Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. JANÚAR 1999 11 Fréttir Loðnuleitin gengur erfiðlega: Kvóti verður ekki aukinn aðóbreyttu - segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræöingur kynþroska loðnu, sem er veiðistofn- inn á yfirstandandi vertíð, en ein- ungis mældust 360 þúsund tonn. Það vantaði sem sagt um hálfa millj- ón tonna. Hjálmar Vilhjálmsson sagði þá að skýringin á loðnuleys- inu kynni að vera sú að vegna ástands sjávar kynni loðnan enn að vera norður í höfum, þar sem ekki var leitað og ástandið myndi skýr- ast í leiðangrinum sem farinn yrði í janúar. Hjálmar segir að sú loðna sem hafi fundist í leiðangrinum nú hafi verið fyrir austan land, ekkert hafi fundist úti fyrir Norðurlandi. Hann segir reyndar að erfitt hafi verið að athaftia sig við leitina, veður hafi oft verið slæm og nauðsynlegt reynst að leita vars. Hann segist þó sjá merki þess- að sú loðna sem hef- ur fundist, fári að færa sig inn á grunnslóð og þá muni hún um leið DV, Akureyri: „Það sem við höfum séð til þessa af loðnunni er minna en við áttum von á, en það er ekki komin afger- andi niðurstaða í þessa leit ennþá. Við höldum áfram leitinni þangað til við teljum okkur hafa séð það sem er að sjá á miðunum," segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing- ur um loðnuleitina sem staðið hefur yfir út af Norður- og Austurlandi síðan 12. janúar. í loðnuleitarleiðangri Hafrann- sóknarstofnunar, sem farinn var í nóvember, fannst ekki næstum því eins mikið magn af loðnu og vonast hafði verið til og Hjálmar Vilhjálms- son sagði þá að út frá þeim mæling- um einum sem þá fengust hefði átt að loka fyrir frekari veiðar á vertíð- inni. Leiðangursmenn höfðu átt von á að mæla 800-900 þúsund tonn af Erfiðlega gengur að finna loðnuna og stefnir í að kvóti verði ekki aukinn. Myndin er tekin um borð í Þorsteini EA. Hjálmar Vilhjálmsson: „Getum ekki mælt með auknum veiðiheimildum að óbreyttu". þétta sig og verða viðráöanlegri fyr- ir sjómenn. Upphafskvóti á vertíðinni fyrir ís- lenska flotann var 688 þúsund tonn og hingað til hafa veiðst um 295 þús- und tonn. Um 370 þúsund tonn eru því óveidd. En hverjar telur Hjálm- ar líkurnar á því að aukið verði við kvótann? „Líkumar á þvi hafa hvorki auk- ist né minnkað. Við teljum okkur eiga eftir aö sjá endanlega hvemig þetta lítur út, en miðað við þær upp- lýsingar sem við höfum í höndun- um núna getum við ekki mælt með frekari veiðiheimildum. Við verð- um bara að biða og sjá til.“ -gk Einsetning skóla árið 2000 DV, Suöurnesjum: Nú er unnið að framkvæmdaáætl- un um endurbyggingu á Njarðvík- urskóla og Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Miðast framkvæmdir við að allir skólar bæjarins búi við sambærilega aðstöðu og að einsetn- ingu verði lokið 1. september árið 2000. Þá er gert ráð fyrir að tónlistar- skólarnir verði sameinaðir, þ.e. Tónlistarskóli Njarðvíkur og Kefla- víkur og að Tónlistarskóli Reykja- nesbæjar taki til starfa 1. septem- ber. -A.G. Sigurvegararnir Guðlaug og Birkir í mótslok. DV-mynd Örn Guðlaug og Birkir sigruðu á paramóti DV, Siglufiröi: Guðlaug Mámsdóttir og Birkir Jónsson sigruðu á paramóti Norður- lands vestra í bridge sem fram fór á Siglufirði um síðustu helgi. Þau hlutu 38 stig og náðu efsta sætinu í síðustu umferð þegar tvö efstu pör- in spiluðu i innbyrðissetu. Röð efstu para varð eftirfarandi: 1. Guðlaug Mámsdóttir og Birkir Jónsson, Siglufirði, 38 stig. 2. Ragnhildur Gunnarsdóttir og Hjalti Bergmann, Akureyri, 35 stig. 3. Soffia Guðmundsdóttir og Stefán Vilhjálmsson, Akureyri, 25 stig. 4. Stefanía Sigurbjörnsdóttir og Jó- hann Stefánsson, Siglufirði, 22 stig. 5. Kristín Bogadóttir og Bogi Sigur- bjömsson, Siglufirði, 18 stig. 6. Björk Jónsdóttir og Jón Sigur- bjömsson, Siglufirði, 13 stig. Alls tóku 14 pör þátt í mótinu og þar af voru þrjú frá Akureyri sem kepptu sem gestir. Spiluð voru fjög- ur spil milli para. Mótsstjóri var Ólafur Jónsson. -ÖÞ Jón Gunnar Jónsson lét snjófjúkið á föstudaginn ekki aftra sér frá því að fá sér hressingargöngu um nágrenni Vík- ur. Hann sagðist vera búinn að ganga og hjóla fyrr um morguninn og nú ætlaði hann að fara upp á fjall sér til hress- ingar. DV-mynd NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.