Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 30
38 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 Þúsundir Islendinga leggja leið sína til Kanaríeyja á ári hverju: Þjóðleg stemning á Klörubar A milli eitt og tvö þúsund íslend- ingar dvöldu úti á Kanarí um jól og áramót og nutu þess að vera í 22 til 28 gráða hita, í sól og sumaryl. Mjög hefur færst í vöxt að landinn breyti til og losi sig undan margvíslegu stressi, álagi og fjárhagsútlátum jólahátíðarinnar og eyði þess í stað jólunum erlendis, í umhverfi og veð- urfari sem er gjörólíkt því sem heima á Fróni er. Til marks um and- stæðurnar hvað veðurfarslegan samanburð á milli íslands og Kanarí varðar má geta þess að kartöflu- bændur ná að jafnaði þremur til fjórum uppskerum á ári úti á Kanarí. Fyllist þjóðarstolti Enska ströndin, Playa del Ingles, á eyjunni Gran Canaria er sá staður sem hvað mestra vinsælda nýtur meðal ferðamanna. í langstærstu verslanamiðstöðinni á svæðinu, Yumbo Centrum, er að finna um 500 verslanir og veitingastaði. Þar rekur frú Klara Baldursdóttir veitinga- staðinn Cosmos af miklum myndar- brag ásamt eiginmanni sínum, Francisco Casadesus. Þangað fjöl- menna íslendingar dag hvern, enda notalegt að koma á íslenskan veit- ingastað á erlendri grund. Það er al- Kanaríeyjar verða vinsælli með hverju árinu sem líður. Ferðaskrifstofurnar telja aukninguna í ár ekki vera undir 20%. sögn Klöru er salan í svipuðum mæli og nemur útbreiðslu þess í meðalkaupstað heima á íslandi. „Við vorum þau fyrstu sem opn- uðum veitingastað í Yumbo Centr- um fyrir 16 árum en á árunum 1979 til 1980 hafði ég rekið lítinn bar á eyjunni en þar áður var ég með tvo bari á Costa Brava ströndinni milli Frakklands og Barcelóna,“ sagði Klara, eldhress að vanda, í samtali við DV. „Ég er með ellefu manns í vinnu, þar af sex íslendinga og allt starfs- fólkið telar íslensku að einhverju leyti. Yfir vetrartímann er ég alltaf Orvar Kristjánsson harmónikuleikari skemmtir Islendingum og öðrum á Klörubar. DV-mynd E.Th. veg sérstök tilfinning því samfara að komast í snertingu við íslenska matseðilinn, heyra íslenskuna tal- aða, sjá íslenska fánann og mynd af Vigdísi, fyrrverandi forseta, í heim- sókn hjá Klöru. Ósjálfrátt fyllist maður þjóðarstolti yfir því að vera íslendingur. Á barnum er meira að segja Morgunblaðið til sölu og að Gunnar Guðmundsson, Sigurjóna Björgvinsdóttir, Bjarni Kjartansson og íris Vilbergsdóttir láta fara vel um sig í sólinni á Kanarí. DV-mynd E.Th. Klara Baldursdóttir og Francisco Casadesus hafa rekið veitingastað í versiunarmiðstöðinni Yumbo Centr- um síðastliðin sextán ár. DV-mynd E.Th. andi. Stórfengleg flugeldasýning var haldin og dansinn stiginn langt fram eftir nóttu. Klara sleit barnsskónum í Kópavogi og Reykjavík. í móður- legg er hún frá Karlsskála við Reyð- arfjörð en í fóðurætt kennd við Reykjahlíðarætt úr Mývatnssveit. Á árunum 1959-1960 bjó hún á Costa Brava-strönd ásamt foreldrum og þar með var teningunum kastað hvað hennar ffamtíð varðaði. „Ég hef alltaf gaman af að koma heim til íslands og reyni að koma ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti," sagði Klara að lokum. -E.Th. Margt fágætra og merkilegra muna á Byggðasafninu að Görðum: Veglegasti gripur safnsins er kútter Sigurfari DV, Akranesi:________________________ Byggðasafnið að Görðum Akra- 1 nesi nýtur vaxandi vinsælda meðal innlendra og erlendra ferðamanna, enda eru þar margir áhugaverðir hlutir sem vert er að skoða. Byggða- safnið að Görðum var stofnað árið 1959 að frumkvæði sr. Jóns M. Guð- jónssonar, þáverandi sóknarprests á Akranesi. Safnið er sjálfseignarstofnun og starfssvæði þess er Akranesbær og byggðarlögin sunnan Skarðsheiðar. Safnið er staðsett á hinu foma Kútter Sigurfara var haldið úti á veiðum til ársins 1919. höfuðbóli Görðum á Akranesi sem var kirkjustaður og prestssetur frá öndverðri kristni til loka síðustu aldar. Samkvæmt Landnámabók bjó þar í upphafi Jörundur hinn kristni, sonur Ketils Bresasonar, sem ásamt Þormóði bróður sínum kom til ís- lands frá írlandi í lok 9.aldar og nam Akranes. Togvíraklippur úr þorskastríðinu Safnið varðveitir heildstætt safn muna sem tilheyrðu fyrri tíðar bú- skaparháttum og þjóðlífi á Akranesi og í nærsveitum, s.s. sjósókn, versl- un, landbúnaði, iðnaði, íþróttum o.fl. Meðal merkra gripa er gott úrval sjóminja, skipslík- ön, áraskip undir fullum seglum, togvíraklippur úr þorskastríðum ís- lendinga, gamlar bifreiðar, bað- stofa, eldsmiðja og Meðal merkra gripa er gott úrval sjóminja, skipslíkön, áraskip undir fullum seglum og togvíraklippur úr þorskastríðum. smiðatól smiða og annarra hand- verksmanna. Einn veglegasti gripur safnsins er kútter