Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 32
V 52 MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 DV angsverkefni róns Baldvins? Baldvin Hannibalsson veröur að eiga þaö við sjálfan sig hvort hann vill gera það að sérstöku for- gangsmáli að troða Jakobi Fri- manni Magnús- syni inn í íslensk stjómmál." Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður, í Degi. Misst trúna á kerfinu „Ég hef ekki lengur neina trú á kerfmu. Ég er búinn að taia við svo marga innan þess og reka mig á að það er ekki að marka orð af því sem þeir segja." Magnús Björgvinsson sjómaður, eitt fórnariamba snjófióðsins á Flateyri, í DV. Súrmaturinn „Það er ekkert öðruvísi með súrmatinn en ann- an bragðsterkan mat, fólk lærir ekki að meta hann nema borða hann reglulega." Jón Stefánsson, organleikari og kórstjóri, í DV. Málverk á Landspítalanum „Við fyrstu sýn er vandinn sá að gangur og biðsalir Landspít- alans gefa sig misvel sem sýn- ingarstaðir. Stundum þurfa verkin að slást við óreiðuna í ( umhverfinu, og jafnvel aðra myndlist, oftast þetta þriðja- flokks neðanmálsnudd sem rat- ar svo undarlega auðveldlega inn á stofnanir og fyrirtæki að maður spyr sig hvort eina blinda staifsmanninum hafi ver- ið falin umsjá innkaupanna." Halldór Björn Runólfsson í myndlistargagnrýni, í Morgun- blaðinu. Betra að fá í hausinn en mark „Ég skal viðurkenna að mér finnst ekki gott að fá skot í hausinn en það er samt sem áður mun betra en að fá á sig mark.“ Sigmar Þröstur Óskarsson hand- boltamarkmaður, í Morgunblaðinu. Martröð úr Lególandi „Ferlíkið sem Camilla settist með á sviöinu leiddi raunar hugann að gjörólíkum heimi, því kubbsleg flautan líkist í sjón mest af öllu martröð úr Lególandi." Ríkarður Örn Pálsson í tónlistar- gagnrýni, í Morgunblaðinu. 1 Ff?fTr9- TÍMRNUM VERBUR ÍTpP- LE& LtSINfr f) NVTOÍTU FteUNUM ?EM FUNDKT HRFR EFUR LmílBLR- KLfDDU TERRÍER-TÍKINR TTNU öírJfioRsnmuR [frtKfrrniR úr 9LLR9 MERIÍOST) HEIMS- FTiÉTTONOM HÉRfiSTÖÐ TVÖ TELJR MENN SENNI- LE6R3T RD FORSÆUBRÍte- HERRR FRESU HINNIOPJNBERO HEIMS6KN SINNITIL MÐÍIKÓ LEIBI NýTHSTR SLÓD UTLU, BLÖKLATOí) TERRlER-TÍKRRINNRR TÍNO EKW BRflBLEöfl HL SEíS HB HÖN FINNIST Vaw V2rSor y om piifg t i'fo... ðfbaK'tS: l TudofíéÍiOflí Runólfur Ágústsson, verðandi rektor Samvinnuháskólans á Bifröst: Fjarnám verður á næstu árum vaxtar- broddur í þjónustu háskóla l/-»nrv*i winymtiivi aít nI/aI11w LnA lil i nlrlrnv. mimnm ttiA r»í DV, Vesturlandi: „Mér líst vel á nýja starfið. Sam- vinnuháskólinn á Bifröst nýtur mikill- ar virðingar sem öflugur viðskiptahá- skóli. Góð staða hans hefur m.a. verið staðfest I gæðamati á vegum mennta- málaráðuneytisins, þar sem skólinn kom mjög vel út í samanburði við aðra innlenda háskóla sem bjóða upp á við- skiptanám. Skólinn er bæði eftirsóttur af þeim sem vilja læra viðskipti og rekstur og eins af atvinnulífinu, sem sækist eftir fólki útskrifuðu frá Bif- röst. Þetta er framsækinn viðskiptahá- skóli bæði hvað varðar kennslufræði- lega uppbyggingu og tæknilega fram- þróun,“ segir Runólfur Ágústsson, nýráðinn rektor Samvinnuháskólans