Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 15
MIÐVKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 15 Afturvirkar sagnir Það er flest gott við nútímann. Á þeim tím- um sem við mótum eru daglega þúsund framfar- ir á einhverju sviði, einkum geimferða og erfðavísinda. Þetta eru ólík vísindi en á sama meiði. Munurinn er sá að geimvísindin beina sjónaukum og flaugum út fyrir jarðnesk svið en erfðavísindin smásjánni að ósýnilegum sviðum í frumunum í okkur. - Báðar greinamar halda uppi stöðugum sýning- um og loforðum um bylt- ingar. Sunnudagurinn í lífi iands og þjóðar Það líður varla dagur án þess að ný stjarna finnist sem gefur vonir um að við séum ekki ein í því tómi sem horfm trú á guð eða sósíalisma Kjallarinn skildi eftir, eða á berki erfðafrumu finnist ekki fæðing- argalli sem megi laga með verkfær- um Kára Stefáns- sonar uppi á Krók- hálsi, kannski ekki á morgun heldur hinn. Og þá verður sunnudagurinn í lífi lands og þjóðar ef ekki mannkyns- ins. Verst er að bjarg- ráðin eru ekki bara hjá Kára heldur dreifð um alla Krókhálsa heimsins og erfitt ...... að vita hvaða háls hrósar sér í lokin af því að hafa bjargað mannkyn- inu frá hinu meðfædda. Varla er bilskúr þar sem ekki starfa frumu- viðgerðarmenn að því komnir að Guðbergur Bergsson rithöfundur sigra dauðann með dauðanum. Vegna þess að ljóst er að aðeins dauðasveitir í lifandi frumum geta myrt vondu frumumar „Hins vegar er til eitt haldreipi án þess að maður hengi sig í því. Kannski fínnur Kári ekki alla frumugallana, en innan skamms mun Jóhanna Kristjónsdóttir geta beygt rétt afturvirkandi sagnir í arabísku. Hún og Mogginn hafa verið svo væn að leyfa okkur að fylgjast um árabil með átökum hennar við námið..." góðu öflunum og ráðist sem sjáifs- morðssveitir á það sem er okkur ekki til heilla í lífinu. Gallinn við að bjarga frá því sem við fæðumst _____________, með, ef marka má orð vísinda- manna, er að bjargráðin eru á byrjunarstigi. Svo fyrir okkur, sem erum með gallana, er ekki um annað að ræða en biða til morguns eða í eina öld. Vandinn felst í því að skilja sundur þaö góða og illa í sömu frumunni og snúa hlutunum við. Þannig að vondu öflin verði að „Verst er að bjargráðin eru ekki bara hjá Kára heldur dreifð um alla Krókhálsa heimsins,' greininni. - Frá íslenskri erfðagreiningu við Krókháls. segir Guðbergur m.a. í Þá kárnar gamanið Þetta setur svo- lítið strik í reikninginn. En það er bara að lifa í voninni eins og mannkynið hefur alltaf gert og treysta. Það treysti fyrst guði, svo stjórnmálamönnum, og loks hag- fræðingum með svona og svona árangri. Samt er gaman að því að eiga Kára á heimaslóðum, en ekki eins að til sé Kári á hverju strái í útlöndum. Þá kárnar gamanið, að við séum eins og sandur á sjávarströnd í gagnagrunnun- um. Hins vegar er til eitt haldreipi án þess aö maður hengi sig í því. Kannski fmnur Kári ekki alla framugallana, en innan skamms mun Jóhanna Krist- jónsdóttir geta beygt rétt aftur- virkandi sagnir í arabísku. Hún og Mogginn hafa verið svo væn aö leyfa okkur að fylgjast um árabil með átökum hennar við námið, fyrst i Kaíró en svo í Damaskus. - Til að sanna fyrir sítunum þarna