Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 Fréttir Trillukarli gefin aö sök skilasvik upp á háifa níundu milljón króna fyrir gjaldþrot: Ákærður fýrir að skjóta milljóna kvóta undan Sjötugur trillukarl hefur verið ákærður fyrir að hafa komið 7,4 milljóna króna þorskaflaheimildum og tæplega 1,1 milljónar króna skuldabréfi undan áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 1997. Mál mannsins var þingfest fyr- ir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar lýsti hann því m.a. yfir að hann hefði ekki talið sig vera að brjóta lög meö háttsemi sinni sem ríkis- lögreglustjóri ákærir hann fyrir. Þann 20. september 1996 seldi trillukarlinn þorskaflaheimildir krókabáts síns, Ragnhildar HF 49, til Odda hf. á Patreksfirði. Hann fékk greiddar 7,4 milljónir króna fyrir kvótann. Þrátt fyrir söluna hvíldu á bátnum veð upp á 5,5 millj- ónir króna að nafnvirði. Enginn veðhafanna heimilaði manninum að selja veiðiheimildirnar. Stærsti veð- hafinn var Sparisjóður Keflavíkur (3,6 milljónir), þá Byggðastofnun (1 milljón) og loks Féfang ehf. (896 þús- und). Ríkislögreglustjóri gefur manninum að sök skilasvik með því að hafa selt aflaheimildirnar undan bátnum án leyfis veðhafanna. í öðru lagi er trillukarlinn ákærð- ur fyrir að hafa skotið rúmlega einnar milljónar króna skuldabréfi undan kröfuhöfum áður en bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Hon- um er gefið að sök að hafa gefið rangar upplýsingar um eignastöðu sína við aðför sýslumannsins í Hafnarfirði í október 1996. Þannig hafi hann leynt tilvist skuldabréfs sem hann átti hjá verðbréfafyrir- tækinu Handsali, að nafnvirði tæp- lega 1,1 milljónar króna. Aðför, þar sem íslandsbanki var kröfuhafi, lauk án árangurs. Maðurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa síðan skotið skulda- bréfinu undan með því að selja það íslenskri endurtryggingu, 2 vikum áður en bú hans var tekið til gjald- þrotaskipta. Þannig hafi hann skert rétt lánadrottna til að öðlast fulln- ustu í eignum hans. Réttarhöld hefj- ast í málinu á næstunni í Héraðs- dómi Reykjaness. -Ótt Sauðárkrókur: Byggt yfir geðfatlaða DV, Skagafiiði: Tekin hefur verið ákvörðun um byggingu húss á Sauðárkróki þar sem geðfatlaðir munu búa í framtíð- inni. Húsið verður á tveimur hæð- um og í því fjórar íbúðir, hvor hæð verður um 140 fm að stærð. Byggingafyrirtækið Friðrik Jóns- son sf. á Sauðárkróki byggir húsið. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í bygg- inguna og nam það 28,8 milljónum króna sem er um 92% af kostnaðar- áætlun. Verktakinn á að skila hús- inu frágengnu 1. desember -ÖÞ Metsala á sementi DV, Akranesi: Sala Sementsverksmiðjunnar á sementi fyrir árið 1998 hefur ekki verið eins mikil síðan árið 1988. í fyrra seldust 117.621 tonn en árið 1997 seldust 108.468 tonn og er það um 9% aukning á milli ára. Að sögn Tómasar Runólfssonar, deildarstjóra hjá Sementsverksmiðj- unni, er gert ráö fyrir að salan í ár verði 110.000 tonn sem er svipað og árið 1997. „Það er okkar tilfinning að það sé aðeins að róast svo sem vegna minnkandi virkjanafram- kvæmda." -DVÓ Stykkishólmur: Með útibú á Bíldudal og Patreksfirði DV.Vesturlandi: Bústjóri þrotabús apóteks Pat- reksfjarðar ákvað að apótekinu skyldi lokað um áramótin. Þá blasti við ákveðið vandamál í lyfjadreifingu á svæðinu og var haft samband við Ingimund