á Bifröst tO næstu fjögurra ára. Hann tekur við rektorsstarfinu af Jónasi Guðmundssyni næsta haust. „Ég byrjaði sem stundakennari við skólann árið 1992 , hef lengst af verið lektor í hlutastarfi, en tók við stöðu aðstoðarrektors á síðastliðnu sumri. Um 120 manns stunda nú nám við Samvinnuháskólann á Bifröst í hefð- bundnu námi. Hér á Bifröst er boðið upp á almennt rekstrarfræðanám, við erum annars vegar með tveggja ára háskólanám sem lýkur með prófi í rekstrarfræðum, sem er fyrst og fremst praktískt nám hugsað fyrir þarfir atvinnulifsins. Síðan erum við með þriðja árið en það er akademískara og lýkur með BS-gráðu í rekstrarfræðum. Þá errnn við með sérstaka undirbúningsdeild sem býr fólk undir þetta háskólanám. Þar tök- um við inn fólk sem hefur ekki lokið stúdentsprófi eða sambæri- DV- legri menntun og skólum það til í eitt ár áður en það hefur sitt reglulega nám. Sú deild er fyrst og fremst hugs- uð fyrir fólk sem kemur úr atvinnulíf- inu, án tilskilinnar menntunar en með mikla reynslu." Um áramótin hóf Samvinnuháskól- inn einnig að bjóða upp á fjarnám og Runólfur segir að aðsóknin hafi verið mikil. „Það komu rúmlega 40 umsókn- Maður dagsins ir í þau 20 pláss sem auglýst höfðu ver- ið, við tókum inn 24. Bæði kennsla og nám fer að stærstum hluta fram á vefnum. Þetta fer mjög vel af stað, kennsla er hafin og gengur vel. Það kennslutæki sem við hönnuðum í samstarfi við Islandia Intemet veitir ýmsa möguleika sem eru nýjung hér á landi. Þetta er tæknivætt nám, sett upp með þarfir vinnandi fólks í huga. Fjamám verður á næstu ámm vaxtarbroddur í þjónustu háskóla. Þar emm við í fararbroddi hér- lendis og því forskoti ætlum við að halda. Nemendur í íjarnáminu em búsettir vítt og breitt um landið. í upphafi tökum við einungis inn fólk með tveggja ára rekstrarfræðanám aö baki, þannig að námið samsvarar þriðja ár- inu innan skólans og lýkur með BS- gráðu. í fram- haldi af þeirri reynslu sem þetta gefur -mynd Daníel. okkur munum við síðan væntanlega vikka út námsframboðið. Þeim sem vilja kynna sér fjarnámsvef Sam- vinnuháskólans er bent á slóðina www.fiamam.is." Runólfur segir ekki þörf á stórvægi- legum breytingum þegar hann tekur við: „Staða Samvinnuháskólans á Bif- röst er mjög sterk á þessum markaði, þannig að ekki er ástæða til mikilla breytinga í upphafi. Hitt er annað mál að viðskiptaháskóli verður að vera í stöðugri þróun. Við verðum í raun og vera alltaf að vera skrefi á undan at- vinnulífinu þannig að þeir nemendur sem við útskrifum flytji nýja þekkingu inn í fyrirtækin. Stöðug þróun og breytingar em því óumflýjanlegar." Fyrir utan vinnu og fiölskyldu þá eru aðaláhugamál Runólfs stangaveið- ar, bókmenntir og pólitík, þar sem hann hefúr látið mikið að sér kveða. Runólfur er kvæntur Ásu Björk Stefáns- dóttur kennara, hún er 34 ára. Saman eiga þau þrjú börn: Ey- vind Ágúst 3 ára, Stefán Bjart 10 ára og Skarphéðin 11 ára. -DVÓ j§ j .. JÉtl Sá Fæðingardagur Woifgangs Amadeusar Mozarts er í dag. Hallgrímskirkja: Mozart- tónleikar Á fæðingardegi Wolf- gangs Amadeusar Mozarts, sem er í