Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 JjV 0éttir Lítill hundur í tættri kápu við Reykjalund í fyrrinótt: stuttar fréttir Hjukrunarkona sa Tinu Tínu leitað 4- ia"“ar: Tína fer i pössun í Garöabæ ! 5. janúar:) Tína hleypur út af gæsluheimilinu og týnist______ (8.-10. janúar: Um 30 manns leita Tínu í skógum Mosfellsbaejar og víöar. Vísbendingar farnar aö berast víöa aö. Spor talin áþreifanleg merki um feröir Tinu í Mosó 18.-20. janúan] Gildrum meö mat komið fyrir víða í nágrenni gæsluheimilisins 22.-24. janúan Vilmundur Þorgrímsson frá Seyðisfiröi leitar Tínu með sporhund í Mosfellsbæ (27. janúar: Hitamyndavél notuö viö leit aö Ttnu (28. janúar: Sterkar vísbendingar - nágrannar í Mosfellsbæ tilkynna um „horfinn mat“ utandyra. Ókyrrö í rólegum hundum (karlkyns) í nágrenninu [29. janúar Starfsmaður á Reykjalundi telur sig hafa séö Tínu aö næturlagi I slitinni kápu íslensku tónlistar- verðlaunin íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent 1 sjötta skipti 11. mars næst- komandi. DV stendur að verðlaunun- um í samstarfi viö fagfélög tónlistar- manna og hljómplötuútgefenda. Val íslensku tónlistarverðlaun- anna er með breyttu sniði í ár. Um 500 manns sem starfa að tónlist í víð- asta skOningi hafa fengið í hendurn- ar atkvæðaseðla frá stjóm verðlaun- anna. Senda þarf inn atkvæðaseðilinn fyrir 8. febrúar. Lögregla rannsakar ummerki við tvo gáma fyrirtækisins Löndunar á Austurbakkanum í Reykjavík síð- degis í gær. Brotist var inn í gámana í gærdag Rækjunni var landað á fimmtudagskvöld úr rækjuskipinu Hersl. Svo virðist sem rækjuþjófarn- ir hafi athafnað sig um hábjartan dag. DV-mynd S „Ég var á vaktinni þegar ég talaði við eina af hjúkrunarkonunum. Hún sagði: „Ég sá tíkina." Hún var fyrir utan gluggann, um hundrað metra frá. Hjúkrunarkonan sagði að tíkin hefði verið í kápu eða poka sem var allur í tætlum. Ég fór út og ætlaði bara að gera eins og stóð í DV - að eina vonin væri að henda sér á tík- ina,“ sagði Guðmundur G. Guð- mundsson, vaktmaður á Reykja- lundi, sem fylgdi sporum týndu tík- arinnar Tínu fyrir utan endurhæf- ingarstöðina um klukkan sex í fyrr- inótt - varla meira en tæpan kíló- metra frá heimilinu Ásbúð þaðan sem tíkin strauk þann 5. janúar. Guðmundur segist fullviss um að spor sem voru í snjónum séu eftir Tínu. „Hjúkrunarkonan var alveg örugg um að þetta væri týnda tíkin og sagði að hún hefði farið hratt yfír,“ sagði Guðmundur. „Pokinn sem var utan um hana var allur í tætlum. Ég veðraðist allur upp við að heyra þetta. Mest var ég ánægður að heyra að tíkin væri á lifi. Ég ákvað strax að fara að leita að henni. Áður en ég fór út í grenjandi rigninguna fór ég í skó og úlpu. Þegar ég sá sporin fylgdi ég þeim niður að Engjavegi. Þar tók við svell og ég missti af slóðinni," sagði Guðmundur. Hann kvaðst ætla að hafa augun hjá sér á næstu næt- urvöktum: „Ég vil allt gera til að þessi tik komist undir manna hendur," sagði hinn knái vaktmaður. Aldrei vonlaus „Ég hef alitaf fundið fyrir tíkinni héma í kring,“ sagði Kristín Erla Karlsdóttir, gæslukona Tínu, sem fékk tilkynningu frá Reykjalundi um hina áþreifanlegu vísbendingu um Tínu snemma í gærmorgun. Kristín brosti út að eyrum þegar hún var spurð hvort þetta væru ekki fyrstu fréttirnar sem taldar væru óyggjandi um að Tína væri enn þá í nágrenn- inu. „Tíkin er mest á ferðinni á nótt- unni þegar hún er nær örugg um að enginn er á ferðinni," sagði Kristín sem var að steikja ilmandi nauta- hakk handa Tínu - hvítlaukskrydd- að og feitt kjöt sem sett var í gildrur í nágrenni við heimili hennnar - gildrur sem Kristín telrn- reyndar að tíkin sjái við. Hún sagði að næstu skref yrðu