Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 JjV Hfcygarðshornið Það er stór dagur í íslenskum stjórnmálum: allt í einu er það að gerast sem enginn hélt að myndi nokkru sinni gerast og póli- tíkusarnir töldu þess vegna að þeim væri óhætt að tala um að þeir þráðu að sjá gerast. Sameigin- legt prófkjör allra vinstri flokk- anna í Reykjavík, góðir hálsar - það er full ástæða til að fagna vel og lengi. Gömlu fjallkóngarnir höfðu sitt að vísu fram um að nú skyldu fara fram réttir frekar en prófkjör. Og allt í einu farnir að leggja sitt lóð menn sem maður hélt að væru hættir. Úr vestri berst Jakobi Magnússyni liðsauki frá sjálfum Jóni Baldvini og ekki nema gott um það að segja: góður og gegn sið- ur að gamall vinnuveitandi gefi fyrrum starfsmanni góð meðmæli þegar starfsmaðurinn sækir um nýja vinnu, og tónninn í bréfi Jóns enda í þeim anda. Rokan sem Svavar tók var hins vegar öllu verri því að þar var eins og hann væri að byrja aftur á þeim ævin- týralegu leiðindum sem dundu á okkur í girðingavinnunni miklu fyrir jól. Þar hafði Svavar í heit- ingum við kjósendur: Alþýðu- bandalagið er sterkasti flokkurinn í Reykjavík, sagði hann, það er það, það skal, það skal - og ef kjós- endur sýna það ekki stefnir allt í voða. Enn er Alþýðuflokkurinn höfuðóvinurinn. Hvaða Alþýðuflokkur? Hvaða Alþýðubandalag? Af hverju ekki Sameiningarflokkur Alþýðu - sósí- alistaflokkurinn? Af hverju ekki Samtök Frjálslyndra og vinstri manna? Hann gæti allt eins verið að heita á okkur að styðja nú myndarlega flokk Valtýinga. Þetta eru dauðir flokkar. ****** Það er gaman að fylgjast með þessari baráttu. Morgunblaðs- menn ættu að hætta að kvarta og kveina yfir þeim greinum sem þeim berast í prófkjörum, eins og Guðmundur Andri Thorsson siður hefur verið hjá þeim undan- farin ár við slíkar aðstæður. Og yf- irleitt ættu Morgunblaðsmenn að hætta að amast við aðsendum greinum, og tónninn í fyrirmælum þeirra um lengd greina er óþarf- lega yfirlætislegur. Því aðsendar greinar er það sem blaðið lifir á. Þettá er yflrleitt fyrsta flokks efni sem blaðið fær ókeypis - þarna fer fram mikilsverð um- ræða og yfirleitt eru þessar greinar skrifaðar af fólki með djúpa þekkingu á viðkomandi málefni sem það vill gjarnan deila með öðrum - og almennt eru aðsendar greinar í blaðinu betur skrifaðar og athyglisverð- ari á alla lund en nokkuð það sem eiginlegir starfsmenn blaðsins banga saman. Samt tjáir blaðið sig aldrei um þessar greinar nema í armæðutóni og af virðingarleysi við þá sem nota það sem vettvang fyrir skoðanir sínar. Hið sama gildir í rauninni um prófkjörs- greinar: það hefur verið gaman að renna í gegnum þessa meðmælasúpu og þeir frambjóð- endur sem stungið hafa niður penna hafa sumir hveijir sett fram málefhi sín á sérlega skýran og greinargóðan hátt. ****** í Alþýðuflokkshólflnu er eins og hver fari sínu fram. Þar er eins og hver sé í sinni rétt aleinn að bisa við að tosa einni og einni kind til sín, og undir hælinn lagt hvort hún verður ekki farin þegar kom- ið er með næstu kind. Þar er eng- inn yfirumsjónarmaður, naumast nokkrar fylkingar. Þegar rýnt er í skrif stuðningsmanna frambjóð- enda blasir strax við að þau snúast öll um persónulega verðleika við- komandi manneskju. Þar er síður höfðað til skyldurækni kjósenda. Kvennalistakonur eru hins vegar svolitið vandræðalegar við þetta enda mjög lítið í anda þeirra að fara að bera lof á eina manneskju umfram aðrar. Þar hafa það verið hugsjónirnar sem öllu hafa varð- að, málefnin, og minna verið skeytt um hvaða konur eigi að sinna þeim hverju sinni. Það er til dæmis merkilegt að sjá enga grein til stuðnings og lofs svo vinsælli og vellátinni manneskju sem Guð- rúnu Ögmundsdóttur: kannski að þessi hógværð muni verða styrkur þeirra í Kvennó þegar upp verður staðið. Vonandi. Það stefndi i stór- slys þegar leit út fyrir að þær yrðu ekki með sökum þess að A-flokk- amir höfðu sent í viðræðurnar samningatæknisnillinga sem virt- ust hafa það hlutverk að æra Kvennalistakonur - og tókst það næstum - en sem betur fór tókst á síðustu stundu að hafa þær með. Prófkjörsskrif