að hún og við séum með enga galla í náms- frumunum. Guðbergur Bergsson Fiskveiðistefnan er kosningamálið Gamli Sjálfstæðisflokkurinn hófst með Jóni Þorlákssyni en lauk með þeim Ólafi Thors og síð- an Bjama Benediktssyni er hann lést í ágúst 1970. Kjörorð þessa flokks vora: „Stétt með stétt“ og „Gjör rétt, þol ei órétt." Þetta var flokkur jafningjanna í íslenskum stjómmálum, svo sem vel er lýst í nýrri ævisögu Péturs Benedikts- sonar bankastjóra. Þá tekur við Nýi Sjálfstæðisflokkurinn, flokkur sérhagsmunasteöiu hinna fáu sem enn stendur. Það má orða það svo að flokknum hafl í raun verið stolið innan frá af sérhags- mimaklíkum í flokknum sjálfum og búum við enn við það ástand. í þjónustu rétttrúaðra Aldrei hefir þetta komið betur í ljós en nú, eftir að núverandi samstarf hófst við Framsókn. Jónas frá Hriflu stofnaði Framsókn 1928 sem sérhagsmunaflokk og hefir meginstefiia hans jafnan verið sú að nota stjómmálalega aðstöðu sína til að beita rikisvaldinu í þjónustu flokksins og rétt- trúaðra félaga í innsta hring hans. Framsókn hefir aldrei verið fé- lagshyggjuflokkur þótt þeir not- uðu samvinnuhreyfingima til að dulbúa þetta innsta eðli hans, allt þar til Sambandið var gert gjald- þrota, en þá var öllum skuldum þess, rúmum 14 milljörðum króna, velt yfir á Landsbankann. Þar af vora um 2,4 milljarðar í skuld við Hambrosbanka í London, sem teknar höfðu verið að sögn að láni án vitundar Landsbankans, þótt Landsbankinn væri síðan látinn greiða hana. Sérhagsmunastefna Framsóknar sést t.d. af því að all- ar einkasölur í landinu era undir stjóm framsóknarmanna, svo sem mjólkurbú, Mjólkursamsalan, Osta-og smjörsalan, sláturhús og margt, margt fleira. Margar þessar einkasölur starfa í skjóli sérstakra laga sem „nytsamir sakleysingjar" í Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi og nú síðast Sjálfstæðisflokki hafa aðstoðað Framsókn við að koma í lög á Alþingi. Gálgafrestur Fram til um 1970 stunduðu nokkur kaupfélög saltfiskfram- leiðslu en um þetta leyti ákvað leyninefnd eða leynistjóm Fram- sóknar að hefja allsherjar- sókn til yfirtöku á hvers konar fiskveiðum og fisk- vinnslu, stærsta atvinnu- vegi þjóðarinnar. Þeir hafa náð miklum árangri (eða yfir 40% af kvótunum), einkanlega eftir að Fram- sókn tókst að telja sérhags- munakjarna Sjálfstæðis- flokksins til fylgis við kvótakerfi Framsóknar 1984 en kvótakerfið er ein- okunarkerfi fárra útvaldra á öllum fiskveiðum lands- manna. Kvótakerfið er nú þegar langt komið með að leggja fjölda fiski- byggða í eyði og hefir þetta gerst með auknum hraða eft- ir að kvótar urðu fram- seljanlegir 1990. Fram- sókn er í dag mesti óvinur landsbyggðar- innar og sjást þess víða merki. Hæstiréttur hefir nú dæmt kvótakerfið sl. 15 ár ólöglegt, þar með talið allt ffamsal á kvótum á tíma- bilinu. Litlar likur era á að Hæsti- réttur breyti þeirri afstöðu sinni þrátt fyrir nýja samþykkt Alþingis þar sem öll fiskveiðiréttindi lands- ins eru gerð framseljanleg. Þetta er aðeins gálgafrestur sem þó tryggir framhald veiða sérhags- munaklikanna til skarnms tíma. Því verður vart trúað að nýir aðilar eigi að kaupa bæði skip og eignar- kvóta af sérgæð- ingunum