Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 3Ó. JANÚAR 1999 / Arnbjörg Sveinsdóttir hlaut yfirburðakosningu í prófkjöri sjálfstæðismanna á Austurlandi: vfötal Úr fiskinum á „Hin hliðin á mér er eiginlega bara pólitíkin," segir Arnbjörg Sveinsdóttir þegar hún er innt eftir áhugamálum sínum. Þegar frekar er gengið á hana kemur þó i ljós að það skemmtilegasta sem hún gerir er að setjast niður heima á Seyðis- firði og borða góðan mat í faðmi fjölskyldunnar. Garðar er lærður matreiðslumaður og þegar elda á eitthvað gott stend- ur hann við stjórnvölinn í eldhúsinu. „Ég bý við þann munað að mað- urinn minn er lærður matreiðslu- maður og alveg fantagóður sem slík- ur. Hann vinnur sem skrifstofu- stjóri skiltagerðar hér í Reykjavík og er því ekkert að eyða orkunni í að elda fyrir aðra, heldur gerir það heima hjá sér. Það er frábært og mikil forréttindi. Ég elda stundum, en þegar á að vera mjög gott að borða, þá eldar hann.“ Arnbjörg og Garðar Rúnar eiga tvær dætur, átján og tuttugu og tveggja ára, og fjölskyldunni finnst þeirra alvöruheimili vera „heima á Seyðisfirði". Hér í Reykjavík sé heimili þeirra hálfgerður sumarbú- staður þó að þau þurfi vitaskuld mikið að vera hér starfs síns vegna. Arnbjörg hlær þegar hún er spurð að því hvort Seyðisfjörður sé ekki bölvað krummaskuð og segir að í fáum orðum sagt sé Seyðisfjörður hreint yndislegur staður. íþróttir af illri nauðsyn Hvað starfaðirðu áður en þú fórst á þing? „Ég var eins og flestir sem aldir eru upp í sjávarbyggðum í fisk- vinnslu á skólaárunum. Eftir stúd- entspróf var ég kennari á Seyðisfirði í eitt ár og flutti síðan suður og fór að vinna sem fulltrúi í launadeild Ríkisspítalanna. Eitthvað kom ég við í lagadeild Háskólans, í tvö ár, en svo flutti ég austur aftur og allt há- skólanám datt upp fyrir. Ég fór að eignast böm og vinna á skrifstofu hjá fiskvinnslunni. Ég varð síðan skrifstofu- og fjármálastjóri hjá fisk- iðjunni Dvergasteini. Þá var ég byrj- uð í sveitarstjórnarmálum og eitt leiddi af öðru.“ En hvað gerir hún fleira? Það er erfitt að trúa því að hún láti sér póli- tíkina og fjölskyldulífið nægja. Ein- hverjar frístundir hlýtur hún að eiga. Bara fyrir sig. Arnbjörg segist þá örsjaldan taka þátt í íþróttum, af illri nauðsyn, með það fyrir augum að halda sér i einhverju formi. Hins vegar era hennar helstu áhugaeftii menningarmál og listir. „Það sem ég geri skemmtilegast fyrir utan að vera með fjölskyldunni er að komast á góða leiksýningu, áhugaverða myndlistarsýningu eða lesa vel skrifaða bók. Af þessum list- greinum er myndlistin í mestu uppá- haldi, en ég læt mér þó nægja að horfa á hana, hef aldrei lagt í að taka sjálf upp pensil eða liti.“ Ambjörg gerði fleira fyrir sitt litla pláss en að blanda sér í pólitík- ina, því hún var einmitt formaður menningarmálanefndar á Seyðis- Aðaláhugamái Arnbjargar eru listir og menning. Hér gleðst hún yfir góðri bók. firði þegar listahátíðinni A Seyði var hleypt af stokkunum. Það átak kom Seyðisfirði á kortið í listheim- inum og Arnbjörg er ánægð með hversu góðir listamenn hafa fengist til þess að koma og sýna í svo litlu plássi. Á Seyði er nú orðinn árlegur viðburður. Að spekúlera í lífinu Að vera alþingismaður er ekkert sem hoppar upp í hendurnar á fólki. Þar að baki liggur mikið starf og Arnbjörg byrjaði eins og svo margir í félagsstörfum tengdum Sjálfstæðis- flokknum, þó ekki væri upphaflega ætlunin sú að fara í framboð. Póli- tík hefur verið áhugamál hjá þeim hjónum frá fyrstu tíð og þau hafa mikið starfað fyrir flokkinn. En hvernig líður henni að hafa svo stóran hóp stuðningsmanna á bak við sig? „Það er frábær tilfinning að vita að fólk metur mig af verkum mínum. Fjölskylda mín hefur líka unnið daga og nætur til þess að koma mér þangað sem ég er í dag. Fyrir próf- kjörið um daginn voru til dæmis dætur mínar og vinkonur þeirra sér- lega hjálpsamar við starfið og ég get aldrei þakkað það nógsamlega." Er svona pólitískt hark ekki þreyt- andi til lengdar? „Nei, það er ekkert nema skemmtilegt að spekúlera í þjóðlíf- inu og pólitíkinni í kringum sig og hafa áhrif á það með einhverjum hætti. Auðvitað er starfið stundum þreytandi þegar vinnudagurinn er mjög langur, en fyrst og fremst er pólitíkin alveg frábærlega skemmti- leg,“ segir Ambjörg. -þhs Líf pólitíkussins getur verið annasamt og jafnvel nauðsynlegt að taka vinn- Arnbjörg Sveinsdóttir ásamt eiginmanninum, Garðari Rúnari Sigurgeirs, og dætrunum Guðrúnu Rögnu og Brynhildi una með sér heim. Bertu. Tengdasonurinn, Jón Valur Sigurðsson, kærasti Guðrúnar Rögnu, er einnig á myndinni. DV-myndir Teitur. A« Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi ’ Fjarstýring 1 Aukatengi f. hátalara ’ íslenskt textavarp WHATj VIDEO 115.900,-1 IMicam Stereo • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • fslenskt textavarp • o þ, • Myndlampi Black Matrix • 50 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • (slenskt textavarp A öllum tækjum er öryggi sem slekkur á sjónvarpinu þegar útsendingu lýkur! BRÆÐURNIR ! tifðOKMSSON Lóqmúlo 8 • Sími 533 2800 BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin '9 Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk,Bolungarvík.Straumur,ísafirði. Norðurland: Kaupfélag V-Hún.,Hvammstanga. Hegri.Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka. KEA.Dalvfk. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Austurland: Vélsmiöja Hornafjarðar, Hornafirði. KHB, Egilsstööum. Kaupfélag Fáskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði. Kaupfólag Stöðfirðimga, Stöövarfirði. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg.Grindavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.