Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. JANUAR 1999 I stuttar fréttir Spáö í samruna Volvoverksmiðjurnar spá nú í samruna flutningabUadeildar sinnar við bílaframleiðandann Scania sem er í eigu Wallenberg- fjölskyldunnar. Ford hefur keypt fólksbUadefld Volvo. Þorir í Tyson Nelson Mandela, hinn áttræði forseti Suður- Afríku, segir í viðtali viö þýska blaðið Bild í gær að hann sé svo vel á sig kominn að hann treysti sér alveg í að boxa smávegis við hinn ógurlega Mike Tyson. Mandela segist stunda líkams- rækt á hverjum einasta degi. Græddi á nasistagulli Þriðji stærsti einkabanki Þýskalands, Dresdner Bank, græddi sem svarar rúmum 150 milljónum íslenskra króna á sölu guUs sem stolið var frá gyðingum sem uröu fómarlömb nasista. Þetta kom fram í þýska blaðinu Die Welt i gær. Hættir rafmagnskaupum Sænska rafmagnsveítan er hætt að kaupa rafmagn frá raf- veitum á Sjálandi í Danmörku að næturlagi og kaupir nú sænskt rafmagn í staðinn. Enga gjaldtöku Danska stjómin hefur vísað frá hugmyndum um að taka upp : sérstakt sjúklingagjald, til dæmis ; fyrir aðgerðir á slysavarðstofum ^ sjúkrahúsa. Óanægjan magnast Kínversk stjórnvöld em sögð hafa áhyggjur af vaxandi óá- nægju almennings og sífeUt fleiri tUræðum og átökum lögreglu og s almennra borgara. Skólabygging í hættu ísraelsk yflrvöld hafa hótað að rífa hluta palestínsks skóla sem heldur uppi merki samvinnu gyðinga og araba. Tylliástæðan er sögð vera sú að ekkert bygg- ingarleyfi lyggi fyrir. Vændiskonur horfnar Ný sænsk lög sem banna mönnum að kaupa sér blíðu vændiskvenna hafa leitt tU þess að portkonur em alveg horfhar af götum Malmö. hafnar forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað áskorun- um Evrópu- sinna um að fastsetja daginn sem Bretar muni gerast að- ilar að sameig- inlegu mynt- kerfi Evrópusambandsins og taka upp evruna. Blair Tony Blair, I____ Köldustu vetrardagar á öldinni í Noröur-Noregi: Hættulegur kuldi - segir Björgvin Gestsson, framleiðslustjóri í Öxarfirði DV, Ósló: „Þetta er hættulegt veðurlag vegna þess að fólk tekur ekki eftir kuldanum. Frostið leitar bara hægt og hægt inn á líkamann og fyrr en varir eru menn orðir helkaldir," segir Björgvin Gestsson, fram- leiðslustjóri í fiskvinnslu, í Öxar- firði í Norður-Tromsfylki í Norður- Noregi, við DV. Björgvin er einn þeirra sem hafa fengið að kynnast því hvað raun- verulegt frost er þegar fimbulkulda leggur inn yfir Skandinavíu frá Sí- beríu og heimskautaísnum. í inn- hérðunum nyrst í Noregi hefur frostið fariö niður fyrir 50 stig og nú i vikunni vantaði aðeins 0,2 gráður upp á að 113 ára veðurmet félli. Frostið fór niður 1 51,2 stig en kald- ast varð 51,4 stig árið 1886. Frostaveturinn mikli árið 1918 er orðinn eins og hitabylgja samanbor- ið við kuldann nú. Strandferðaskip hafa stöðvast, rafmagn farið af og skólahald liggur niðri í sumum sveitarfélögum. Þó er búist viö aö heldur fari aö lina um helgina og þá getur kennsla hafist að nýju - það er ef ekki hafa orðið alvarlegar frostskemmdir í skólunum. Þá hef- ur það gerst í fyrsta sinn í 97 ára sögu að loka hefur orðið jámbraut- inni mifli Kiruna og Narvíkiu- vegna kulda. Björgvin og