Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 13 "V 4 fréttir______________________________________________________ Vandræðaástand vegna yfirfullra heilsugæslustöðva: Sjúkir hrekjast milli lækna Hvað skyldi vera langur biðtími til að komast að á þessari heilsugæslustöð? Vandræðaástand er að skapast í frumheilsugæslu víða á höfuðborga- svæðinu, þar sem engin endumýjun hefur orðið hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum. Frumheilsugæslu er í dag annars vegar sinnt af læknum á heilsu- gæslustöðvum og hins vegar af heim- ilislæknum sem starfa sjálfstætt á einkastofum. Hins vegar er skilyrði fyrir því að heimil- islæknir geti hafið störf að samnings- aðilar, þ.e. Lækna- félag íslands og Tryggingastofnun ríkisins, fallist á umsókn hans um að hefja störf. Fjöldi lækna með sérfræðiréttindi sem heimilislæknar hafa óskað eftir því að hefja störf við lækningar en öllum umsóknum hefur verið hafnað frá árinu 1990 og sjálfstætt starfandi heimilislæknum fer fækkandi. Ófremdarástand Ólafur F. Magnússon, formaður fé- lags FSSH, segir að í dag geti sárafá- ir heimilislæknar tekið á móti fleiri sjúklingum og í dag séu nokkur þús- und sjúklinga án þess að hafa fastan lækni. „Það hefur verið stefna Læknafélags íslands að heimilis- læknar fái að starfa utan heilsu- gæslustöðva en það hefur ekki geng- ið eftir. í dag eru 17 sjálfstætt starf- andi heimilislæknar og það er full- bókað hjá nánast öllum,“ segir Ólaf- ur. Hann segir einn lækni hafi hætt nú nýverið vegna aldurs og þar sem læknir fékk ekki leyfi tU að taka við stöðu hans, hafi um 1500 sjúklingar um leið orðið án heimUislæknis. „Árið 1993 sóttu tveir um, en þeim var hafnað. Árið 1996 sóttu tveir um og þeim var báðum hafnað. Og nú um áramótin var enn hafnað umsókn sérmenntaðs heimlislæknis um að opna læknastofu í Domus Medica. Ég tel að sjálfstæður stofurekstur heim- Uislækna standi ekki í vegi fyrir upp- byggingu heUsugæslustöðva,“ segir Ólafur. „Ég hef t.d. barist fyrir einni slUcri í Grafarvogi sem borgarfuU- trúi. Við viljum einungis að kerfín lifi í sátt hvort við annað og að fóUc geti valið sér lækni sem það geti leit- að tU.“ Lára Hansdóttir, hjá þjón- ustudeild Tryggingastofnunar ríkis- ins, segir erfitt fyrir sjúklinga í dag að velja sér lækni. „Það er að skapast vandræðaástand. Það eru fiórar heilsugæslustöðvar sem eru algjör- lega fuUar og þess vegna væri eðli- legt að gefin væru út leyfi fyrir heim- Uislækna tU þess að opna stofur,“ segir Lára. Héraðslæknir stöðvar samninga Ólafur segir að þegar heimilis- læknir sæki um að opna stofu þurfi að koma tU umsagnir margra aðila. „Þegar læknar hafa sótt um hafa Læknafélag Reykjavíkur og Læknafé- lag íslands samþykkt umsóknirnar vegna skorts á læknum og sömuleið- is Tryggingastofnun ríkisins. Hins vegar hefur Lúðvík Ólafsson, héraðs- læknir í Reykjavík, hafnað umsókn- unum ítrekað. Það eru sem sagt aUir sammála um þörfína á fleiri læknum nema hann,“ segir Ólafur. Að sögn Ólafs hefur heilbrigðisráðuneytið verið á móti endumýjun í hópi sjálf- stætt starfandi heimUislækna. Skv. upplýsingum sem DV aflaði sér er nánast útUokað fyrir einstakling að skrá sig hjá heimUislækni og dæmi eru um að sjúklingar hafi þurft að bíða aUt upp í tvær vikur tU þess að komast tU þess læknis sem er vant að sækja. „Það þarf að sjálfsögðu að byggja heUsugæslustöðvar en það gengur ekki að þær verði gerðar að einokunarstofnunum. Sumir heUsu- gæslulæknar, þ.