hugsanlega að standa vakt og bíða tíkarinnar - „hringja sig saman", sæta lagi, reyna að loka tíkina af og stökkva síðan á hana þar sem til hennar næst. „Ég hugsa stundum til þess sem Vilmundur Þorgrímsson frá Seyðis- firði, eigandi sporhundsins, sagði við mig: „Þú verður bara að vera þol- inmóð. Þetta er eins og að leita að nál í heystakki!" -Ótt Hér eru tveir hljóðfæraleikarar Sinfóníunnar, þær Þórdís Stross og Margrét Kristjánsdóttir, með nýja búninginn sem á ýmsu hefur gengið með. DV-mynd Hilmar Þór Sinfónían kaupir einkennisbúning: Pilsbuxurnar hlupu upp að hné - helmingnum stolið í París Stjórn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands hefur komið til móts við hljóö- færaleikara sína og fjárfest í ein- kennisbúningum fyrir alla hljóm- sveitina. Hér er um að ræða smókinga fyrir karlmenn og lakkskó úr Herrahúsinu og pilsbuxur og jakka fyrir kvenfólkið sem verslun- in Tess viö Dunhaga lét sauma í Par- ís. Pilsbuxur fyrir konurnar urðu fyrir valinu svo kvenkyns selló-leik- aramir gætu verið í stíl. Þá fengu konumar italska spariskó úr Skó- búð Kópavogs. í París gerðist það svo að vöm- flutningabifreið, sem var að flytja helminginn af efninu sem átti að fara í kvenbúningana, var rænt um hábjartan dag. Efnið var uppselt og þurfti því að kaupa annað með annarri áferð. Kvenbúningamir eru því ekki alveg eins. „Þetta kemur ekki að sök. Það sér enginn muninn utan úr sal,“ segir Helga Hauksdóttir, skrifstofustjóri sinfóníunnar. „En það var vissulega óheppilegt að vöruflutningabílnum var rænt.“ Nokkrar konur í sinfóníunni hafa þvegið pilsbuxumar með þeim af- leiðingum að þær styttust upp að hné. En efnið er sem betur fer vel teygjanlegt þannig að hægt var að teygja skálmamar niður til hálfs. „Við vitum ekki úr hvorri send- ingunni þetta efni var en flestir hall- ast að því að efnið sem var rænt með vörubílnum í París hafi verið betra," segir einn hljóðfæraleikar- anna sem ekki vill láta nafns síns getið en mjög skiptar skoðanir munu vera um ágæti kvenbúning- anna. Skiptast hljóðfæraleikarar þar í tvö horn, eftir því hvort efnið þeir fengu í klæðnaðinn. Um þetta segir Hlíf Sigurjónsdóttir, formaður Starfsmannafélags sinfóniunnar: „Það em mismunandi gæði í efni og lit en það var fallegur heildar- svipur á hljómsveitinni á fyrstu tón- leikunum." Einkennisbúningar sinfóníunnar verða endurnýjaðir á fjögurra ára fresti. -EIR Rannsókn dr. Þorsteins Blöndals: Ein sígaretta og fólk var fallið 734 m.kr. hagnaður Rekstrar- hagnaður FBA hf. á árinu 1998 var 734 miiijón- ir króna. Hagn- aðurinn er í samræmi við áætlun sem birt !■ var í skráning- arlýsingu bankans í október 1998. íslendingasögur á ensku Samkvæmt frétt Morgunblaðs- | ins ætlar Penguin Press útgáfúfyr- r irtækið að gefa út á ensku tíu bæk- ur með íslendingasögunum. Bæk- urnar koma út á næstu þremur árum og er talið víst að með útgáf- j unni fái sögurnar meiri útbreiðslu í enskumælandi löndum en áður. Rannsaka hljóðritanir Samkvæmt frétt Ríkisútvarps- j ins er byrjað að kanna hljóðritanir ! Jóns Leifs tónskálds, sem fundust | á koparhólkum í Sankti Péturs- < borg og Austur-Berlín. Talið er að hljóðritanimar hafi verið gerðar á j árunum 1926-1930. Nýr búnaður Samkvæmt frétt Bylgjunnar hafa fjögur sjúkrahús skuldbundið sig til að prófa og þróa nýjan j tæknibúnað til hjartalækninga Isem hátæknifyrirtækið Flaga framleiðir. j SH kaupir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna j hf. hefúr fest kaup á dótturfyrfr- I tæki Ámess hf., Árnes Europe, í Hollandi. SH og Árnes hf. munu í Ikjölfar kaupanna auka verulega samstarf sín á milli. Bætt þjónusta Samkomulag hefur náðst um það milli Geirs H. Haarde fjár- málaráðherra, Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra og yfir- I valda í Hafnarfirði að kanna : möguleika á því að sameina heil- Ibrigðisstofnanir í Hafnarfirði. Borgey keypt Skinney hf. og Þinganes ehf. á IHomafirði keyptu á fimmtudag meirihiuta hlutafjár í Borgey hf. á Homafirði. 