Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 10 viðtal_______________ Helga Braga býöur mér að draga gyðjukort og setur um leið upp ábúðarfullan svip spákerlingarinnar. Oft hafa slík spil dauða og djöful í hverju horni en Helga Braga þvertekur fyrir að í gyðju- kortunum sé nokkuð slœmt að finna. Bara Ijósið. Úllalla segir hún þegar ég dreg ein- hverja dóttur Gaiu úr spil- unum en bætir því viö aö annars sé hún góð norn. „Lifi Ijósið. Ég er bara í þeirri deild, “ segir hún. Helga Braga Jónsdóttir ólst upp á Akranesi, en er Snæfellingur í báð- ar ættir. Komin af því vonda fólki sem Árni prófastur Þórarinsson til- einkaði heilt bindi ævisögu sinnar. „Pabbi og mamma fæddust hvort sínum megin við jökulinn. Þau voru kærustupar þegar ég kom undir en voru hætt saman áður en ég fædd- ist. Sveitastúlkan mamma mín, Svala Bragadóttir, flutti til bróður síns á Akranesi og þar ólst ég upp. Ég er einkabam hennar og frum- burður föður míns, Jóns Hjartar- sonar leikara." slægð til þess að fá að ráða meiru en þeir? „Ég grét fógrum támm í síðustu hrinu. Þá hljóp ég inn á klósett, yfir- komin af tilfinningum. Það virkaði, þó að ekki væri það planað. En ég er ekkert á þessari „ég er kona“ línu. Ég er ein af Fóstbræðrum og Fóst- bræðranafnið skiptir mig engu máli. Mér finnst það bara fyndið." Hvað fmnst þér um það þegar karl- menn útiloka komrn úr svona grín- hópum og leika kvenhlutverkin bara sjálfir? „Þetta er náttúrlega bara lenska og svo sem ekkert við því að segja. Mér fmnst karlar líka oft ógeðslega fyndn- ir í kvenhlutverkum. Til dæmis Jón Gnarr þegar hann leikur kerlingar og Örn Árnason þegar hann er skautakonan. Það er viðbjóðslega fyndið." En era karlaklíkur ekki tregari til þess að hlæja að bröndurum kvenna en karla? „Ég hef ekki fundið fyrir því. Ég vann með Lollu og Dóra í Gríngellun- um og okkur var vel tekið, hvort sem viðbrögðin komu frá konum eða körl- um. Ég hef líka mikið verið að skemmta í karlaklúbbum og þeir snarkaupa mig. Ég kem þá fram ein með mitt prógramm, leik ýmsa karaktera og segi brandara og það gengur vel í þá. Ég nenni ekkert að vera að pæla í kvennahúmor eða karlahúmor, enda er það ekki málið, málið er bara að finna eitthvað fynd- ið.“ Þið Ólafia Hrönn og Halldóra Geir- harðs hafið að mörgu leyti brotið blað í gamanleik kvenna. Vora leikkonur fyrram ekki hræddari við að vera ókvenlegar? „Að minu mati var það Edda Björgvins sem raddi okkur brautina. En það er rétt, þetta hefur heilmikið breyst enda erum við önnur kynslóð. Áður þótti ekki tilhlýðilegt að konur væru með dónaskap. í mínum leik geri ég og segi það sem mér þykir fyndið. Þó að ég þurfl að vera dóna- leg eða ljót skiptir það ekki máli.“ Langar ekki að gifta mig Helga segir að Fóstbræður munu áreiðanlega ekki starfa endalaust áfram. En að hverju ætlar hún að snúa sér eftir þessa törn í gaman- leik? „Ég á mér ofsalega marga drauma sem ég ætla að láta verða að veru- leika. Aðaláhugamál mitt er að ferð- ast, enda hef gert mikið að því. Ég er kafari og hef farið nokkrum sinn- um til útlanda til þess að kafa og það er æðislegt. Það er svo fallegt þama niðri. í Key West í Flórída synti ég með höfrungum og náði góðu sambandi við þá. Enda mikill höfrungur í mér. Mig langar að geta sameinað leiklistina og ferðalögin og gera ferðaþætti fyrir sjónvarp, þar sem ég ferðast og grínast og tek upp á ýmsu. Þetta er minn aðal- draumur þessa stundina." Önnur áhugamál Helgu Brögu eru andleg málefni. „Fyrir sex árum skildi ég við sambýlismann minn og upp úr því vildi ég „gera upp mín mál“ eins og oft gerist þegar fólk er að skilja og verður svolítið þung- lynt. Ég fór að íhuga ýmislegt sem ég hafði ekki leitt hugann að áður og stunda hugleiðslu. Mér fmnst þessi andlega tenging jarðbinda mig og færa mér innri ró sem er nauð- synleg í mínum bransa. Ef ég hefði ekki gert þetta væri ég sennilega einhvers staðar á taugahæli því ég hef alltaf verið æðislega tens týpa.