meiri samvinna innan fé- lagskerfisins hérna." Auk hennar em fimm starfs- menn í þremur stöðugildum sem vinna við málefni fatlaðra ásamt félagsráðgjafa og sérkennslufull- trúa en fyrir tveimur árvun var Maren í 80% stöðu með einn starfsmann í 20% starfi. Maren segir það bæði hafa kosti og galla fyrir 2.500 manna sveitar- félag að sjá alfarið um þessa starf- semi, þar séu ekki öll sömu úrræði og hjá stærri stöðunum. Á móti komi þó persónulegri úrræði og hægt sé að veita persónulegri þjón- ustu. Um 20 einstaklingar þurfa á að- stoð að halda á þessu svæði sem nær einnig til fatlaðra á Djúpa- vogi. Öryrkjabandalagið á tvær ibúðir á Höfh og aðrar íbúðir sem fatlaðir hafa era félagslegar leiguí- búðir hjá bænum. Mikil þörf er orðin á litlum íbúðum fyrir sam- býli og segir Maren að verið sé að athuga það mál. -JI Tankar fluttir ' með pramma til Sandgerðis DV, Vestnrlandi: Nýlega Vcir unnið við að færa tvo lýsistanka og olíutank í eigu Útgerð- arfyrirtækisins Snæfells frá Ólafs- vik til Sandgerðis. Snæfell á Rækju- vinnsluna í Ólafsvík sem nú hefur verið lokað. Lýsistankamir vora á bökkunum við kirkjugarðinn í Ólafsvik. Öflug- ur krani frá Reykjavík var fenginn til að lyfta þessum gríðarlega þungu tönkum en sá stærsti vó um 40 tonn. Samtals vora tankamir þrír irni 60 tonn. Kraninn lyfti tönkunum yfir í prammann sem flutti Keikó á sínum tíma i kvína í Klettsvík og síðan dró dráttarbáturinn Elding prammann frá Ólafsvík til Sandgerðis. -DVÓ Hér eru sigurvegararnir samankomnir. F.v. Gunnar Þórðarson, Guðmundur Gunnarsson, Brynjólfur Gestsson og Auðunn Hermannsson. Stórmeistar- inn situr fyrir miðju. DV-mynd eh Suðurlandsmótið: Sveit stór- meistarans sigraði DV, Hverager& Föstudaginn 8. janúar var haldin sveitakeppni í Bridgesambandi Suð- urlands. Keppnin var haldin á Hótel Örk og tóku 10 sunnlenskar sveitir þátt. Sigursælastir urðu Selfyssingar í sveit Sigfúsar Þórðarsonar, en þess má geta að Sigfús er fyrsti Sunn- lendingurinn sem hefur hlotið stór- meistaratitilinn i bridge. -eh Langur laugardagur í midborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðiiar í miðborginni, athugið. Næsti langi laugardagur er 6. 1999 Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 5. febrúar 1999 er bent á a& hafa samband vi& Sigurð Hannesson sem fyrst, í síma 550 5728. að smgar ast fyrir kl. 12 þriðjudaginn febrúar 1999 2. ES|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.