Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 33
Tilboðsdagar vVA0‘* afeláttur á skartgripum Einstakt tækifæri l/r oýrs sÁaj'íyr/fry Laugavegi 61 - sími 552 4910 í lok hverrar æfingar fara allir saman, byrjendur sem lengra komnir, í teygjur og styrkjandi æfingar. síðunni) þar sem meðal annars fer fram kynning á Leppin-vörunum sem margir hlauparar hafa notað með góðum árangri. Ýmislegt ann- að er á döfinni. Nýverið kom út fyrsta fréttabréf Trimmhóps Graf- arvogs. Tilgangur þeirrar útgáfu er að koma á framfæri praktískum upplýsingum varðandi þjálfun, skemmtanir og aðrar uppákomur. Stefnt er að því að fréttabréfíð komi út ársfjórðungslega, fjögur tölublöð á ári,“ sagði Erla. -ÍS Ráðherraskór frá LoakeQ Handunnir G.Y. welted gæðaskór. W Nú á Áður Stæðir: 41-46 Litir: svart, brúnt 5) Kringlunni - sími 553 2888 Nú stendur yfir leiðinlegasti tími ársins að áliti margra skokk- ara. Hávetur ríkir og um land allt eru mikil snjóalög sem gera allar skokkiðkanir utanhúss mjög erfið- ar. Fjölmargir áhugamenn inn skokk hætta einfaldlega allri þjálf- un á þessum tíma árs. Það færist þó i aukana að áhugasamir skokk- arar æfi allan ársins hring, án til- lits til veðurs. Meðal þeirra sem æfa reglulega allan ársins hring er hinn kunni hlaupahópur sem kenndur er við Grafarvoginn. Frá því að hann var stofnaður hefur hann eflst á hverju ári og telur nú um 60 manns. Forsprakkinn og þjálfari frá upphafi hefur verið Erla Gunn- arsdóttir, íþróttakennari i Hamra- skóla. „Við látum ekki erfiða færð koma í veg fyrir hlaupaæfingar Grafarvogshópsins, því við æfum reglulega þrisvar sinnum í viku. Hin slæma færð gerir það að vísu að verkum að við getum ekki hlaupið af jafn mikiHi ákefð, en i staðinn leggjum við ríkari áherslu á að halda okkur í góðu formi og undirbúa fyrir meiri ákefð á kom- andi vori. Það er mjög gott að stunda aðra hreyfingu með. Við tökum til dæmis þrekhring einu sinni í viku yfir vetrartímann," sagði Erla. Virkja fleiri „Fyrir mér er það meira atriði að virkja fleiri einstaklinga en ein- blína á keppni og vegalengdir, markmiðið er að ná til mannsins í sófanum. Fá þá til að finna fyrir þeirri ánægju og vellíðan sem fylg- ir þvi að vera í góðu formi og ekki síst æfa í góðum félagsskap þar sem fólk hvetur hvert annað. Eftir því sem fólk fær meiri reynslu og Erla Gunnarsdóttir íþróttakennari hefur veitt hlaupahópi, sem kenndur er við Grafarvoginn, forstöðu allt frá stofnun hans fyrir 6 árum. Fræðslufundur - fyrír áhugafólk um hlaup í dag, laugardaginn 30. janú- ar, klukkan 15-17 verður hald- inn fræðslufundur fyrir áhuga- fólk um hlaup. Fundurinn verður haldinn í félagsmiðstöð- inni Fjörgyn í Foldaskóla. Fundarstjóri verður Erla Gunnarsdóttir, íþróttakennari og forstöðumaður hlaupahóps- ins í Grafarvogi. Fyrirlesarar á fundinum verða hinn kunni langhlaupaþjálfari og íþrótta- fræðingur Gunnar Páll Jóakimsson sem flytur fram- sögu og situr fyrir svörum. Á eftir Gunnari Páli mun hin kunna frjálsíþróttakona Þórdís Gísladóttir flytja fyrirlestur um Leppin-vörur, fæðubótar- efni og orkugel/drykki. Allir áhugamenn um hlaup eru vel- komnir. er búið að æfa lengur, má fyrst fara að huga að erfiðari markmið- um og á ég þá við maraþon og Laugavegshlaupið (hlaupið mflli Landmannalauga og Þórsmerkur). Aðalatriðið er að menn séu vel undir slíkar vegalengdir búnir, því það gerir engum gott að leggja í slíkar þrekraunir illa undirbúnir og lenda jafnvel í meiðslum, niður- brot í stað uppbyggingar. Mottóið í Grafarvogshópnum er að byggja upp hrausta og jákvæða einstak- linga sem sjá björtu hliðarnar á líf- inu og tilverunni. í Grafarvogshópnum eru hlauparar á öllum aldri og öllum getustigum. 1 fyrrasumar fóru ein- ir 7 úr hópnum i heilt maraþon, það er í Mývatnsmaraþon eða Reykjavíkurmaraþon. Ég var með- al þeirra og reyndar eina konan úr hópnum og gekk bara ágætlega. Ég hljóp langt undir þeirri áætlun sem ég hafði sett mér og kom sjáifri mér nokkuð á óvart með tímann (3 klst. 26 mín.). Var að visu á undan strákunum, en þeir eru búnir að lofa mér því að það komi ekki fyrir aftur. Það er í sjálfu sér ekkert markmið út af fýrir sig hjá mér að hlaupa heflt maraþon, en ég gæti samt vel hugsað mér að fara þessa vega- lengd aftur. Lengdin í hlaupinu skiptir ekki máli sem slík, ég hleyp fýrst og fremst af því að ég hef gaman af því og mér líður vel. Annars væri lítill tflgangur að standa í þessu,“ sagði Erla. Hlusta á líkamann „Það er mín skoðun að það sé engin nauðsyn að leggja að baki langar vegalengdir. Það er öflugur einstaklingur sem skokkar reglu- lega þrisvar í viku, 20-30 mínútur í senn. Aðalatriðið er að fólki líði vel, hlusti á líkamann og sníði sér stakk eftir vexti. Það er mjög ein- staklingsbundið hvað hægt er að leggja á sig. Við höfum haldið því þannig hjá Grafarvogshópnum, þó svo hópurinn hafi stækkað og eflst, að allir, byrjendur sem lengra komnir, mæta á sama tíma og hita upp saman. Þeir hlaupa síðan eftir getu og áhuga og enda svo saman í styrkjandi æfingum, teygjum og slökun. Allir sem áhuga hafa á hlaupum, jafnt byrj- endur sem lengra komnir, eru vel- komnir í hópinn. Það ætti að vera auðvelt að finna félaga á svipuðu getustigi tfl að trimma með. í samvinnu við Félagsmiðstöð- ina í hverftnu efnir hópurinn tfl fræðslufundar (sjá hér til hliðar á LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1999 l§0imm Færðin hefur engin áhrif á æfingar hlaupahópsins í Grafarvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.