Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 49
JOV LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 Tríó Reykjavíkur leikur á tónleikum hjá Kammermúsíkklúbbnum í Bú- staðakirkju annaö kvöld. Bethoven, Brahms og Ravel Kammermúsíkklúbburmn held- ur sína górðu tónleika á þessu starfsári annað kvöld í Bústaða- kirkju kl. 20.30. Þar mun koma fram Tríó Reykjavíkur sem skipað er Guðnýju Guðmundsdóttur á fiðlu, Gunnari Kvaran á knéfiðlu og Peter Maté á pianói. Sérstakur gestaleikari með tríóinu í einu verkanna er Sigurbjöm Bemharðs- son á lágfiðlu. Þrjú verk verða leik- in, Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í c-moll eftir Beethoven, Tríó fyrir píanó, fiðlu og knéfiðlu í a-moll eftir Ravel og Kvartett fyrir píanó, fiðlu, lágfiðlu og knéfiðlu eft- ir Brahms. Schola cantorum í Hallgrímskirkju Á morgun flytur Schola cantor- um messur eftir Palestrina og Speight á tónleikum í Hallgríms- kirkju. Schola cantorum er 18 Tónleikar manna kammerkór. Með kómum koma fram Marta G. Halldórsdóttir sópransöngkona, Daði Kolbeinsson óbóleikari og Douglas A. Brotchie orgelleikari. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Efnisskráin teflir fram tónlist úr tveimur ólíkum áttum. í upphafi verða fluttar þrjár enskar mótettur eftir Thomas Tallis og Faðir vor- mótetta eftir John Sheppard. Síðan syngur kórinn Missa Dies Sanct- ificatus, fjögurra radda messu eftir Palestrina. Hún er ein af mörgum messum þessa meistara fjölröddun- arinnar sem byggja á efnivið úr mótettum hans. Messan dregur nafh sitt af jólamótettu og hefur lík- lega verið sungin við helgihald á jólum. Hún hefur sennilega ekki verið flutt á íslandi áður. Á síðari hluta efhisskrár em tvö íslensk tónverk, Clarcitas fyrir kór og org- el eftir Þorkel Sigurbjömsson og Sam¥s Mass fyrir sópran, óbó og kór eftir John A. Speight. Maraþonfjöltefli I dag munu skákmeistaramir Dan Hansson og Róbert Harðar- son tefla fjöltefli á Grandrokki, Klapparstíg 30, og er öllum heim- il þátttaka. Dan og Róbert munu skiptast á um að tefla á sex til sjö borðum í senn. Jafnskjótt og einni skák lýkur tekur ný við og þannig gefst öllum sem vilja tæki- færi til að spreyta sig gegn meist- urunum. Þeir Róbert og Dan era þrautreyndir skákmenn og leiða A-sveit Skákfélags Grandrokks í deildakeppni Skáksambands ís- lands. Fjölteflið hefst klukkan 13 og stendur í fimm til sex klukku- stundir. Skákáhugamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu maraþonfjöltefli. Þeir skák- menn sem hafa minna en 2000 ís- lensk skákstig fá sérstök verðlaun takist þeim að leggja meistarana. Þátttaka í fjölteflinu er ókeypis. Samkomur Bókafundur sagnfræðifélagsins Hinn árlegi bókafundur Sagn- fræðifélags íslands verður hald- inn í húsi Sögufélagsins í dag kl. 13.30. Á fundinum verður rætt um fjórar bækur sem komu út fyrir jólin. Öllum er heimill aðgangur. Málþing um húmanista í dag kl. 13.30 verður haldið málþing um húmanista í Hátíðar- sal Háskóla ísland. Gísli Gunnars- son prófessor, Jóhann Bjömsson heimspekingur, Skúli Pálsson heimspekingur og Sigríður Þor- geirsdóttir lektor flytja erindi. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður spiluð á morgun kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Allir era velkomnir. Slydduél vestan til Yfir vestanverðu Grænlandshafi er 962 mb lægð sem þokast norð- austur. í dag verður suðvestEmátt, hvass- viðri eða stormur norðvestan til en annars allhvasst eða hvasst og slydduél vestan til á landinu en létt- skýjað austan til og hiti 1 til 4 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður all- hvöss eða hvöss suðvestanátt átt, slydduél og hiti 1 til 3 stig. Sólarlag í Reykjavík: 17.08 Sólarupprás á morgun: 10.12 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 17.51 Árdegisflóð á morgun: 06.11 Veðrið í dag á landinu Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöföi Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur skýjaö 9 rigning 8 skúr á síö. kls. 7 7 rigning 3 skýjaö 6 rigning 6 rign. á síö. kls. 6 súld 8 skýjaö 0 snjókoma -17 léttskýjaö -4 þoka í grennd -10 -10 Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlin Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington súld 6 snjóél á síö. kls. -4 heiöskírt 20 léttskýjaö 1 skýjaö 16 skýjað -4 alskýjaö -1 þokumóöa 10 léttskýjaó -14 úrkoma l grennd 1 þokumóöa 6 léttskýjaö -2 alskýjaó 1 mistur 6 skýjaö 0 skýjaö 17 heiöskírt -15 skafrenningur -10 skýjaö 2 þokumóóa 14 skýjaó 5 skýjaö 5 skýjað -3 hálfskýjaö 4 Buttercup á Gauknum Mikil gleöiveisla verður á Gauki á Stöng við Tryggvagötu í kvöld þegar fjörefnis-strákamir í Skemmtanir Butercup mæta með dótakassann með sér og halda uppi stanslausu fjöri fram á nótt. Annað kvöld er K.K.