“ Helga Braga er ógift, á ekki bam og ekki einu sinni kærasta. Á ekk- ert að fara að bæta úr því? „Ég sé ekkert endilega fram á að gifta mig, því ég held að það sé bara ekki mitt karma. Ég vil vera frjáls. Kannski eignast ég einhvern tíma mann og barn en ég hef bara haft svo hræðilega mikið að gera. Sið- ustu tveir kærastar hafa báðir kvartað yfir því að það nægi þeim ekki að sjá mig klukkutíma á dag. Ég hef sem sagt rekið mig á að til- hugalíf þarf tíma. En ástin er samt það sem blífur og þó að ég eigi ekki kærasta, þá er ég svo heppin að eiga mjög góða vini. Ég vinn líka með dásamlegu fólki sem ég elska og sem elskar mig. Það er sem sagt ástarflæði í mínu lífi.“ -þhs Vantaði leikkonu sem gæti leikið allan skalann Helga segir að sem einkabarn hafi hún fengið næstum of mikla at- hygli móður sinnar en að sama skapi of litla athygli föður síns þar sem hann bjó ekki í sama bæjarfé- lagi. „Ég ákvað að verða leikkona strax og ég byrjaði að geta tjáð mig. Ef til vill hefur mér fundist það færa mig nær pabba þar sem hann var leikari. „Þú varst nú alltaf svo kostulegur krakki," segja gamlar frænkur við mig í dag því ég byrjaði strax að performera. Ef ég sá hurða- karm fannst mér hann vera svið og byrjaði umsvifalaust að leika og grína. Þegar ég fór til Reykjavíkur um helgar til þess að heimsækja pabba þá fór ég í leikhús. Hann fór lika með mig á æfíngar í Iðnó og ég sat stillt og prúð og fylgdist með. Ég vissi alltaf að þetta var það sem ég vildi gera.“ Helga varð stúdent frá Fjölbrauta- skólanum á Akranesi 1984, var au pair í París eitt ár og fór svo i inn- tökupróf í Leiklistarskólann um vorið. Hún á sem sagt tíu ára leikaf- mæli í vor. „Fyrsta hlutverkið mitt var í verkinu Lítið fjölskyldufyrirtæki eftir Alan Ayckbome í Þjóðleikhús- inu. Þar lék ég dóttur Arnars Jóns- sonar, afskaplega venjulega stúlku. Svo gekk ég til liðs við Borgarleik- húsið og fór að æfa í Fló á skinni. Þá lék ég á móti pabba sem var mjög skemmtileg lífsreynsla. Hann þurfti að öskra á mig og skammast í leikritinu. í fyrsta skipti." Helga var lausráðin hjá Borgar- leikhúsinu nokkur ár og svo fast- „Áður þótti ekki tilhlýðilegt að konur væru með dónaskap. í mínum leik geri ég og segi það sem mér þykir fyndið. Þó að ég þurfi aö vera dónaleg eða ijót, þá skiptir það ekki máli.“ DV-mynd E.ÓI. w Eg er góð norn ráðin í tvö ár. Einnig starfaði hún með ýmsum leikhópum, m.a. Frú Emilíu og leikhópnum Þíbilju. Fyr- ir einu og hálfu ári sagði hún samn- „Ég er ekkert á þessari „ég er kona“ skiptir mig engu máli. Mér finnst það -línu. Eg er ein af Fóstbræðrum og Fóstbræðranafnið bara fyndið." ingi sinum í Borgarleikhúsinu laus- um þegar henni bauðst að skrifa með strákunum í Fóstbræðrum en áður hafði hún starfað með Jóni Gnarr og Sigurjóni Kjartanssyni í sjón- varpsþáttunum Örn- inn er sestur. „Fóstbræðranafn- ið hafði orðið til vegna þess að það voru tvö lið sem sköpuðu heildina. Fóstbræðurnir Jón og Sigurjón og fóst- bræðurnir Benni og Hilmir. Þá vantaði leikkonu sem gæti leikið allan skalann; kærustur þeirra, dætur og mæður. Þeir vildu fá mig með og ég sagði nátt- úrlega bara já, takk. Við ákváðum síð- an að gefa okkur nægan tíma og mæta alltaf tiu á morgnana til þess að skrifa. Við leggjum mjög mikla vinnu í þættina og viljum vanda okkur eins og við getum.“ Hljóg inn á klósett, yfir- komin af tilfinningum Hvernig er að taka töm í því að skrifa eitthvað sem á að vera rosa- lega fyndið þegar maður er illa upp- lagður? „Við bara byrjum, þó að það sé stundum erfitt. Sigurjón skrifar „Mjög fyndið atriði" á blað og svo bíðum við bara þar til eitthvað kem- ur. Annars er mjög mikilvægt að vera á vaktinni fyrir því sem er fynd- ið og hafa alltaf með sér bók til þess að skrifa í það sem manni dettur í hug. Fyndnar aðstæður og fyndnar persónur og vinna svo úr því.“ En rífíst þið ekki heiftarlega yflr því hvað er fyndið og hvað er ekki fyndið? „Við rífumst ekkert voðalega mik- ið þegar við erum að skrifa þættina og æfa þá. Við rífumst hins vegar þegar við erum að ákveða hvað á að nota af þeim atriðum sem við höfum unnið. Við höfum mjög ólíkan húmor og þegar við erum að velja ef til vill 100 atriði af 300 erum við ekki sam- mála um hvað á að velja og gagnrýn- um hvert annað villt og galið. Þá koma rifrildin." Getur þú ekki notað kvenlega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.