dag, verður efnt til kammertónleika í hliðarsal HaUgrímskirkju þar sem leikin verða verk eftir hann. Meðal þess sem flutt verður er kvintettþáttur fyrir strengi og blásara úr verki sem Mozart lauk ekki við að semja og hefur ekki heyrst hér á landi fyrr. Einnig verður flutt Sónata fyrir píanó og fiðlu K301, Píanótríó K502 og diverti- mento fyrir blásara. Tónleikar Flytjendur á tónleikun- um, sem hefiast kl. 20.30, eru Brjánn Ingason, Kjart- an Óskarsson, Krystina Cortes, Laufey Sigurðar- dóttir, Richard Talkovsky, Sigurður Snorrason og Þór- unn Marinósdóttir. Myndgátan EyfcoR- Dansspor Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Afturelding, sem hér er í leik gegn Val, er I efsta sæti deildarinnar. Heil umferð í handboltanum Keppnin í 1. deild karla í hand- boltanum er mjög spennandi og hefur verið erfitt að spá um úrslit leikja. Nokkur lið eiga möguleika á deildarmeistaratitlinum en í efsta sæti trónar Afturelding sem á úti- leik í kvöld gegn Fram í Framhús- inu í Álftamýri. Fram, sem margir spáðu íslandsmeistaratitlinum, hefur ekki náð sér á strik sem skyldi og er það aðallega vegna meiðsla leikmanna, þeir eru þó erf- iðir heim að sækja og Afturelding á ekki auðveldan leik fram undan í kvöld. Aðrir leikir kvöldsins eru: ÍR-Valur, sem fram fer í Austur- bergi, HK-Stjaman leika í Digra- nesi, Haukar-Grótta KR í íþrótta- húsinu í Strandgötu í Hafnarfirði, á Selfossi leika ÍBV-Selfoss og í KA-húsinu á Akureyri leika KA-FH. Allir leikirnir hefiast kl. 20, nema leikur KA og FH sem hefst kl. 20.30. íþróttir Einn leikur er í 1. deild kvenna í kvöld, í KA-húsinu á Akureyri leika KA-FH. Hefst leikurinn kl. 18.30. Ekkert er leikið í efstu deildunum í körfuholta í kvöld, en annað kvöld eru fimm leikir í úr- valsdeildinni. Bridge í nóvember síðastliðnum voru haustleikamir í Bandarikjunúm (ACBL FaU Nationals) haldnir í Or- lando. Fjölmargar keppnir voru haldnar þar, bæði sveitakeppnir og tvímenningar. Það vakti áthygli þegar Alan Sonntag og Peter Weich- sel endumýjuðu gamlan félagsskap sinn frá því fyrir 15 árum og náðu öðru sætinu í Reisinger- tvímenningskeppni haustleikanna. Is- lendingar kannast margir hverjir við þá félaga því þeir voru gestir á Bridgehátíð árið 1982. Hjónin JoAnna og Lev Stansby vöktu tölu- verða athygli þegar þau náðu fyrsta sætinu í tvímenningskeppninni Life Master open Pairs. Grunnurinn að sigri þeirra var lagður í vöminni þar sem margur toppurinn fékkst í dobluðum bútasamningum. Hér er eitt dæmi um vel heppnað dobl þeirra hjóna. Austur var gjafari og enginn á hættu: * 74 * ÁK752 ■f ÁK6 * 982 4 ÁK1032 »» 1086 f G42 * D6 4 G85 * 43 •f D1095 * Á1054 Austur Suður Vestur Norður pass pass 14 2 4» 2 4 dobl p/h JoAnna og Lev sátu í n-s. Dobl JoÖnnu var neikvætt og líklegt til þess að sýna tvíspil í hjarta og Lev taldi sig eiga góða vöm í spilinu. Lev datt aldeilis í lukkupottinn, vömin átti 6 toppslagi og hjarta- trompun að auki. Að fá 300 í tiltölu- lega saklausu bútaspili gaf 71,5 stig af 77 mögulegum. ísak Örn Sigurðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.