Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Side 16
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999
Spillingin og sukkiö innan Alþjóða
Ólympíunefndarinnar, IOC, ætlar engan
enda að taka. í nokkrar vikur hafa fjöl-
miðlar birt fréttir af hverju hneykslis-
málinu á fætur öðru. Ólympíuhreyfing-
in stendur frammi fyrir mesta hneyksli
sem dunið hefur yflr hreyflnguna i 105
ára sögu hennar. Margir meðlimir IOC
hafa viðurkennt að hafa þegið mútu-
greiðslur, annaðhvort í formi peninga
eða rausnarlegra gjafa eða styrkja.
Spánverjinn Juan Antonio Samar-
anch er forseti IOC. Hann er 78 ára gam-
all, forríkur, og hefur veriö forseti
nefndarinnar síðustu 18 árin. Afsagnar
hans er nú kraflst um víða veröld. Sam-
aranch hagar sér hins vegar að hætti
strúta, stingur höfðinu i sandinn og axl-
ar enga ábyrgð þótt 114 manna nefnd
hans, sem hann hefur að mestu leyti
skipað sjálfur, angi af viðbjóði sem allt
siðað fólk flökrar við.
Vitneskja í átta ár
Nú hefur verið gert opinbert að árið
1991 var Samaranch gert viðvart um gíf-
urlega spillingu innan IOC. Östersund i
Svíþjóð og Salt Lake City i Bandaríkjun-
um kepptu við Nagano i Japan um að fá
vetrarleikana 1998.
Nagano sigraði í atkvæðagreiðslu í
júní 1991 og skömmu síðar fóru Svíinn
Bo Victor og Bandaríkjamaðurinn Tom
Hægt væri að nefna mörg dæmi um
siöleysi Samaranch sem birst hafa í er-
lendum fjölmiðlum. Þýskur þingmaður,
Judith Demba, sagði á dögunum að þeg-
ar Berlin var að reyna að fá Ólympíu-
leikana á næsta ári hefði Samaranch
komið í heimsókn til borgarinnar. Hann
heföi flogið frá Stuttgart til Beriínar og
rukkað Þjóðverjana um 260 þúsund
krónur fyrir flugfarið. Þingmaðurinn
sagði- rétt verð hefðu verið 25 þúsund
krónur.
Samaranch er vellauðugur. Foreldrar
hans voru mjög ríkir og hann gifti sig
inn í enn rikari fjölskyldu. Því hefur
verið haldiö fram að Samaranch hafi
ekki þörf fyrir mútugreiðslur vegna þess
hversu auðugur hann er. Hvenær hafa
rikir menn ekki viljað eignast enn meíri
peninga? Spyr sá sem ekki veit.
Dáttirin fákk að spila
Þýski þingmaðurinn Demba sagði
einnig að undirbúningsnefndin í Berlín
hefði eytt 110 milljónum króna í alls
kyns gjaflr og mútur til 56 meðlima IOC.
Gríðarlegum upphæðum hefði veriö
eytt i aö borga rándýra læknisþjónstu
fyrir meðlimi IOC. Þá hefði Sinfóníu-
hljómsveit Berlínar verið látin leika á
sérstökum tónleikum og því komið
þannig fyrir að dóttir Kim Un-Young,
sem situr í IOC fyrir Suður Kóreu, léki
greiðslur þeirra sem þeir hafa þó geng-
ist við. Samaranch skipar sína menn í
nefndir til að rannsaka spillinguna og
siðleysið veður uppi sem aldrei fyrr.
Nokkrir menn segja af sér eða verður
skipað að segja af sér. Varla fara menn
Spánverjans að leggja það til að forseti
þeirra taki pokann sinn. Eftir höfðinu
dansa limirnir. Samaranch ríkir sem
einræðisherra. Hann ræður öllu sem
hann vill ráða.
Afsagnar krafist
Mörg stærstu dagblöð heims hafa
krafist afsagnar Samaranch. Hér á eftir
fara tilvitnanir i örfá þeirra:
Bild í Þýskalandi:
„Samaranch á að segja af sér. Eina
leiðin til að bjarga Ólympíuleikunum er
að nýr sterkur forseti taki við og hreinsi
upp skítinn í svínastíunni."
