Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 47
JLj'V' LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 .afmæii Bruce og Demi: Lengi lifir í gömlum glæðum Ævintýrið um Bruce Willis og Demi Moore heldur áfram. Haltu mér/slepptu mér - samband þeirra virðist vera Haltu mér þessa dag- ana, eftir að parið eyddi saman jóla- hátíðinni að ósk þriggja dætra þeirra. Demi hafði lofað stúlkunum að þær gætu farið hvert sem þær vildu á jólunum, en sú elsta, Rumer, sagði að hún vildi vera heima í faðmi fjölskyldunnar um jólin. Bruce og Demi sáu sér ekki fært annað en að verða við ósk barnsins og meira að segja klæddi Brúsi sig upp sem jólasvein af þessu tilefni. Heimildarmenn sem eru nánir hjúunum segja að lengi lifi í göml- um glæðum og lýsa þessum endur- fundi sem hreinu kraftaverki. Dæturnar vonast auðvitað til þess að hjónabandið gangi en ekki er víst að skilnaðarlögfræðingamir séu sama sinnis. Alicia Silverstone: Öll í óhollustunni Mörgum þykir ekki skrýtið að Alicia Silverstone hafi verið upp- nefnd Fatgirl við tökur á kvikmynd- inni Batman og Robin þar sem hún lék Batgirl. Leikkonan er víst þekkt ytra fyrir stöðuga baráttu sína við aukakílóin og það er kannski ekkert skrýtið þegar litið er á mataræði hennar. Hún hefur til dæmis sagt opinberlega að uppáhaldsmaturinn hennar sé apríkósubarnamatur í krukku. „Ég elska, elska, elska apríkósubarnamat," sagði hún. „Eldhússkáparnir mínir eru fullir af krukkum." Og eins og þetta sé ekki nógu slæmt hefur hún einnig viðurkennt að vera sjúk í dísætt morgunkom á borð við Lucky Charms og Cocoa Pebbles. Ef þetta mataræði er borið saman við matar- æði annarra frægra kvenna sem borða bara haframjöl og banana og sötra ginseng þá er augljóst af hverju Alicia kemst ekki í fótin hennar Kate Moss. fréttir Frá afhendingu á silfurskildinum. F.v. Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði, Haraldur Stefánsson, slökkviliðsstjóri Kefiavíkurfiugvelli, Allen A. Efraimson Captain, Ellert Eiríksson, bæjarstjóri f Reykjanesbæ, og Sigmundur Eyþórs- son, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. DV-mynd Arnheiður Viðurkenning á góðu samstarfi og samskiptum DV, Suðumesjum:_______________________ Nýlega afhenti slökkvilið Bruna- vama Suðurnesja, sem bæjarfélögin Reykjanesbær, Garður og Vogar standa að, Varnarliðinu og slökkvi- liði Varnarliðsins á Keflavíkurflug- Andlát Dagmar Sigurðardóttir, Helgubraut 31, Kópavogi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 28. janúar. Hjörvar Vestdal Jóhannsson frá Giljum, síðast bóndi að Hofi, lést af slysfomm 27. janúar. Stefanía Þórstína ívarsdóttir, Dval- arheimilinu Seljahlíð, áður Hátúni 8, lést í Landspítalanum að kvöldi 28. janúar. Gunnar Þ. Jónatansson, Vegamót- um, Seltjarnamesi, lést í hjúkrunar- heimilinu Eir að morgni 28. janúar velli silfurskjöld að gjöf. Gjöfm er viðurkenning fyrir góð samskipti og samstarf en samning- ur um gagnkvæma aðstoð hefur ver- ið milli þessara tveggja slökkviliða um árabil. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Ell- síðastliðins. Magnea G. Guðjónsdóttir lést að morgni fimmtudagsins 28. janúar á Landspítalanum. . Jarðarfarir Guðmundur Bjarnason, Urðarteigi 23, Neskaupstað, verður jarðsung- inn frá Norðfjarðarkirkju laugar- daginn 30. janúar kl. 14. Bergsteinn L. Gunnarsson, Kast- hvammi, Laxárdal, verður jarðsung- inn frá Þverárkirkju laugardaginn 30. janúar kl. 14. ert Eiríksson, afhenti Vamarliðinu skjöldinn og í máli hans kom fram að þessi samstarfssamningur væri sá eini sinnar tegundar á landinu. -A.G. XJrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman Kathleen Turner: Aukakífó og alkóhólismi Það er stutt síðan Kathleen Tumer var dáð sem kyntákn kvikmyndanna. Nú er þó af sem áður var því þær sagn- ir hafa borist af Kötu að hún berjist bæði við aukakíló og alkóhólisma. Hún hefur fitnað hin síðari ár og má þar einkum kenna um lyfjum sem hún þarf að taka við liðagigt sem hrjáir hana. Lyfin virðast ekki virka og vinir henn- ar segja að nú treysti hún á búsið tif þess að deyfa kvalirnar. Hún fær sér nokkur glös af víni með hverri máltíð, vodka síðdegis og kokkteila fyrir kvöld- mat. Kathleen neitar því að hún sé alkó- hólisti en segir að það sé betra að láta fólk halda að hún sé fyllibytta heldur en að tala um sjúkdóm sinn. „í Hollywood ráða þeir enn þá fyllibyttur," segir hún. ÞAKKIR Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ingibjargar Guðmundsdóttur sjúkraliða. Emil Ingólfsson Jónína G. Haraldsdóttir Guðmundur Ingólfsson Sigríður Einarsdóttir Stefán Ingólfsson Guðrún Ragnarsdóttir Kristinn Ingólfsson Birna K. Svavarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. BORGARSKIFULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Lögfræðingur á Borgarskipulag Lögfræðingur óskast til starfa hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur. í starfinu felst m.a. ráðgjöf við skipulags- og umferðarnefnd og að vera ritari á fundum hennar, samskipti við Skipulagsstofnun og umhverfisráðu- neytið, ráðgjafastörf fyrir skipulagsstjóra o.fl. Nánari upplýsingar gefa skrifstofustjóri á Borgarskipulagi eða skipulagsstjóri. Umsóknum skal skilað skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, fyrir 10. febrúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.