kona hans, íris Björg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, hafa sent son sinn Bjarka í leikskól- ann alla daga sem frostið hefur stað- ið. Þó segir Björgvin að sérstaka gát verði að hafa á svo bömin kali ekki á kinnum og höndum og tómt mál er að tala um að bömin séu úti þegar frostið er orðið meira en 30 stig, eins og var í Öxarfirði. „Það var landlega hjá bátunum þegar verst var enda tilgangslaust að fara á sjó. Hver dropi sem kem- ur inn á dekk gaddfrýs þar. Rússa- togaramir hafa komið hingað al- brynjaðir af klaka og yfir sjónum er frostþoka. Það er hins vegar bót í máli að kælingin er ekki svo mik- il i logni eins og verið hefur hér,“ sagði Björgvin. Björgvin sagði að elstu menn í firðinum myndu ekki eftir svona mikilli og langvarandi frostþoku. Yfirleitt væri ekki vandamál með ís- ingu á bátum á þessum slóðum og Björgvin sagði að fólk talaði um að svona hefði ástaðið ekki verið síð- ustu áratugina. Björgvin er frá Hólmavík en var við nám á Akureyri ásamt konu sinni. Hann sagði að þótt kuldaköst gerði á Akureyri þá væm þau ekk- ert í samanburði við þetta. „Hér verður allt hvítt af þykku hrími í logninu,“ sagði Björgvin. -GK Starfsmenn líkhússins í Rogovo í Kosovo bera lík manns sem talinn er vera úr röðum skæruliða aðskilnaðarsinna. Maðurinn féll í átökum við serbnesku lögregluna í gær. Deilendum í Kosovo settir úrslitakostir: Serbar tilbúnir til viðræðna Júgóslavnesk stjómvöld em til- búin að koma til viðræðna við að- skilnaðarsinna albanska meirihlut- ans í Kosovo á erlendri grundu, svo tremi sem ákveðin grundvallarsjón- armið séu í heiðri höfð. Þetta sagöi Vuk Draskovic, að- stoðarforsætisráðherra Júgóslavíu, í gær eftir að stórveldin höfðu sett Serbum og Kosovo-Albönum úrslita- kosti á fundi sínum í London. Deilendum er gert að mæta til viðræðna um sjálfstjóm Kosovo í Frakklandi þann 6. febrúar. Þar fá þeir mjög skamman tíma til að kom- ast að samkomulagi. „Það er ekki nóg að mæta bara,“ sagði Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, þegar hún lagði áherslu á að nú yrðu Serbar og Albanir að sýna lit. Fulltrúar skæruliða í Kosovo tóku yfirlýsingum stórveldanna var- fæmislega. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að hótun NATO um valdbeit- ingu væri enn í fullu gildi. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði að ef tii vill þyrfti að beita valdi til að fylgja eftir gerðum samningum. Á sama tíma og stórveldin settu fram úrslitakosti sína héldu ofbeld- isverkin í Kosovo áfram þar sem serbneska lögreglan skaut 24 Albani til bana í hefndarskyni. Ford eignast Volvo Því er spáð að kaup Ford-fyrirtæk- isins á fólksbíladeild Volvo á fimmtu- dag muni hafa í fór með sér talsverð- ar hræringar á evrópskum bílamark- aði. Talsmenn Volvo í Svíþjóð segja að salan geri fyrirtækinu hægara um vik að einbeita sér að framleiðslu á vörubílum og stórum fólksflutninga- bilum þar sem ætlunin sé að færa út kvíamar. Fyrr í mánuðinum var til- kynnt um kaup Volvo á 13% hlut í vörubíladeild Scania. Sameining Ford og Volvo er um margt svipuð og sameining Chrysler og Mercedes Benz seint á síðasta ári. Mun- urinn er þó sá helstur að