La Monde í Frakklandi:
„Það er engin önnur leið út úr vand-
anum en að skipta um forseta. Samar-
anch getur ekki lengur rekið stofnunina
sem staðið hefur fyrir öllu því fegursta
varðandi íþróttirnar."
The Australian í Ástralíu:
„í viðskiptum og stjórnmálum eru yf-
irmenn sem bera ábyrgð reknir ef þeim
mistekst að koma í veg fyrir spillingu og
kæfa hana í fæðingu. Þetta gildir ekki
hjá IOC.“
ann. Þegar við sögðum honum að réttast
væri að kalla til lögreglu vildi hann það
alls ekki og ræddi þetta ekki frekar,“
sagði breski þingmaðurinn og bætti við:
„Ef þetta mál kemur ekki upp á yflr-
borðið fljótlega mun ég taka málið upp í
þinginu og nafngreina manninn."
Dóttirin fákk skólavist
Formaður bresku undirbúningsnefnd-
arinnar sem reyndi aö fá leikana til
Manchester hefur viðurkennt að hafa út-
vegað dóttur fyrrverandi varaforseta
IOC og hægri handar Samaranch skóla-
vist í virtum breskum skóla.
Ashwii Kumar heitir maðurinn og er
frá Indlandi. Hann hefur setið í IOC i 26
ár. Skyldi honum hafa dottiö í hug áður
að misnota aðstöðu sina innan IOC?
Reiði í Afríku
Mikil reiði ríkir á meðal þjóða í Afr-
íku í garð IOC. íþróttayfirvöld, allt frá
Saharaeyðimörkinni til Góðrarvonar-
höfða hafa fordæmt Samaranch forseta í
kjölfar brottvikningar sexmenninganna
á blaðamannafundinum fræga á dögun-
um.
Hið rétta í málinu er að Afríkumenn
fóru illa út úr „hreinsunaraðgerðum"
Samaranch. Spilling þeirra er hins veg-
ar sönnuð en er aðeins toppurinn á ís-
jakanum.
handa honum nýjan jeppa.“
Þannig hafa menn hagað sér í gegn-
um árin og í dag tala þeir um sakleysi
sitt og ofsóknir í garð Afríkuþjóða. Og
svo halda menn að þessu sukki fari að
linna. Þetta er rétt að byija.
Ástralir hræddir
Eins og fram hefur komið í DV eru
það meðlimir IOC sem séð hafa um þær
rannsóknir á vinum sínum sem Samar-
anch forseti tekur mark á.
Á næstu dögum fer Belginn Jacques
Rogge til Sydney í Ástralíu til að rann-
saka framgöngu Ástrala í hneykslinu.
Rogge þessi er auðvitað meðlimur í IOC
og vinur forsetans. Ástralir hafa lýst því
yflr að þeir séu óhressir með ferðalag
Belgans og forráðamönnum IOC væri
nær að eyða tíma sínum í að taka til
heima hjá sér. Ummæli þeirra eru eðli-
leg þar sem Ástralir hafa lýst þvi yfir aö
þeir hafi beitt mútum til að fá leikana á
næsta ári. Enn vantar undirbúnings-
nefnd Sydney 9,8 milljarða króna til að
tekjuhlið ijárhagsáætlunar leikanna
standist.
Hvað gerist?
Þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar er enn
óljóst hvort Ólympíuleikarnir fara yflr
höfuð fram i Sydney á næsta ári.
Ef ijölmiðlar halda sínu striki og
Jean Claude Ganga frá
Kongó (í rannsókn):
„Þeir vilja koma Afríku-
mönnum út úr öllum
stjórnum í heimssam-
böndum. Þetta er sam-
særi IOC gegn Afríku."
Lamin Keita frá Malí (í
rannsókn): „Ég er
baráttumaður og gefst
ekki upp. Ég mun verja
mig til síðustu mínútu.
Ég hef ekki brotið
neinar reglur."