Páls- son, lyfsala í Stykkishólmi, en hann var apótekari á Patreks- firði áður en hann tók við í Stykkishólmi. Ingimundur kynnti sér af- stööu heimamanna sem var mjög jákvæð og sendi inn um- sókn fyrir lyfjaútibú. Heilbrigð- isyfirvöld samþykktu umsókn- ina og frá 1. janúar er apótekið í Stykkishólmi með lyfjaútibú á Bíldudal og Patreksfirði. Leyfið er bundið því skilyrði aö rekstur verður aö vera kominn í varan- legt form í samræmi við reglu- gerðir um lyfjadreifingu fyrir 1. júli. -DVÓ/ÓJ I- ■ ■ Siiir- 'S ffgr ■ ■. . ^ ' Harður árekstur varð á gatnamótum Jaðarsels og Kögursels í Breiðholti um klukkan sjö í gærkvöld. Talið er að ökumenn tveggja bfla hafi misst stjórn á þeim þegar þeir óku á Jaðarselinu og mættust í krappri beygju með þeim afleiðingum að þeir lentu hvor á öðrum. Bílarnir skemmdust mikið og eru taldir ónýtir. Tveir farþegar voru fluttir með sjúkrabíl. Slökkviliðið kom á staðinn og hreinsaði upp olíu af veginum. Eins og sjá má eru bflarnir mikið skemmdir eft- ir áreksturinn. DV-mynd HH Fjarnám Samvinnuháskól- ans fær góðar viðtökur DV, Vesturlandi: Nýlega hófst kennsla í fjarnáms- deild í rekstrarfræðum við Sam- vinnuháskólann. Fyrstu fyrirlestr- amir eru nú komnir á Intemetið þar sem nemendur hlusta á þá og horfa samtímis á glærur og skýr- ingarmyndir sem fylgja á slóðinni fjamam.is. Aðsóknin að fjarnám- inu er mikil. Um 40 umsóknir voru um þau 20 pláss sem auglýst voru, en ákveðið var að taka inn 24 nemendur. í upphafi er einungis tekið inn fólk með tveggja ára rekstrar- ffæðanám að baki, þannig að nám- ið samsvarar þriðja árinu innan skólans og lýkur með BS-gráðu. Nemendumir sem teknir voru inn í fjarnámið að þessu sinni höföu lokið rekstrarfræðinámi, ýmist frá Tækniskóla íslands, háskólum á Norðurlöndunum eða Samvinnu- háskólanum. í fjarnáminu er notuð besta tækni sem völ er á við að miðla um netið kennsluefiii, fagþekk- ingu kennara, skoðanaskiptmn kennara og nemenda og samskipt- um nemenda sín á milli. Fyrir- lestrar em settir á Netið á svoköll- uðu „Real Player“ formi. -DVÓ Akranes: Kostar 290 milljónir að lagfæra hreins- un skolps DV, Akranesi: Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti á síðasta fundi sínum að hækka holræsagjald úr 0,12 % af fasteingamati fasteigna i 0,2%. Með samþykktinni fylgdi greinar- gerð. Árið 1991 gaf Evrópusam- bandið út tilskipun um hreinsun skolps frá þéttbýli. Ákvæði þessi hafa verið tekin upp í mengunar- vamareglugerð og ljóst er að sam- kvæmt ffamangreindum ákvæð- um er Akraneskaupstað skylt að ljúka nauðsynlegum framkvæmd- um til að uppfylla reglurnar í síð- asta lagi árið 2005. í forathugun Línuhönnunar og Verkfræðiþjónustu Akraness er um að ræða framkvæmdir sem ætla megi að kosti um 290 milljón- ir króna. Nauðsynlegt er að hefjast handa við þessar ffamkvæmdir í ár ef ljúka á þeim árið 2005. Ljóst er að tekjuaukinn af hækkun af holræsagjaldi er í lágmarki miðað við stærð verkefnisins en á þó að duga til að hrinda verkefninu af stað. Á dögunum voru undirritaðir samningar um þróunarskóla í upplýsingatækni í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Sel- fossi. F.v. Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, Sigurður Sigursveinsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Karl Björnsson, bæjarstjóri Árborgar. DV-mynd KE -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.