7,85% aukning Á síðasta ári komu 1.585 þúsund I gestir í almenningssundlaugamar 1 í Reykjavík og em það um 115.000 I fleiri gestir en árið áður. Þetta er jj 7,85% aukning. Aukin samkeppni Northwest Airlines tilkynnti í I dag að félagið hygðist hefja daglegt f flug á milli Minneapolis/St. Paul j og Ósló 1. maí. Frá Ósló býður I Northwest Airlines upp á áfram- í; haldandi flug tO tólf borg í Noregi C og Svíþjóð í samvinnu við norska (. flugfélagið Braathens. Flugleiðir 1 bjóða einnig upp á Minneapolis/St. C Paul og hafa verið að stíia inn á 1 Skandinavíumarkað um Keflavík- I urflugvöll. Þetta kemur fram á I Viðskiptavef VB á Visir.is Vill 65 milljóna hagnað Rekstraráætlun Skýrr hf„ sem j samþykkt var á stjómarfúndi í ! ’ gær, gerir ráð fyrir að velta móð- : urfélagsins á þessu ári muni nema ; 1255 rniiij. kr. og hagnaður eftir 1 skatta muni nema 65 miiijónum. j Félagið mun tilkynna afkomu síð- ! asta árs 11. febrúar nk. Byggö í Grafarholti „Það er erfitt að komast inn í þetta blað með greinar, þeir hafna víst 95% þess efnis sem þeir fá,“ sagði dr. Þorsteinn Blöndal, yfir- læknir og sérfræðingur í lungna- sjúkdómum á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur í gær, að vonum ánægður með að komast í hóp útval- inna með læknisrannsókn sem hann gerði á 237 reykingamönnum í Reykjavík. Fréttinni af rannsókn- inni hefur veriö dreift af alþjóðleg- um fréttastofum. Eins og DV greindi frá hefur hið virta lækna- timarit British Medical Journai birt ritgerð um rannsókn sem Þorsteinn gerði á vegum Heilsuvemdarstöðv- ar Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Niðurstaðan úr þeirri rann- sókn gaf merkilegar niðurstöður. Rannsóknin tók sex ár. Lyfjagjöf var hætt eftir eitt ár, en síðan var beðið í 5 ár. Tveim spurningum þurfti að svara: Hvemig famaðist fólkinu meðan á lyfjatökunni stóð? og: Hvernig famaðist því eftir að hætt var að taka öll lyf? Þorsteinn segir að munurinn á hópunum hafi veriö tvöfaldur eftir 6 mánuði, þrefaldur eftir eitt ár og tvöfaldur eftir fimm ár. Þeir sem nutu nefúða með nikótíni og nikótínplásturs stóðu sig ævinlega betur en hinir, sem aðeins fengu eitrið úr plástrinum. Þorsteinn seg- ir að það sé kjami málsins að ár- angurinn skuli vera 27% eftir eitt ár, það sé mjög hátt hlutfall. Sér- staklega þegar tillit sé tekið til þess að alit var mjög strangt. Jafnvel ein sígaretta þýddi að viðkomandi var fallinn út úr rannsókninni. Reykingar eru ekki á uppleið að nýju eins og margir halda. Þor- steinn segir að kyrrstaða hafi ríkt frá 1992 til 1996, en eftir tóbaks- hækkunina í fyrra hafi tíðni dag- legra reykinga minnkað í 28-29% og haldist í því hlutfalli. Árið 1985 reyktu 45% íslendinga á aldrinum 18 til 69 ára. Fallandinn frá þeim tíma, á 15 ámm, er hálft til eitt pró- sent á ári. Reykingar em hins vegar vax- andi heilsuvandamál heimsins. í Kína deyr ein milijón manna á ári vegna sígarettunnar. Sagt er að tó- bakið sé eina stóra orsök dauðsfalla utan HIV/AIDS sem fer vaxandi nú um stundir. -JBP Ingibjörg Sól- I rún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, sagði í gær að framkvæmdir | við veglagningu | og holræsagerð 1 í Grafarholts- I hverfi myndu hefjast á þessu ári. ■ Hins vegar gætu húsbyggingar j: ekki hafist fyrr en á næsta ári. -BÓE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.