-kvöld, þar fara hinir ijúfú snill- ingar Krist- ján Krist- jánsson og Magnús Eiríksson á kostum með hljóð- færin og sjá til þess að þreyta helgarinn- ar svífur út og leysist upp. Mæðusöngvasveitin í Borgamesi í dag ætlar Mæðusöngvasveit Reykjavíkur að bregða undir sig betri fætinum fara upp í Borgar- nes, eða næstum því, því þeir ætla að skemmta á Mótel Venusi. Þama fá Borgnesingar kraftmikla tónlist beint í æð. Mæðusöngvasveit Reykjavikur skipa Sigurjón Skær- ingsson, Jón Óskar Gíslason, Sig- uröur Reynisson og Héðinn Bjömsson, allt margreyndir rokk- hundar og lofa þeir þéttri keyrslu og góðu rokki í kvöld. 8-villt á Kaffi Reykjavík Hin fiölmenna gleðisveit 8-villt, sem skipuð er fjóram stelpum og fjóram piltum, leikur í kvöld á hinum vinsæla skemmtistað KafFi Reykja- vík. Buttercup skemmtir á Gauki á Stöng í kvöld. Uppkast að grein Myndgátan hér aö ofan lýsir orðtaki. áagsönn * W * Gengið Almennt gengi LÍ 29. 01. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,780 70,140 69,750 Pund 114,820 115,410 116,740 Kan. dollar 45,970 46,260 45,010 Dönsk kr. 10,6960 10,7550 10,9100 Norsk kr 9,2920 9,3430 9,1260 Sænsk kr. 8,9700 9,0190 8,6450 Fi. mark 13,3660 13,4460 13,6540 Fra. franki 12,1150 12,1880 12,3810 Belg. franki 1,9700 1,9819 2,0129 Sviss. franki 49,3700 49,6400 50,7800 Holl. gyllini 36,0600 36,2800 36,8500 Þýskt mark 40,6300 40,8800 41,5000 ít. lira 0,041040 0,04129 0,041930 Aust. sch. 5,7750 5,8100 5,9020 Port. escudo 0,3964 0,3988 0,4051 Spá. peseti 0,4776 0,4805 0,4880 Jap. yen 0,599300 0,60290 0,600100 írskt pund 100,910 101,510 102,990 SDR 96,920000 97,50000 97,780000 ECU 79,4700 79,9500 81,5700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270 Uppi- staö- an í leikrit- inu er úr ís- lend- inga- sög- um. Ketilssaga flatnefs Á morgun verður frumsýnt í Tjamarbíói nýtt íslenskt leikrit, Ketilssaga flatnefs eftir Helgu Arnalds. Það er leikhúsið 10 fing- ur sem sýnir þenna brúðuleik og er á ferðinni mjög svo nýstárleg aðferð við uppsetningu á leiksýn- ingu, svokallað Drak sem byggir að miklu leyti á samvinnu höf- undar, leikmunahönnuðar og leikstjóm og er Ketilssaga flatnefs myndræn leiksýning þar sem allt spilar saman, tónlist, leikur, grímur, brúður, látbragö og texti. Uppistaðan í söguna er fengin úr tslendingasögunum en í með- forum sögusmettunnar ísafoldar, sem bjástrar við þvottinn sinn á meðan hún hlustar á eftirlætis út- varpsþáttinn sinn um íslendinga- sögurnar, fær sagan marga óvænta og spaugilega útúrdúra. Höfundur er Helga Arnalds, leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson, leikmynd gerði Petr Matasek, brúður og leikur Helga Amalds. Verndari sýningarinnar er Vigdís Finnbogadóttir. Leikhús Draumur á Jónsmessunótt Leikfélag enskunema í Háskóla íslands sýnir í kvöld og annað kvöld leikverk Williams Shake- speares, A Midsummer Night’s Dream (Draumur á Jónsmessu- nótt), í Tjamarbíói. Verkið er flutt á ensku og leikstjóri er Martin Regal. Sýningar hefjast kl. 20. Verkið, sem er eitt af þekktari gamanleikritum Shakespeares, fjallar um það hvernig sambönd nokkurra elskenda þróast með af- skiptum hrekkjóttra álfa frá því að vera byggð á misskilningi og afbrýði til farsællar lausnar fyrir alla. Lokaþáttur verksins er svo giftingarhátíð elskendanna þar sem nokkrir áhugaleikarar klúðra með eftirminnilegum hætti flutningi á harmleik sem þeir hafa ákveðið að setja upp brúðhjónunum til heiðurs. Þetta er kostulegur gamanleikur og er það víst að allir munu hafa gam- an af, hvort sem þeir þekkja til Sharespeares eða ekki. Draumur á Jónsmessunótt. Því miöur birtist röng mynd meö greininni í blaöinu í gær en hér sjást enskunemar f hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.