allaballa eru al- gjör andstæða við skrif kratanna - það er að segja þeirra- allaballa sem mynda gamla kjarnann í flokknum. Ámi Þór Sigurðsson er ákaflega frambærilegur maður sem starfað hefur vel í borgar- stjórn. Strætó fór að koma á rétt- um tíma þegar hann tók þar við yf- irstjóm og vagnstjórar hættu þessu eilífa tuði, svo dæmi sé tek- ið - en maður sér aldrei minnst á verðleika Árna þegar stuðnings- menn hans skrifa. Maður á ekki að kjósa hann vegna þess að þar fari traustur maður og farsæll í störf- um - heldur vegna þess að Flokk- urinn væntir þess að sérhver þegn hans geri skyldu sína. Höfðað er til skyldurækni kjósenda en ekki skynsemi. Látið er eins og Bryndís Hlöðversdóttir sé ekki Alþýðu- bandalagsmaður, sennilega vegna þess að hún hefur verið skelegg í stuðningi sínum við Samfylking- una. ****** Hvaða Alþýðuflokkur? Hvaða Alþýðubandalag? Ég segi fyrir mig: mér er hundsama hvort það verður fulltrúi A-flokks eða Kvennalista sem skipar efsta sæt- ið. Þessir flokkar em ekki lengur til. Hinir sem líta á vinstri stefnu sem eintrjáningshátt og sérvisku sem beri að rækta geta fylkt sér um Steingrím J. ■'É' áM*- ár m á-mm dagur i lifi Dagur í lífi gæslukonunnar Kristínar Erlu Karlsdóttur: Tíkin Tína er sennilega frægasta tík ald- arinnar, ef undanskildar era Lady heitin Queen, sem var myrt fyrir fáeinum misser- um, og Lucy, sem fékk mikið rúm í fjöl- miðlum á áranum 1983-1984. Þá var hunda- hald bannað í Reykjavík, en tíkin Lucy fékk að vera hjá eiganda sínum vegna þess að honum þótti svo vænt um hana. Nú er hundahald leyft um land cdlt og Tínu litlu er sárt saknað, enda hreinræktuð eðaltík á ferð, sem átti að fara að nota til undaneldis þegar hún hljópst á brott í byrj- un janúar. Gæslukona Tínu, Kristín Erla Karlsdóttir, gefst ekki upp og leitar hennar á hverjum degi, en það ætlar hún að gera þar til tíkin finnst. Hún segir okkur frá leit- ardegi í lífi sínu. „Eftir rólegan morgunverö með börnun- um mínum Maxime Smára og Evu Sóleyju fékk ég upphringingu frá nágrannakonu sem færði mér þær fréttir að tíkin Tína sem ég hef verið að leita að síðan 5. janúar síðastliðinn hefði trúlega verið við húsið hennar um nóttina. Eftir að hafa keyrt soninn í skólann og dótturina til dagmömmu fór ég að aðgæta gildrurnar mínar 9 sem ég hef komið fyrir hér og þar um skóginn við húsið mitt. Því miður var ekkert þar að finna þennan morguninn. Þaðan fór ég til nágrannakonu minnar og hún sýndi mér bæði för og um- merki sem ég gat staðfest að væm eftir Tínu. Hundurinn hennar varð var við eitt- hvað um nóttina þvi hann krafsaði og klór- aði í gólfið og lét öllum illum látum. Vitað er að Tína átti að vera á lóðaríi á þeim tíma sem hún dveldi hjá mér, þannig að þetta Kristín Erla Karlsdóttir gefur ekki upp vonina um að finna tíkina Tínu þrátt fyrir hrakspár. Tíkin hefur verið á vergangi síðan 5. janúar. eiu eðlileg viðbrögð hjá karlhundi við hennar ástandi. Leitarhundurinn Tína frá Seyðis- firði hafði sýnt fram á að Tína hefði sótt þetta svæði áður, og með þess- um vísbendingum brást sú von mín að hún héldi einungis til í skógin- um við húsið mitt. Hennar svæði er mun stærra og þar af leiðir að það verður mun erfiðara fyrir okkur að finna hana. Ég hringdi til vinar míns Elvars í gæludýrabúðinni Trítlu við Nethyl og bað hann um aðstoð við leitina. Hann brást skjótt við, sannkallaður vinur í raun. Við könnuðum svæð- ið og sannfærðumst um að þama hefði Tína verið og fundum jafnvel fleiri leiðir sem hún ferðast um. Við mæltum okkur mót daginn eftir til að kanna ný svæði. Veðrið hefur ekki verið okkur hag- stætt til leitar, þar sem spor sjást ekki á jörðu. Það væri óskandi að hann snjóaði svolítið fyrir okkur. í dag hætti ég leit minni kl. 16.45, en þá var kominn tími til að sækja Evu Sóleyju til Signýjar dagmömmu og taka á móti Maxime Smára úr skól- anum. Eftir kvöldmat, þegar börnin vorú sofnuð, fékk ég Emu bamapí- una mína til að sitja hjá þeim svo ég kæmist til að athuga með gildrum- ar fyrir nóttina. Á nýjum degi höldum við leitinni áfram.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.