Ford hefur um áratugaskeið átt trausta fótfestu í Evrópu en Chrysler ekki. Auk bíla- framleiðslu undir eigin merki í álfunni á Ford Jaguar í Bretlandi sem framleið- ir lúxusbíla. Jaguarbílar eru miklu dýrari en Volvo. Volvo fyllir hins veg- ar upp ákveðið tómarúm í framleiðslu Fords í Evrópu sem eru vandaðir bílar í effi milliflokki fólksbíla. -SÁ Kauphallir og vöruverð erlendis Hong Kong 9360,96 20000 15000 10000 5000 Hang Seng S 0 ND I Anita Gradin alls ekki nógu aðgangshörð Anita Gradin, sem situr í fram- | kvæmdastjóm Evrópusambands- ins fyrir Svíþjóð og hefur það í verk að berjast gegn svindli, hefur ekki gengið nógu hart fram í að | uppræta spill- j ingu og svindl innan fram- kvæmdastjórn- ( arinnar. Þetta segir Paul van Buitenen, j embættismaður ESB, sem var j vikið úr starfi fyrir nokkm fyrir s að vekja athygli á sukki innan !l æðstu stofnunar ESB, í viðtali j við sænska kristilega dagblaðið | Dag í gær. Buitenen sakar Grad- : in þó ekki um að vera sjálf með í t spillingunni. Uppljóstranir van Buitenens i urðu til þess að Evrópuþingið íhugaði að reka ffamkvæmda- S stjómina eins og hún leggur sig. 3 Af því varð ekki og lofaði ffam- I kvæmdastjórnin bót og betrun. 1 Hún lofaði til dæmis í gær að 3 hafa fúlla samvinnu við sérstaka 3 rannsóknamefnd sem var sett á j laggirnar. Grænlenskir ekki kallaðir til yfirheyrslu | Lögmenn danskra stjórnvalda j og íbúa í Thule á Grænlandi hafa j orðiö ásáttir um að Grænlending- j amir þurfi ekki að koma til j Kaupmannahafnar til að bera vitni i skaðabótakröfum Thule- 1 búa á hendur danska ríkinu. j Danska blaðið Berlingske ' Tidende sagði ffá þessu i gær. Áttatíu og fimm íbúar í Thule | kreíja dönsk stjórnvöld um miflj- í ónir króna i skaðabætur fyrir j nauðungarflutninga árið 1953 í j tengslum við stækkun flugstöðv- j ar Bandaríkjahers þar. Málið j verður tekið fyrir í Eystri lands- rétti 1. mars. j Enn gripdeildir á skjálftasvæði örvæntingarfullir íbúar í borg- f inni Armeníu í Kólumbíu, sem 3 liíðu af jarðskjálftann á mánu- j dag, létu greipar sópa um hjálp- j armiðstöðvar og verslanir í gær í j leit sinni að einhveiju til að j borða. Öryggissveitir reyndu hvað j þær gátu til að stöðva gripdeild- j imar, þriðja daginn í röð. j „Þetta er mjög erfitt. Við höfi - um enga stjóm á þessu," sagði j lögreglustjórinn í Armenia, j Dagoberto Garcia. Gusmao hvetur til vopnahlés á Austur-Tímor Xanana Gusmao, leiðtogi upp- j reisnarmanna á Austur-Timor sem situr í fangelsi í Indónesíu, hvatti til þess í gær að komið É yrði á vopna- : hléi í heima- 1 landi sínu. ; Indónesísk stjómvöld hafa [ lýst yfir vilja >j sínum til að | gefa Austur-Tímor frelsi eftir 23 í ára kúgun. „Ég tel að indónesísk stjóm- | völd eigi að byija að afvopna al- menning, herinn ætti að fækka í i mannafla sínum og komast að samkomulagi um vopnahlé við j okkur, ef kostur er,“ sagði : Gusmao við fréttamenn í fangelsi ! í Jakarta. Þar afplánar hann tutt- ugu ára dóm. Sjálfstæöissinnaðir skæruliöar ;j hafa átt í höggi við indónesísk | stjómvöld ffá því þau gerðu inn- | rás í þessa fyrrum portúgölsku j nýlendu árið 1975.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.