Charles Mukora frá David Sibandzc frá, Bashir Mohamed Att- Pirjo Haggman frá Agustin Arroyo frá Zein El Abdin Ahmed Sergio Santander
Keníu (sagði af sér): Svasílandi (sagði af arabulsi frá Líbýu Finnlandi (sagði af Ekvador (í rannsókn): Abdel Gaclirírá Súdan (í Fantini frá Chile (í
„Ég er fórnarlamb sér): „Sonur minn fékk (sagði af sér): Þáði sér): „Ég vissi ekki um Einn sexmenninganna rannsókn): Einn sex- rannsókn); Einn sex-
kringumstæðna. Ég hef 100 þús. dollara frá há- mútur en segist sak- tengsl fyrrum manns sem segist vera sak- menninganna sem seg- menninganna sem
ekki gert neitt rangt skóla í Utah (7 milljónir laus eins og allir aðrir í míns við undirbúnings- !aus og blóraböggull ist vera saklaus og segist vera saklaus og
sem meðlimur í IOC.“ króna). Ég sé ekkert at- IOC. nefndina í Salt Lake Samaranch í málinu. blóraböggull Samar- blóraböggull Samar-
hugavert við það.“ City.“ anch í málinu. anch í málinu.
Welch á fund Samaranch og sögðu farir
sínar ekki sléttar. Þeir sögðust hafa
sannanir um miklar mútugreiðslur Jap-
ana og mjög óheiðarleg og siðlaus vinnu-
brögð. Samaranch gerði ekkert í málinu.
Þeir Victor og Welch fullyrða að
ástæðan fyrir áhugaleysi Samaranch
hafi veriö einfóld. Yoshiaki Tsutsumi,
formaöur undirbúningsnefndarinnar í
Nagano, ætlaði að styrkja Ólympíusafn-
ið í Lausanne í Sviss um mörg hundruð
milljónir króna. Fjárhagsstaða safnsins
var þá mjög erfið og það rekið með
halla. Samaranch fór til Nagano mánuði
fyrir atkvæðagreiðsluna og fullvissaði
sig um Qárframlag Nagano. Samaranch
neitaði að tjá sig um þetta mál þegar eft-
ir því var leitað á dögunum.
Þess má geta að nú hefur lítill hópur
Japana, 8 almennir borgarar, lögsótt for-
ráðamenn undirbúningsnefndarinnar
fyrir leikana í Nagano í fyrra. Þeir saka
nefndarmenn um að hafa misnotað
skattgreiðslur almennings og hljóðar
bótakrafan upp á hálfan milljarð króna.
Samaranch rukkaði 260
þúsund fyrir flugfarið
Hneykslismálinu innan IOC getur
ekki lokið nema með afsögn Samaranch
og jafnvel allra nefndarmanna. Að öðr-
um kosti nær ólympíuhreyfingin ekki
trausti almennings á ný.
með hljómsveitinni á tónleikunum.
Miklir peningar í húfi
Ólympíuleikar gefa gríðarlegar tekjur
í aðra hönd til þeirra borga sem hnossið
hreppa. Talið er að í dag nemi tekjumar
af einum Ólympíuleikum um 350 millj-
örðum króna þegar allt er talið. Kostnað-
urinn er auðvitað mjög mikill en hagn-
aðurinn er gifurlegur engu að síður.
Samningar vegna sjónvarpsréttar og
við stóra stuðningsaðila skipta gestgjaf-
ana mestu máli. Þar telja margir að
stærstu mútugreiðslurnar fari fram. Það
sem vitað sé um nú þegar sé aðeins ör-
smár hluti efsta hluta ísjakans.
Eftir höfðinu
dansa limirnir
Ástralir fá það erflða hlutverk að
halda næstu Ólympíuleika á næsta ári i
Sydney. Þeir hafa viðurkennt mútu-
greiðslur til fulltrúa þjóða í Afríku
skömmu áður en leikunum var úthlutað.
Kinverjar, með Peking sem mótsstað,
töldu sig alveg örugga um leikana
nokkrum klukkustundum fyrir at-
kvæðagreiðsluna.
Þeir voru þvi meira en undrandi þeg-
ar herra Samaranch tilkynnti að Sydney
hefði sigrað í atkvæðagreiðslunni 45-43.
