Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 44
.52 veiðivon LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1999 TIV Sala laxveiðileyfa: Veiðimenn ætla greinilega ekki að láta þann stóra sleppa næsta sumar því mikið f]ör hefur verið í sölu á veiðileyfum. Þeir veiðileyfasalar sem við ræddum við í vik- unni voru sammála um að salan hefði . sjaldan verið íjörlegri en einmitt núna. „Ég man ekki eftir öðru eins fjöri og núna, veiðimenn virðast ekki ætla að missa af góðri laxveiði næsta sumar, alla vega eiga menn von á tveggja ára laxin- um,“ sagði einn veiðileyfasalinn og bætti við: Það eru fáir dagar eftir hjá mér.“ Sumar tveggja og þriggja stanga veiði- árnar eru margar uppseldar fyrir sumar- ið. Og vel hefur gengið að selja í þeim Umsjón Gunnar Bender stóru þar sem eru aðeins fleiri en tvær og þrjár stangir. Salan gengur vel í dýrustu laxveiðiá landsins, enda sömu veiðimennirnir sem kaupa þar veiðileyfi ár eftir ár. Dýrasti dagurinn i sumar í Ásunum er seldur á 200 þúsund stöngin en veitt er með tveim- ur stöngum í henni. Vel hefur gengið að selja veiðileyfi á urriðasvæðið i Þingeyjar- sýslu, enda veiddist vel þar í fyrra. Það hefur gengið vel að selja veiðileyfi í veiðiárnar í sumar enda var veiðin ágæt síðasta sumar. Veiðiárnar gáfu um 13 þúsund fleiri laxa en árið áður. Þeir Björgvin Örn Ragnarsson og Valur Óðinn Valsson fengu að kynnast betri laxveiði í Dölunum. DV-mynd G. Bender Hörðudalsá í Dölum: Þriggja ára samningur Þær eru fáar veiðiámar á lausu þetta sumarið en þær einu sem hefur heyrst af eru Hörðu- dalsá í Dölum og Hölkná í Þistil- firði. í Þistilflrðinum hafa er- lendir veiðimenn ráðið ríkjum og gera það ennþá, I nokkrum veiðiám. Fyrir nokkrum dögum var gengið frá þriggja ára samningi um leigu á Hörðudalsá í Dölum og eru sömu leigutakar með ána áfram og voru, þeir Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðar- son og Hallur Leopoldsson. Ein- hver hækkun verður á veiðileyf- um í ánni en ekki er vitað á þessari stundu hve það er mik- ið. Þeir leigðu ána til þriggja ára. Við fréttum að samningurinn um Laxá á Refasveit hefði verið laus fyrir skömmu en búið væri að framlengja hann. Einhver hreyflng er komin á sölu veiði- leyfa í Setbergsá á Skógarströnd en veiðileyfi voru fyrir skömmu auglýst í henni. Það eru sömu leigutakarnir með hana og í fyrra. Sveit Landsbréfa Reykjavíkurmeistarar Reykjavíkurmeistaramótinu í sveitakeppni, sem jafnframt var undankeppni fyrir íslandsmót, lauk um síðustu helgi og sigraði sveit Landsbréfa með góðum enda- spretti. Reykjavíkurmeistaramir eru Aðalsteinn Jörgensen, Björn Ey- steinsson, Jón Baldursson, Sigurður Sverrisson og Sverrir Ármannsson. í öðru sæti varð sveit Stillingar og bronsið hlutu íslands- meistararnir, sveit Samvinnu- ferða-Landsýnar. Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson vora fyrr á árum taldir eitt af hestu pörum heimsins, unnu m.a. heimsmeistaratitil saman, en hin síðari ár hafa þeir yflrleitt ver- ið andstæðingar, þ e. spilað sinn í hvorri sveitinni. I ár gengu Aðal- steinn og Sigurður Sverrisson til liðs við sveit Landsbréfa og því gafst gott tækifæri til þess að sjá fyrrum heimsmeistarana í víglínunni. Þegar ég kom að voru sagnir að hefjast í spili dagsins, en það kom fyrir milli sveita Landsbréfa og Þriggja Frakka. * 109 * KD7653 * G4 * ÁD8 * ÁKG753 * G10 * 975 * K6 * D8 * 98 * KD863 * G974 í opna salnum sátu s-n Steinar Jónsson og Jónas P. Erlingsson en v-a Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen. Með helming há- spilapunktanna voru fyrrum heims- meistararnir komnir í geim fyrr en varði: Norður Austur Suður Vestur 1 1 * dobl 2 * pass 3 * pass 3 Gr pass pass pass Þrjú grönd eru glæfrasögn hjá Jóni og aðeins laufútspil eða lítið hjarta gefa vinningsmöguleika. Þar sem dobl suðurs benti á láglita- styrk, þá freistaðist Jónas til þess að lyfta laufás. Suður frávísaði laufinu þegar í stað og Jónas skipti yfir í tígulgosa. Jón gaf tvo fyrstu tig- ulslagina og drap þriðja tígulinn á ásinn. Eftirleikurinn virðist nú auð- veldur, sex spaðaslagir og hjartaás gera níu slagi. En hvernig á að spila spaðann? Fyrstu slagimir höfðu gengið hratt fyrir sig, en nú tók Jón sér langa umhugsun. Siðan spilaði hann spaða á kóng, tók laufkóng og spilaði hjarta á ásinn. Ekki fengust neinar upplýsingar við það og þá kom spaði og aftur tók Jón sér um- hugsunarfrest. Að lokum svínaði hann spaðagosa og a-v áttu afgang- * 642 * Á42 * Á102 * 10RTO inn af slögunum, fimm niður. Eftir sögnum er líklegt að suð- ur eigi ekki þrjú hjörtu, þá hefði hann líklega sagt tvö hjörtu við ein- um spaða. Með því að spOa hjarta Umsjón Stefán Guðjohnsen þegar hann var inni á spaðakóng þá hefði suður áreiðanlega lagt á hjartagosann, ef hann átti hjartahá- spil. Þar með er nokkuð ljóst að norður hefir byrjað með hjartahjón, ás - drottningu í laufi og tígulgosa. Ef hann á spaðadrottninguna að auki þá hefir úttektardobl suðurs verið heldur þunnskipað. Því dæm- ist rétt vera að svína ekki spaðan- um. Á hinu borðinu spiluðu a-v hugmyndasnauða tvo spaða og unnu þrjá. Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið. Næsti langi laugardagur er 6. febrúar 1999 Augiýsingar þuHa að berast fyrir kl* 12 . , . þridjudaginn Þeim sem vilja tryggja ser plass fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 5. febrúar 1999 er bent á áb hafa samband vib Sigurð Hannesson sem fyrst, í síma 550 5728. % 2. febrúar 1999 MMMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.