til að geta hafið þess- ar veiðar sem öllum hafa stað- ið opnar frá upphafi byggðar í landinu. Þetta er augljóst of- beldi meiri- hluta Alþingis gagnvart al- mennum at- vinnuréttindum i landinu. Úr hnappheldu Framsóknar Sérhagsmunaklíka Framsóknar er söm við sig. Þeir hafa ávallt áskilið sér sérréttindi og einkaaö- stöðu. Verra er að Sjálfstæðis- flokkurinn skuli vera svo kjark- laus, sem raun ber vitni, og sætta sig við að vera aðeins leppur Framsóknar. Staðan er nú sú að Sjálfstæðisflokkurinn á þess kost að ná hreinum meirihluta á Al- þingi eftir kosningamar í vor og þannig að losa sig úr hnappheldu Framsóknar. - Skyldu þeir gefa kjósendum kost á stefliuskrá sem tryggir þeim þetta? Önxmdur Ásgeirsson „.Staðan er nú sú að Sjálfstæðis■ fíokkurinn á þess kost að ná hrelnum meirihluta á Alþingi eftir kosningarnar í vor og þannig að losa sig úr hnappheldu Framsókn■ ar. - Skyldu þeir gefa kjósendum kost á stefnuskrá sem tryggir þeim þetta?“ Kjallarinn ,Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís IV « 4 leð og 3 móti Þorramatur: Rígheld í hefðina „Ég vil halda fast í þorramat- arhefðina og ég vil ríghalda svo í hana að ég standi bara og falli með henni. Mér finnst bara svo gott við þessa hefð, sérstak- lega súrmatar- hefðina, að við erum eina þjóðin í heim- inum sem höf- um nýtt okkur þetta í gegnum aldimar. Þetta fundrnn við upp og nýttum okkur á meðan landið var saltlaust á sínum tíma. Við notuðum þessa mjólk- ursýru og ostsýru til að geyma matinn á meðan aðrir notuðu salt. Mér finnst þetta bara svo merkilegt að við verðum að halda í þessa hefð og hún má aldrei gleymast. Ég borða allan þorramat, því súrari því betri. Þegar bringu- kollurinn er orðinn svo mjúkur að maður getm- borðaö beinin með, það er toppurinn á tilver- unni. Ég á nú sviðalappir og'sels- hreifa í súr frá því í fyrra. Einnig á ég sýrða sundmaga og súr gimbrajúgm- og hef prófað hitt og þetta. Þetta kemur allt jafn yndislega vel út. Þannig að sé einhver með þessari hefð, þá er það ég. Bjánaleg hefð „Ég hef algjört ógeð á þessu spendýraslafri á þorranum. Og auðvitað er ekki hægt aö vera annað en á móti þessarri hálf bjánalegu gömlu þorramatarhefð sem reynt hef- ur verið að endurvekja á undanfórnum áram. Fyrr á öldum þurfti fólk að leggja sér þennan úldna og myglaða mat til munns eða það svalt heilu hungri en í dag er engin nauðsyn á því þar sem við höfúm mikið úrval af alls kyns betri mat. Auk þess er þessi hefð siðleysi og úr takti viö hina vaxandi sið- ferðiskennd manna á Vestur- löndum gagnvart spendýradrápi (sem reyndar fer ekki mikið fyr- ir hérlendis). Einnig bendi ég á að það er tíu sinnura hollara að borða jurta- forða heldur en spendýraforða. Þessi 30 ára gamli siður sem Halldór Gröndal kom á þegar hann var veitingamaður í Naustinu er orðinn að brandara um alla álfuna. Ég vil því benda fólki á að í febrúar verður m.a. boðið upp á kynningu á jurta- forða og ég hvet þvi bara allar spendýraætur til þess að mæta og borða þar og kynnast hollari mat. -GLM Kjallarahöfundar Athygli kjaflarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@jf.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.