Þrátt fyrb- þetta svínarí Ástrala segir
Samaranch ekkert athugqvert við mútu-
New York Post í Bandarikjunum:
„IOC má líkja við fulian kassa af
skemmdum eplum. Efst í kassanum er
stærsta skemmda eplið, Samaranch for-
seti.“
Asahi í Japan:
„Spillingin er ótrúleg innan IOC.
Samaranch er rúinn öllu trausti og á að
segja af sér strax. Hann hefur enga burði
til að snúa nefndinni til betri vegar.“
The Times í Bretlandi:
„Það að Samaranch kaUi eftir stuðn-
ingsyflrlýsingu frá nefndinni er mátt-
laus tilraun hans til að halda völdum.
Hann hefur þegar fómað sex meðlimum
nefndarinnar í baráttu sinni við aö
halda völdum. Hann á að fara frá strax.“
Vildi ekki lögguna
Fleiri fréttir af spillingu birtast á
næstu dögum. Graham Springer, þing-
maður Verkamannaflokksins í
Manchester í Englandi, hefur hótað því
að nefna til sögunnar enn einn svarta
sauðinn innan IOC, mann sem ekki hef-
ur enn verið í umræðunni 1 flölmiðlum.
„Þessi meðlimur IOC kom til okkar
þegar hann var í heimsókn í Manchest-
er og sagði að 20 þúsund dollarar (1,4
milljónir króna) hefðu horfið úr hótel-
herbergi hans í Manchester. Hann fór
þess á leit við okkur í undirbúnings-
nefndinni að við bættum honum skað-
Eitt litið dæmi um framgöngu eins
sexmenninganna:
Jean Claude Ganga frá Kongó er for-
seti Ólympíunefndar Afríkuþjóða og hef-
ur setið í IOC síðan 1986. Hann er talinn
virtastur þeirra sex meðlima IOC er
Samaranch „tók af lífi“ á blaðamanna-
fundinum í Lausanne, ef hægt er að tala
um virta meðlimi IOC i dag. Robbie
Stewart var i undirbúningsnefnd Cape
Town sem reyndi að fá leikana til borg-
arinnar 2004. Hann nefnir þetta dæmi
um samskipti sin við Ganga: „Eitt sinn
kom hann til Cape Town. Hann var
varla stiginn út úr flugvélinni þegar
hann rétti okkur lista yfir varahluti sem
hann vantaði í Toyota Land Cruiser
jeppann sinn. Um var að ræða gríðarleg-
an fjölda varahluta og það hefði verið
mun fljótlegra fyrir okkur að kaupa
rannsóknir annarra aðila en IOC ganga
eðlilega fyrir sig eiga stærstu hneykslis-
málin enn eftir að líta dagsljósið. Ólymp-
íuleikarnir sem slíkir og sú mæta hug-
sjón sem fylgt hefur leikunum eru nán-
ast að engu orðnir. í það minnsta í hug-
um fólks með einhvem snefil af sómatil-
finningu.
Meðlimir IOC, með Samaranch í far-
arbroddi spillingarinnar, eiga eftir að
týna tölunni á næstu vikum og mánuð-
um. Siðspillt samsafn öldunga í IOC
heldur ekki velli miklu lengur. Hreinsa
þarf rækilega til.
í erlendum íjölmiðlum hefur undan-
farna daga verið rætt um að stofna verði
alþjóðlega siðanefnd sem fyrst. Helsta
verkefni hennar yrði að endurreisa IOC
og setja nefndinni starfsreglur. Farið er
aö nefna til sögunnar hugsanlega nefnd-
armenn. Þar hafa heyrst nöfn Jimmys
Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta,
Johns Mayors, fyrrverandi forsætisráð-
herra Bretlands og George Mitchells,
öldungadeildarþingmanns í Bandaríkj-
unum, en hann lék stórt hlutverk í frið-
arferlinu á Norður-Irlandi á sl. ári.
Ljóst er að öflugt og virt fólk þarf að
koma til sögunnar ef takast á að koma
ólympíuhreyfingunni til vegs og virðing-
ar á ný. Hvort það tekst og hve langan
tima það tekur kemur væntanlega í ljós
á næstu misserum.