Sigurfari frá 1885, sem er eini kútterinn sem varðveitt- ur er úr fyrri tíðar þilskipastóli ís- lendinga og var haldið út til hand- færaveiða við íslandsstrendur til ársins 1919 og síðan af Færeyingum fram yfir 1970. Þá eru einnig til sýn- is á safnasvæðinu nokkrir vélbátar sem notaðir voru á Akranesi á ýms- um timum. Á safnasvæðinu er komin lítil þyrping gamalla húsa og er þar á meðal gamli prestsbústaðurinn í Görðum, Garða- hús (1876), sem er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið sem byggt var á ís- landi. Þar er einnig húsið Neðri-Sýrupartur (1875) sem er elsta varðveitta íbúðarhúsið frá Akra- nesi. Fyrir framan safnið stendur minnisvarði um írskt landnám á ís- landi sem írska þjóðin færði íslend- ingum að gjöf á 1100 ára afmæli ís- landsbyggðar árið 1974. í vetur er safnið opið virka daga milli klúkkan 13.30 og 16.30. -DVÓ með krakka heiman frá íslandi í vinnu, þeim finnst gaman og þrosk- andi að vera hér. Allan ársins hring býð ég upp á íslenskan fisk sem er mjög vinsæll meðal íslendinga, Þjóð- verja og Breta, og hingað kemur sama fólkið ár eftir ár í fiskinn. Á Þorláksmessu er orðin hefð að vera með skötu og saltfisk. Á jólunum er svo hangikjöt á boðstólum og kunna íslendingar vel að meta það.“ Konsúllinn á Kanarí Aðalferðamannatíminn er frá því um miðjan desember og fram að páskum. Á haustin og alveg fram á vor dvelur hinn vinsæli harmóniku- leikari Örvar Kristjánsson á Kanarí og spilar sex kvöld í hverri viku og skapar íslenska stemningu eins og hún best getur orðið. íslendingar leita gjarnan ráða hjá Klöru varðandi ýmis mál og er hún ávallt boðin og búin að greiða götu þeirra eins og hún frekast getur. Hafa íslendingar það gjaman á orði að hún sé okkar konsúll á Kanarí og láta óspart í ljós þakklæti sitt til hennar. Á gamlárskvöld voru nokkur hundruð manns hjá Klöru á Cosmos og fögnuðu nýja árinu. Mikil gleði og rífandi stemning var þar ríkj- Rannsaka rússíbanahræðslu Skelfing öskrandi rússíbanaf- arþega kann að eiga sér dýpri rætur en menn grunar. Nú vinna tveir sálfræðingar í Flórída að því að finna meðferð gegn rússí- banahræðslu. Þeir hófu störf í vikunni sem leið og prófuðu hóp I farþega, sem gefur sig út fyrir að óttast rússíbanaferðir meira en allta annað. Fólkinu var upp- álagt að bregða sér í nýjasta : tryllitæki Universal-stúdíósins. „Fólk óttast mest að missa stjóm á sjálfu sér og það er nauðsyn- legt að starfsmenn skemmti- garða hafi kunnáttu til að róa fólk niður,“ sagði Brian New- mark, annar sálfræðinganna. Herbergi ætlað til áfallahjálp- ar verður til staðar og þar verða hinir óttaslegnu látnir horfa á myndband með æsilegiú rússí- banaferð. Það er trú sálfræðing- anna að ef vinna megi bug á ótt- anum við rússíbana geti það hjálpað við að eyða annarri hræðslu eins og til dæmis flug- hræðslu. Niðurstöður rannsókn- arinnar munu þó ekki verða ljós- ar fyrir en eftir nokkurra mán- aða prófun. Þjóðverjar seinka hraðlest Nú lítur út fyrir að ný hraðlest á milli Hamborgar og Berlínar muni ekki hefja ferðir fyrr en árið 2006 eða ári seinna en ráð- gert hafði verið. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Der Spiegel en þar segir jafiiframt að ástæð- an sé meðal annars sú að Þjóð- verjar hafi vanmetið kröfur EB um að umhverfisvemdarlögum sé framfylgt. Nýja lestin mun fljóta á segulteinum en bygging þeirra hefur farið langt fram úr áætluðum kostnaði. Frakkland vinsælast Frakkland hélt sæti sínu sem vinsælasta ferðamannaland heims á síðasta ári. Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu hafði sjálfsagt sitt að segja en ferða- mönnum fjölgaði um litlar þrjár milljónir á síðasta ári. Svartsýn- ustu menn höfðu reyndar spáð því að fótboltinn myndi frekar fæla fólk frá landinu en raunin varð önnur. Hagnaður af ferða- mennsku jókst um 7% frá fyrra ári og að sögn ferðamálaráð- herra landsins, Michelle Dem- issine, sýndu Frakkar með óyggj- andi hætti að þeir ráða vel við skipulagningu stórviðburða á borð við heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Risabautar aftur til sýnis Ferðamönnum mun á þessu ári gefast kostur á aö skoða hina sex þúsund ára risabautasteina í Carnac á vesturhluta Bretagneskagans. Steinarnir, sem eru 3800 talsins, þykja stór- fengleg sjón en aðgangur að þeim hefur verið bannaöur frá árinu 1991. Fyrir þann tíma heimsóttu að jafnaði 800 þúsund manns steinana árlega og var talið að þeir þyldu ekki slíkan ágang. Það er menningarmálaráðuneyti Frakklands sem stendur fyrir opnuninni en í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að aðgangur ferðamanna verði þó aðeins leyfður yfir vetrarmánuðina. MWMÉBBMMWBBÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.