á m. Lúðvík, hafa hins sýnt það í verki að þeir vUja leggja niður sjálfstæðan rekstur heimilislækna utan heilsugæslu- stöðvanna," segir Ólafur. Ekki náðist í héraðslækninn í Reykjavík -hb 30 þúsund í hvalaskoðun ár hvert: Getum einnig veitt hvalina - segir Guðjón Guðmundsson Samkvæmt nýrri skýrslu um hvalaskoðun á íslandi hefur fiöldi þeirra, sem fara í hvalaskoðunar- ferðir, Qölgað úr 2.200 manns árið 1995 í rúmlega 30.000 manns á sið- asta ári. Skýrslan er unnin af Ás- birni Björgvinssyni, forstöðumanni Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavík, en skýrslunni fylgir könnun sem Ása Sigríður Þórisdóttir stjómmála- fræðinemi gerði meðal erlendra ferðamanna um viðhorf þeirra til hvalveiða. I skýrslunni er talið að fiöldi ferðamanna sem koma gagn- gert tU landsins til hvalaskoðana muni aukast til muna á næstu árum en um 3.000 manns koma tU lands- ins á hverju ári einungis til að fara í hvalaskoðunarferðir. AUs munu 60-70 manns starfa í tengslum við hvalaskoðun 4-5 mánuði ársins víða á landinu. í könnun Ásu Sigríðar kemur fram að rúmlega 7 pró- sent erlendra ferðamanna séu hlynntir hval- veiðum almennt, rúm 14,5 prósent eru hlutlaus og um 78 af hundraði eru þeim andvíg. Þá telja rúm 63 pró- Ásbjörn Björg- sent sama hóps vinsson, forstöðu- að hvalaskoöun maöur Hvalamið- og hvalveiðar stöðvarfnnar. fari ekki saman. Óraunhæfar tölur Guðjón Guðmunsson, alþingis- maður Sjálfstæðisflokksins, telur ekkert koma í veg fyrir að íslend- ingar geti hafið hvalveiðar að nýju þrátt fyrir þess- ar tölur. „Ég held að þessar tölur séu ekkert til að óttast. Þeg- ar menn eru spurðir um af- stöðu til hval- veiða þegar þeir horfa á þá synd- andi geta þeir ekki annað sagt,“ segir Guð- jón. „Ár efth ár er verið að birta tölur um hvalaskoðanir og alltaf eru tölurnar jafnútblásnar. Sam- kvæmt þeim tölum sem voru birt- ar um fiölda ferðamanna og tekjur af þeim er komist að þeirri niður- stöðu að hagnaður af hverjum ferðamanni sé 26.000 krónur vegna ferðar sem kostar 3.000 krónur að fara í.“ En Guðjón gleðst yfh því að þeh sem eru með hvalaskoðun- arferðh græði á þeim. „Það er hægt að bæði veiða hvalina og laða að ferðamenn til að skoða þá. Þetta hefur verið gert i Noregi með góðum árangri og aðsókn í skoöunarferðh hjá þeim hefur aukist ár frá ári. Við verðum að koma í veg fyrir að hvalimh fiölgi sér eins mikið og þeh hafa gert undanfarin ár. Skv. skýrslu Haf- rannsóknarstofnunar frá því í haust er talið nauðsynlegt að hvöl- um fækki svo við þurfum ekki að skera niður veiðarnar. Við byggj- um afkomu okkar á fiskveiðum og þetta er þjóðarvilji þannig að við eigum að hefia hvalveiðar eins fljótt og hægt er,“ sagði Guðjón. -hb Húsmæður í símaklámi „Við höfum ráðið tugi manns í vinnu, bæði karla og konur,“ segh Ágúst Smári Beaumomp, framkvæmdastjóri símafyrirtækisins Tel Is, sem ríður á vaðið og kynnh lifandi símaklám hér á landi. „Starfsfólkið sem vinnur hjá okkur verður bæði í sérstökum básum hér á vinnu- staðnum svo og heima hjá sér eins og alþekkt er erlendis; já, þetta eru líka húsmæður." Aö sögn Ágústar Smára þarf starfsliðið að vera fiölmennt því vaktimar eru stuttar. Þetta er erfitt starf og fólk verður örþreytt eftir nokkra tíma. Þjónustan verður opin frá 18 á kvöldin og fram til klukkan 2 aö nóttu. „Við sendum fólkið á námskeið áður en það var ráðið endanlega því það er vandasamt verk að ræða innilega við fólk í síma um kynferðis- leg efni. Námskeiðið tókst vel og ég held að við séum komnir með góðan kjarna í þetta,“ segh Ágúst Smári Beaumomp sem er af frönskum ættum eins og nafnið gefur til kynna. Þegar hringt er í síma fyrirtækisins svarar blíðleg kvenmannsrödd: „Ýttu á einn ef þú vilt tala við stelpu, ýttu á tvo ef þú vilt klæmast við shák. Mínútan kostar 225 krónur." -EIR Taktu eftir núna Þingmenn Sjálfstæðisflokks ræddu eitt sinn í þingflokksher- bergi sínu um úthlutun Byggða- stofnunar á svonefndum byggða- kvóta í atvinnubótar- skyni og höfðu menn misjafnt álit á gagn- semi þessarar úthlut unar. Kristján Páls son taldi þessa út- hlutun á smotteríi hér og þar til heldur lítils gagns fyrir hinar dreifðu byggöh. Egill Jóns- son, stjómarformaður Byggðastofn- unar, var á öðru máli. Hann færði mörg rök fyrir sínu máli og þegar kom að sterkustu rökunum sagði Egill eins og hann gjaman gerh þegar hann vill að hlustað sé á sig: „Kristján, taktu eftir núna!“ Þá kvað Halldór Blöndal þessa vísu: Ef að botninn fer að fúna, á fiörukambi er trillan lúna. Egill mjólkar kvótakúna, Krisfián, taktu efth núna. Starfið í veði Margir sjálfstæðismenn hugsuðu sér til hreyfings þegar það kvisaðist að Þorsteinn Pálsson ætlaði að hætta í pólitík. Hópur manna í kjör- dæminu leitaði þá eftir því við Sigur- geir Þorgehsson, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að hann gæfi kost á sér og mun hann hafa verið tilleið- anlegur. Þessar þreifingar bámst fljótt Guðna Ágústssyni, hamsóknargoða í Suð- urlandskjördæmi, til eyma. Guðni varð víst lítt hrifinn og gekk snar- lega í málið. Því næst lét hann þau boð berast til Sigurgeirs og stuðn- ingsmanna hans að færi Sigurgeir i framboð yrði séö til þess að hann yrði ekki langlífur í starfi sínu fyr- ir Bændasamtökin. Svo mikið er víst að Sigurgeir hætti við. Slæm latína Loga Bergmann Eiðssyni varð illilega fótaskortur á hinni lat- nesku tungu í vikunni. Logi, sem er stjómandi spurningakeppni framhaldsskólanna, átti greinilega að leggja þá spurningu fyrh keppnislið Menntaskólans á Laugarvatni og Verslunarskólans hvaða ár pereatið hefði átt sér stað. | Atburðurinn er dreginn af pereat | á latínu sem þýðh niður með hann j og var aðfor nokkurra nemenda ( Lærða skólans gegn Sveinbimi í Egilssyni, rektor skólans, í janúar ! árið 1850. Stjórnandinn spuröi bara ekki um pereatið heldur 1 hvaða ár príatið hefði átt sér stað. Bæði liðin svöraðu að það hefði átt sér stað 1851 og gaf Illugi Jök- ulsson dómari báðum liöum stig fyrir svarið. Sandkom bíður I spennt efth aö vita hvað þaö eigin- I lega var, þetta príat... Tilfinningahiti Mikið og gott frumsýningarpartí I var haldið efth humsýningu leik- ritsins Mýs og menn í Loftkastalan- !: um í vikunni. í partiinu urðu tveh lykilmenn sýningar- innar saupsáttir og svo fór að þeh slóg- j ust allt hvað af tók. Góðir menn gengu í milli en hótanh og heitingar ómuðu I um loftiö. Um tíma leit út fyrh að sýningar yrðu I ekki fleiri en þessi eina. Sem betur fer tókst leikstjóranum, Baltasar Kormáki. að koma á friði og var ; sýning á fimmtudag og næsta sýn- ing verður á morgun. sunnudag. Umsjón Stefán Ásgrímsson Netfang: sandkorn @ff. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.